Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skítt að ekki skyldi takast að selja flugvöllinn áður en flug var fellt niður, höfnin er þó
eftir í bakhendinni ef bærinn lendir aftur á válista vegna skulda.
Námskeið um hryggikt
Sjúkdómur
ungs fólks
UM ÞESSAR mund-ir eru að hefjastýmiss konar nám-
skeið á vegum Gigtar-
félags Íslands. Eitt þeirra
fjallar um fremur lítt um-
talaða, en þó engu að síður
erfiða, tegund gigtar, svo-
kallaða hryggikt. Svala
Björgvinsdóttir, fé-
lagsfræðingur hjá Gigtar-
félagi Íslands, er í forsvari
fyrir námskeiðin og Morg-
unblaðið fékk að vita hjá
henni eitt og annað um
hryggikt.
Hvað er hryggikt?
„Hryggikt er langvinn-
ur gigtarsjúkdómur. Hann
leggst fyrst og fremst á
liði hryggjarsúlunnar, lið-
bönd og þá liði sem tengja
mjaðmarbeinin við spjald-
hrygginn. Afleiðingin er verkir og
stirðleiki í hryggnum. Sjúkdóm-
urinn getur verið allt frá því að
vera vægur til þess að vera mjög
slæmur.“
Eru margir landsmenn hrjáðir
af hryggikt?
„Talið er að fimmti hver lands-
maður þjáist af einhverri tegund
gigtar. Ekki er vitað með vissu
um algengi hryggiktar, en talið að
0,5% þjóðarinnar geti verið með
sjúkdóminn.“
Líða menn kvalir?
„Sjúkdómnum fylgja verkir og
stirðleiki sem er verstur á morgn-
ana því að stirðnun verður við
hvíld og getur það tekið allt að 2–3
klukkutíma að koma sér í gang.
Oft er líðanin slæm á nóttunni og
iðulega þörf fyrir að fara fram úr
og hreyfa sig og reyna síðan að
sofna aftur. Þetta getur valdið
svefnvandamálum sem leiða m.a.
til þreytu. Við hreyfingu minnka
einkennin og er regluleg þjálfun
og hreyfing því nauðsynleg. Sjúk-
dómurinn er sveiflukenndur og
geta komið góð tímabil inn á milli,
en þegar sjúkdómurinn er virkur
getur líðanin verið mjög slæm.“
Fæðist fólk með hryggikt eða
steypir hún sér niður síðar ... og
þá á hvaða aldri?
„Nei, fólk fæðist ekki með
hryggikt, en þar sem sjúkdómur-
inn er ættlægur getur tilhneiging-
in til að fá sjúkdóminn verið fyrir
hendi frá fæðingu. Hryggikt er
sjúkdómur ungs fólks því ein-
kennin byrja yfirleitt á unglings-
árunum eða snemma á þriðja ára-
tug ævinnar. Þar til nýlega var
talið að sjúkdómurinn væri tíu
sinnum algengari meðal karla en
kvenna, en í ljós hefur komið að
munurinn er mun minni. Nýleg
rannsókn sem Árni Jón Geirsson
gigtarsérfræðingur stóð að sýnir
að á Íslandi er sjúkdómurinn ein-
ungis þrisvar sinnum algengari
meðal karla en kvenna. Mikið
vandamál er hve langan tíma tek-
ur að fá rétta greiningu og á það
sérstaklega við um konur, en
meðaltími frá því þær byrja að fá
einkenni sjúkdómsins þar til þær
greinast er tíu ár, á móti þremur
árum hjá körlum.“
Hvað með batahorf-
ur?
„Eins og aðrir gigt-
arsjúkdómar þróast
hryggiktin mismun-
andi frá einum sjuklingi til ann-
ars. Ekki er hægt að sjá fyrir um
þróun sjúkdómsins, en reynslan
sýnir að sé hryggikt greind
snemma í sjúkdómsferlinu og
strax hafin markviss meðferð, þá
aukast líkurnar á að hægt sé að
halda sjúkdómnum í skefjum og
fækka þannig erfiðum tilfellum.
Einkennin geta oft verið veruleg í
allmörg ár, en síðan „brunnið út“,
oftast þó þannig að viðkomandi
verður áfram stífur í baki, en
verkirnir hverfa.
Hætta er á hreyfiskerðingu í
hryggnum og þjálfun því mikil-
væg til að minnka hættu á stirðn-
un eða koma í veg fyrir að hrygg-
urinn festist í óæskilegri
líkamsstöðu. Með réttri meðferð,
sem felst í daglegri þjálfun, lyfja-
meðferð og góðum venjum ásamt
góðri samvinnu gigtarfólks og
fagfólks eru langflestir áfram
vinnufærir þrátt fyrir sjúkdóminn
og geta lifað nokkurnveginn eðli-
legu lífi.“
Hvaða áhrif hefur það á fólk að
greinast með langvinnan sjúkdóm
eins og hryggikt?
„Að fá að vita að maður sé með
sjúkdóm sem komi ef til vill með
að fylgja manni um aldur og ævi
getur reynst mörgum erfitt að
takast á við. Langur greiningar-
tími getur orðið til þess að sumir
upplifi létti við að fá sjúkdóms-
greiningu og finnist jákvætt að fá
nafn á einkennin og staðfestingu á
að þau eru ekki bara ímyndun.
Fyrir aðra getur sjúkdómsgrein-
ingin verið áfall. Við þessar að-
stæður eru öll viðbrögð eðlileg,
allt frá dýpstu örvæntingu til
ólýsanlegs léttis.
Langvinnur sjúkdómur hefur
ekki bara áhrif á líkamlega getu.
Hann hefur áhrif á tilfinninga-
lega, félagslega og samfélagslega
þætti og nauðsynlegt
er að læra að takast á
við lífið út frá breyttum
aðstæðum. Jafnvel þarf
að tileinka sér nýjan
lífsstíl og mikilvægt er
að sjá möguleikana sem lífið býð-
ur upp á, en einblína ekki á þær
hindranir sem óneitanlega fylgja
oft langvinnum sjúkdómum.“
Svo eru fleiri námskeið...
„Já, á vorönninni mun Gigtar-
félagið verða með sambærileg
námskeið út frá öðrum gigtar-
sjúkdómum. Um er að ræða sex
kvölda námskeið, einu sinni í
viku.“
Svala Björgvinsdóttir
Svala Björgvinsdóttir er fædd
í Reykjavík 25. janúar 1952. Út-
skrifaður félagsfræðingur frá
Gautaborgarháskóla 1983. Sjö ár
félagsráðgjafi í grunnskólum á
Reykjanesi og í Reykjavík. Hún
bætti tveimur árum við námið í
Stokkhólmi, vann hjá Gigt-
arfélagi Svíþjóðar og sem fé-
lagsráðgjafi á gigtardeild Karol-
inska sjúkrahússins í
Stokkhólmi. Hún kom heim árið
1999 og hefur unnið hjá Gigt-
arfélagi Íslands frá því í desem-
ber það ár, bæði sem fé-
lagsráðgjafi og sem
verkefnastjóri fræðslu og út-
gáfu.
...að fylgja
manni um ald-
ur og ævi