Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞAÐ VAR YS og þys í skólastofu 4-D í Mýrarhúsaskóla þegar blaðamann bar þar að garði í gærdag. Börnin eru í óða önn að pakka notuðum leik- föngum, skóm, skólatöskum og öðru skóladóti ofan í pappakassa. Dótið hafa þau komið með að heiman frá sér og ætlunin er að senda það til Afríkuríkisins Malaví þar sem skóla- börn á þeirra reki fá það í hendur. Þetta er í annað sinn sem nemendur Mýrarhúsaskólans senda Namazizi- skólanum, sem er í þorpinu Chir- ombo í Malaví, skóladót. Sterk vin- áttutengsl hafa myndast milli skól- anna tveggja úr þessum ólíku menn- ingarheimum og guldu Namazizi- nemendur þeim íslensku greiðann með góðum gjöfum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Þróunarsam- vinnustofnun Íslands (ICEIDA) sem hefur um árabil aðstoðað Malavíbúa á sviði fiskveiða. Að sögn Regínu Höskuldsdóttur, skólastýru Mýrarhúsaskóla, er eitt markmið verkefnisins að börnin læri um kjör og ólíkar aðstæður jafn- aldra sinna, annars staðar í heim- inum. Fótbolti gerður úr hrúgu af fötum Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Finnur Helgason eru nemendur í 4-D og segja mjög gaman að safna dóti. „Það er alls konar dót sem við höfum safnað, t.d. skólatöskur, reiðhjól og fullt af skóladóti,“ segir Finnur og Birgitta bætir við að einnig hafi safn- ast leikföng; púsluspil og sippubönd svo eitthvað sé nefnt. „Ég kom með alls konar liti og tvær skólatöskur sem bróðir minn notaði,“ segir Finn- ur en segir engan tilgang í því að senda gamlar skólatöskur sem hann sjálfur hafi átt, þær séu alveg ónýtar. „Þau verða örugglega glöð að fá leikföngin frá okkur og í staðinn hafa þau sent okkur fullt af dóti, t.d. blöð í mörgum litum sem þau fara rosalega vel með,“ útskýrir Birgitta. Finnur og Birgitta vita sitt lítið af hverju um Malaví og finnst skólinn þar merkilegt fyrirbæri. „Hann er bara fullt af litlum húsum!“ segir Birgitta. „Þau eru mjög fátæk og nota hrúgu af fötum fyrir fótbolta.“ Sökum þessarar vitneskju söfnuðu krakkarnir líka fullt af boltum sem verða bráðlega notaðir í leiki í Malaví. „Í skólanum eru líka allir saman í bekk, sama hvað þeir eru gamlir. En það er kannski bara skemmtilegt,“ segir Finnur. Þau eru ekki viss um að krakk- arnir í Namazizi-skólanum viti mikið um Ísland en þau hafa fengið sendar litskrúðugar myndir frá þeim sem lýsa þorpinu þeirra og villtum dýr- um sem lifa þar í grennd. „Þau halda kannski bara að við búum í snjó- húsum, alveg eins og við höldum kannski ýmislegt um þau sem er ekki alveg rétt,“ segir Birgitta. Finnur og Birgitta eru sammála um að það sé gaman að geta hjálpað þeim sem á því þurfi að halda. „Þau eiga eiginlega ekki neitt og þurfa að rækta allt sjálf,“ segir Birgitta. Þau segja að einn strákurinn í Namazizi-skólanum hafi fengið bleika „stelputösku“ með blómum frá Íslandi en hafi verið ofsalega glaður með það! „Ég er ekki viss um að ég yrði svona ánægður með að fá bleika tösku!“ játar Finnur hlæjandi. „En kannski ef ég ætti heima í Malaví, þá myndi ég örugglega þiggja hana.“ Þau efast um að börn í Malaví leiki sér í nákvæmlega sömu leikjum og börn á Íslandi þó að fótbolti sé vin- sæll þar eins og hér. En skyldu þá sippubönd vera notuð á sama hátt í Chirombo-þorpinu og á Seltjarn- arnesi? „Það er aldrei að vita, kannski nota þau það bara til að fara í reiptog!“ segir Finnur. En það er þó a.m.k. eitt sem finna má í Malaví sem þessi íslensku börn vildu gjarnan hafa hér á landi. „Það væri ekkert leiðinlegt að hafa svona gott veður hérna eins og er hjá þeim,“ segir Finnur. „Þá gæti maður mætt í stuttbuxum í skólann!“ Birg- itta samsinnir því. „Krakkarnir eru örugglega ekkert óhamingjusamir, það er örugglega mjög gaman að búa í Malaví.“ Nemendur Mýrarhúsaskóla safna handa börnum í Malaví „Örugglega gaman að búa í Malaví“ Morgunblaðið/Sverrir Nemendur í 4-D pakka niður dóti handa börnum á Malaví. Seltjarnarnes FJÖGUR erlend skemmtiferðaskip, sem eiga það sameiginlegt að flytja bandaríska farþega, hafa hætt við komu sína til Reykavíkurhafnar í sumar vegna atburðanna 11. sept- ember í Bandaríkjunum. Þetta er þó lítið miðað við afföll hafna í Evrópu sem allajafna taka við mörgum bandarískum skemmtiferðaskipum á sumrin. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri hjá Reykjavíkurhöfn, segir þetta harla óvenjulega ástæðu fyrir afbók- unum. Hann segir nýja hugmyndafræði vera að ryðja sér rúms í Bandaríkj- unum varðandi skemmtisiglingar sem markist af atburðunum í haust. „Þeir kalla það „Homeland cruising“ sem felst í auknu framboði siglinga við Ameríku þar sem fólk getur keyrt til skipsins í stað þess að fljúga að brottfararstað þess.“ Tekjumissir fyrir ferðaþjónustuna Engu að síður verður fjöldi skipa í Reykjavíkurhöfn svipaður í sumar og undanfarin ár en búið er að bóka 48 skipakomur. „Blessunarlega er þetta mjög gott hjá okkur miðað við tölur yfir afföllin í Evrópu. Það eru til dæmis bókaðar 25 færri komur til Stokkhólms í sumar en í fyrra, til Kaupmannahafnar eru bókaðar 55 færri ferðir og ferðum til Bergen fækkar um 12 samkvæmt áætlun. Í Dover á Bretlandi fækkar komum um 22.“ Ágúst segir aðalástæðuna fyrir þessum miklu afföllum vera þá að í þessum höfnum hafi allajafna verið töluvert um farþegaskip með amerískum ferðalöngum um borð. Aðspurður segir hann komur skemmtiferðaskipanna ekki endilega hafa mikið að segja fyrir tekjur hafn- anna sjálfra. „En fyrir bæjarfélögin og landið í heild sinni eru þetta töluverðar tekjur af farþegum eins og hverjum öðrum ferðalöngum.Hér á Íslandi eru skip oft að koma til Vestmanna- eyja og Reykjavíkur og í flestum til- fellum til Akureyrar líka. Stundum fara þau á Snæfellsnes og Ísafjörð í leiðinni, þannig að það eru þrjár til fjórar rútuferðir frá hverju skipi þótt það séu ekki nema dagsferðir.“ Skip með íbúðir til sölu um borð Ágúst segir von á nokkuð sérstöku skipi til Reykjavíkurhafnar í sumar sem byggist á alveg nýrri hugmynda- fræði. „Það heitir World of Residen- sea og stoppar hér í tvo, þrjá daga. Þetta er mjög íburðarmikið skip þar sem íbúðirnar eru hreinlega seldar til einstaklinga, rétt eins og þegar fólk kaupir sér sumarhús á Spáni. Þú get- ur keypt þér þarna íbúð og farið með skipinu þegar þú vilt en svo leigir skipafélagið íbúðina út fyrir þig á milli. Þetta er gríðarlega flott skip og í fyrsta sinn í sögunni sem þetta er gert.“ Von er á tæplega 50 skemmtiferðaskipum í sumar Bandaríkjamenn afboða sig Reykjavíkurhöfn                                                             FERJAN Sæfari lagðist að bryggj- unni í Grímsey í snjómuggu á dög- unum og hafði innborðs góða send- ingu í okkar litla samfélag, nefnilega nýja slökkvibifreið. Sigurður Ingi Bjarnason er slökkviliðsstjóri í Grímsey og hefur hann með dyggum stuðningi frá dr. Birni Karlssyni brunamálastjóra og hans mönnum haft veg og vanda af þessum bifreiðakaupum. Slökkvibíllinn er af Range Rover gerð og keyptur notaður frá Bret- landi ásamt öllum fylgihlutum. Bif- reiðin er útbúin með 1000 lítra vatnstanki og öflugum dælubúnaði. Sömuleiðis hefur verið keyptur 40 feta gámur sem sérstaklega hefur verið innréttaður með rafmagni og hita fyrir slökkviliðið, bíl og búnað. Í slökkviliðinu með Sigurði Inga eru Garðar Ólason og Brynjólfur Árnason auk 10 annarra áhuga- samra manna. Sigurður slökkvi- liðsstjóri greindi frá því, að slökkviliðsmennirnir hefðu sótt námskeið og æfingar á Dalvík í haust. Eins hafi menn komið frá Brunamálastofnun til Grímseyjar og haldið æfingu með liðinu. Sem sagt, allt er á réttri leið í bruna- vörnum Grímseyinga og bjart yfir íbúum með nýju slökkvibifreiðina og vaska slökkviliðsmenn. Morgunblaðið/Helga Mattína Sigurður Ingi Bjarnason slökkviliðsstjóri, Garðar Ólason, Brynjólfur Árnason og Þorlákur Sigurðsson slökkviliðsstjóri við nýju bifreiðina. Ný slökkvibifreið til Grímseyjar UNGA fólkið lætur ekki deigan síga þrátt fyrir breytingar í veðrinu og heldur uppteknum hætti við leik og störf. Á meðan sumir bregða sér á skíði eða snjóbretti í Hlíðarfjalli eru aðrir t.d. við knattspyrnuiðkun, eins og þessir ungu menn sem ljósmynd- ari Morgunblaðsins rakst á. Morgunblaðið/Kristján Stór snjóbolti STÚLKURNAR í eldri deild Grunnskólans í Grímsey sem eru á aldrinum 9 til 12 ára, stofnuðu í október sl. kvenfélag. Hugmyndin kviknaði í handavinnutíma. Handavinnukennarinn þeirra, Ás- laug Helga, hvatti þær óspart til dáða. Ungkvennafélagið hlaut nafnið Grímseyjargellur. Vinnu- listi rétt eins og í alvöru kven- félagi var útbúinn og stjórn- arstörfum skipt á milli stúlknanna. Enda fyrirmynd þeirra góð þar sem í Grímsey er starfandi hið síunga og öfluga kvenfélag Baugur. Kvenfélagið Grímseyjargellur vex og dafnar við sauma og prjón, gleði og gam- an. Núverandi formaður félagsins er Karen Sigurðardóttir í 4. bekk. Morgunblaðið/Helga Mattína Grímseyjargellurnar Bergfríður, Karen formaður, Gyða og Sunna. Yngsta kvenfélag á Íslandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.