Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRMENN félagsmálastofnana í Danmörku óskuðu í gær eftir því að fá víðtækari heimild til að hafa afskipti af fjölskyldum innflytjenda sem reyna að þvinga dætur sínar í hjóna- band og hóta þeim lífláti. Yfirvöld í Noregi hafa einnig verið hvött til að skera upp herör gegn nauðungar- hjónaböndum og gera ráðstafanir til að tryggja að hægt verði að hjálpa stúlkum, sem hótað er lífláti giftist þær ekki þeim mönnum sem foreldr- ar þeirra velja. Mikil umræða hefur verið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku síðustu daga um nauðsyn þess að hjálpa slíkum stúlkum eftir að kúrdískur faðir myrti 26 ára gamla dóttur sína í Uppsölum vegna þess að hún var í sambúð með sænskum kærasta sínum. Konan, sem hét Fadime Sahindal, höfðaði mál á hendur föður sínum og bróður árið 1998 og sagði þá hafa hótað sér lífláti. Hún vann málið, fékk nýtt nafn og kennitölu og föður hennar og bróð- ur var bannað að heimsækja hana. Þegar Fadime frétti að móðir sín væri veik og þyrfti að fara á sjúkrahús ákvað hún að heimsækja hana í Upp- sölum. Faðir hennar, Rahmi Sahin- dal, komst að þessu og myrti hana á heimili systur hennar á mánudag. Faðirinn neitar því að hann hafi myrt dóttur sína til að refsa henni fyr- ir að gera fjölskyldunni smán með því að velja sér sænskan mann, að því er dagblaðið Dagens Nyheter hafði eftir lögmanni hans. Hann segir að morð- málið snúist ekki um kúrdískar hefðir eða heiður fjölskyldunnar. Meira verði gert til að vernda konurnar Lögmaðurinn segir að faðirinn hafi tekið deiluna við dótturina mjög nærri sér, hann eigi við geðræn vandamál að stríða og geti ekki út- skýrt hvers vegna hann myrti dóttur sína. Ættingjar hennar segja að hún hafi ögrað fjölskyldunni með því að vera í sambúð með sænskum manni án þess að ganga í hjónaband, en mál- ið snúist ekki um menningarlega árekstra. Samtök innflytjenda í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg til að vernda konur, sem eru í svipaðri stöðu og Fadime, og leggja megin- áherslu á að verja menningu þeirra og hefðir. Morðið hefur einnig vakið um- ræðu í Noregi og Danmörku um stöðu stúlkna sem neita að giftast mönnum sem feður þeirra velja eða er hótað lífláti fyrir að búa með mönnum sem eru ekki múslímar. Þurfa víðtækari heimild Ole Pass, formaður sambands yf- irmanna félagsmálastofnana í Dan- mörku, sagði í gær að yfirvöld þyrftu að fá víðtækari heimild til að hafa af- skipti af fjölskyldum innflytjenda þegar slík mál koma upp. „Við höfum gengið of langt í virðingu okkar fyrir frelsi einstaklingsins,“ hafði danska ríkisútvarpið eftir honum. Hann legg- ur meðal annars til að innflytjendur fái trúarleiðtoga sína til að grípa inn í og miðla málum þegar slíkar deilur koma upp. Talsmaður Venstre-flokksins í dómsmálum, Birthe Rønn Hornbech, sagði að yfirvöldum bæri skylda til að hafa afskipti af fjölskyldum innflytj- enda sem reyndu að þvinga dætur sínar í hjónaband og hótuðu þeim líf- láti. Hún benti á að slíkar þvinganir og hótanir væru refsiverðar sam- kvæmt dönskum lögum. Norska dagblaðið Verdens Gang hvatti til þess í forystugrein í gær að yfirvöld og samtök í Noregi skæru upp herör gegn nauðungarhjóna- böndum. Blaðið leggur m.a. til að barna- og fjölskyldumálaráðuneytið standi fyrir fræðsluþáttum um slík hjónabönd í sjónvarpi, ræði við for- eldra úr röðum innflytjenda og komi upp umræðuvettvangi um málið á Netinu. Einnig þurfi að styrkja hreyf- ingar, sem berjast gegn nauðungar- hjónaböndum, og sjá til þess að ung- lingar, sem þurfa að flýja fjölskyldur sínar, fái húsnæði og aðra aðstoð. Hvatt til herferðar gegn nauðungarhjónaböndum EINN maður lést og að minnsta kosti 22 særðust, þar af þrír alvarlega, í sjálfsmorðsárás í borginni Tel Aviv í Ísrael í gærmorgun. Sprengingin átti sér stað í versl- unarhverfi nærri biðstöð langferðabíla í miðhluta borg- arinnar, sem er yfirleitt fjölfarið fyrir hvíldardag gyð- inga. Lögregla segir að sá sem stóð fyrir árásinni hafi komið gangandi eftir götunni og sprengt sig í loft upp. Kraftur sprengingarinnar var mikill, mótorhjól þeyttist í loft upp og fjöldi fólks kastaðist til. Lögregla segir að hún hafi fundið hluta af poka, sem talið er að sprengiefnið hafi verið geymt í. Naglar fundust einnig í nágrenninu sem bendir til þess að sprengjurnar hafi átt að valda meiri usla. Annar poki fannst skammt frá, en sá hafði að geyma vopn og skotfæri. Lögregla telur það merki um að önn- ur árás hafi verið skipulögð. Enginn hefur enn lýst sök- inni á hendur sér, en stjórnvöld í Ísrael segja að ábyrgðin sé hjá palestínskum yfirvöldum. Reuters Sjálfsmorðsárás í Tel Aviv TILRAUNIR þýskra stjórn- valda til að banna starfsemi ný- nasistaflokksins NPD runnu út í sandinn í vikunni. Málatilbúnað- ur yfirvalda byggðist að nokkru leyti á ummælum manns, sem í ljós kom að hafði verið launaður uppljóstrari á mála hjá þýsku leyniþjónustunni. Samkvæmt þýskum lögum getur stjórnlagadómstóllinn í Berlín bannað starfsemi stjórn- málaflokka, ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að þeir fylgi öfgastefnu. Ríkisstjórn Gerhards Schröders höfðaði á síðasta ári mál með það að markmiði að bann yrði lagt við starfsemi ný- nasistaflokksins NPD og átti málflutningur að hefjast fyrir stjórnlagadómstólnum 5. febrúar næstkomandi. Í ljósi nýjustu upplýsinga hefur dómstóllinn hins vegar frestað fyrirtöku málsins og útlit er fyrir að það verði látið niður falla. Skrifaði undir samkomulag Málshöfðun stjórnvalda var að hluta byggð á öfgafullum um- mælum Wolfgangs Frenz, eins af stofnendum NPD og fyrrverandi meðlims í framkvæmdastjórn flokksins, sem í eru 6.500 fé- lagar. Fyrr í vikunni kom svo upp á yfirborðið að Frenz var um nokkurt skeið á mála hjá yfir- völdum og þáði greiðslur fyrir að veita upplýsingar um flokks- félaga sína og starfsemi NPD. Embættismaður í innanríkis- ráðuneytinu minntist á það í sím- tali við einn dómaranna að Frenz þyrfti að fá leyfi stjórnvalda til að bera vitni fyrir dómnum, þar sem hann hefði skrifað undir samkomulag við þýsku leyni- þjónustuna um að láta ekkert uppskátt um störf sín. Dómarinn krafðist þess að ráðuneytið sendi tafarlaust inn skriflega skýrslu um málið, en þegar ekki var orð- ið við því afréð dómstóllinn að fresta réttarhöldum í máli NPD og gaf ekki til kynna hvort það yrði tekið fyrir síðar. Viðurkenndi mistök Málið hefur vakið nokkra ólgu í Þýskalandi. Dagblaðið Frank- furter Allgemeine sagði í for- ystugrein á miðvikudag að fram- ganga stjórnvalda væri „afkáraleg“ og Michel Friedman, varaformaður samtaka þýskra gyðinga, sagði óafsakanlegt að viðleitni til að banna starfsemi NPD hefði runnið út í sandinn með þessum hætti. Innanríkisráðherrann Otto Schily viðurkenndi á blaða- mannafundi á miðvikudag að mistök hefðu átt sér stað, en sagði að embættismenn hefðu talið að ekki þyrfti að greina frá því að Frenz hefði verið á mála hjá stjórnvöldum þar sem hann hefði látið téð ummæli falla eftir að hann lét af uppljóstrunum fyr- ir leyniþjónustuna. Schily sagði að Frenz hefði verið tekinn af launaskrá árið 1995 þar sem yf- irlýsingar hans á opinberum vettvangi hefðu orðið æ öfga- kenndari. Það gerir málið enn vandræða- legra fyrir yfirvöld að Frenz kveðst hafa greitt skatta af greiðslunum fyrir uppljóstranir sínar en látið afganginn renna til starfsemi NPD. Ef það á við rök að styðjast var þýska leyniþjón- ustan því óbeint að styrkja ný- nasistaflokkinn sem ríkisstjórnin vill nú að verði lagður niður. Misheppnuð til- raun til að banna nýnasistaflokk Málshöfðun byggðist á ummælum manns sem var á mála stjórnvalda Berlín. The Washington Post. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í gær nágrannaþjóðir Afganistans við því að hlutast til um innanríkismál landsins. Sagði Annan, sem í gær heimsótti Afganistan, að hann vildi brýna fyrir nágrannaríkjunum að gefa bráðabirgðastjórninni í Kabúl tækifæri til að tryggja pólitískan stöðugleika í landinu, sem mátt hef- ur þola áratuga löng átök og eymd- arástand. Annan átti fund með Hamid Karzai, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar afgönsku í Kab- úl. Á sameiginlegum fréttamanna- fundi þeirra gerði Karzai lítið úr fregnum þess efnis að klofningur væri þegar kominn í lið þeirra afla, sem komu talibanastjórninni frá völdum við lok síðasta árs, en fullyrt er að til átaka hafi komið í norður- hluta landsins. Sagði Karzai að gera mætti ráð fyrir „smáskærum“ næstu misserin en að þær hefðu ekki mikla pólitíska þýðingu. „Afganistan er eins og slas- aður maður á sjúkrahúsi sem nýbúið er að framkvæma aðgerð á. Landið er enn á gjörgæsludeild,“ sagði hann. „Þið verðið að gefa okkur tækifæri til að komast á almenna deild og síðan ná fótfestu á ný eins og heilbrigður maður.“ Hörðustu bardagar Banda- ríkjahers á jörðu niðri til þessa Nokkrum klukkustundum áður en Annan kom til Kabúl höfðu sérsveitir Bandaríkjahers ráðist á búðir talib- ana og liðsmanna al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna norður af borginni Kandahar í Suður-Afganistan. Kom til harðra átaka og er fullyrt að allt að fimmtán heimamenn hafi fallið. Bandaríkjamenn tóku einnig 27 fanga. Flestir mannanna voru afg- anskir en upphaflega var talið að þarna leyndust erlendir al-Qaeda- liðar. Þetta voru með allra hörðustu bar- dögum á jörðu niðri sem bandarískar hersveitir hafa lent í frá því að hern- aðaraðgerðir hófust í Afganistan fyr- ir fimmtán vikum. Vilja tryggja stöðugleika Reuters Kofi Annan og Hamid Karzai ræða saman í Kabúl í gær.            !  " !#$  #! " " %  & '!! ()  #" &*+   &   !!     ! !    + #    ,+ ! ! !#  !    !#$   -& " & #+.!! /%  0 1 ! !   /  2&  "  "  %&"  %  !     %  &  /%  3 " Kabúl. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.