Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 1
21. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. JANÚAR 2002 Bush sagðist í gær vera „mjög von- svikinn“ vegna frammistöðu Arafats og sagði hann hafa „ýtt undir hryðju- verk“. Ísraelsher stöðvaði skip með 50 tonna vopnafarm í Rauðahafi fyrr í mánuðinum og veitti Bandaríkja- stjórn upplýsingar um málið. Flest gagnanna sem Bush sendi leiðtogum arabaríkjanna komu frá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Gögnin voru send til Abdullah, krónprins í Sádi-Arabíu, Hosni Mub- araks, forseta Egyptalands, og Ab- dullah II, konungs Jórdaníu. Arafat hefur neitað því að hann hafi vitað af vopnasmyglsáformunum og samþykkt þau. Að sögn ísraelsku embættismannanna útveguðu stjórn- völd í Íran vopnin og þau voru flutt þaðan með aðstoð Hizbollah-hreyf- ingarinnar í Líbanon. Bush ræddi málið við ráðgjafa sína í Hvíta húsinu í gær og hermt er að meðal annars hafi verið fjallað um hvort loka ætti skrifstofum Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, í Washington. Heimildarmenn sögðu að refsiaðgerðir kæmu til greina ef Arafat léti ekki handtaka þá sem skipulögðu smyglið og Palestínu- menn sem grunaðir eru um árásir á Ísraela. Hermt er að Bandaríkja- stjórn íhugi einnig að hætta öllum við- ræðum við Arafat sjálfan en halda áfram óformlegum viðræðum við aðra embættismenn í heimastjórninni. Bandarískir embættismenn segja að samskipti Bandaríkjanna og Pal- estínumanna hafi aldrei verið jafn slæm og nú frá friðarsamkomulaginu í Ósló 1993. Spánverjar eru sem stendur for- ystuþjóð Evrópusambandsins. Josep Pique, utanríkisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir stuðningi við Arafat. „Það getur verið að sumir í ríkisstjórn Bandaríkjanna og meðal almennings hafi sömu skoðun á Arafat og ísr- aelskir ráðamenn. Við erum á öðru máli. Palestínustjórn er lögmætur fulltrúi palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Pique á fundi með utanríkisráð- herra Noregs, Jan Petersen. Ísraelskar F-16 herþotur gerðu í gærkvöldi árásir á Tulkarem á Vest- urbakkanum og einnig Gazaborg í hefndarskyni fyrir sjálfsmorðsárás er gerð var í Tel Aviv í gærmorgun. Pal- estínskur öryggisvörður féll í árásinni á Tulkarem og tugir manna særðust. Reuters Palestínskur drengur við mynd af Yasser Arafat á mótmælafundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Bush íhugar refsi- aðgerðir gegn PLO Gögn sögð sanna aðild heima- stjórnarinnar að vopnasmygli GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sent leiðtogum þriggja araba- ríkja gögn sem þykja sanna að palestínska heimastjórnin hafi verið viðriðin tilraun til vopnasmygls, að sögn bandarískra embættismanna. Þeir segja að Bush hafi beðið leiðtogana að leggja fast að Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, að láta handtaka þá sem skipulögðu vopnasmyglið. Bandaríkja- stjórn er sögð íhuga refsiaðgerðir gegn heimastjórninni. Washington, Madrid. AP, AFP, Los Angeles Times. MÁLARI klifrar upp Eiffel-turninn í París í gær. Mannvirkið, sem reist var seint á nítjándu öld í tilefni heimssýningar, er úr járni og er málað öðru hverju, verkið tekur rúmt ár og notuð eru 60 tonn af málningu. Um sex milljónir ferðamanna heimsækja turninn ár hvert. AP Á brattann að sækja LÖGREGLAN í Houston í Texas skýrði frá því í gær að J. Clifford Baxter, fyrrverandi aðstoðarstjórn- arformaður orkufyrirtækisins Enron, hefði fundist látinn í bíl sínum. Virtist hann hafa skotið sig í höfuðið. Baxter var 43 ára gamall og mun hafa fundist bréf frá honum í bílnum en ekki var skýrt frá innihaldi þess. Enron sendi fjölskyldu hans samúð- arkveðjur í gær. Fyrirtækið hefur verið mikið í fréttum vegna gjald- þrots þess fyrir skömmu sem talið er hið mesta í sögu Bandaríkjanna. Baxter sagði hins vegar af sér í maí í fyrra, mörgum mánuðum fyrir hrun fyrirtækisins. Ráðamenn Enron eru sakaðir um að hafa eytt bókhaldsgögnum og blekkt hlutafjáreigendur fram á síð- asta dag með yfirlýsingum um að fjár- hagurinn væri með miklum blóma. Fyrrverandi ráða- maður hjá Enron Sjálfsvíg í bílnum Houston. AP, AFP.FJÖGUR hundruð þúsund störf hafa tapast í flugrekstrariðnaðinum á heims- vísu frá árásunum á Bandaríkin 11. september sl. Alþjóðavinnumálastofn- unin, ILO, greindi frá þessu í gær en þetta er versta kreppa í atvinnugrein- inni í meira en fimmtíu ár. Fulltrúar 200 ríkisstjórna, flugfélaga og samtaka starfsmanna fyrirtækja er starfa í greininni funduðu í vikunni. Sagði Sally Paxton, framkvæmdastjóri ILO, að árásirnar í september hefðu haft áhrif á alla þætti – flugfélögin sjálf, rekstur flugvalla, framleiðendur flug- véla, þjónustufyrirtæki, bílageymslufyr- irtæki og bílaleigur. „Aðilar í atvinnugreininni voru sam- mála um að þeir teldu að helstu afleið- ingar árásanna væru nú komnar fram,“ sagði Paxton. „Þessi iðnaður er þó áfram viðkvæmur fyrir áföllum og það má gera ráð fyrir frekari endurskipu- lagningu á fyrirtækjum og þjónustu.“ Er varað við því að þó að hugsanlega muni störfum fjölga á ný sé ólíklegt að það gerist fyrr en að ári liðnu eða þegar iðnaðurinn tekur við sér á ný. Áhrif 11. september á flugiðnaðinn 400 þúsund störf tapast Genf. AFP. RÍKISSTJÓRNIN og raunar danska þingið allt virðast meta dugnaðinn eftir fjölda nýrra laga og þau eru því keyrð í gegn með heldur óheppileg- um afleiðingum fyrir borgarana. Eru ýmsir danskir lögfræðingar og sér- fræðingar þessarar skoðunar. Gefið ykkur mánuð í viðbót og gangið sómasamlega frá lagasetning- unni! Þetta er heilræðið, sem sér- fræðingarnir gefa ríkisstjórninni og þinginu og þeir geta nefnt mörg dæmi um lög, sem eru svo illa úr garði gerð, að þau eru næstum óframkvæmanleg. Kom þetta fram í Jyllands-Posten í gær. „Það er vegna þess, að menn gefa sér ekki þann tíma, sem til þarf. Menn eiga að flýta sér þegar mikið liggur við en hvort einhver lög koma mánuðinum fyrr eða síðar skiptir yf- irleitt engu máli. Það, sem máli skipt- ir, er að vanda til þeirra,“ segir lög- fræðingurinn Jon Stokholm. Hann vill, að þingmenn verði skyldaðir til að sækja námskeið í lagasiðfræði til að þeir hafi manndóm í sér til að hafna lögum, sem virðast hafa þann eina tilgang að gera borgurunum líf- ið leitt. Allmikil umræða er um þessi mál í Danmörku nú vegna þeirrar gagn- rýni stjórnarandstöðunnar, að hin nýja ríkisstjórn borgaraflokkanna misnoti valdið og böðlist áfram í lagasetningunni. Fá minni umræðu en áður Samkvæmt dönskum lögum verða nú að líða að minnsta kosti 30 dagar frá því lagafrumvarp er lagt fram og þar til það er samþykkt en Tim Knud- sen, prófessor við Kaupmannahafn- arháskóla, segir að hugsanlega sé rétt að lengja þennan tíma en gera um leið ráð fyrir eðlilegum und- antekningum. Eru lagasérfræðing- arnir sammála um, að ný lög fái nú minni umræðu en var á árum áður. Hroðvirkni við lagasmíð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.