Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 25
LEIKRITIÐ Slavar!, sem hefur
undirtitilinn „Heilabrot um hinn
langvarandi vanda dyggðar og ham-
ingju“, sver sig í ættina við fræg-
asta verk höfundar síns, Englar í
Ameríku. Fyrri hluti verksins, Nýtt
árþúsund nálgast, var sýnt í Borg-
arleikhúsinu í október 1993 og var
það fyrsta frumsýningin í Evrópu á
eftir London (1992). Slavar! á rætur
að rekja til seinni hluta tvíleiksins,
Perestrojku (London og New York
1993), sem aldrei hefur verið sýndur
hér, og á eina persónu og ræðu
hennar sameiginlega með því verki.
Þátturinn um slavana var klipptur
úr Perestrojku og aukinn og end-
urbættur uns hann gat staðið sjálf-
stætt og leikritið svo frumsýnt 1995.
Eins og í tvíleiknum mikla (stytt-
ur tekur hann sjö klukkustundir í
flutningi) er hlaupið á milli atriða
sem virðast við fyrstu sýn eiga lítið
sameiginlegt, nema hvað einstaka
persónur skolast á milli kafla sem
fjalla um fólk við ólíkar aðstæður.
Það er ekki fyrr en í lokin sem
áhorfandinn skynjar hin undirliggj-
andi tengsl og hin samtengjandi
þemu. Slavar! er að mörgu leyti
heildstæðara verk eins og við er að
búast: enda er hér bandarískur höf-
undur að tjá sína skoðun á þjóð-
félagi sem hann þekkir bara af af-
spurn en ekki að brjóta til mergjar
þjóðfélag sem hann hefur alið allan
sinn aldur í.
Það eru sjö ár síðan verkið var
frumsýnt svo augljóst er að þetta
verk sló ekki í gegn eins og tvíleik-
urinn. Samt á verkið enn brýnt er-
indi við nútímann, sérstaklega nú
þegar fréttir eru að berast um að
valdhafar í Rússlandi séu að þagga
niður í síðustu óháðu sjónvarps-
fréttastöðinni. Það er líka gaman að
í uppsetningunni takist svo vel að
koma boðskap höfundar á framfæri.
Þetta er á engan hátt auðveld
sýning, enda er fátt jafnfjarri höf-
undi og að fylgja í fótspor forvera
sinna í leikskáldastétt. Hann vill
hreyfa við fólki og fjalla um mál
sem eru efst á baugi. Hann hefur í
nokkur ár verið að skrifa verk sem
fjallar um talibanana í Afganistan
og í stað þess að draga það til baka
þegar hryðjuverkin náðu til Banda-
ríkjanna gerði það hann staðráðnari
í að koma verkinu á svið. Home-
body/Kabul var svo frumsýnt í des-
ember í New York. Það væri gaman
ef það verk yrði tekið til sýninga
hér á landi á meðan Afganistan er
enn efst á baugi.
Þessi flókna sýning er að miklu
leyti verk Halldórs E. Laxness. Auk
þess að leikstýra henni hannar hann
líka leikmynd og velur búninga. Það
hefur komið fyrir þegar á þetta ráð
er tekið að einhver einn þessara
þátta líði fyrir ætlaða fjölhæfni eins
manns, en hér er því þveröfugt far-
ið: Halldór veldur öllum þessum
hlutverkum. Niðurstaðan er óvenju
ríkt samræmi milli leikstjórnar og
útlits sýningarinnar, en öll þessi at-
riði eru unnin til hlítar. Sama má
segja um alltumvefjandi hljóðmynd
og fjölbreytt ljós auk frábærlega
unninna gerva, sem setja tóninn
hvað persónusköpunina varðar.
Það er ótrúlegt hvað Halldór nær
fram skemmtilegum leik hjá leik-
hópi Leikfélags Akureyrar – svona
sterk sýning hefur ekki sést þar á
fjölunum síðan leikarar félagsins
brugðu sér í gervi Suðurríkjalýðs í
Tobacco Road sællar minningar. Á
stundum orkar tvímælis hve Hall-
dór gefur einstökum leikurum laus-
an tauminn, t.d. Aðalsteini Bergdal
sem Popolitipov í öðrum þætti. Þar
notaði Aðalsteinn trúðleiksþjálf-
unina til að ná fram endurteknum
hlátrasköllum, en hann náði líka
slægðarblandinni dýpt í ástarsorg-
arraunum persónunnar. Það er ekki
spurning að þessi lausn og fleiri
álíka gerðu sýninguna fjölbreyttari
og áhorfsvænni án þess að skyggja
á harmrænni þætti hennar. Þor-
steinn Bachmann sýndi sterkari leik
en nokkru sinni áður og margir aðr-
ir leikarar öðluðust nýja vídd við að
takast á við verk sem greinilega
kveikti áhuga þeirra. Saga Jóns-
dóttir átti feikigóðan leik sem móð-
irin reiða, Skúli Gautason var
skemmtilegur í tveimur gerólíkum
hlutverkum, Eyvindur Erlendsson
átti góða spretti í frábæru gervi og
kjarnyrt þýðing Sigurðar Hróars-
sonar lék í munni Þráins Karlsson-
ar, það standa honum fáir á sporði
hvað framburð íslenskrar tungu
varðar. María Pálsdóttir og Laufey
Brá Jónsdóttir voru staðföst þunga-
miðja verksins – vonin í miðri ver-
öld þar framtíðarhorfur virðast eng-
ar.
Ekki má gleyma Matthildi
Brynju Sigrúnardóttur sem bæði
kom ótrúlega á óvart í leiknum og
sómir sér vel á kápu leikskrárinnar.
„Allt-búið-landið“
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
Höfundur: Tony Kushner. Þýðandi: Sig-
urður Hróarsson. Leikstjóri, leikmynda-
og búningahönnuður: Halldór E. Laxness.
Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson. Lýs-
ing: Ingvar Björnsson. Gervi, hár og förð-
un: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vé-
björnsdóttir. Leikarar: Aðalsteinn
Bergdal, Eyvindur Erlendsson, Laufey
Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Matt-
hildur Brynja Sigrúnardóttir, Saga Jóns-
dóttir, Skúli Gautason, Þorsteinn Bach-
mann og Þráinn Karlsson. Föstudagur
25. janúar.
SLAVAR!
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Góðar sálir í helvíti: María Páls-
dóttir og Laufey Brá Jónsdóttir
í hlutverkum sínum.
Sveinn Haraldsson
ÞÚ SKALT EKKI hafa aðra Guði
en mig. Þú skalt ekki leggja nafn
Drottins Guðs þíns við hégóma.
Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.
Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt
ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela.
Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn
náunga þínum. Þú skalt ekki girnast
hús náunga þíns. Þú skalt ekki girn-
ast konu náunga þíns, þræl hans eða
ambátt, ekki uxa hans eða asna, né
nokkuð það sem náungi þinn á.
Þannig hljóma boðorðin tíu sem
Móses færði mannkyninu og kristin
menning ku vera grundvölluð á. Það
þarf víst ekki að hafa mörg orð um þá
staðreynd að breytni manneskjunnar
í vestrænu nútímasamfélagi hefur
fjarlægst þennan grundvöll kristn-
innar í stóru sem smáu. Í sínu nýja
leikverki, Boðorðunum níu, leikur
Ólafur Haukur Símonarson sér að
því að sýna í mörgum stuttum atrið-
um hvernig ósköp „venjulegar“
manneskjur brjóta gegn boðorðun-
um, svo að segja við hvert fótmál, og
uppskera tómleika, reiði, sjálfsfyrir-
litningu, sorg og óhamingju.
Það er þó langt frá því að þessi
heimsósómi sé klæddur í búning
tragedíu eða í form „vandamálaleik-
rits“. Þvert á móti er umgjörðin
gleðileg; áhorfendum er boðið til
brúðkaupsveislu þar sem ungu brúð-
hjónin Andri (Björn Ingi Hilmars-
son) og Birna (Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir) skemmta sér með vinum og
vandamönnum á þessum stóra degi
vona og glæstra fyrirheita. Mikið fjör
ríkir í veislunni, framan af, það er
sungið og dansað – og skálað ótæpi-
lega. Leikritið hefur undirtitilinn „–
hjónabandssaga á augabragði“ og
form þess minnir á verk Ólafs Hauks,
Vitleysingarnir, sem sýnt var í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu í fyrra: Tími
verksins er stuttur, eða sá tími sem
veislan stendur yfir, en innan þess
tíma er brugðið á leik og brugðið upp
atriðum úr fortíðinni sem og úr
mögulegri framtíð ungu hjónanna og
á augabragði rennur hugsanlegt líf
þeirra fyrir sjónum áhorfenda. Og sú
mögulega framtíð er ekki alltaf
glæst.
Brúðguminn á sér þann draum að
verða listmálari, en sá draumur pass-
ar illa að framtíðarhugmyndum
brúðarinnar (og föður hennar) um
hversdagslegt fjölskyldulíf og ver-
aldleg gæði og sýnt er að lítið þarf til
þess að draumar hans bíði skipbrot í
þeim öldusjó sem lífsgæðakapp-
hlaupið siglir. Frá vissu sjónarhorni
má því segja að verkið fjalli um það
hvernig listamaðurinn er krossfestur
í efnishyggjunni og er sú túlkun
ítrekuð með táknrænni framsetningu
undir lok sýningarinnar.
Viðar Eggertsson leikstjóri hefur
farið afar skemmtilega leið með þetta
verk. Honum tekst að skapa lifandi
og bráðskemmtilega sýningu á köfl-
um og jafnframt tekst honum að ná
því besta fram hjá mörgum í leikara-
hópnum og fóru sumir beinlínis á
kostum. Sýningin í heild er litrík og
fjörleg og er þar ekki síst tónlistinni
fyrir að þakka. Tónlistarflutningur
sýningarinnar er allur fluttur lifandi
og setti hljómsveitin mjög skemmti-
legan svip á hana. Tónlistin er úr
ýmsum áttum: óperuaríur og íslensk
og erlend dægurlög í bland. Meðal
leikaranna eru margir hörku söngv-
arar og fer þar brúðurin, Jóhanna
Vigdís, fremst í flokki en aðrir áttu
einnig góða einsöngsspretti.
Stóra svið Borgarleikhússins er af-
ar vel nýtt í þessari sýningu og bar
ekkert á vandræðagangi með þetta
mikla rými líkt og oft hefur viljað
brenna við á sýningum þar. Leik-
mynd Snorra Freys Hilmarssonar er
afar vel heppnuð í alla staði og nýting
leikstjórans á rýminu alltaf vel
heppnuð. Búningar Filippíu Elísdótt-
ir eru glæsilegir að vanda og lýsing
Elfars Bjarnasonar glæsileg á köfl-
um, ekki síst þegar hún flæddi út um
allan sal.
Eins og áður sagði stóð leikara-
hópurinn sem heild sig frábærlega
þótt vissulega mætti stundum
merkja nokkurt frumsýningarstress
og ónákvæmni í innkomum og sam-
leik. Að öðrum ólöstuðum átti Edda
Björg Eyjólfsdóttir hreinan stjörnu-
leik í hlutverki Ásu, hjákonu hins
kaldlynda föður brúðarinnar, Agn-
ars, sem Eggert Þorleifsson fór óað-
finnanlega með. Edda Björg sýndi
strax í Nemendaleikhúsinu að hæfi-
leikar hennar sem gamanleikkonu
eru einstakir. Fylliríiseinræða henn-
ar í síðari hluta sýningarinnar var
hreint út sagt stórkostleg, enda upp-
skar hún bæði hlátursrokur og
húrrahróp úr salnum. Hanna María
Karlsdóttir var frábær í hlutverki
hinnar kúguðu og sviknu móður
brúðarinnar. Þessi geðveika, óham-
ingjusama kona var drottningarleg í
glæsilegri túlkun Hönnu Maríu. Ólaf-
ur Darri og Theodór Júlíusson voru
eftirtektarverðir í hlutverkum sínum
og skiluðu afar sannfærandi per-
sónum sem uppskáru mikla samúð
hjá áhorfendum. Ellert A. Ingimund-
arson, Gísli Örn Garðarsson og Katla
Margrét Þorgeirsdóttir voru í hlut-
verkum vina brúðhjónanna og áttu
öll sinn djöful að draga sem þau
komu ágætlega til skila.
Jóhanna Vigdís og Björn Ingi eru
bæði glæsilegir leikarar sem að vissu
leyti má segja að séu í burðarhlut-
verkum verksins. Þótt þau ættu bæði
frábæra spretti var eins og nokkurr-
ar þreytu gætti hjá þeim báðum inn á
milli. Jóhanna Vigdís lifnaði einna
mest í söngatriðunum, enda er hún
þar á heimavelli. Hlutverk Björns
Inga er kannski það erfiðasta í verk-
inu. Hann þarf að túlka listamanninn
sem ætíð lýtur í lægra haldi fyrir of-
urvaldi eiginkonunnar og tengdaföð-
urins. Hann var sannfærandi í und-
anhaldinu en einhvern veginn
vantaði allan listamannsneista í
hann.
Þegar allt kemur til alls er það
kannski akkilesarhæll sjálfs verksins
líka: Hér er vissulega á ferðinni verk
sem má skemmta sér konunglega á,
en það er eins og höfundinum liggi
kannski ekkert mjög mikið á hjarta.
Hann hefur sagt þessa sögu áður og
ítrekar reyndar í pistli í leikskrá að
„allar sögur hafa verið sagðar áður“.
Ólafur Haukur er að sýna okkur að-
stæður sem hann hefur oft sýnt okk-
ur áður: manneskjurnar svíkja, ljúga,
pretta og halda fram hjá. Gott og vel,
en kannski mætti fiska meira á djúp-
miðum þessara aðstæðna og þeirra
tilfinninga sem þær kalla fram.
Niðurstaða: Boðorðin níu er fjör-
legur kabarett sem hafa má af af-
bragðsskemmtun eina kvöldstund en
skilur kannski ekki mikið eftir í hug-
um áhorfenda þegar tjaldið fellur.
(Hvaða boðorð er undanskilið í titli
verksins er ágætis ráðgáta fyrir
hvern og einn áhorfanda að glíma
við.)
Syndakabarett í Borgarleikhúsinu
Morgunblaðið/Ásdís
„Boðorðin níu er fjörlegur kabarett sem hafa má af afbragðs skemmtun
eina kvöldstund en skilur kannski ekki mikið eftir.“
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson.
Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar:
Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert Ingi-
mundarson, Gísli Örn Garðarsson, Hanna
María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Ólafur Darri Ólafsson og Theodór Júl-
íusson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm-
arsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Leik-
gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Dans:
Peter Anderson. Lýsing: Elvar Bjarnason.
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Hljóm-
sveitarstjóri: Óskar Einarsson. Tónlist-
armenn: Óskar Einarsson, píanó og harm-
óníka, Jóhann Ásmundsson,
kontrabassi, Matthías Stefánsson, fiðla,
og Stefán Már Magnússon, gítar, mand-
ólín og ásláttarhljóðfæri.
Stóra svið Borgarleikhússins 25. janúar
2002.
BOÐORÐIN NÍU
Soffía Auður Birgisdóttir