Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 11 kr. Málband 5m m/reiknivél Verð áður 1.541 kr. Verkfæra dagar Sími 525 3000 • www.husa.is 925 TILLÖGUR um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem sjómanna- samtökin og útvegsmenn kynntu á fimmtudag, fela í sér takmörkun framsals á aflamarki til og frá skipum og eru fyrst og fremst til þess fallnar að fækka í fiskiskipaflota lands- manna, koma í veg fyrir þátttöku sjó- manna í kvótakaupum og draga úr brottkasti. Tillögurnar ganga í veigamiklum atriðum þvert á álit meirihluta nefnd- ar sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að endurskoða lög um stjórn fisk- veiða, einkum hvað varðar flutning á aflamarki frá skipum en nefndin lagði til að framsal aflamarks frá skipi yrði miðað við 75% af úthlutuðu aflamarki. Eins leggja sjómenn og útvegsmenn til að aðeins verði unnt að skrá afla- mark og aflahlutdeild á skip en ekki á fiskvinnslustöðvar eins og nefndin lagði til. Friðrik Már Baldursson, rannsóknaprófessor við Háskóla Ís- lands, veitti endurskoðunarnefnd sjávarútvegsráðherra forstöðu. Hann segir jákvætt að sjómenn og útvegs- menn komi sér saman um þessi atriði og vonandi geti þessi sátt orðið til þess að hægt verði að leysa fleiri ágreiningsatriði. Friðrik segir það samdóma álit flestra að þróun fiskiskipaflotans hafi ekki verið í rétta átt, alltof mörg skip séu að eltast við of fáa fiska. Það setji þrýsting á ráðgjöf um auknar afla- heimildir og ýti einnig undir slæma umgengni um auðlindina. Markmiðið að fækka í flotanum sé því góðra gjalda vert. „Það sem mér finnst hins vegar athyglisvert er að útgerðar- menn eru með tillögunum að skerða frelsi sitt. Sveigjanleiki í framsali hef- ur fram til þessa verið talin ein af stoðum kvótakerfisins og einn af meginþáttum aukinnar hagkvæmni. En væntanlega eru útgerðarmenn þarna að koma til móts við sjónarmið sjómanna. Eins má ljóst vera að staða kvótalítilla skipa þrengist mjög með þessum tillögum. Í raun eru því inn- herjar að styrkja sína stöðu. Eins verður nánast útilokað fyrir nýliða að komast inn í greinina,“ segir Friðrik. Koma ekki í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, átti sæti í endur- skoðunarnefnd sjávarútvegsráðherra en skrifaði á sínum tíma ekki undir meirihlutaálit nefndarinnar en skilaði í stað þess séráliti. Hann segist þeirr- ar skoðunar að samkomulag sjó- manna og útvegsmanna sé skiljanlegt frá sjónarhóli sjómanna til að tryggja sínum umbjóðendum rétt hlutaskipti. Hann segir að takmörkun á framsali með þessum hætti komi hinsvegar ekki í veg fyrir að sjómenn verði látn- ir taka þátt í kvótakaupum. Hann seg- ir að kvótakerfið sé einokunarkerfi og tillögurnar séu leið til að loka enn frekar á nýliðun í greininni. Þær hafi auk þess í för með sér minna framboð af aflamarki sem væntanlega leiði til enn hærra leiguverðs. Þá verði enn- fremur meira um hverskonar brask, til dæmis með flutningi á varanlegum heimildum á milli skipa. Jóhann telur að fyrstu áhrif þessara hugmynda, verði þær óbreyttar að lögum, verði þau að byggðarlög sem hafa byggt á útgerð með leigukvóta muni verða fyrir verulegum samdrætti og nefnir í því sambandi Grindavík og Snæ- fellsbæ. „Eins velti ég því fyrir mér hvort þessar hugmyndir standist stjórnarskrá, sérstaklega með tilliti til túlkunar Valdimarsdómsins sem kvað á um að allir skyldu hafa rétt til að fá veiðileyfi og að þeim yrði tryggð- ur réttur til að keppa um veiðiheim- ildir á markaði. Það er að mínu viti fráleitt að loka kerfinu ennþá meira og gera nýliðum nánast ómögulegt að komast inn,“ segir Jóhann. Menn munu finna leiðir Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, átti sæti í endurskoðunarnefndinni en skilaði einnig séráliti. Hann segir tillögur sjómanna og útvegsmanna augljós- lega kúvendingu frá meirihlutaáliti nefndarinnar en einnig auðlinda- nefndarinnar, þar sem í báðum tilfell- um var gengið út frá því að viðskipti með aflaheimildir yrðu sem frjálsust. „Ég held að ef á að takmarka framsal á aflamarki verði einnig að takmarka framsal á aflahlutdeild. Skorður sem settar hafa verið á viðskipti með afla- mark í smábátakerfinu hafa verið sniðgengnar með því að færa aflahlut- deild fram og til baka. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur lagt blessun sína yf- ir það. Staðreyndin er sú að veiðiheimildir eru verðmæti sem ganga kaupum og sölu og menn munu finna sér leiðir til að ná fram viðskipt- um ef þau leiða til hagstæðari afkomu fyrir handhafana. Ætli menn að setja stranga veiðiskyldu á þeim veiðiheim- ildum sem útgerðarmenn hafa undir höndum þá verður aðgangurinn að heimildum að vera mun opnari en hann er í dag.“ Kristinn segir augljóst að tillögurn- ar miði að því að fækka þeim sem eru í útgerð, einkum kvótalitlum skipum, og loka þannig greininni með einka- leyfafyrirkomulagi. Slíkir viðskipta- hættir séu hvergi annars staðar stundaðir. Hann segir að sú viðleitni í tillögunum, sem á að tryggja sjó- mönnum rétt hlutaskipti, taki ekki á uppgjöri útgerða sem landa í eigin vinnslu. Þær geri upp á jafnvel lægra verði til sjómanna en þær útgerðir sem þurfi að leigja til sín heimildir. „Ég tel að tillögurnar stríði gegn al- mennum viðurkenndum leikreglum í viðskiptalífi. Við getum ekki rekið at- vinnugrein með einhvers konar áætl- unarbúskap. Það stenst ekki til lengri eða skemmri tíma,“ segir Kristinn. Margir verða að hætta í útgerð „Mér lízt náttúrlega ekki vel á þessar hugmyndir. Þær fela í sér gríðarlegar breytingar fyrir þá, sem hafa lifað af því að leigja til sín veiði- heimildir. Það er ljóst að það verða margir, sem verða hreinlega að hætta útgerð, gangi þetta eftir. Þannig verð- ur þetta víða um hina dreifðu byggðir landsins. Það er stórmál,“ segir Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann átti sæti í endurskoðunarnefndinni en skilaði þar séráliti. „Mér finnst svona sam- komulag milli hagsmunaaðila í sjávar- útvegi sögulegt. Það lýsir vel stöðunni í greininni. Menn eru uggandi um af- komu sína. Það skýrir afstöðu Far- manna- og fiskimannasambandsins og Vélstjórafélagsins. Þeir sem eru í greininni eru að hugsa um sína mögu- leika og reyna að tryggja þá. Ég tel að þessi mál geti ekki farið fram á þennan hátt og þau þurfi að ræða í sjávarútvegsnefnd þingsins og inni á Alþingi, því holskeflur af því tagi sem þarna er lagt upp með, þjóna engum tilgangi. Það verður að ræða málefni sjávarútvegsins heildstætt í sjávarútvegsnefnd þingsins og mér finnst ekki viðeigandi að það séu hagsmunaaðilar úti í bæ, sem kokka svona upp með samkomulagi sín á milli. Það verður að vera heildar- stefna í málunum og menn verða að gera sér grein fyrir því hvaða afleið- ingar, það hefur sem þeir eru að gera,“ segir Árni Steinar Jóhannsson. Afleiðingar verði skoðaðar Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir það mikil tíðindi að sjómenn og út- vegsmenn hafi náð saman um þetta veigamikla tillögu varðandi fiskveiði- stjórnunarmálin. „Það eru mikil tíð- indi að samtök útvegsmanna skuli leggja þessum málstað lið. Þegar slík- ir menn ná saman þá tel ég að stjórn- völd og Alþingi hljóti að taka þetta mjög alvarlega.“ Einar segir mikilvægt að hyggja mjög vel að þessu máli og skoða ná- kvæmlega hvaða afleiðingar það hafi, enda hafi menn unnið eftir kerfinu eins og það hefur verið. „Það kerfi hefur heimilað leiguframsal á afla- heimildum og það er augljóst mál að menn hafa tekið ákvarðanir í ljósi þess ástands sem hefur verið og tekið á sig fjárhagsskuldbindingar með til- liti til þess. Áhyggjur mínar í þessu máli lúta því ekki síst að þeim mönnum sem hafa verið að vinna með kerfinu og hafa tekið á sig fjárhagsskuldbinding- ar án þess að geta séð það fyrir að ef til vill yrði lokað fyrir það að þeir gætu leigt sér veiðiréttindi til að fiska. Þetta þurfum við að skoða betur.“ Um hvort tillögurnar geti orðið grundvöllur sátta um fiskveiðistjórn segir Einar: „Í ljósi þess að leigu- framsalið hefur verið mjög harðlega gagnrýnt af mjög mörgum ætti öld- urnar að lægja frekar en hitt.“ Skerðir atvinnuréttindi Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir greinilegt að tillögunum sé stefnt gegn áliti meirihluta endurskoðunarnefndar- innar og augljóst að hagsmunaaðilar vilji hafa áhrif á það hvernig frum- varp sjávarútvegsráðherra muni líta út. Ennfremur sé augljóst að uppi séu skiptar skoðanir um hugmyndir sjó- manna og útvegsmanna sem lúta að flutningi aflamarks til skipa. „Ég myndi vilja láta skoða hvort þessar tillögur brjóti gegn stjórnarskránni. Að minnsta kosti sýnist mér að þessi tillaga brjóti gegn þeirri niðurstöðu sem sérfræðingahópur ríkisstjórnar- innar komst að í kjölfar Valdimars- dómsins. Hann fól það í sér að allir mættu eignast skip en allar veiði- heimildir yrðu síðan að vera aðgengi- legar með einhverjum hætti. Þarna sýnist mér að verið sé að grípa inn í atvinnuréttindi manna. Ég tel jafn- framt að þessar tillögur muni gefa til- lögum um uppboð veiðiheimilda byr undir báða vængi. Umræðan mun snúast um það á næstunni með hvaða hætti þeir aðilar, sem ekki eru í hin- um lokaða klúbbi þeirra útvöldu sem fá úthlutað veiðiheimildum, eigi að komast að í þessari grein. Tillögurnar munu þrengja að möguleikum þess- ara aðila og það kallar á frekari um- ræðu um meðal annars fyrningarleið- ina svokölluðu og að hluti af þeim tillögum sem sjávarútvegsráðherra leggur fram hlýtur að verða afbrigði af einhverju slíku og að menn verði látnir greiða eðlilegt gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind.“ Hún segist ekki eiga von á því að tillögurnar séu til þess fallnar að skapa sátt um fiskveiðistjórnunina. „Á meðan við lýði er kerfi sem mis- munar verður aldrei um það sátt. Þarna er verið að reyna að slá á óánægjuraddir en grundvallaratriðið er að aðgengi að auðlindinni er ekki jafnt,“ segir Svanfríður. Stærð flotans vandamál Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, telur að með tillög- unum sé nánast verið að loka fyrir alla nýliðun í útgerð, enda ljóst að með þessum tillögum þurfi verulegt fjár- magn til að byrja útgerð í framtíðinni. Hann segist vel skilja viðleitni sjó- mannasamtakanna til að tryggja sín- um umbjóðendum rétt uppgjör, vegna þess að svo virðist sem ekki þurfi allir að gera upp á því verði sem Verðlagsstofa skiptaverðs kveði á um. „Verðlagsstofa þarf að tryggja að allir sitji við sama borð og að allir geri upp á sama verði.“ Kristján segir að stærð fiskiskipa- flotans sé vissulega vandamál. Hing- að komi skip erlendis frá, þar sem unnið sé að því að minnka flotann. Valdimarsdómurinn komi hins vegar í veg fyrir að gömul skip víki fyrir nýj- um sem komi inn í flotann. „Valdi- marsdómurinn kom róti á kvótakerfið og er nú að leiða yfir menn ýmsar tak- markanir. Þessu verða stjórnvöld að taka á. Mér hugnast illa að taka fram- salið af kvótakerfinu því þá er verið að koma í veg fyrir þróun innan kerf- isins. Almennt séð tel ég að leigukerf- ið hafi leitt til heilbrigðra viðskipta þar sem nýir menn hafa fengið að spreyta sig og upp sprottið fisk- vinnslur sem annars hefðu ekki átt neinn rekstrargrundvöll. Það byggja fleiri hundruð manns afkomu sína á afla frá þessum skipum. Þessar tillög- ur myndu hafa veruleg áhrif á atvinnu og afkomu þessa fólks, allt vegna þess að Valdimarsdómurinn er túlkaður þannig að ekki megi takmarka inn- flutning á fiskiskipum. Takmörkun á framsali er að mínu mati hæpin að- gerð og ég hefði viljað reyna allt ann- að áður,“ segir Kristján. Jákvætt að auka veiðiskylduna Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, segir að til- lagan um að ekki verði unnt að flytja meira aflamark til skips en sem jafn- gildir tvöfaldri kvótaúthlutun sé óá- sættanleg. „Það voru sett lög um frjálst framsal kvóta árið 1990, að kröfu útgerðarmanna. Síðan hefur orðið til mikið af kvótalausum skipum en um leið kvótalausar byggðir. Þar hefur fólk orðið að bjarga sér með því að leigja réttinn af öðrum. Það geng- ur því ekki upp að takmarka það sem menn mega leigja til sín. Megintil- gangur LÍÚ með þessum tillögum er að losa sig við óæskilegar útgerðir, nú þegar þeir eru búnir að koma kvóta- setningunni yfir smábátana. Ef menn ætla að hafa þessa útfærslu á fisk- veiðistjórnuninni hlýtur það að kalla á að ríkið taki til sín eitthvað af heimild- unum og sjái til þess að þær verði á leigumarkaði. Hinsvegar er ég sam- mála því að auka veiðiskylduna,“ seg- ir Guðjón. Tillögur sjómanna og útvegsmanna ekki taldar grundvöllur sátta í sjávarútvegi Sagðar loka á ný- liðun í greininni Morgunblaðið/RAX Takmörkun á mögu- leikum útgerða til að leigja aflamark á skip sín kemur í veg fyrir ný- liðun í útgerð og þrengir að rekstri kvótalítilla út- gerða, að mati viðmæl- enda Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.