Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 19
Brunaslöngur
Eigum á lager 25 og 30 m
á hjóli og í skáp
Ármúla 21,
sími 533 2020
HEILSALA - SMÁSALA
fyrir mörgum mánuðum og sagði það
einskæra tilviljun að hana bæri upp á
deginum áður en Indverjar fögnuðu
sjálfstæðisafmæli sínu. Rao sagði
ennfremur að Pakistönum og öðrum
kjarnorkuveldum hefði verið til-
kynnt um tilraunina fyrirfram.
„Við erum að gera ýmsar ráðstaf-
anir til að tryggja öryggi landsins og
Agni er liður í þeim,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá Atal Behari Vajpayee, for-
sætisráðherra Indlands.
Agni I eldflaugin, sem skotið var á
Indverski herinn skaut tilrauna-
flaug af gerðinni Agni I á loft yfir
Bengalflóa í gærmorgun að staðar-
tíma. Talsmaður indverska utanrík-
isráðuneytisins, Nirupama Rao, vís-
aði því á bug í gær að eldflauga-
tilrauninni hefði verið ætlað að ögra
Pakistönum. Hann kvað tilraunina
þvert á móti hafa verið skipulagða
loft í gærmorgun, dregur aðeins um
700 km, en langdrægasta tegund
Agni-flauga getur flogið nær 2.500
km. Agni þýðir „eldur“ á hindi, op-
inberu máli Indverja.
Mikil spenna hefur ríkt milli Ind-
verja og Pakistana síðan byssumenn
gerðu árás á þinghúsið í Nýju Delhí
um miðjan desember. Indverjar sök-
uðu samtök aðskilnaðarsinna í
Kasmír um tilræðið og sögðu pak-
istönsk stjórnvöld hafa staðið á bak
við það.
Pakistanar gagnrýna
eldflaugaskot Indverja
Nýju Delhí. AFP, AP.
STJÓRNVÖLD í Pakistan gagnrýndu í gær þá ákvörðun Indverja
að gera tilraun með skammdræga eldflaug sem borið getur kjarna-
hleðslu, nú þegar spenna hafi magnast upp í samskiptum þjóðanna.
FORSVARSMENN Ericsson-
símafyrirtækisins sænska til-
kynntu í gær að fyrirtækið hefði
tapað rúmlega 33 milljörðum ísl.
króna á síðasta ársfjórðungi ársins
2001 og um 200 milljörðum króna
á árinu öllu. Er þetta í fyrsta skipti
sem tap er á rekstri Ericsson.
Reuters
Tap hjá
Ericsson
BANDARÍSKI heimspekingurinn
Robert Nozick lést sl. miðvikudag
af krabbameini, að því er frétta-
bréf Harvardháskóla greindi frá.
Hann var 63 ára. Fyrsta bókin
eftir hann, sem út kom
1974, Anarchy State and
Utopia, vakti mikla at-
hygli og bar hróður Noz-
icks víða, og langt út fyrir
veggi akademíunnar.
Nýjasta bókin hans, In-
variances: The Structure
of the Objective World,
var gefin út af bókaút-
gáfu Harvardháskóla, þar
sem Nozick var prófess-
or, á síðasta ári.
Robert Nozick látinn
Robert Nozick
FLUGFÉLÖGIN British Air-
ways og American Airlines hafa
tilkynnt um að fallið verði frá
áformum félaganna um frekara
samstarf, að sögn AFP-frétta-
stofunnar. Ástæðan er sögð að
þau skilyrði sem bandarísk
stjórnvöld setji fyrir samstarf-
inu verði of kostnaðarsöm.
Bandaríska samgönguráðu-
neytið gaf í gær leyfi fyrir sam-
starfi félaganna um flugfar-
gjöld, flugleiðir og farmiðasölu.
Skilyrðin fyrir samstarfinu
voru að flugfélögin gæfu eftir
224 lendingar- og flugtakstíma í
flugi á milli bandarískra borga
og Heathrow-flugvallar í Lond-
on. Þetta gátu flugfélögin ekki
fallist, samstarfið yrði þá of
dýru verði keypt.
Hætt við
samstarf