Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ hefur verið
ánægjulegt og gefandi
að eiga þátt í að móta
hugmynd að bryggju-
hverfi á utanverðu
Kársnesi.
Hugmyndin kviknaði
m.a. við umræður um
bætta aðstöðu fyrir
siglingaíþróttina í
Kópavogi. Siglinga-
félagið Ýmir, sem var
stofnað 4. mars 1971,
hefur ávallt haft að-
stöðu sína á Kársnes-
inu. Þarna hefur nán-
ast engin uppbygging
orðið sl. 10–15 ár og að-
staðan ekki í takt við
kröfur tímans, orðin úr sér gengin og
stendur starfinu fyrir þrifum, ekki
síst þar sem börn og unglingar eiga í
hlut við æfingar og keppni.
Kostir bryggjuhverfis
Utan við iðnaðarsvæðið rís fallegt
og reisulegt hverfi í háum gæða-
flokki með fögru útsýni yfir sæinn og
fallegri fjallasýn.
Siglingafélagið Ýmir fær frábæra
aðstöðu til framtíðar fyrir barna- og
unglingastarf sitt, ásamt aðstöðu
fyrir áhugafólk um siglingar og sjó-
inn sem er vaxandi þáttur í útivist
fólks. Þetta á vissulega eftir að setja
skemmtilegan svip á umhverfið.
Svæðið verður fallegt og aðlaðandi
íbúðarhverfi í bland við litla veitinga-
staði og aðstöðu listamanna til sinna
starfa. Aðgengi að svæðinu verður
auk hefðbundinnar aðkomuleiðar,
eftir vel skipulögðu göngustígakerfi
bæjarins.
Staðsetning
Bryggjuhverfið verður reist á
skeifulaga 6 hektara landfyllingu út í
Fossvog og mun hið gamalgróna fyr-
irtæki Ora standa áfram á sínum
stað. Þar er gert ráð fyrir 350–400
íbúðum í fjölbýli með 1.200–1.300
íbúum. Leikskóli mun þjóna hverf-
inu og grunnskóli er í næsta ná-
grenni. Með hugmyndinni er ráðgert
að núverandi byggingar á svæðinu
hverfi fljótlega enda
gamlar og verðlitlar.
Ásýnd Kársness mun
gjörbreytast með til-
komu hverfisins, út-
færslan á byggingun-
um verður nýstárleg og
eftirtektarverð, þar
verður falleg og aðlað-
andi byggð með fjöl-
breytilegu mannlífi.
Siglingafélaginu Ými
verður sköpuð góð að-
staða sem býður upp á
vaxandi þátttöku í hollu
og skemmtilegu úti-
vistarstarfi og félagslífi
sem tengist siglinga-
íþróttinni.
Könnuð hafa verið umhverfisáhrif
af þessum framkvæmdum og eru
þau hverfandi. Vegna aukinnar um-
ferðar sem mun hljótast af fram-
kvæmdunum við hverfið hefur verið
leitað leiða til þess að hún verði sem
minnst til óþæginda fyrir íbúana sem
búa í nánasta nágrenni. Mestallt efni
sem notað verður í landfyllinguna
verður dælt frá sjó.
Viðræður eru í gangi á milli bæj-
aryfirvalda, verktakafyrirtækisins
BYGG ehf. og Björgunar ehf. um
þessar framkvæmdir. Fyrirhugað er
að kynna hugmyndina fljótlega fyrir
íbúum Kársness.
Bryggjuhverfi
í Kópavogi
Margrét
Björnsdóttir
Kópavogur
Ásýnd Kársness mun
gjörbreytast með til-
komu hverfisins, segir
Margrét Björnsdóttir,
þar verður falleg og að-
laðandi byggð með fjöl-
breytilegu mannlífi.
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
sækist eftir 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
ÍBÚUM Kópavogs
hefur fjölgað mikið
undanfarin ár. Til að
geta boðið þá þjónustu
sem íbúar eiga rétt á
s.s. grunnskóla og leik-
skóla hefur verið nauð-
synlegt að verja mikl-
um fjármunum til
þessara málaflokka.
Jafnframt hefur mikið
fé farið í íþróttamál,
umhverfismál og
gatnagerð bæði í nýj-
um og eldri hverfum.
En meirihluti bæjar-
stjórnar Kópavogs hef-
ur jafnframt talið nauð-
synlegt að styðja vel
við uppbyggingu og eflingu menn-
ingarlegra þátta í bænum. Í Kópa-
vogi hafa risið tvö menningarmust-
eri, Gerðarsafn og Salurinn, sem
staðsett eru í hjarta bæjarins. Þessi
tvö musteri sýna í verki vilja bæj-
aryfirvalda til að efla menningarand-
ann, ekki aðeins meðal íbúa Kópa-
vogs heldur allra landsmanna.
Listasafn Kópavogs –
Gerðarsafn
Árið 1980 hóf stjórn Lista- og
menningarsjóðs að vinna að undir-
búningi að gerð, hönnun og staðar-
vali listasafns Kópavogs og var frá
upphafi einhugur um að nafn Gerðar
Helgadóttur yrði tengt safninu. Erf-
ingjar hennar höfðu fært Lista- og
menningarsjóði með gjafarbréfi að
gjöf öll verk dánarbúsins árið 1977.
Einnig færðu erfingjar Barböru og
Magnúsar Árnasonar bænum stóra
listaverkagjöf sem er safn listaverka
þeirra hjóna. Þessar dýrmætu gjafir
voru ekki síst hvatinn að byggingu
Listasafns Kópavogs. Listasafninu
var valinn staður í jaðri Borgarholts-
ins við Kópavogskirkju. Fram-
kvæmdir við Listasafn Kópavogs,
Gerðarsafn, hófust árið 1986 en eftir
að búið var að steypa grunninn lágu
þær niðri um nokkur ár. Kraftur var
síðan settur í framkvæmdir við safn-
ið upp úr 1991 og var safnið formlega
tekið í notkun árið 1994. Kópavogs-
bær ákvað árið 1965 á
10 ára afmæli bæjarins
að verja árlega
ákveðnu hlutfallsfram-
lagi af útsvarstekjum
bæjarins til Lista- og
menningarsjóðs. Hlut-
verk sjóðsins er að efla
og styrkja hvers konar
lista- og menningar-
starfsemi í bænum.
Frá því sjóðurinn var
stofnaður hefur hann
keypt fjölmörg dýrmæt
listaverk og styrkt
menningarstarf í bæn-
um.
Á þessum átta árum
sem safnið hefur starf-
að hefur mikið lán fylgt starfsemi
þess. Sýnd hafa verið verk eftir
marga og merka listamenn auk ann-
arra listviðburða sem hinn almenni
borgari hefur fengið að njóta.
Menningarmiðstöð –
Salurinn
Undirbúningur að byggingu
Menningarmiðstöðvar Kópavogs
hófst með formlegum hætti sumarið
1993 þegar bæjarstjórn skipaði
byggingarnefnd hennar og hófust
framkvæmdir við húsið sumarið
1997. Menningarmiðstöðinni var val-
inn staður austan við Gerðarsafn svo
þessi hús mynda heildstætt menn-
ingarsvæði. Við hönnun tólistarhúss-
ins var markvisst lögð á það áhersla
að tryggja sem bestan hljómburð.
Var leitað til færustu sérfræðinga á
því sviði, bæði hér á landi og erlendis
og er á engan hallað þótt nafn Jón-
asar Ingimundarsonar, píanóleikara,
sé sérstaklega nefnt því hann vann
með byggingarnefndinni, veitti
henni góð ráð varðandi tónlistarsal-
inn og hefur æ síðan verið ein helsta
stoð þessa húss. Tónlistarsalurinn,
sem hlotið hefur nafnið Salurinn, var
síðan vígður 2. janúar 1999. Salurinn
hefur valdið straumhvörfum hvað
varðar aðstöðu til tónlistarflutnings
hér á landi, einkum fyrir einleiks- og
einsöngstónleika og minni hópa. Er
það samdóma álit bæði flytjenda og
áheyrenda að hljómburðurinn í Saln-
um sé einstakur og að mjög vel hafi
tekist til með hönnun hans. Tónlist-
arskóli Kópavogs fékk einnig að-
stöðu í tónlistarhúsinu og hefur hann
þar til ráðstöfunar 900 fermetra sem
voru sérhannaðir fyrir skólann. Nú
er verið að ljúka við seinni áfanga
Menningarmiðstöðvarinnar sem tek-
ur til starfa nú í vor. Þar munu tvær
menningarstofnarir verða til húsa,
Bókasafn Kópavogs og Náttúru-
fræðistofa.
Efling menningar
Sú ákvörðun bæjarstjórnar Kópa-
vogs að stíga þessi stóru og merku
skref að byggja menningarmusteri
yfir menningu og listir hefur vissu-
lega kostað töluverða fjármuni en
bæjarstjórn Kópavogs telur þessum
fjármunum vel varið. Með þessu
framlagi hefur Kópavogur lagt sitt
lóð á vogarskálarnar til þess að efla
menningu og listir í landinu. Kópa-
vogsbær hefur staðið að uppbygg-
ingu og rekstri Listasafnsins og Sal-
arins og hefur ekki fengið til þess
neinn fjárstuðning frá ríkinu. Þessar
menningarperlur eru því eign Kópa-
vogsbúa allra. Þær eru lifandi vett-
vangur menntunar og lista, gestum
þess, bæði Kópavogsbúum og öðrum
landsmönnum, til gleði og vonandi til
aukins þroska.
Menningarmusteri
Kópavogs
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Kópavogur
Með þessu framlagi
hefur Kópavogur lagt
sitt lóð á vogarskál-
arnar, segir Sigurrós
Þorgrímsdóttir, til þess
að efla menningu og
listir í landinu.
Höfundur er bæjarfulltrúi og tekur
þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
PRÓFKJÖR Sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ 9. febrúar gefur Sjálf-
stæðismönnum í Mosfellsbæ tæki-
færi á að velja sér forystu til
framtíðar. Undir
stjórn núverandi
meirihluta vinstri-
manna er bæj-
arfélagið að sigla
inn í gjaldþrot og
er mikilvægt að
Sjálfstæðismenn
fái meirihluta í
næstu kosningum
til að rétta stöðu
bæjarfélagsins af. Til forystu fyrir
lista Sjálfstæðismanna í kosn-
ingum í vor þarf því að velja leið-
toga sem hefur þekkingu og
reynslu af starfi í bæjarpólitík.
Haraldur Sverrisson hefur verið
virkur í bæjarmálaráði Sjálfstæð-
ismanna en þar mótast stefnur og
áherslur Sjálfstæðismanna í bæj-
armálum. Haraldur hefur einnig
setið í skipulags-, jafnréttis- og
menningarmálanefnd svo dæmi
séu tekin. Úr atvinnulífinu hefur
Haraldur mikla reynslu sem
stjórnandi og er vanur viðamiklum
rekstri. Fyrir framtíð Mosfells-
bæjar hefur Haraldur mikinn
metnað, hann vill sjá í Mosfellsbæ
öflugt menningar- og atvinnulíf.
Ég styð Harald Sverrisson í
fyrsta sæti á lista Sjálfstæð-
ismanna í prófkjörinu.
Haraldur er
leiðtogi
framtíðar
í Mosfellsbæ
Ásta Björg Björnsdóttir, bæjarfulltrúi D-
lista, Mosfellsbæ, skrifar:
Ásta Björg
Björnsdóttir
KÓPAVOGSBÆR
hefur vaxið meira en
önnur sveitarfélög
undanfarin ár. Hin
mikla uppbygging í
bænum hefur reyndar
forðað fjölda fólks frá
alvarlegum vandræð-
um vegna skorts á
íbúðarhúsnæði og
ýmissi þjónustu við
íbúana í höfuðborginni,
nágrannabyggð okkar
hér í Kópavogi. Það er
því ekki að undra að
ýmsum hópum fólks
þyki sér betur borgið
hér í Kópavogi – fólkið
veit að hér er tekið
með jákvæðum hug á móti því og við
gerum það sem gera þarf til að íbú-
unum geti liðið vel í bænum okkar.
Fjölgun eldri borgara
Ekki hefur farið framhjá neinum
sem fylgst hefur með uppbygging-
unni í Kópavogi að óvenju margir
eldri borgarar hafa flust í bæinn,
bæði frá landsbyggðinni og frá ná-
grannasveitarfélögunum. Margir
þeirra eru enn við góða heilsu og
vona ég að þeir eigi ánægjulegt ævi-
kvöld hér í bænum. Aðrir þurfa á að-
stoð að halda. Þar sem þörfin fyrir
þá aðstoð hefur vaxið hraðar en við
höfðum gert ráð fyrir er nauðsyn-
legt að bæjarfélagið taki sérstaklega
á svo að örugglega verði hægt að
koma til móts við þá einstaklinga
með fullnægjandi
hætti. Ég tel að nú
þegar þurfi að bregð-
ast við, taka á og vinna
markvisst í þessum
málaflokki, enn betur
en gert er í dag, því
þörfin eykst jafnt og
þétt.
Meðal annars er
nauðsynlegt að semja
við ríkisvaldið um
aukna uppbyggingu
hjúkrunaraðstöðu fyrir
aldraða hér í bæ til að
mæta hinni vaxandi
þörf.
Sambýli
Nokkur sambýli eru hér í Kópa-
vogi og með fjölgun eldri borgara
þurfum við að huga að því að byggja
fleiri til að koma til móts við þá sem
þurfa á þessari þjónustu að halda.
Margir eru uggandi yfir framtíðinni
og hvað um þá verður ef þeir hætta
að geta séð um sig sjálfir, því ekkert
af okkur vill verða byrði á öðrum og
þess vegna er þjónusta af þessu tagi
nauðsynleg í samfélaginu.
Stefnumótun til framtíðar
Þetta er málaflokkur sem brýnt
er að sinna og setja þarf upp vinnu-
hóp nú þegar til að móta framtíð-
aráform. Augljóst er að setja verður
talsvert meira fé í þennan mála-
flokk, enda er ljóst að þörfin eykst
ár frá ári, ekki aðeins vegna fjölda
aðfluttra aldraðra í Kópavogi, held-
ur ekki síður vegna þess að fólk nær
sífellt hærri aldri og blasir því við að
hlutfall aldraðra í bænum fer hækk-
andi.
Nú er gott lag til átaks í þessum
málaflokki, til dæmis erum við að
verða búin að taka gömlu göturnar í
gegn og þá er einkar heppilegt að
beina kröftunum að því að efla þjón-
ustu við aldraða, við fólkið sem lagði
grunninn að því nægtaþjóðfélagi
sem við búum í.
Við verðum flest gömul, sum okk-
ar þurfa á aðstoð að halda. Um leið
og við búum vel að þeim sem nú eru
aldraðir tryggjum við að við hin,
sem komum á eftir, þurfum ekki að
kvíða óöryggi um ævikvöldið.
Ásdís
Ólafsdóttir
Kópavogur
Um leið og við búum vel
að þeim sem nú eru
aldraðir, segir Ásdís
Ólafsdóttir, tryggjum
við að við hin þurfum
ekki að kvíða óöryggi
um ævikvöldið.
Höfundur er íþróttakennari,
varabæjarfulltrúi og tekur þátt
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi.
Öruggt ævikvöld – næsta
átaksverkefni í Kópavogi
ATVINNA
mbl.is