Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAG á Norð- urbakka í Hafnarfirði hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu vikur. Ástæðan er m.a. sú að meirihluti bæjar- stjórnar ákvað á auka- fundi sínum rétt fyrir jól að Hafnarfjarðar- bær yrði hluthafi í byggingarfélagi, ásamt tveimur fasteignafyrir- tækjum. Í kjölfar þessa hefur bæjarstjóri sýnt í fjölmiðlum tillögur að háhýsabyggð og land- fyllingum. Þessar til- lögur hafa aldrei verið til umræðu í skipulags- nefnd, en fyrir tæpum tveimur árum ætlaði meirhlutinn sér að hefja lög- formlega deiliskipulagsgerð á Norð- urbakka. Ekkert hefur gerst í þeim efnum, það eina sem sýnt er sést í fjölmiðlum. Hverjir eru í meirihluta og hvað er langur tími? Það gætti einnig ákveðinnar lítils- virðingar við almenna stjórnsýslu og upplýsingaskyldu í upphlaupinu og hamaganginum í stofnun hluta- félagsins rétt fyrir jólin. Hlutfélagið hafði verið stofnað og allar skrán- ingar þess frágengnar án þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefði fengið að fjalla um málið, sem er lík- lega einsdæmi í sögunni. Rétt fyrir áramót voru síðan umræddar skipu- lagstillögur sýndar í fjölmiðlum, búið að selja eignir bæjarins á Norður- bakkanum til hlutafélagsins, allt án þess að almenn umræða fengist um hin hundruð milljóna sem bærinn væri að skuldbinda sig fyrir eða tapa á fasteignasölunni. Meirihlutinn hafnar því síðan í bæjarstjórn að samþykkt verði að leita til tveggja þar til bærra aðila um verðmat á húseignum og lóðarréttindum á Norðurbakkanum. Er eitthvert leyndarmál hvaða fjármuni er verið að fjalla um? Hér er um algjöra stefnu- og grundvallarbreytingu að ræða og bæjarfélagið er nú komið í áhættu- saman fyritækjarekst- ur, leið sem bæjarstjóri hefur hafnað margoft í ræðu og riti. Það virðist loða við þann meirihluta sem nú starfar í Hafnarfirði að það sé illmögulegt að halda lýðræðinu virku, leyfa bæjarbú- um að taka þátt í um- ræðu, leyfa fagnefnd- um bæjarins að taka þátt, leyfa málum eðlis síns vegna að fá um- ræðu sem nauðsynleg er hverju sinni. Meiri- hlutinn hefur ítrekað gengið á rétt bæjarbúa. Aftur og aftur eru svikin kosningaloforð um að bæjarbúar fái að vera meðvirkir í gerð skipulag- stillagna og framgangi skipulags- mála. Steininn tók síðan úr er meiri- hlutinn felldi tillögu Samfylkingarinnar þess efnis að bæjarbúum yrðu sýndar tillögurnar og fram færi skoðanakönnun um skipulagsmál á Norðurbakkanum. Þrátt fyrir að bæjarstjóri haldi því fram að málið hafi verið í ítarlegri umræðu í meirihlutanum þá virðist hann standa í þeirri meiningu að nægjanlegt sé að sex bæjarfulltrúar meirihlutaflokkanna fái að þreifa á málinu. Við hin vitum betur og það virðist koma í ljós að fjölmargir flokksmenn innan meirihlutaflokk- anna eru sammála um að þetta hafi verið gert í fljótræði. Bæjarstjóri hefur einnig nefnt langan umræðu- tíma í þessum efnum. Vegna þessa er nú rétt að meirihlutinn fari nú að vakna og geri sér grein fyrir að 21. öldin er byrjuð. Ef þetta er langur tími þá er orðin heil eilíf síðan fjöl- mörg kosningaloforð meirihlutans áttu að vera kominn í framkvæmd, glundroðinn er slíkur. Hafnarfjarðarbær á að stýra skipulagsmálum Stefnumörkun í skipulagsmálum á að fara fram á vegum bæjarins og þegar sagt er bæjarins þá er ekki verið að tala um örfáa einstaklinga sem mynda sex manna meirihluta bæjarstjórnar. Við höfum til að mynda sérstaka deild, bæjarskipu- lag, sem á að koma að málum frá fyrstu hendi, það er ekki gert núna. Þá má nefna að skipulagsnefnd bæj- arins, hafnarstjórn og aðrar fag- nefndir hafa ekkert fengið um málið né um það fjallað. Árið 1999 var lagt upp með í bæj- arstjórn að athafnasvæðið á Norð- urbakkanum yrði endurskipulagt og að þar myndi rísa blönduð byggð með áherslu á menningarstarfsemi og íbúðir. Gert var ráð fyrir að efnt yrði til samkeppni um deiliskipulag Norðurbakkans. Nú hefur meirihluti bæjarstjórnar fellt tillögu Samfylk- ingarinnar um að farið verði út í opna framkvæmdasamkeppni í sam- vinnu við Arkitektafélag Íslands um breytingu á deiliskipulagi á Norður- bakkanum. Samkeppni sem bæj- arbúar og hagsmunaðilar fengju að koma að og fjalla um. Það styttist í kosningar og einsýnt að tekist verð- ur á um skipulagsmál á Norður- bakka í Hafnarfirði, enda verða lög- formlegar ákvarðanir teknar eftir kosningar. Með nýjum skipulags- og bygg- ingarlögum eru auknar kröfur gerð- ar til sveitarfélaga um gerð skipu- lagsáætlana. Það skal ítrekað að fjölmargar forsendur eru óljósar vegna þessa máls alls, en hið aug- ljósa er að margar áætlanir, ákvarð- anir og stefnumörkun sem meiri- hlutinn hefur tekið á kjörtímabilinu eru markleysa. Það er ekki nóg að vera með á myndinni. Skipulag á Norðurbakka í Hafnarfirði Gunnar Svavarsson Skipulagsmál Steininn tók síðan úr, segir Gunnar Svavarsson, er meiri- hlutinn felldi tillögu Samfylkingarinnar um að bæjarbúum yrðu sýndar tillögurnar um Norðurbakka. Höfundur er verkfræðingur, sem situr í skipulags- og umferðarnefnd Hafnarfjarðar. BÆJARFULLTRÚAR Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði fara mikinn þessa dagana og dreifa óhróðri um Hafnarfjörð. Þrátt fyrir hækkandi sól er enn skammdeg- ismyrkur í hugskoti þeirra. Nú er talað um slæma skuldastöðu bæjarins og býsnast yf- ir samningum bæjarins um einkaframkvæmd. Hins vegar þegja þeir þunnu hljóði um þá staðreynd að nú stend- ur yfir mesta fram- kvæmda- og framfara- skeið í sögu Hafnarfjarðar undir öruggri forystu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Skulu hér nefnd örfá atriði þessu til sönnun- ar. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið að einsetningu Öldutúnsskóla, Engi- dalsskóla og Setbergsskóla og leik- skólinn Norðurberg tvöfaldaður. Þá hefur verið reist ein glæsilegasta íþróttamiðstöð landsins að Ásvöllum, byggt upp svæði hestamanna og unnið að endurbótum og nýfram- kvæmdum á íþróttasvæðinu í Kapla- krika. Ný þjónustumiðstöð (áhalda- hús) bæjarins var reist og bílafloti hennar endurnýjaður og á næstu mánuðum verður tekið í notkun nýtt bókasafn sem stenst samanburð við það sem best gerist á Norðurlönd- um. Átak hefur verið gert í fegrun umhverfis á kjörtíma- bilinu og má þar af mörgu nefna Hörðu- velli, svæðið umhverfis Lækinn og Hellisgerði. Samanlagt nema þess- ar framkvæmdir um 2.800 milljónum króna. Þá er eftir að nefna eftirtalin verkefni í einkaframkvæmd: Grunnskóli í Áslandi, leikskóli í Áslandi, leik- skóli við Háholt, nýr Lækjarskóli ásamt íþróttahúsi og kennslu- sundlaug, nýr leikskóli við Hörðuvelli og fim- leikahús við Hauka- hraun. Loks má nefna hin fjölmörgu verkefni vegna nýrra bygginga- svæða fyrir íbúðir og atvinnuhús- næði, viðhald og uppbyggingu gatna og fleira sem sífellt þarf að sinna í ört vaxandi sveitarfélagi. Það má því undrum sæta í ljósi skuldastöðu bæjarsjóðs í upphafi kjörtímabilsins að stjórnendum sveitarfélagsins hafi tekist að hrinda öllum þessum nauðsynlegu umbóta- verkefnum í framkvæmd á aðeins fjórum árum jafnframt því að skila tekjuafgangi á bæjarsjóði á yfir- standandi ári. Samkvæmt samþykktri ramma- fjárhagsáætlun til ársins 2005 mun bæjarsjóður verða rekinn með veru- legum tekjuafgangi sem nýttur verð- ur til að greiða niður skuldir og styrkja peningalega stöðu bæjar- sjóðs. Þau góðu lánskjör sem Hafnar- fjarðarbær nýtur nú hjá erlendum lánastofnunum er augljósasta sönn- un þess að bæjarbúar geta með bjartsýni gengið til móts við nýja tíma. Óhróður og svartnætti Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði breytir engu þar um. Magnús Gunnarsson Sveitarstjórnarmál Þrátt fyrir hækkandi sól, segir Magnús Gunn- arsson, er enn skamm- degismyrkur í hugskoti bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Mesta framkvæmdatíma- bil í sögu Hafnarfjarðar Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. EINS og allir vita þá er fæðing barns ekki sjúkdómur heldur eðli- legt ástand. Sama gildir um meðgönguna. Hins vegar verður að hafa í huga að ýmsir kvillar og sjúkdómar geta komið upp í meðgöngu. Þess vegna viljum við að fólk með sérþekkingu hafi eftirlit með móður og fóstri þegar barn er í vændum, bæði í með- göngu og fæðingu. Síðan þarf að sjálfsögðu að hafa eftirlit með barninu og móðurinni vissan tíma eftir fæðingu. Mæðraeftirlit á Íslandi er alveg til fyrirmyndar. Er það talið með því besta í heiminum. Tíðni ungbarna- dauða er með því lægsta sem þekkist. Mæðraeftirlit hefur í auknum mæli færst frá göngudeildum sjúkrahús- anna yfir til heilsugæslustöðvanna. Á heilsugæslustöðvunum eru starfandi ljósmæður sem ásamt öðru fagfólki sjá um alla mæðraskoðun. Verðandi foreldrar vilja sækja þjónustuna í sína heimabyggð og eru því yfirleitt ánægðir með þessa þróun mála. Valkostir í dag Fæðingardeild Landspítalans er eina stofnunin á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á sérstaka aðstöðu til að fæða barn. Ég hef starfað á fæð- ingardeildinni og get borið vitni um að sú stofnun er til fyrirmyndar. En ungt fólk í dag vill fleiri valkosti. Meirihluti verðandi foreldra vill að barnið sitt fæðist í heimilislegu um- hverfi. Til að koma til móts við slíkar óskir er nú boðið upp á þjónustu hjá svokölluðum MFS einingum. MFS stendur fyrir Meðganga–Fæðing– Sængurlega. Fer öll sú starfsemi fram á Fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut og eru þar starfandi tveir MFS hópar. Þess má geta að mæðraeftirlit hjá konum sem búsett- ar eru í Kópavogi og nágrannasveit- arfélögum og eru í hópi MFS II hefur farið fram hér á Heilsugæslustöðvum Kópavogs. Það er þjónustað af ljós- mæðrum sem starfa í MFS II. Að mínu mati hefur MFS einingunum tekist alveg frábærlega vel að skapa heimilislegt umhverfi fyrir verðandi foreldra bæði á meðgöngu og í fæð- ingu. Þeir foreldrar sem hafa getað komist þar að hafa verið mjög ánægð- ir. Fæðingardeild Landspítalans býð- ur líka upp á þjónustuform sem kallað er Hreiðrið. Þar geta sængurkonur óskað eftir því að liggja inni á sjúkra- húsinu í allt að 24 tíma. Bæði í Hreiðr- inu og í MFS er valmöguleiki að fara fyrr heim eftir fæðinguna og fá ljós- móður í heimsókn til að fylgjast með móður og barni fyrstu dagana. Þá má ekki gleyma þeim valkosti að fæða barn í heimahúsi. Verðandi mæður geta fengið ljósmóður til að taka á móti barninu heima hjá sér og sinna því þar fyrstu dagana eftir fæð- inguna. Árið 1958 stofnaði Jóhanna Hrafn- fjörð ljósmóðir Fæðingarheimili Kópavogs, og rak hún það til ársins 1969. Lélegar samgöngur á milli bæj- arfélaga voru ein meginástæðan fyrir þessu framtaki. Á þessum árum voru vegir mun lélegri en í dag og sérstaklega ef eitthvað var að veðri þá var stundum erfitt að komast til Reykjavík- ur. Þetta var stórkost- legt framtak hjá Jó- hönnu Hrafnfjörð ljósmóður. Flestir Kópavogsbúar sem fæddust á tímabilinu 1958 – 1969 eru fæddir á Fæðingarheimili Kópavogs. Margir þeirra segja með þó nokkru stolti að þeir séu einu innfæddu Kópavogsbúarnir. Fæðingarheimili Kópavogs var lagt niður á árinu 1969, en þá var búið að stækka Fæðingar- deild Landspítalans og vegasam- göngur við Kópavog orðnar betri. Á þessum tíma var ekki ofarlega á baugi að bjóða verðandi foreldrum mismun- andi valkosti. Þá var það talið konum fyrir bestu að fæða á stað þar sem öll nauðsynleg heilbrigðistækni væri til staðar. Eins og marga rekur minni til var Fæðingarheimili Reykjavíkur rekið með miklum myndarbrag í mörg ár. Ég tel það miður að það góða og vel rekna heimili hafi verið lagt niður á sínum tíma. Þessar vangaveltur mínar sýna, að nauðsynlegt er að bjóða upp á fleiri valkosti með fæðingarstaði. Það er ekkert sem segir að verðandi mæður þurfi allar að fæða á sjúkrahúsi. Eins og áður er getið er fæðing ekki sjúk- dómur og flestir vilja að fæðingin eigi sér stað í heimilislegu umhverfi. Mín niðurstaða er því sú, að það sé kjörið að hafa einn valkostinn til viðbótar við það sem fyrir er, nefnilega fæðing- arheimili hér á höfuðborgarsvæðinu. Eins og allir vita er Kópavogur mjög vel í sveit settur í miðju höf- uðborgarsvæðinu. Þá vaknar spurn- ingin: Fæðingarheimili í Kópavog? Að mínum dómi er gullið tækifæri fyrir framtakssamar ljósmæður og annað fagfólk á þessu sviði að taka sig saman og setja á stofn slíkt heimili. Ég sé fyrir mér að þessir aðilar myndu gera samning við ríkið varð- andi rekstur fæðingarheimilisins. Sá kostur er einnig fyrir hendi að gera þjónustusamning við Heilsugæslu- stöðvarnar um að fá aðstöðu fyrir mæðraskoðunina. Einnig má benda á þann möguleika að hafa mæðraleik- fimi og foreldrafræðslu í húsnæði grunnskólanna og yrði þá gerður samskonar þjónustusamningur við viðkomandi skóla. Þá má velta fyrir sér þeim mögu- leika að koma á fót sérstakri þjón- ustu- og leiðbeiningarstöð fyrir heimaþjónustuna og aðra þjónustu sem tengist foreldrum og barni. Ef stofnun fæðingarheimilis í Kópavogi yrði að veruleika, þá hefðu bæjarbúar greiðan aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Mæðraeftirlitið, foreldrafræðslan, mæðraleikfimin, fæðingin sjálf, ungbarnaeftirlitið og foreldrastuðningurinn væri þá allt komið í sveitarfélagið Kópavog. Til skamms tíma höfum við verið allt of sjúkrahússinnuð, en þessir þættir eiga fæstir heima á sjúkrahúsi. Við megum þó aldrei gleyma því að alltaf þarf að gæta fyllstu varúðar í öllu þessu ferli og ef eitthvað bregður út af hinu eðlilega getur þurft að fara með viðkomandi á sjúkrahús. Í dag eru greiðar samgöngur og tiltölulega stutt að fara frá Kópavogi að Land- spítalanum. Fæðingarheimili í Kópavog? Halla Halldórsdóttir Kópavogur Nauðsynlegt er, segir Halla Halldórsdóttir, að bjóða upp á fleiri valkosti með fæðingarstaði. Höfundur er bæjarfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.