Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 14
Vestmannaeyjar
Á AÐALFUNDI Félags
hjartasjúklinga í Vest-
mannaeyjum, sem haldinn
var á sunnudaginn, afhenti
Hjörtur Hermannsson for-
maður Hirti Kristjánssyni
yfirlækni lyflæknisdeildar
Heilbrigðisstofnunarinnar í
Vestmannaeyjum, gjafabréf
að upphæð 1 milljón til end-
urnýjunar á ómskoðunar-
tæki.
Í máli Hjartar Her-
mannssonar kom fram að
það hefði verið mikið happ
fyrir Vestmannaeyinga þeg-
ar Hjörtur Kristjánsson var
ráðinn yfirlæknir á Heil-
brigðisstofnuninni þar sem
hann væri menntaður og
reyndur á sviði lyf- og hjartalækn-
inga. Til þess að reynsla hans og
hæfni gæti nýst í Eyjum þyrfti hann
að sjálfsögðu viðeigandi tækjabúnað
og því hefði félagið brugðist skjótt
við þegar ósk hefði komið frá yf-
irlækninum til félagsins um stuðn-
ing við endurnýjun á ómskoðunar-
tæki Heilbrigðisstofnunarinnar.
Hann sagði að 450 þúsund af heild-
arupphæðinni sem afhent væri
kæmu frá Félagi hjartasjúklinga í
Eyjum en 550 þúsund frá Lands-
samtökum hjartasjúklinga.
Hjörtur Kristjánsson þakkaði
gjöfina fyrir hönd Heilbrigðisstofn-
unarinnar. Hann sagði að helmingur
þeirra sjúklinga sem kæmu á
göngudeild lyflækningadeildar væri
hjartasjúklingar en því miður hefði
stofnunin verið mjög vanbúin tækj-
um. Hann sagðist hafa gert kröfu
um það þegar hann réð sig til stofn-
unarinnar að keyptur yrði búnaður
til áreynsluprófs en slíkt próf hefði
ekki verið hægt að framkvæma í
Eyjum þar til nú. Tæki það hefði
verið nauðsynlegt sem sýndi sig í að
nú þegar hefðu verið gerð 45
áreynslupróf frá því tækið var tekið
í notkun í október sl.
Hann sagði að nýlegt ómskoðun-
artæki sem til var á stofnuninni
hefði ekki verið unnt að nota til ann-
ara rannsókna en kviðskoðunar en
mjög hröð þróun væri í ómtækni.
Hann hefði því farið að skoða hvaða
möguleikar væru á endurnýjun tæk-
isins til að hægt væri að nota það til
rannsókna á hjartasjúkdómum. Nið-
urstaðan hefði verið sú að hægt
hefði verið að láta gamla tækið
ganga upp í kaup á nýju fullkomnu
ómtæki sem nýttist til hjartarann-
sókna. 4,3 milljónir hafi þurft að
greiða á milli tækjanna og hafi hann
því leitað á náðir Félags hjartasjúkl-
inga í Eyjum og fleiri góðgerðar-
félaga til að brúa það bil og sagðist
hann vongóður um að það tækist.
Tækið væri allavega þegar komið í
gagnið á Heilbrigðisstofnuninni og
hefðu nú þegar farið fram 50 rann-
sóknir í því.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hjörtur Hermannsson, formaður Félags
hjartasjúklinga í Eyjum, afhendir Hirti
Kristjánssyni, yfirlækni lyflæknisdeildar
Heilbrigðisstofnunarinnar í Eyjum,
gjafabréf upp á eina milljón króna.
Félag hjartasjúkl-
inga gefur milljón
SUÐURNES
14 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
NÝVERIÐ tók Aknet, netþjónusta
Tölvuþjónustunnar á Akranesi, í
gagnið nýja DSL-netveitu fyrir
viðskiptavini sína á Akranesi.
Þessi búnaður sem er af fullkomn-
ustu gerð býður upp á tvenns kon-
ar DSL-tengingar, þ.e. ReachDSL
fyrir heimili og minni fyrirtæki og
SDSL-fyrirtækjatengingar.
ReachDSL-tengingar er hægt
að fá frá 256 kb/s upp í 1 mega-
bit/s.
ReachDSL er sítengt internet
með sama hraða í báðar áttir og
ekki þarf aukasímalínu fyrir þessa
þjónustu heldur getur viðskipta-
vinurinn notað sömu símalínuna
fyrir tal og Netið samtímis. SDSL-
tengingar eru ætlaðar fyrir fyr-
irtæki og hægt að fá frá 256 kb/s
upp í 2,3 mb/s.
Að sögn Alexanders Eiríksson-
ar, framkvæmdastjóra TÞA, hefur
þjónustan farið mjög vel af stað og
fengið afar góðar viðtökur. Hann
segir að tæknin sem DSL-lausnir
Aknet byggjast á sé nýjung hér á
landi og hafi hlotið einróma lof og
viðurkenningar erlendis.
ReachDSL er í dag talin ein besta
DSL-tæknin sem fáanleg er.
Ástæða þessa er einkum ný aðferð
við sendingu gagna um koparvír
sem bandaríska fyrirtækið Para-
dyne hefur þróað og hefur einka-
rétt á. Þessi aðferð tryggir meiri
gæði í sendingu og móttöku gagna
um koparvír. Allar frekari upplýs-
ingar má nálgast á heimasíðu Ak-
nets, www.aknet.is.
Alexander Eiríksson afhendir Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi,
fyrstu ReachDSL-tenginguna.
DSL-netveitubúnaður
settur upp hjá Akneti
Akranes
„MÉR finnst þetta hafa tekist vel
hjá okkur. Allir krakkarnir voru
með í vinnunni, góð þátttaka var
meðal foreldra og reyndar bæj-
arbúa flestra. Ég tel að þetta fyr-
irkomulag eða eitthvað mjög svipað
þessu sé komið til að vera. Þetta er
mjög skemmtilegt og það má segja
að unnið sé að forvörnum frá sex
ára aldri og uppúr,“ sagði Ágústa
Gísladóttir, tómstunda- og for-
varnafulltrúi, um forvarnavikuna
„Hver er sinnar gæfu smiður“ sem
staðið hefur yfir í Grindavík og lauk
í gær.
Meðal þess sem Grindavíkurbær
gerði á forvarnavikunni var að
halda námskeið fyrir foreldra
grunnskólabarna og bjóða öllum
Grindvíkingum frítt í sund alla vik-
una og frítt einn daginn í þreksal
sundlaugarinnar.
Þegar blaðamann bar að garði í
sundlauginni var töluvert af fólki í
lauginni og í þreksal. „Grindvík-
ingar hafa verið duglegir að nýta
sér að frítt er í sund en vissulega
eru börnin áberandi. Frá áramótum
eru þeir orðnir fjórir, einkaþjálf-
ararnir sem bjóða fram aðstoð sína
hér í þreksalnum, og eru þá vænt-
anlega að hjálpa fólkinu að standa
við áramótaheitin. Það er greinilegt
að mikil vakning er í bænum. Þó að
oft sé aukning í þreksalnum í janúar
þá er þetta óvenjumikið,“ sagði
Hermann Guðmundsson, for-
stöðumaður íþróttamannvirkja.
Rétt í þann mund er blaðamaður
kvaddi Hermann mættu allir dreng-
ir í 9. bekk grunnskólans í þreksal-
inn. Sá sem bar ábyrgð á þeim hópi
var íþróttakennarinn Ragnar Ar-
inbjarnarson. „Við höfum verið með
kynningu fyrir 9. og 10. bekk hér í
þreksalnum en að öllu jöfnu mega
krakkarnir ekki koma hingað fyrr
en í 10. bekk,“ sagði Ragnar.
Ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi
Íþróttadeildirnar í UMFG létu sitt
ekki eftir liggja og sendu sína full-
trúa í skólann til að ræða við ung-
lingana en enginn þeirra sem komu
notar tóbak. Það var á þeim að
heyra að mikilvægt væri að gera sér
grein fyrir því að maður velur sjálf-
ur það sem maður er. Félagsskap-
urinn er mikilvægur þáttur í þessu
öllu, sögðu íþróttamennirnir og
voru sammála um að það að vera á
kafi í íþróttum gerði það að verkum
að ekki gefst mikill tími til annars,
eins og t.d. skemmtana.
Magnús Scheving, íþróttaálfurinn
sjálfur, mætti á þriðjudeginum sem
var reyklaus dagur í Grindavík.
Magnús er einstaklega laginn við að
ná til krakkanna og skipti engu máli
hve gömul þau voru. Magnús ræddi
um samskipti kynjanna, samskipti
við foreldra og allar þær snertingar
sem við þurfum að fá. Magnús eins
og aðrir gestir sem komu í þessari
viku sagði að hver og einn bæri
ábyrgð á sínu lífi. Það þýðir ekkert
að kenna öðrum um hvernig maður
er eða hvað maður gerir. Yngstu
krakkarnir fengu síðan vatns-
flöskur frá Magnúsi og hafa senni-
lega verið að þamba vatn síðan enda
er eins og íþróttaálfurinn sé í guða
tölu hjá þeim yngstu. Það skipti að
vísu engu máli hvað menn voru
gamlir þegar kom að því að fá eig-
inhandaráritanir hjá Magnúsi og
var hann lengi við skriftir.
Bein leið niður á við
Sá fyrirlestur sem hvað mesta at-
hygli vakti hjá unglingunum var er-
indi frá Birki Frey Hrafnssyni en
hann er 18 ára Grindvíkingur sem
var hér í skólanum fyrir nokkrum
árum. Birkir hafði sögu að segja frá
eigin lífi. Hann byrjaði að reykja 11
ára, fyrsta fylliríið var þegar hann
var 12 ára, hass prófaði hann fyrst
13 ára og svona hélt það áfram þar
til hann fór í meðferð í september
síðastliðnum. Hann mætti til að
ræða við krakkana í 8.–10. bekk um
sín mál og vonast til þess að honum
takist að hjálpa kannski einum.
Birkir ræddi eins og aðrir gestir
um að maður bæri ábyrgð á sjálfum
sér og það hefði enginn hellt víninu
upp í hann þegar hann byrjaði þótt
oft væri það viðkvæðið að þetta
væri nú svona vegna þess að fé-
lagarnir buðu. „Mér finnst mjög fínt
að ræða við krakkana. Þau langar
til að forvitnast um það hvernig
þetta er. Þau spyrja af einlægni og
eiga skilið að fá að vita hvernig
þetta er. Þetta er bara bein leið nið-
ur nánast frá því ég byrjaði að
reykja og drekka. Ég fékk lítið að
vita um þessar hættur þegar ég var
á þeirra aldri. Tilgangur minn með
þessari heimsókn er tvíþættur.
Þetta hjálpar mér annars vegar og
svo hins vegar er alveg nóg ef mér
tekst að bjarga einni manneskju, þá
er tilganginum náð,“ sagði Birkir.
Ljóst var á viðbrögðum krakk-
anna og hve spurul þau voru að
Birkir náði vel til þeirra enda mjög
nálægt þeim í aldri. Þá minntust
mörg þeirra á að það væri frábært
hjá honum að þora þessu og voru
viss um að það myndu fleiri taka
mark á honum sem væri svona ná-
lægt þeim í aldri auk þess að vera
íbúi í bænum.
Gera forvarnarspil
Fjöldi annarra atriða var á dag-
skrá forvarnarvikunnar. Nefna má
að alla vikuna voru nemendur skól-
ans að vinna að ýmsum verkefnum
tengdum forvörnum. Yngstu krakk-
arnir fengu umferðarfræðslu og
fóru í heimsókn á lögreglustöðina.
Krakkar á miðstigi bjuggu til eigin
texta við hið vinsæla lag „Án þín“.
Elstu krakkarnir unnu að gerð for-
varnarspila alla vikuna. Í gær voru
þessi heimatilbúnu spil síðan spiluð
og ljóst er af þeirri fjölbreytni sem
var í útgáfu á spilunum og ánægju
unglinganna að þessi leið til for-
varna hlýtur að gefast vel. Buðu
þau yngri krökkunum að spila með
sér og foreldrarnir voru einnig
hvattir til að koma í skólann til að
spila við börnin og líta inn í aðra
bekki sem voru að vinna að ýmsum
verkefnum.
Vel heppnaðri forvarnarviku fyrir börn og unglinga lokið
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Birkir Freyr Hrafnsson náði athygli barnanna þegar hann miðlaði þeim af reynslu sinni.
Bjuggu til forvarn-
arspil í skólanum
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Mikil vinna var lögð í gerð forvarnarspilsins og spennandi þegar hægt
var að byrja að spila það í grunnskólanum. Nemendur áttunda, níunda
og tíunda bekkjar buðu yngri skólafélögum sínum í spilamennskuna.
Grindavík