Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 23 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 65 99 01 /2 00 2 Útsala Pottaplöntur 20 - 60% afsláttur 40% afsláttur Gjafavara 20-50% afsláttur Pottar 499 kr. Blómaáburður 1L 149 kr. Mold 5L 198 kr. 20% afsláttur Kartöflur 2 kg Kryddjurtir 799 kr. Túlípanar 10 stk. 20-30% afsláttur Silkiblóm Friðarliljur 599 kr. Stofuaskur 499 kr. Orkideur 1999 kr. Drekatré 569 kr. Bonsai tré 999 kr. Verðdæmi: Allar pottaplöntur á útsölu Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is GÓÐ saman hefst á þyrluskoti af Reykjavíkinni okkar. Svoleiðis lagað er dýrt og maður gerir sér strax hug- myndir um að hér sé á ferð mynd sem mikið er lagt í. Það verður þó ekki sagt um Góð saman að hún sé vel heppnuð mynd. Hún nær því á köfl- um að vera hreinlega óþolandi. Það er alltaf gaman að sjá hvað ís- lenskum kvikmyndagerðarmönnum dettur í hug, og hvað þeir eru að bar- dúsa. Þess vegna eru nú flestir van- kantar fyrirgefnir. Það sem mér fannst verst við þessa mynd er fram- sögn leikaranna. Þeir eru allir áhuga- leikarar og ekkert verri en aðrir slík- ir, en framsögnin er bara svo léleg að ég heyrði oftast ekkert af því sem þeir voru að segja og það er lágmark að fólk skilji hvað er að gerast. Handritið er lauslega byggt á sögu eftir hinn fræga skoska rithöfund Irvine Welsh, en flestir kannast við kvikmyndina Trainspotting sem byggð var á skáldsögu hans. Hann fjallar oftast um hálfgert utangarðs- fólk í drykkju og dópi. Góð saman segir frá Geira sem keyrir grænmeti á milli matvöru- verslana. Hann vildi gjarna eiga konu, hann hittir Sollu á Nelly’s og hún flytur fljótt inn til hans. En Solla gengur yfir Geira á skítugum skón- um, það sama gerir bróðir hans dóp- istinn og ekki síst svínið á efri hæð- inni, fótboltabullan hann Steini. Það er alltaf áhugavert að hafa að- alsöguhetjuna lúser, en það er einnig mjög vandmeðfarið, því erfitt er að fá meðaumkun með þannig fólki, og það tekst ekki hér. Enda þyrfti í það mjög sterkan leikara, en ekki áhugamann þótt ágætur sé. Geiri verður því óþol- andi auli sem stendur aldrei með sjálfum sér, og allar hinar persónurn- ar eru svo yfirmáta ömurlegt fólk að það hættir að vera fyndið eftir tíu mínútur. Mann fer mjög fljótlega að langa að eitthvað fari að gerast annað en þessi endalausi yfirgangur. En því miður. Flest í myndinni er óttalega miklar klisjur, gerðar í anda þess „tískuof- beldis“ sem hefur gegnsýrt svo margar kvikmyndir seinustu fimm árin. Þó er margt ágætt í kvikmynda- tökunni og eru sum skotin áhuga- verð, vel gerð og í fullu samræmi við það sem er verið að reyna að segja í myndinni. Ég trúi því að ef höfund- urinn Herbert Sveinbjörnsson myndi leita meira inn á við við gerð mynda sinna í framtíðinni, í stað þess að leita í klisjusúpu Hollywood, þá myndi hann koma frá sér mun áhugaverðari verkum. Ég var hálfhissa á að svo lítt áhugavert verk skyldi sýnt í Sjón- varpinu. Þá gerði ég mér hins vegar grein fyrir að flestir aðstandendur hennar vinna við þá stofnun. Það er ekki ólíklegt að Sjónvarpið sé fram- leiðandi að hluta til með því að lána tæki og tól til upptakanna. Það er mjög jákvætt, því æfingin skapar meistarann, og því betra fagfólk sem við eigum, því betri myndir fáum við að sjá. Hins vegar ætla ég rétt að vona að dagskrárstjóri hafi ekki greitt fyrir verkið eins og önnur verk. Það væri hreinlega ósanngjarnt gagnvart mun hæfileikaríkara kvikmyndagerðar- fólki, og ekki síst áhorfendum. SJÓNVARPSMYND Ríkissjónvarpið Leikstjórn: Herbert West. Höfundur: Her- bert Sveinbjörnsson, byggt lauslega á „The Save Touch“ eftir Irvine Welsh. Klipping og taka: Herbert Sveinbjörns- son. Aðalleikarar: Pétur Björnsson, Linda Þorvaldsdóttir, Sverrir Kristinsson og Logi Bergmann Eiðsson. Framleiðandi: Ragnar Santos. 37 mín. 2001. Sýnt í Sjónvarpinu 23. janúar 2002. GÓÐ SAMAN Aulinn og ógeðin Hildur Loftsdóttir Salur Menntaskólans við Hamra- hlíð Tónleikar Hljómsveitar Tónlist- arskólans í Reykjavík og Listahá- skóla Íslands verða kl. 17. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Á efnisskrá eru þrír þættir úr Vatna- svítunum eftir Georg Fr. Handel, Mínótár svítan (frumflutningur) eft- ir Tryggva Baldvinsson og Sinfónía nr. 5 í F-dúr op. 76 eftir Antonin Dvorák. Aðgangur er ókeypis. Félagsheimilið Heimaland Árni Sighvatsson barítón og Jón Sigurðs- son píanóleikari halda Kaldalónstón- leika kl. 16. Flutt verða kunnustu sönglög Sigvalda Kaldalóns. Í DAG HALLDÓR Gylfason fer með hlut- verk Billing blaðamanns í leikritinu Fjandmaður fólksins eftir Henrik Ibsen í Borgar- leikhúsinu á sunnudagskvöld, í stað Jóhanns G. Jóhannssonar, sem slasaðist á mánudagskvöld- ið. Síðasta sýning á Fjandmanni fólksins er ráð- gerð 3. febrúar. Leikstjóri sýn- ingarinnar er María Kristjánsdóttir, en með helstu hlutverk fara Ingvar Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdótt- ir og Björn Ingi Hilmarsson. Leikaraskipti í Fjandmanni fólksins Halldór Gylfason DÓMNEFNDIR Norrænu leiklistarsambandanna hafa nú skilað tilnefningum um leikrit til Norrænu leikskáldaverð- launanna 2002. Í vikunni var til- kynnt að Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- dóttur væri tilnefnt fyrir Íslands hönd. Hin Norðurlöndin hafa til- nefnt eftirfarandi leikrit: Majslavar eftir Marie Blom frá Svíþjóð. Et hus dar mörkret tatnar eftir Kristian Smed frá Finnlandi. Menneskesøn eftir Morti Viscki frá Danmörku. Som torden eftir Niels Fredrik Dahl frá Noregi, Qasapis sidste dag eftir Villads Villadsen frá Grænlandi og Eitur nakað land eftir Jóanes Nielsen frá Færeyj- um. Verðlaunaafhendingin fer fram á Norrænu leiklistardög- unum í Þórshöfn í Færeyjum í byrjun ágúst. Það verður í sjötta sinn sem verðlaunin eru afhent og verðlaunaféð nemur 50 þús- und dönskum krónum. Norrænu leikskáldaverðlaunin Sjö leikrit tilnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.