Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 17 fiA‹ ER FARI‹ A‹ BIRTA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 66 29 2/ 20 02 FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hef- ur höfðað mál á hendur Sandgerð- isbæ vegna ofgreiddra fasteigna- skatta á árunum 1998 til 2000, samtals nærri 40 milljónum kr. Vegna mistaka hjá Fasteignamati ríkisins var fasteignamat flugstöðv- arinnar og þar með fasteignaskattur ofreiknaður frá árinu 1989. Sand- gerðisbær hefur neitað bótaskyldu og bent ríkisfyrirtækinu á að snúa sér til ríkisstofnunarinnar Fast- eignamats ríkisins með hugsanlegar bótakröfur. Flugstöðin er innan bæjarmarka Sandgerðis og hefur bærinn inn- heimt fasteignaskatt af húseignum hennar. Samkvæmt upplýsingum Höskuldar Ásgeirssonar, forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE), var fasteignamat húseigna flugstöðvarinnar hækkað eftir laga- breytingu 1989 þegar fasteignamat eigna á landsbyggðinni var hækkað til samræmis fasteignamati í Reykja- vík. Segir hann að það hafi verið gert vegna mistaka því eignin hafi upp- haflega verið metin samkvæmt Reykjavíkurstöðlum vegna sérstaks eðlis hennar. Þessi mistök uppgötu- ðust ekki fyrr en á síðustu árum, þeg- ar stjórnendur félagsins létu gera sérstaka úttekt á matinu. Bærinn vísar á Fasteignamatið Sandgerðisbær innheimti fast- eignaskatta samkvæmt álagningar- stofni frá Fasteignamati ríkisins á þessum árum og hefur FLE án ár- angurs farið fram á endurgreiðslu of- tekinna gjalda. Fasteignamatið var leiðrétt á síðasta ári og í máli því sem Flugstöðin er að höfða er farið fram á endurgreiðslu vegna oftekinna gjalda á árunum 1998 til 2000, of- greidd gjöld fyrri ára eru talin fyrnd. Viðræður hafa farið fram milli að- ila, án niðurstöðu. Sandgerðisbær hefur hvorki fallist á réttmæti kröfu- gerðar Flugstöðvarinnar um endur- greiðslu né greiðsluskyldu bæjarins í því sambandi. „Ef ríkissjóður sem eigandi FLE hf. telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna meintra mistaka Fasteignamats rík- isins væri rétt að bótakröfu þess vegna væri beint að Fasteignamatinu en ekki Sandgerðisbæ,“ segir í bréfi bæjarstjórans til Flugstöðvarinnar. Sandgerðisbær vísaði einnig til þess að Flugstöðin hafi stofnað til endurmats mannvirkja sinna og það sé nú í yfirmati. Niðurstaða úr því máli þurfi að liggja endanlega fyrir áður en lengra verði haldið í viðræð- um um málið. Þá vísar bæjarstjórinn einnig til þess að Sandgerðisbær hafi frá upphafi lagt áherslu á lægri álagningarstofn en viðmiðunarsveit- arfélög bæjarins. Sigurður Valur Ás- bjarnarson bæjarstjóri getur þess að álagningarprósenta fasteignaskatts hafi verið lækkuð á þessu ári úr 1,5 í 1,37%. Hin nýja suðurbygging flugstöðv- arinnar er nú komin inn í fasteigna- mat og stefnir í að Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar greiði samtals tæpar 100 milljónir í fasteignaskatt til Sand- gerðisbæjar á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Höskuldar. Hann vek- ur athygli á því að engin þjónusta komi á móti. Fyrirtækið starfi á varn- arsvæði og þurfi að greiða yfirvöld- um þar fyrir þjónustuna. Krefjast 40 milljóna króna endurgreiðslu skatta Keflavíkurflugvöllur Flugstöðin höfðar mál á hendur Sandgerðisbæ vegna fasteignaskatta Morgunblaðið/Árni Sæberg TÍU ár eru liðin frá því starf- semi skammtímavistunarinnar Lyngsels í Sandgerði hófst. Af því tilefni verður opið hús sunnudaginn 3. febrúar, frá kl. 15 til 18. Lyngsel er rekið af Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi og er hugsað sem skammtímadvöl fyrir börn og ungt fólk, á aldrinum fjögurra til sextán ára. Sérstök markmið skamm- tímavistunar er að börn og ungt fólk með fötlun og foreldrar fái notið þjónustu til að létta álagi og hvíld. Að börn og ungt fólk geti átt kost á neyðarvist ef að- stæður krefjast. Lyngsel þjónustar 20 ein- staklinga og er opið frá fimmtu- degi til mánudags. Um helgar eru þar 5-6 börn. Starfsmenn eru tíu. Opið hús í Lyngseli Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.