Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ  GUÐJÓN Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Olíufé- lagsins ehf., frá og með deginum í dag. Guðjón tekur við af Ragnari Bogasyni. Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki ákveðið hvað hann myndi taka sér fyrir hendur. Ástæðan fyrir því að hann væri að hætta væri sú að eftir 8 ár í umræddu starfi finndist honum kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Guðjón fæddist á Blönduósi árið 1962 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1983 og Cand. merc. gráðu í alþjóða- viðskiptum og markaðssetningu frá Ála- borgarháskóla 1989. Hann var fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar hf. er rekstri ferðaskrifstofunnar var hætt í nóvember á síðasta ári. Breytingar á fyrir- tækjasviði ESSO LÍNA.NET hefur sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar á hendur Landssíma Íslands vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins með tilliti til ólögmætrar undirverðlagningar á gagnaflutningsneti Landssímans. Í kvörtuninni er vísað til leiðbein- andi reglna Póst- og fjarskipta- stofnunar og Samkepnisstofnunar um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála nr. 265 frá árinu 2001. Eiríkur Bragason, fram- kvæmdastjóri Línu.Nets, segir að fyrirtækið telji ekki að það hafi eftirlitshlutverki að gegna varð- andi það hvort önnur fyrirtæki séu að vinna í samræmi við lög og reglugerðir. Þar sem ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í sam- bandi við undirverðlagningu Sím- ans á gagnaflutningsneti hans hafi þótt rétt að benda á þetta í formi kvörtunar. Gagnaflutningskerfi rekin með tapi Eiríkur segir að í bréfi Línu.- Nets til Samkeppnisstofnunar komi fram að fyrirtækið hafi verið stofnað 1999. Tilgangur þess sé aðallega rekstur gagnaflutnings- kerfa og sé félagið helsti keppinut- ur Símans á því sviði. Skömmu eft- ir að Lína.Net hafi hafið rekstur hafi Síminn lækkað gagnaflutn- ingsgjöld sín um rúmlega 40% og muni það hafa gerst í október 2000. Eiríkur segir að í bréfinu til Samkeppnisstofnunar sé bent á að samkvæmt útboðslýsingu Símans frá síðasta ári komi fram að um 2% af tekjum félagsins séu vegna gagnaflutningsþjónustu. Af þess- um gögnum megi einnig ráða að gagnaflutningskerfi Símans séu rekin með tapi, sem sé áætlað um 300 milljónir króna fyrir skatta. „Þetta ætti að brjóta í bága við 3. grein leiðbeinandi reglna Póst- og fjarskiptastofnunar og Sam- keppnisstofnunar,“ segir Eiríkur Bragason. Lína.Net kvartar til Samkeppnisstofn- unar vegna Símans HÓLMABORG SU frá Eskifirði hefur komið með mestan afla af loðnu að landi á vetr- arvertíðinni, alls 12.491 tonn, samkvæmt upp- lýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslu- stöðva. Jón Kjartansson SU kemur næstur með 7.819 tonn og Börkur NK í þriðja sæti með 7.251 tonn. Júpiter ÞH hefur hins vegar borið mestan afla á land að sumar- og haustvertíð- unum meðtöldum, sam- tals 15.900 tonn. Það sem af er vetrarvertíð- inni hafa íslensku fiski- mjölsverksmiðjurnar samtals tekið á móti rúmum 128 þúsund tonnum af loðnu. Þar af hafa íslensku skipin veitt um tæp 126 þús- und tonn. Þar með er búið að veiða um 273 þúsund tonn af heild- arkvóta vertíðarinnar og því rúm 695 þúsund tonn eftir af heildarkvótanum. Loðnuskipin hafa síðustu daga verið að veiðum norðarlega í Rósa- garðinum svokallaða, allt út að miðlínu Íslands og Færeyja. Þá hef- ur einnig verið ágæt veiði innan lögsögu Færeyja en veður hefur þó hamlað nokkuð veiðum færeysku skipanna. Íslensku skipin hafa einn- ig fengið góðan afla, einkum þau sem veiða í troll en bræla hefur gert nótaskipunum mjög erfitt fyr- ir undanfarnar tvær vikur. Þau fengu þó ágætan afla á þriðjudag og eins var góð veiði hjá þeim í fyrrakvöld. Nokkur þeirra lentu þó í erfiðleikum vegna veðurs og sprengdu næturnar. Mörg náðu þá góðum köstum og lönduðu full- fermi í gær. Allt á réttri leið Júpiter ÞH fékk um 1.000 tonn í fyrrakvöld og var Jón Axelsson skipstjóri vongóður um að nú færi vertíðin að hefjast fyrir alvöru. „Loðnan er að þoka sér aðeins norður eftir og það er aðeins spurn- ing um einhverja daga hvenær hún gengur upp á landgrunnið. Hún er farin að þyngjast mjög í nótinni og hrognahlutfallið í henni eykst dag frá degi. Þetta er því allt á réttri leið og vonandi gengur hún upp að landinu með minnkandi straumi. Þá gerast hlutirnir hratt og þá ríður á að við fáum gott veður, því við þurf- um að halda okkur vel við efnið ef við eigum að ná öllum kvótanum,“ sagði Jón. Davíð Már Árnason, skipverji á Hörpu VE, landar fullfermi af loðnu í Vestmannaeyjum á dögunum. Hólmaborgin aflahæst Morgunblaðið/Þorgeir VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HÓPUR hátt settra herforingja í Ísr- ael hefur lagt til að Ísraelar hernemi aftur sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna til að knésetja heimastjórn Yassers Arafats og uppræta hryðju- verkahópa, að sögn ísraelska dag- blaðsins Haaretz í gær. Herforingjarnir hafa samið „póli- tíska öryggisáætlun“ þar sem þeir leggja til að innrás verði gerð í palest- ínska bæi til að gera vopn upptæk og handtaka hryðjuverkamenn. Þeir vilja einnig að heimastjórnin verði leyst upp og segja jafnvel koma til greina að ráða Yasser Arafat af dög- um. Stuðningsmenn áætlunarinnar segja að hún geti borið tilætlaðan ár- angur innan viku og hún njóti stuðn- ings meðal æðstu manna hersins, að sögn Haaretz. Boða nýjan hægriflokk Undirhershöfðinginn Effi Eitam, sem fer fyrir hópnum, segir að Ísrael- ar standi frammi fyrir ógn sem sé ólík innrás erlends ríkis að því leyti að mjög erfitt sé að henda reiður á henni. „Ísrael er núna eins og maður sem er í lífshættu vegna krabbameins, en ekki byssukúlu,“ sagði hann. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægrimenn leggja fram pólitíska öryggisáætlun sem einskorðast ekki við að hindra áform Palestínumanna heldur felur í sér lausn á vandamálinu.“ Herforingjarnir leggja meðal ann- ars til að arabískum Ísraelum verði bannað að sitja á ísraelska þinginu, Knesset. Haaretz hefur eftir Eitam að hóp- urinn hyggist stofna nýjan, hægri- sinnaðan stjórnmálaflokk og ætli að birta áætlunina á næstu vikum. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, hefur ekki lýst yfir stuðningi við tillögurnar. Arafat hefur verið haldið í eiginlegu stofufangelsi í Ramallah í tæpa tvo mánuði en stjórn Sharons hefur sagt að hún hafi ekki í hyggju að ráða hann af dögum. Tveir Palestínumenn skotnir til bana Ísraelskir hermenn skutu tvo vopn- aða Palestínumenn til bana á Gaza- svæðinu í gær eftir að sprengja sprakk á vegi að Ganei Tal, byggð gyðinga. Taílenskur farandverka- maður særðist í sprengingunni. Palestínumennirnir eru sagðir hafa flúið eftir að hafa komið sprengjunni fyrir. Hermenn veittu þeim eftirför og skutu þá til bana. Palestínsk svæði verði hernumin Ísraelskir herfor- ingjar leggja til að heimastjórnin verði leyst upp Jerúsalem. AFP. Reuters Palestínumaður í Al-Amari-flóttamannabúðunum, skammt frá Ramal- lah á Vesturbakkanum, heldur vopni sínu á loft við táknræna útför Wafa Idris sem sprengdi sig í Jerúsalem á sunnudag. Auk Idris lét aldraður Ísraeli lífið og nokkrir særðust. Líkamsleifar Idris eru í höndum Ísraela. ÞÚSUNDIR manna komust loks leiðar sinnar í gær eftir miklar tafir á flugi frá alþjóðaflugvellinum í San Francisco í Bandaríkjunum þegar um fjórðungur flugstöðvar- innar var rýmdur í um tvær og hálfa klukkustund. Hafði vaknað grunur um að sprengjuefnisagnir hefði verið að finna á skóm eins far- þeganna. Maðurinn var á bak og burt þegar lögregla hugðist yfir- heyra hann og var gripið til þess að ráðs í öryggisskyni að rýma um 30 útgönguhlið. Eftir að Bretinn Richard Reid var handtekinn í desember fyrir að koma fyrir sprengiefni í skóm sín- um, að því er talið er til að sprengja millilandaflugvél í loft upp, hefur öryggisgæsla verið hert mjög á flugvöllum í Bandaríkjunum. Þurfa farþegar nú m.a. að fara úr skóm sínum svo rannsaka megi hvort í þeim séu falin sprengjanleg efni. Sagði Mike McCarron, talsmað- ur flugvallarins, sagði hugsanlegt að skór mannsins hefðu einfaldlega nýlega komist í návígi við áburð, flugelda, byssupúður eða jafnvel nítróglusserín, sem er ýmist notað sem sprengiefni eða lyf. Talsmaður flugvallarins sagði að maðurinn hefði ef til vill fengið áburð í skóna af grasflöt. „Hann er ekki brjálaður sprengjumaður eða hryðjuverkamaður.“ Lokað vegna áburðar í skóm? San Francisco. AFP, AP. FÁTÆKT, efnahagssamdráttur og hryðjuverk verða í brennidepli á ár- legum fundi Alþjóðaefnahagsráðs- ins, WEF, sem hófst í New York í gær. Ýmsir mótmælahópar hafa skipulagt aðgerðir þá daga, sem ráð- stefnan stendur, en talsmaður lög- reglunnar í New York sagði í gær, að ekki yrði tekið neinum vettlingatök- um á þeim, sem reyndu að efna til ófriðar. Klaus Schwab, forseti WEF, seg- ir, að í fyrsta sinn í 32 ár hafi verið ákveðið að hafa ráðstefnuna annars staðar en í bænum Davos í Sviss og hafi það verið gert vegna hryðju- verkanna 11. september og í virðing- arskyni við íbúa New York. „Viðfangsefni ráðstefnunnar eiga svo margt skylt með því, sem verið hefur að gerast,“ sagði Schwab en yf- irskrift fundarins er: „Forysta á óvissum tímum.“ Um 2.700 manns munu taka þátt í ráðstefnunni, sem fram fer á Wal- dorf Astoria-hótelinu, þar á meðal meira en 300 stjórnmálaleiðtogar og frammámenn í atvinnulífinu, fulltrú- ar trúfélaga og fjölmiðlafyrirtækja. Verða helstu málin rædd í 48 vinnu- hópum, fátækt, efnahagssamdrátt- ur, hryðjuverk, sammannleg gildi og menningarmunur og hugmyndir um nýja leiðsögn eða stjórnunaraðferð- ir. Frederic Sicre, framkvæmdastjóri WEF, sagði, að fulltrúar íslamskra ríkja yrðu nú fleiri en nokkru sinni en meðal þeirra eru Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar í Afganistan, Abdullah, konungur Jórdaníu, og Mahathir Mohammed, forsætisráðherra Malasíu. Allt ofbeldi kveðið niður Raymond Kelly, lögreglustjóri í New York, vildi ekkert segja í gær um fréttir um, að 200 manns, sem kunnir væru fyrir ofbeldi, ætluðu að taka þátt í mótmælum í tilefni af ráð- stefnunni en hann minnti á, að allir hefðu málfrelsi. Hins vegar yrðu all- ar tilraunir til að beita ofbeldi kveðn- ar niður af fullri hörku. Hefur heilum her af lögreglumönnum, 41.000 manns, verið falið að halda uppi lög- um og reglu. Meðal annars verða þeir teknir úr umferð umsvifalaust, sem hylja andlit sitt eða eru með bakpoka. Hefur það verið bannað. Alþjóðaefnahagsráðstefnan, WEF, hófst í New York í gær Rætt um fátækt, sam- drátt og hryðjuverk 41.000 lögreglumenn eiga að halda uppi lögum og reglu New York. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.