Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 51 DAGBÓK Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. febr- úar, er fimmtugur dr. Þór Gunnarsson lífeðlisfræð- ingur, Nesvegi 48, Reykja- vík. Eiginkona hans er Sig- rún Ása Sturludóttir líf- fræðingur. Þau eru að heiman í dag. 1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. c4 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 Be7 6. Bg5 0–0 7. Bxf6 Bxf6 8. e4 d6 9. Be2 c5 10. d5 Bxc3+ 11. bxc3 Df6 12. Dc2 Ra6 13. 0–0 Rc7 14. Hfe1 h6 15. a4 Ba6 16. a5 Hab8 17. Heb1 bxa5 18. Hxb8 Hxb8 19. Hxa5 Hb6 20. g3 exd5 21. exd5 g6 22. Rd2 Kg7 23. Bf1 De7 24. Ha1 Re8 25. Rb3 Rf6 26. Ra5 Rg4 27. Rc6 Df6 28. Rxa7 Re5 29. Rb5 Rxc4 Ellefta og síð- asta umferð Skákþings Reykjavíkur hefst kl. 19.30 í kvöld, 1. febrúar. Sævar Bjarnason (2.255) og Arnar Gunnarsson (2.325) hafa innan og utan skákborðsins háð margar rimmur en í stöðunni hafði sá fyrrnefndi hvítt. 30. Rc7! Mun sterkara en 30. Hxa6 Hxa6 31. Bxc4 þótt hvítur standi betur í þeirri stöðu. 30... Re3? Svartur átti meiri möguleika á að grugga eftir 30... Kh7 en hvítur hefði þá getað unnið eftir 31. Dc1! Hb2 32. Df4!. 31. fxe3 De7 32. Rxa6 Dxe3+ 33. Kg2 og hvítur vann nokkru síðar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT TIL SVÖLU LITLU Hverri nýjársnóttu á, nú og seinni tíða, mundu, að árin eru fá og ósköp fljót að líða. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson HOLLENSKI bragðaref- urinn Bas Pintermans er hér í hlutverki sagnhafa í sex gröndum. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G9 ♥ K87532 ♦ K74 ♣G9 Vestur Austur ♠ 1073 ♠ K85 ♥ D9 ♥ G4 ♦ DG1096 ♦ 532 ♣1086 ♣ÁD742 Suður ♠ ÁD642 ♥ Á106 ♦ Á8 ♣K53 Vestur Norður Austur Suður – 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass 6 grönd ?! Pass Pass Pass Það er engin furða að maðurinn sé snjall blekk- ingasmiður, úr því hann endist til að spila á móti makker sem svona meldar. Vestur kom út með tígul- drottningu og Bas þakkaði makker fyrir sitt framlag og staldraði við í skamma stund. Síðan tók hann á tíg- ulás, lagði niður hjartaás, spilaði hjartatíu og … gaf vestri slaginn á drottn- inguna! Tilgangurinn með þessu blasir alls ekki við, jafnvel með allar hendur uppi. En AV voru betur að sér í spilinu en norður og vestur hugsaði sinn gang þegar hann var inni á hjarta- drottningu. Suður hlaut að hafa byrjað með Á10 tvíspil í hjarta, því ella hefði hann aldrei dúkkað. Austur átti því hjartasexu eftir og hafði sett gosann í slaginn til að kalla í spaða – hæsta litnum. Nema hvað! Vestur skipti því yfir í spaða frá tíunni þriðju og það var einmitt það sem þurfti til að gefa sagnhafa fimm slagi á litinn og tólf í allt. Þetta er hreinasta snilld. Gengi er valt, þar fé er falt, fagna skalt í hljóði. Hitt varð alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði. GENGI ER VALT … Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Emma Marie Swift og Ívar Meyvants- son. KIRKJUSTARF SÖNGKVARTETTINN Út í vorið mun halda tónleika í Laugarnes- kirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 20:00. Undir söng kvartettsins leik- ur Bjarni Þór Jónatansson á píanó en Ásgeir Böðvarsson er annar bassi, Einar Clausen og Halldór Torfason eru fyrsti og annar tenór, en Þorvaldur Friðriksson syngur fyrsta bassa. Hefur kvartett þessi getið sér gott orð að undanförnu og tilhlökkun að hlýða á þá félaga syngja og leika í Laugarneskirkju, þar sem hljómburður er með fá- dæmum góður. Aðgangseyrir eru kr. 1.500.- og rennur hann óskiptur til Orgelsjóðs kirkjunnar. Biblíumaraþon í Árbæjarkirkju ÞAÐ er alltaf nóg um að vera í ung- lingastarfinu í Árbæjarkirkju og í föstudagskvöldið 1. febrúar kl. 18:00 ætla um 50 félagar í æsku- lýðsfélaginu Lúkasi að láta gott af sér leiða og hefja áheitasöfnun með Biblíumaraþonlestri til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Ungling- arnir munu skiptast á að lesa úr ritningunni í samtals 15 tíma eða til laugardagsmorgunsins 2. febrúar kl: 9:00. Þetta er 7. árið í röð sem ungling- arnir í Árbæjarkirkju standa fyrir áheitasöfnun með lestri Guðs orðs og hefur um hálf milljón króna runnið til ólíkra líknarfélaga á tímabilinu. Unglingarnir hafa á undan- förnum dögum leitað til fyrirtækja og einstaklinga í hverfinu eftir áheitum en einnig geta áhugasamir lagt sitt að mörkum til söfnunar- innar með því að leggja inná söfn- unarreikning í Árbæjarútibúi Landsbankans nr. 0113-05-064620 kt. 420169-4429. Prestarnir og starfsfólk í æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugarneskirkja út í vorið Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morgun laugardag kl. 11.15 í Víkurskóla. Fjölmenn- um. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varm- árskóla kl. 13.15–14.30. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Flóamarkaður frá kl. 10–18. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðar- heimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Samlestrar og bænastund á mánudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Sam- lestrar og bænastund er í safnaðarheim- ilinu á fimmtudögum kl. 17. Allir hjartan- lega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Elías Theodórsson. Biblíurannsókn/ bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 1. febr- úar, er áttræð dr. Valborg Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Fósturskóla Ís- lands, Aragötu 8, Reykja- vík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Smælki Auðvitað er ég með minn. Ég nota þennan bara sem beitu. Garðatorgi, sími 565 6550 JOHA fyrir börnin Bómullarbolir, samfellur, náttföt og ullarnærföt Bómullargallar, skokkar og skyrtur Stærðir 60-120                         STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundinn, hug- rakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nán- asta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Háleitar hugsjónir ýta við þér í dag. Það er stórkost- legt hvernig orð viturra manna geta fengið okkur til að sjá hlutina í öðru ljósi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú nýtur loks uppörvunar og fjárhagslegs stuðnings til að gera það sem þig langar til. Aðrir samgleðjast þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Góður vinur gæti vakið áhuga þinn á nýjan hátt. Stundum verða góðir vinir að elskhugum og elskhugar að góðum vinum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert mjög ástríðufullur og munt því gera allt af ástríðu í dag. Það er ekkert hálfkák. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt hugsanlega hefja óvenju ástríðufullt ástar- samband í dag. Sambandið gæti reynst örlagaríkt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar til að koma á breytingum í vinnunni. Þú ert svo upptekinn af hug- myndum þínum að þú vilt að allir hlusti á þær. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir gert þér grein fyr- ir dýpt tilfinninga þinna og hafið nýtt samband í dag. Margar vogir munu gera sér grein fyrir tilfinningum sem þær hefur ekki órað fyrir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú sættir þig ekki við neina yfirborðsmennsku í dag. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinur reynir að gefa þér góð ráð varðandi útlitið. Reyndu að halda stillingu þinni í stað þess að rjúka upp. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir komið auga á betri leið til að sjá fyrir þér. Það má alltaf finna nýjar leiðir til að afla fjár. Maður þarf bara að hafa trú á því að maður geti það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samband þitt við vin gæti tekið algerum stakkaskipt- um í dag. Þú sérð að þú hef- ur dregið ályktanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þú gefur þér tíma til að endurskoða líf þitt gætirðu komist að óvæntri niður- stöðu. Þú sérð að þú hefur tækifæri til að fara inn á nýjar brautir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VATNSBERI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.