Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru óneitanlega meðmæli með Guðlaugi Þór Þórðarsyni borgar- fulltrúa að hann skuli vera þriðji vinsælasti borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í ný- legri skoðanakönnun DV. Hins vegar eru það öllu meiri meðmæli að Guðlaugur mælist í sömu könnun óvinsæl- asti borgarfulltrúinn. Þessi útkoma Guð- laugs í DV sýnir svart á hvítu hversu öflugur hann hefur verið í málflutningi sínum í borgarstjórn. Hann er sá borgar- fulltrúi sem fer svo í taugarnar á Ingi- björgu Sólrúnu að hún hefur hvað eftir annað misst stjórn á skapi sínu á borgarstjórnar- fundum og í fjölmiðlum. Þannig bregðast vald- hafar við þegar leiktjöld þeirra eru afhjúpuð. Það kemur því ekki á óvart að þessi beittasti talsmaður Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn skuli fá mínus-atkvæði hjá stuðningsfólki R- listans. Mesta furða að mínusarnir hafi ekki verið fleiri. Slíkar „óvin- sældir“ staðfesta að Guðlaugur Þór stendur sig sem borgarfulltrúi. Hann hefur saumað linnulaust að R-listan- um fyrir svikin kosningaloforð, hrika- lega skuldasöfnun og glæfralegan fjáraustur í Línu.Nets. Við Reykvíkingar þurfum á fólki eins og Guðlaugi að halda í borgar- stjórn. Við þurfum stjórnmálamenn sem veita ónýtum valdhöfum aðhald. Við þurfum menn sem þora að vera óvinsælir meðal andstæðinga sinna. Þá fyrst standa þeir í stykkinu. Ólafur Hauksson Höfundur starfar við almannatengsl. Vinsældir Hann er sá borgar- fulltrúi, segir Ólafur Hauksson, sem fer í taugarnar á Ingibjörgu Sólrúnu. Óvinsæll andstæðingur Í ÆVISÖGU séra Árna Þórarinssonar, sem af mikilli snilld var færð í letur af Þórbergi Þórðarsyni, segir: „Hvers vegna getur al- þýða manna ekki vitað meira en skólamennirn- ir? Við þekkjum, að dýr- in vita margt, sem við mennirnir vitum ekki. Af hverju gæti þá óskólagenginn alþýðu- maður ekki vitað ýmis- legt, sem skólamönnum er hulið?“ Það vildi þannig til að undirritað- ur var nýbúinn að rifja upp og lesa séra Árna þegar hann rakst á bókina „Fiskleys- isguðinn“ sem kom út sl. haust, og hefur því miður nánast enga umfjöll- un fengið í fjölmiðlum. Þar er safnað saman greinum sem Ásgeir Jakobs- son rithöfundur skrifaði gegn fisk- veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á 20 ára tímabili frá 1975–1995 og birtust í Morgunblaðinu. Ásgeir skrif- aði leiftrandi, kjarnyrtan stíl og rök- festan í greinunum er aðdáunarverð. Það er kannski vegna þess að ég á ættir að rekja til útvegsmanna að ég hef fylgst með þróuninni og mig tekur sárt hvernig til hefur tekist í þeim málum. Afraksturinn minnkar án þess að verið sé að byggja til fram- tíðar. Þorskstofninn, skv. mælingum Hafrannsóknastofnunar, stækkar ekki þrátt fyrir aflatakmarkanir, sem settar voru undir formerkjum loforða um að verið væri að byggja upp stofn- inn. Eitthvað hlýtur að vera að. Það var uppúr 1970 sem Hafrann- sóknastofnun fór að „hræða“ stjórn- málamenn og reyndar landsmenn alla með því að þorskur á Íslandsmiðum væri í hættu vegna ofveiði (svartar skýrslur). Auðvitað gert í góðri trú. Stofnunin lagði til og barðist fyrir, að afli yrði takmarkaður og stofninn byggður upp, og yrði þá hægt að veiða að jafnaði 500 þús. tonn af þorski árlega, árið 1992. Hlustað var á vísindamennina, hvað annað? Regl- ur settar og tímabil stjórnunar hófst. Frávik frá ráðlagðri veiði Hafrann- sóknastofnunar á hverju ári fram til 1992 var um 15% (ef því er haldið fram að frávikið sé meira er það vegna þess að forsendum er breytt aftur í tímann) og getur þetta frávik á engan hátt skýrt það að lofað mark- mið náðist ekki – og hef- ur ekki náðst í dag – langt í frá. Er von að spurt sé hvers vegna ekki hafi tekist betur til, sérstaklega þegar horft er til reynslunnar þegar veiðar voru frjálsar á jafnlöngu tímabili 1952– 1972 og árlegur þorsk- afli var að jafnaði um 400 þús. tonn. Eitthvað er að. Það er aðal góðra vísindamanna að vera tilbúnir að endurskoða tilgátur sínar og form- úlur. Hefur það verið gert í þessu tilviki? Hvernig má það vera að fleiri þúsund tonn (milljarða virði) af þorski hafa týnst? Það þætti ekki góð latína í rekstri að leiðrétta (lækka) höfuðstól í lok árs með því að segja að höfuðstóll í uphafi árs hafi verið rang- ur vegna mistaka í birgðatalningu við uppgjör þá. Eigendur tækju slíkum skýringum illa, og þyldu þær ekki í tvígang. Það vantar að mínu mati, sem leikmanns, og eins af eigendum auðlindarinnar, miklu meiri grunn- rannsóknir á fiskislóðinni kringum landið. Réttast væri að taka öllum spám og ágiskunum Hafrannsókna- stofnunar með miklum fyrirvara þangað til a.m.k. þrjú fullbúin rann- sóknarskip hafa verið, allt árið um kring, við rannsóknir á lífkeðjunni og vistkerfinu í heild, í a.m.k. 15 ár. Þangað til niðurstöður liggja fyrir er að mati leikmanns e.t.v. best að styðj- ast við reynsluna, sem m.a. fólst í því að friða ekki sérstaklega smáþorsk. Varðandi grunnrannsóknir; hvernig stendur á því að fyrst nú nýlega var því jánkað að líklega væru fleiri en einn þorskstofn við landið? Eitthvað sem sjómenn höfðu fullyrt lengi, en ekki var á þá hlustað. Í framhaldi af grunnrannsóknum eru settar fram tilgátur. Ef tilgáta er sett fram af vís- indamönnum sem formúla, t.d. a=b+1⁄3c og hún gefur síðan ekki rétta eða ætlaða (vænta) niðurstöðu, þá geta verið á því tvær skýringar: 1) niðurstöður mælinga sem settar eru inn í formúluna í stað bókstafa eru rangar, eða 2) formúlan sjálf er vit- laus. Getur verið að í öllum sínum spám hafi Hafrannsóknastofnun hangið á formúlum sínum (eins og hundar á roði) og leiðrétt sig aftur í tímann með því að spyrja formúluna, – í stað þess að brjóta hana til mergj- ar. Er formúlan rétt? Slíkt getur og hefur hent vísindamenn – þeir segja: kenningin er rétt, að baki henni ligg- ur mikil (stærðfræði)kunnátta. Þetta er það sem séra Árni Þórarinsson hefði kallað skólahroka. En það er stóralvarlegt mál hvernig til hefur tekist með þorskinn. Eitthvað hlýtur að vera að. Mig minnir að einhverjir líffræðingar hafi, árið 1998, spáð fyrir um ástand þorsksins 2000/2001 ef ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar væri fylgt, og þeirra spá gengið eftir. Ræða menn ekki saman? Ég á hér ekki við opinberar kappræður þar sem mönnum hættir til að fara í skot- grafir og verja sín sjónarmið með oddi og egg – og komast upp með að svara ekki óþægilegum spurningum. Aðalsmerki góðs vísindamanns er (fyrir utan víðsýni og að bera virðingu fyrir skoðunum annarra) að þekkja sín takmörk, spara fullyrðingar og lofa ekki öðru en hægt er að standa við. Ásgeir Jakobsson rithöfundur var 16 ár til sjós og með próf frá Stýri- mannaskólanum. Flestar bóka hans (21 talsins) snerta útgerðarsögu okk- ar Íslendinga og má eflaust segja að Ásgeir hafi gjörþekkt hana. Á þess- um grundvelli m.a. byggði hann gagnrýni sína á ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar. Margir af okkar reyndustu skipstjórum og útgerðar- mönnum voru honum sammála. Þeir voru í besta falli álitnir skrýtnir, að voga sér að draga í efa fullyrðingar hálærðra mannanna. Margar grein- anna í bókinni Fiskleysisguðinn eru eins og þær hefðu verið skrifaðar í gær. Að lokum stenst ég ekki mátið að vitna enn í séra Árna Þórarinsson. Í hans tíð voru læknar af flestum taldir búa yfir mikilli visku enda langskóla- gengnir. Þeir litu líka stórt á sig margir og lögðu lítt eyra við reynslu kynslóðanna og kölluðu gömul húsráð hrossalækningar. Þau voru ekki eftir bókinni, sögðu þeir (þó reynst hefðu vel). Á einum stað í ævisögu séra Árna segir: „Þeir fara eftir bókunum læknarnir,“ sagði einhver og bætti svo við: „Og ég er dauðhræddur um að deyja úr prentvillu.“ Um „fiskleysisguðinn“ Ólafur Helgi Ólafsson Fiskveiðistjórnun Þorskstofninn stækkar ekki, segir Ólafur Helgi Ólafsson, þrátt fyrir aflatakmarkanir. Höfundur er framkvæmdastjóri. Bandaríkjastjórn er að hugleiða að setja heimastjórn Palestínu- manna á lista stjórn- valda vestra yfir hryðjuverkahópa. Slík ráðstöfun myndi án efa gera friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðar- hafs að engu. Utanrík- isráðherrar Evrópu- sambandslandanna hafa af þessu tilefni ítrekað stuðning sinn við heimastjórnina og Anna Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, lét hafa eftir sér að hótan- ir Bandaríkjastjórnar um að stimpla heimastjórnina sem hryðjuverkahóp séu í senn óviðeig- andi og heimskulegar og gætu leitt til stórstyrjaldar í Mið-Austurlönd- um. Þá sagði Halldór Ásgrímsson í umræðum á þingi í vikunni að skila- boð Bandaríkjastjórnar væru ekki til þess fallin að endurreisa friðar- ferlið. Hernám í 35 ár Í júní nk. verða 35 ár liðin frá her- námi Vesturbakkans og Gaza. Að- skilnaðarstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum er framfylgt af meiri hörku en fyrr. Um þúsund Palestínumenn liggja í valn- um eftir 16 mánaða langt intifada. Hundruð Ísraela hafa látið lífið. Þorp eru lögð í rúst, útvarpsstöðvar eyðilagðar, skólum lokað, sam- göngumannvirki sprengd í loft upp. Ferðafrelsi er nær ekkert. Atvinnu- leysi mælist 50% meðal Palestínu- manna. Bandaríkin hafa verið bakhjarl Ísraelsríkis frá stofnun þess árið 1948. Ekkert ríki fær jafn mikla fjár- hagsaðstoð frá stjórnvöldum í Wash- ington og viðskipti þessara tveggja ríkja með vopn – Apache-árásar- þyrlur, skriðdreka og F-16-orrustu- flugvélar, svo að dæmi séu tekin – hafa verið blómleg. Áhrif Bandaríkj- anna í Ísrael eru mikil eins og al- kunna er og því verður að líta það al- varlegum augum ef helsti bakhjarl Óslóarsamkomulagsins telur það ekki lengur hlutverk sitt að stuðla að friði á milli Ísraela og Palestínumanna – en kyndir undir ófriðnum með yfirlýsingum sem grafa undan heima- stjórn Palestínumanna. Þriðja aflið í Palestínu Yasser Arafat er réttkjörinn leiðtogi Palestínumanna, hvort sem fólki líkar það bet- ur eða verr. Með því að einangra heimastjórn- ina og setja Arafat í stofufangelsi er aðeins verið að styrkja öfga- samtök á borð við Heil- agt stríð og Hamas, íslamistana í hópi Palestínumanna. Það væri nær fyrir bandarísk stjórnvöld að styðja við þriðja aflið í Palestínu, undir for- ystu Mustafa Barghouthis o.fl., sem staðið hefur fyrir friðsamlegum mót- mælaaðgerðum gegn hernáminu og jafnframt gagnrýnt spillingu innan heimastjórnarinnar. Á Íslandi hefur myndast þverpóli- tísk samstaða um rétt Palestínu- manna til sjálfsstjórnar og sjálf- stæðis og um tilverurétt Ísraelsríkis. Siðferðileg og pólitísk ábyrgð okkar gagnvart Palestínumönnum og Ísr- aelum er því mikil. En það er einnig hlutverk íslenskra stjórnvalda að koma þeim skilaboðum til banda- rískra stjórnvalda að hugmyndir um að stimpla heimastjórn Palestínu- manna sem hryðjuverkasamtök eru lítið annað en tilræði við frið í Mið- austurlöndum og Bandaríkjamönn- um lítt sæmandi. Kynt undir ófriði í Ísrael Þórunn Sveinbjarnardóttir Ófriður Það væri nær fyrir Bandaríkin, segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, að styðja þriðja aflið í Palestínu. Höfundur er alþingiskona. Í DAG tölum við um tennur, með hvaða hætti við getum minnkað tann- skemmdir og bætt tann- heilsu þjóðarinnar. Ég vona að dagurinn verði einnig notaður til að til- kynna um nýjan samning milli Tryggingastofnunar ríkisins og tannlækna. Það er löngu tímabært að bæta úr samningsleysi þessara aðila sem hefur bitnað harkalega á fjölskyldum í landinu. Stefna stjórnvalda í tannheilbrigðismálum hef- ur verið í uppnámi síðustu misseri og heldur klúðursleg. Til dæmis hafa skólatannlækningar í Reykjavík verið afnumdar en það gleymdist að láta foreldra vita af því. Hlutdeild Trygg- ingastofnunar ríkisins í tannlækna- kostnaði barna hefur farið niður í 54% af kostnaði, í stað 75%, og nú er svo komið að fjölmargar barnafjölskyldur þurfa íhuga vandlega hvort þær hafi efni á að fara með börn sín til tann- læknis. Sú hugsun virðist ríkja í kerfinu að tannskemmdir barna séu eingöngu um að kenna lélegri umönnun for- eldra og því sé það þeirra að bera kostnaðinn. Ég er ekki tilbúin til að sætta mig við þetta viðhorf enda er vitað að fleiri áhættuþættir eru til. Ég þekki dæmi um systkini, sem fá sama mataræði og eru tannburstuð eins, þar sem eitt þeirra er með tann- skemmdir en hin ekki. Almannatrygg- ingakerfið ætti að taka að fullu þátt í kostnaði við tann- lækningar barna, a.m.k. eftir að ákveð- inni upphæð er náð, svipað og gildir með aðra læknisþjónustu. Þess skal getið að allar Norðurlandaþjóðirnar greiða 100% af tannlæknakostnaði barna – nema Ísland. Stjórnvöld hafa komið illa fram við barnafjölskyldur í landinu með því að frysta gjaldskrá til endurgreiðslu tannlæknakostnaðar til almennings frá 1998 vegna deilu við tannlækna. Það voru ekki tannlæknar sem fengu þessa endurgreiðslu heldur barnafjöl- skyldur og með þessum gjörningi létu stjórnvöld deiluna bitna á þeim sem þriðja aðila. Launþegar hafa beitt slíkum baráttuaðferðum í kjaradeil- um, m.a. við stjórnvöld. Það er sið- laust að stjórnvöld beiti sömu aðferð- um gegn ákveðnum hópi fólks sem er ekki einu sinni aðili að deilunni. Ef sanngirni hefði verið gætt í garð al- mennings hefði gjaldskrá þessi átt að fylgja almennum verðlagshækkunum í samfélaginu og á tímabilinu voru þær a.m.k. 20%. Gera má ráð fyrir að Tryggingastofnun hafi sparað sér tugi ef ekki hundruð milljóna með þessum gjörningi og þeir sem báru skarðan hlut frá borði voru barnafjöl- skyldur í landinu. Það væri svo efni í aðra grein að ræða um reglugerðir og gjaldskrár sem eru svo flóknar að jafnvel þeir sem eiga að heita sér- fræðingar í þeim skilja þær ekki. Það var einfalt mál fyrir stjórnvöld að brjóta á barnafólki með þessum hætti því enginn þrýstihópur virðist hafa gætt hagsmuna almennings. Við- horf ráðamanna til tannheilbrigðis- mála þarf að breytast. Ef við erum með almannatryggingakerfi þarf það að standa undir nafni. Eins og mál hafa þróast undanfarin ár hefur svo ekki verið. Stjórnvöld hafa sýnt mikið ábyrgðarleysi varðandi tannheilsu þjóðarinnar, sem hún þó virðist láta sér annt um á degi sem þessum. Hugleiðing um heilbrigðiskerfið Eyrún Ingadóttir Tannvernd Stjórnvöld, segir Eyrún Ingadóttir, hafa sýnt mikið ábyrgð- arleysi varðandi tann- heilsu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.