Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 37 AÐ undanförnu hefur nokkur umræða skapast um stöðu þjóðkirkjunn- ar og annarra trúfélaga í landinu. Er það vel. Hæst hafa þau talað sem telja þjóðkirkjuna ofalinn kálf á spena rík- isins. Andmælalítið var sú breyting gerð í byrj- un árs að sóknargjöld voru lækkuð um 7%, auk þess sem frumvarp er nú flutt fyrir Alþingi um afnám gjalda á menn ut- an trúfélaga, á forsend- um almennra viðhorfa um trú- og félagafrelsi. Ég fagna því að fólk skuli stugga við kirkjunni því það gefur tækifæri til samtals um gagn hennar og gæði. Það samtal mun leiða í ljós að grund- völlur kirkjunnar er ekki fjárhags- legur heldur andlegur. Grundvöllur kirkjunnar er Jesús Kristur (I Kor. 3.11) og erindi hans við þessa þjóð hefur ekki breyst. Kirkja Jesú boðar frelsi og krefst rýmis fyrir manneskj- ur. Hver einasta barnsskírn er öðrum þræði mannréttindayfirlýsing þar sem við játumst barninu ásamt Guði sjálfum og heitum því skilyrðislausri samstöðu. Kirkjan er varnarþing mennskunnar og krafa frá Guði um samstöðu með öllu fólki. Að því leyti sem þjóðkirkjan er slíkt varnarþing, er hún kirkja. Að því leyti sem hún er eitthvað annað, er hún eitthvað ann- að. Innantóm kurteisi Á hverjum tíma þarf þjóðkirkjan aðhald og gagnrýni frá því samfélagi sem hún lifir í og samfélagið þarf sömuleiðis aðhald og gagnrýni kirkj- unnar. Í þeim samskiptum er þörf á meiru en almennri kurteisi, og e.t.v. hafa samskiptin einmitt lit- ast of lengi af innan- tómri kurteisi milli þjóðar og kirkju. Ann- að eins getur jú gerst á eitt þúsund árum. Þjóðin gaf þjóðkirkj- unni skýr skilaboð á þúsund ára afmælinu þegar hún hugðist halda hátíð með þjóð sinni, en varð fyrir því áfalli að halda bara há- tíð fyrir þjóðina. Eng- inn skyldi halda að for- ysta kirkjunnar dragi ekki ályktanir af því sem þá gerðist. Þá varð öllum ljóst að hin vitiborna og frjálsa íslenska þjóð hefur ekki smekk fyrir þjóðkirkju sem stendur örugg við hlið valdhafanna í sam- félaginu, þegar almenningur lifir óvissutíma. Þjóðina vantar ekki örugga og sjálfumglaða kirkju, hún vill kirkju sem tekur áhættuna af því að standa við hlið hins almenna manns, kirkju sem tekur mannlífið inn að hjarta sínu og þekkir til hlítar aðstæður þessarar þjóðar. Slík kirkja getur prédikað. En kirkja sem fyrst er fín, síðan menntuð og loksins svo- lítið góð, er mállaus. Kirkja á markaði Um þessar mundir eru sterk öfl í þjóðfélagi okkar sem valda því að þjóðarsálin er á reki í burt frá sjálfri sér. Hið stéttlausa íslenska þjóðfélag er á undanhaldi og um leið mörg af þeim mikilvægu gildum sem Þorgeir Ljósvetningagoði hafði í huga þegar hann talaði um einn sið í landinu. Það er kristinn siður að hver Íslendingur er borinn frjáls, en með vaxandi stéttamun er sú mynd að breytast og stærri hópar en nokkru sinni lifa utan við hringiðu dagsins. Vissulega er fátækt afstæð. En hún er ekki afstæð þeim sem ekki geta farið leiðar sinnar nema ef vera skyldi með almenningsvagni, sem ekki geta haldið í gömul vináttu- tengsl vegna þess að það kostar, sem ekki geta notið æðri lista vegna þess að þar er aðgangseyrir, sem ekki geta boðið börnum sínum upp á til- breytingu sem kostar sem ekki geta nýtt sér sérfræðiþjónustu o.s.frv. o.s.frv. Gagnvart þessum áleitna veruleika er gott að íhuga hvers virði það er að eiga kirkju sem ekki kostar. Hvers virði er það á þessum tímum að eiga mannlífstorg þar sem listamenn hafa rými til að gefa ókeypis aðgang? Hvers virði er slíkur vettvangur þar sem raunveruleg lífsgildi eru til um- fjöllunar við allt fólk, óháð aldri, heilsufari eða fjárhag? Hvers virði er að eiga kirkju þar sem hæft fagfólk gefur ókeypis ráðgjöf og leiðir alls kyns mannræktarhópa og tugþús- undir Íslendinga taka virkan og reglubundinn þátt í fjölþættu trúar- og menningarstarfi? Það er gagnlegt fyrir þau sem halda að þjóðkirkjan sé bara almenn- ur félagsskapur við hlið allra hinna að svara því til hvaða önnur félagasam- tök í landinu væru líkleg til þess að taka upp þráðinn og gera jafn vel hún. Ég skora á þjóðina að standa sam- an um kirkju sína og gera hana ekki að markaðsvöru. Er þjóðkirkjan spenakálfur? Bjarni Karlsson Kristni Það er kristinn siður, segir Bjarni Karlsson, að hver Íslendingur er borinn frjáls. Höfundur er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Á ÖLLUM öldum hafa í flestum þjóðfélög- um verið einstaklingar eða hópar sem hefur verið vikið til hliðar eða þeir verið útskúfaðir af einhverjum ástæðum. Svo virðist sem ein- hverjir þurfi að vera til, sem hinn almenni borg- ari getur litið á og sagt við sjálfan sig: Lof sé guði fyrir það að ég er ekki eins og þessir menn. Dæmi þessa eru geð- og holdsveikisjúk- lingar. Einstaklingar tilheyrandi þessum hópum voru ýmist lokaðir inni á stofn- unum eða í girðingum, sem nefndar voru holdsveikranýlendur og þeim var meinuð umgengni við aðra menn. En tímarnir breytast, stundum til bóta og stundum ekki. En þótt tím- arnir breytist er manneðlið samt við sig. Geðveiki heitir nú geðfötlun og leiðir ekki skilyrðislaust til útskúfun- ar úr þjóðfélaginu og síðasti holds- veikisjúklingurinn dó kringum 1950. En manneðlið er sjálfu sér sam- kvæmt og nú höfum við eignast nýjan útskúfunarhóp en það eru nikótínist- arnir. Í æsku þess sem þetta ritar töldust tóbaksreykingar ekki til lasta nema þær væru stundaðar í „óhófi“. Það var leyfilegt að auglýsa tóbak og svona til að auka aðdráttaraflið voru myndir í vindlingapökkunum af frægum leik- urum eða fallegum skipum og þótti sá sem átti slíkt myndasafn maður að meiri. Leikarar sáust ekki á hvíta tjaldinu nema með vindling hangandi úr munnvikinu og tóku hann helst ekki útúr sér nema meðan þeir voru að kyssa sína heittelskuðu. Ösku- bakkar voru á hverju borði og voru mjög vinsæl gjöf til þátttakenda í læknaráðstefnum, þ. á m. hér á landi. Sá sem þetta ritar fékk fagurlega út- skorinn vindlingakassa eftir kandid- atspróf og annan úr silfri í fimmtugs- afmælisgjöf. Sá sem nú gengur framhjá eða inní heilbrigðisstofnun sér ekki ósjaldan fólk standa undir veggjum í höm líkt og útigangshross. Þetta starfsfólk viðkomandi stofnunar hefur ánetjast tóbaks- nautninni og er því út- hýst. Í stofnununum sjálfum má annaðhvort finna óupphituð glerbúr utandyra eða illa loft- ræst herbergi eða jafn- vel óloftræsta ganga, þar sem sjúklingum, sem sumir eru á graf- arbakkanum, er holað niður, meðan þeir ástunda löstinn sem þeir ánetjuðust í æsku og getur við ævilok ver- ið eina lífsnautnin sem eftir er. Læknavísindin hafa nefnilega kom- ist að þeirri niðurstöðu, að enginn sjúkdómur finnist með þjóðum heims, sem ekki er hægt að kenna reyking- um um, og læknavísindunum ber að treysta. Þannig varð tóbaksnautnin einn hættulegasti löstur mannkyns- ins en kosturinn við þennan löst var sá, að það er einfalt að losna við hann. „Hætta að reykja.“ Vímugjafinn í tób- aki er hinsvegar þess eðlis að hann sleppir ekki auðveldlega tökum á þeim sem hefur ánetjast og því fyrr á ævinni sem tóbaksneyslan byrjar þeim mun erfiðara er að losna úr nikótínnetinu. Um sjúkdóma sem eru afleiðing af tóbaksneyslu gildir sama og um aðra sjúkdóma, að sjúklingur- inn á sama rétt á lækningu og aðrir sjúklingar. Víst í orði en er það svo á borði? Fordæming fremur en lækn- ing virðist vera hlutskipti þeirra sem hafa ánetjast tóbaksnautninni. Þjóð- félagið hefur í þeim fundið „hina lík- þráu“ nútímans. Þjóðfélaginu ber skylda til að vara við tóbaksnautn eins og öðrum löstum og sérstaklega þurfa aðvaranirnar að ná til uppvaxandi kynslóðar. En er ástæða til að niðurlægja þá sem komnir eru á efri ár og hafa ánetjast nautninni í æsku, áður en menn vissu örugglega um skaðsemina? Útskúfun vegna sjúkdóma eða ár- áttu, sem getur líka verið sjúkdómur, ætti að heyra sögunni til, a.m.k. í menningarþjóðfélagi. Hinir líkþráu Árni Björnsson Reykingar Er ástæða til þess, spyr Árni Björnsson, að niðurlægja þá sem komnir eru á efri ár og hafa ánetjast nautninni í æsku? Höfundur er læknir. Einföld, þægileg, hnéstýrð blöndunartæki. Þar sem ýtrasta hreinlætis er gætt. Hagstætt verð. K O R T E R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.