Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                      !  "         !  " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NOKKUR umræða hefur verið að undanförnu, bæði í fjölmiðlum, blaðagreinum og milli manna um hin alvarlegu slys á þjóðvegum landsins, nú í byrjun þessa árs, en það sem mér finnst einkenna umræðuna, sem alls konar sérfræðingar taka þátt í, er að yfirleitt er aðalorsakavaldur- inn, sem er hraðinn, ekki nefndur. Það heyrist sagt í fréttum að slysið hafi orðið við einbreiða brú, á hol- óttum vegi eða að orsökin sé hálka á vegi, en það er yfirleitt ekki talað um að hraðinn hafi verið of mikill og virðast allir einblína á 37. grein um- ferðarlaga, sem er um leyfilegan há- markshraða, en gleyma alveg næstu grein á undan, þeirri 36., en þar er sagt: „Ökuhraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til ör- yggis annarra. Ökumaður skal þann- ig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðv- að það á þeim hluta vegar fram und- an, sem hann sér yfir og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir.“ Er líklegt að ökumenn sem missa vald á bifreið sinni og aka í veg fyrir ökutæki, sem kemur á móti, eða missa vald á bifreiðinn og aka útaf, eða velta bifreið sinni hafi farið eftir þessari grein umferðarlaga? Öku- menn missa ekki vald á bifreiðinni fyrr en hraðinn er orðinn of mikill miðað við aðstæður. Umferðarsér- fræðingar tala um að lagfæra gatna- mót, breikka brýr, tvöfalda vegi og margt fleira til þess að umferðin geti gengið hraðar og verið öruggari, en það mun koma í ljós og hefur komið í ljós að með betri vegum og meiri hraða aukast alvarlegu slysin bæði á mönnum og skepnum. Við höfum séð, að um verslunarmannahelgina og aðra umferðarmikla daga er lítið um alvarleg slys vegna þess að þá fer umferðarhraðinn niður og ökumenn hafa vald á ökutækinu. Ég sá við veg skilti sem á stóð: Hraðinn drepur og annað sem á stóð: Liggur þér lífið á? Á þessum skiltum er sagður hinn beiski sannleikur, það er hraðinn, sem er orsakavaldurinn, það er hraðinn sem drepur. Mörg sveitarfélög hafa gert sér grein fyrir vandanum og sett hraða- hindranir á þær götur, sem eru lík- legar til hraðaksturs og hvernig væri nú ef ráðamenn þjóðarinnar og sér- fræðingar tækju sveitarstjórnamenn sér til fyrirmyndar og lækkuðu leyfðan ökuhraða verulega á þjóð- vegum landsins. Það er tímabært að gera tilraun í t.d. næstu tvö ár að lækka leyfðan hraða verulega og sjá hvort alvar- legum slysum fækkar ekki. Það er nokkuð víst að áróður og bygging rándýrra manvirkja í vega- kerfinu fækka ekki slysum meðan ekið er á hraða sem ökumenn ráða ekki við. Við getum ekki komið í veg fyrir öll slys á þjóðvegum, eins og t.d. af völdum skriðufalla eða fárviðris, en við getum komið veg fyrir flest önn- ur. Ráðamenn og sérfræðingar, hætt- ið vandræðagangi ykkar við að finna leiðir til að fækka alvarlegum slys- um, gerið það eina sem getur komið að gagni strax. Það er, lækkið leyfi- legan ökuhraða verulega. Þegar þjóðin hefur efni á og er bú- in að koma upp umferðarmannvirkj- um þannig að ökutæki séu ekki að mætast á mjóum akbrautum er tíma- bært að tala um hækkun ökuhraða. Liggur þér lífið á? Hraðinn drepur. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, fv. bifreiðaeftirlitsmaður. Liggur þér lífið á? Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: FYRIR rúmum áratug voru gerðir kjarasamningar sem mörkuðu tíma- mót í efnahagsstjórn hér á landi, svo- kallaðir þjóðarsáttarsamningar. Þeir áttu að tryggja stöðugt verðlag og stighækkandi kaupmátt. Vextir á lánsfé áttu að lækka í ca. 4% en þeir höfðu verið um og yfir 15%. Verð- trygging lána yrði afnumin. Nú höfum við búið við nánast enga verðbólgu í bráðum 13 ár. Samt eru vextir hærri nú en þegar verðbólgan var 50–70% og enn er allt verð- tryggt. Atvinnulífið er mjög skuld- sett, verslun þar með talin. Fyrir- tækin geta ekki annað en velt vöxtum skuldanna út í verðlag. Verulegur hluti verðs á vöru og þjón- ustu er því vextir. Háir vextir tor- velda skuldsettum fyrirtækjum að greiða góð laun. Fólk á lágum laun- um á erfiðara en ella með að standa í skilum, ekki síst þegar vextir eru svo háir sem raun ber vitni. Ekki verður annað séð en þeir sem stjórna efnahags- og þar með vaxta- málum hafi gleymt forsendum þjóð- arsáttarsamninganna. Verkalýðsforingjar eyða engu púðri í vextina. Þeir þykjast þó til í að setja hér allt á annan endann ef verðlag fer yfir ákveðin mörk í maí nk. Vaxtalækkun kæmi skuldsettri alþýðu mun betur en launahækkun sem hyrfi í verðhækkanir á auga- bragði. Í fréttum nú á dögunum kom fram að um 30 sveitarfélög, bæði stór og smá, væru komin í þrot með rekstur sinn, skuldir eru búnar að sliga þau gersamlega. Samt minnast sveitar- stjórnarmenn sem þó fara með stór- an hlut þjóðfélagsvaldsins ekki á vaxtaokrið. – Af hverju mótmælir enginn? Sérkennilegast er þó að seðla- bankastjórar, stjórnmála- og fjár- málahirðin í landinu heldur því að al- menningi að okurvöxtum sé fyrst og fremst ætlað að aftra því að verð- bólga fari úr böndum og tryggja stöðugleika í kjörum og verðlagi. Samkvæmt því er gott að slökkva eld með bensíni. Við lifum nú mestu okurtíð sög- unnar. Mótmælum öll. ÁMUNDI LOFTSSON, verktaki, Hlíðarvegi 23, Kópavogi. Okurtímar Frá Ámunda Loftssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.