Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUNNLENSKA fréttablaðið hélt upp á tíu ára afmæli sitt með flutn- ingi í nýtt húsnæði á Selfossi, á Eyravegi 25. Samfelld útgáfa blaðs- ins hefur staðið yfir frá því í janúar 1992. Fyrstu tölublöð þess komu út 1991 og líta eigendur á þau sem til- raunatölublöð þar sem útgefendur voru að reyna fyrir sér og þreifa á markaðnum. Nú hefur blaðið haslað sér völl á Suðurlandi og kemur reglulega út einu sinni í viku og er selt í áskrift og lausasölu á öllu Suð- urlandi. Bjarni Harðarson hefur verið rit- stjóri blaðsins frá upphafi. Hann sagði þetta hafa verið skemmtilegan tíma en ekki áreynslulausan. Það væru óneitanlega góð tímamót fyrir blaðið að ná tíu ára aldri og ánægju- legt að litið væri á blaðið sem ómiss- andi héraðsfréttablað. Sunnlenska hefði því náð markmiði frumkvöðl- anna sem hófu útgáfuna fyrir tíu ár- um. Auk reglulegrar útgáfu Sunn- lenska fréttablaðsins hefur útgáfufélag þess, Sunnan 4, annast útgáfu blaða fyrir félög og flokka á Suðurlandi. Könnun á dreifingu blaðsins innan héraðs á Suðurlandi sýnir að það hefur meiri dreifingu á Suðurlandi en aðrir prentmiðlar. Í tilefni tímamótanna var gestum boðið að skoða hið nýja húsnæði blaðsins og starfsmenn tóku á móti gestum með kaffi og kleinum auk þess sem nokkur skemmtan í þjóð- legum stíl var höfð í frammi. Nú starfa hjá Sunnlenska sex starfs- menn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Starfsmenn Sunnlenska fyrir framan nýja húsnæðið á Selfossi. Baldur Kristjánsson, Helgi Valberg blaðamaður, Alda Árnadóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Bjarni Harðarson ritstjóri og Atli Steinarsson blaðamaður. Sunnlenska í nýtt húsnæði Selfoss SUÐURNES LEIKFÉLAG Keflavíkur og Vox Arena, leiklistarklúbbur Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, hafa tekið höndum saman og æfa nú söngleikinn Gretti eftir Egil Ólafsson, Þórarin Eldjárn og Ólaf Hauk Símonarson. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir verkinu og verð- ur verkið frumsýnt í Frumleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík í byrjun marsmánðar. Söngleikurinn var frumfluttur af Leikfélagi Reykjavíkur og þá við undirleik Þursaflokksins. Leikfélag Keflavíkur sýndi söngleikinn í Fé- lagsbíói fyrir þrettán árum við met- aðsókn og góða dóma. Aðalsöguhetjan er Breiðhyltingur- inn ungi; Grettir Ásmundarson, ein- lægt meinleysisgrey, sem gengur illa að passa inn í lífsins púsluspil. Ekki hjálpar til að fjölskylda hans, hin hreingerningaróða Ásdís móðir hans, launaþrællinn Ásmundur faðir hans, frjálshyggjumaðurinn Atli bróðir hans og Gullauga litla systir hans sem gengur í gegnum veggi og er í sam- bandi við huliðsheima, en þau vilja öll leiða Gretti inn á „rétta“ braut. Gretti dreymir bara um Siggu, mestu skvís- una í bænum en hún setur skilyrði fyrir ást sinni og leggur fyrir hann þrjár þrautir sem leiða Gretti á vit af- brota, vöðvaræktar og loks heims- frægðar. En Grettir á sér fylgju úr heimi skugganna, drauginn Glám sem setur strik í reikninginn. Söng- leikurinn tekur að láni minni úr m.a Íslendingasögunum og Eddukvæð- um og notar þau til að bera spegil að samtímanum og öllum hans „bólum“. Það er mikill fjöldi ungs fólks af Suðurnesjum sem tekur þátt í sýn- ingunni og eru það bæði nemendur Fjölbrautaskólans og Leikfélagar ásamt öðru góðu fólki. Stemningin er góð í hópnum, segir í fréttatilkynn- ingu frá félögunum, og stefnir allt að ferskri og frumlegri sýningu. LK og Vox Arena starfa saman Æfa söngleik- inn Gretti Keflavík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar ákvað í gærmorgun, eftir að fulltrúar Al- þýðusambands Íslands komu á fund þess að draga til baka hækkanir sem urðu á gjaldskrám nokkurra þjón- ustuþátta. Kostar það bæjarsjóð rúm- ar 5 milljónir á árinu. Varaforseti ASÍ segist sáttur við niðurstöðuna, hún sé spor í rétta átt. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, og Halldór Grönvold skrifstofu- stjóri mættu á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í gærmorgun til að kynna óskir verkalýðshreyfingarinn- ar um að Reykjanesbær, eins og önn- ur sveitarfélög, leggi sitt af mörkum til að halda verðbólgunni í skefjum. Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hafa áður sent áskoranir sama efnis til bæjarins. Fram kemur í fréttatil- kynningu frá bæjarráði að gagnleg skoðanaskipti hafi farið fram á fund- inum og að aðilar hafi verið sammála um mikilvægi stöðugleika í þjóðfélag- inu. Varaforseti sáttur Bæjarráð ákvað af þessu tilefni að lýsa yfir vilja sínum til að taka þátt í þjóðarátaki til að halda verðbólgu í skefjum og samþykkti að draga til baka ákveðnar hækkanir á gjald- skrám sem tóku gildi um áramót. Þar er um að ræða tímagjald í vistun í leikskólum, tímagjald í gæslu í grunnskólum og aðgangseyri að sundstöðum. Að sögn Ellert Eiríks- sonar bæjarstjóra er kostnaður vegna þessara breytinga áætlaður rúmar 5 milljónir kr. og verður hon- um mætt með lækkun á óráðstöfuð- um tekjum. Flestir liðir almennrar gjaldskrár hjá Reykjanesbæ hækkuðu um 5% um áramót. Ellert segir að þeir liðir sem ákveðið hafi verið að lækka aftur séu mikilvægir fyrir fjölskyldur, ekki síst þar sem mörg börn séu í heimili. Hann segir að ekki hafi þótt fært að lækka matarkostnað í leikskólum og grunnskólum sem einnig hafi hækkað um 5% um áramót því hráefnisverð hafi hækkað mun meira og hækkunin um áramót aðeins náð að standa und- ir hluta hækkunarinnar. Þá vekur hann athygli á því að strætisvagnaf- argjöld og aðgangur að gæsluvöllum hafi ekki hækkað um áramót og verið að lækka að raungildi á síðustu árum. Halldór Björnsson, varaformaður ASÍ, segist sáttur við niðurstöðu bæj- arráðs Reykjanesbæjar, hún sé nokk- uð í samræmi við það sem til dæmis hafi verið ákveðið hjá Reykjavíkur- borg. Hann segir að fleiri liðir hafi hækkað hjá Reykjanesbæ og helst vilji ASÍ að allar hækkanir séu dregn- ar til baka en þetta sé skref í rétta átt. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Fulltrúar ASÍ mættu á fund bæjarráðs í gærmorgun, Jónína Sanders formaður, Hjörtur Zakaríasson fundarritari, Böðvar Jónsson, Halldór Björnsson, Halldór Grönvold, Jóhann Geirdal, Kristmundur Ásmunds- son, Kjartan Már Kjartansson og Ellert Eiríksson bæjarstjóri. Reykjanesbær Lækka leik- skólagjöld og aðgang að sundstöðum SVEITARSTJÓRN Norður-Héraðs samþykkti fjárhagsáætlun sína með halla upp á 10 milljónir. Rekstrartekjur eru áætlaðar 78 milljónir en rekstrargjöld 88 millj- ónir. Gert er ráð fyrir 20 milljónum í fjárfestingar. Sveitarstjórn leggur til 5 milljóna lántöku og að teknar verði 5 milljónir af eignareikningi upp í rekstrarhallann. Langstærsti gjaldaliðurinn í fjár- hagsáætluninni er til fræðslumála, alls um 50 milljónir. Fjárhagsáætl- un samþykkt með halla Norður-Hérað UMHVERFISNEFND Borgar- fjarðarsveitar veitti nýlega um- hverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2001. Verðlaunin eru veitt lögbýlum fyrir snyrtilega umgengni og reisuleg býli. Að þessu sinni hlaut garðyrkjustöðin Varmaland II í Reykholtsdal þessa viðurkenningu og tók eig- andi hennar, Sveinn Björnsson, við verðlaunum úr hendi for- manns umhverfisnefndar, Þór- unnar Reykdal. Þórunn sagði við það tækifæri að á Varmalandi væri einstaklega snyrtilegt. Sveinn tók við stöðinni árið 1972 og ræktar þar tómata, papr- ikur og sumarblóm. Hann segir í samtali við blaðið að árið 1938 hafi nokkrir bændur stofnað félag og byggt upp stöðina í Reykholti undir tómatarækt, þar sem fjárbúskapur dróst saman vegna mæðiveiki. Stöðin hafi nokkrum árum síðar verið keypt af föður hans. Ekkert stendur eftir af upphaf- legum gróðurhúsum, en þá rúmu 1.700m² sem nú eru í notkun hef- ur Sveinn reist. Hann neitar ekki þeirri sögu að hafa sjálfur grafið grunna fyrir húsunum, með skóflu og hjólbörur við höndina. „Maður var ungur og með óþrjót- andi krafta þá,“ segir hann. Nú eru framundan breytingar í markaðsmálum hjá garðyrkju- bændum og telur Sveinn að erfitt sé að segja til um hvernig fram- tíðin verði. Hann segir að nú í vor verði ekki settir verndartollar á innflutt grænmeti og ef til vill komi niðurgreiðslur í staðinn, svipað og tíðkast hefur í öðrum landbúnaði. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta kemur út, en við sem komum inn með græn- meti í verslanir snemma á vorin höfum hingað til náð betri heild- arinnkomu vegna hærra verðs á þeim tíma,“ segir Sveinn. Sveinn hefur ekki notað raflýs- ingu í sínum húsum nema við upp- eldi á plöntum. Hann segist hafa sloppið þokkalega frá veðurtjóni. Í janúar 1995 hafi þó brotnað mik- ið hjá sér í fárviðri, en þá hafi upp- eldi á plöntum verið í öðru húsi. Snyrtilegast á garðyrkjubýl- inu Varmalandi Reykholt Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri, Þórunn Reykdal, formaður um- hverfisnefndar, og Sveinn Björnsson garðyrkjubóndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.