Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Grímur Grímssonfæddist í Reykja- vík 21. apríl 1912. Hann lést í hjúkrun- arheimilinu Eiri 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Grímur Jónas Jóns- son cand. theol., skólastjóri á Ísafirði, og sambýliskona hans, Kristín Krist- jana Eiríksdóttir. Grímur kvæntist 21. apríl 1939 Guðrúnu Sigríði Jónsdóttur, f. 4. september 1918, dóttur Jóns Gunnlaugssonar, stjórnarfulltrúa frá Kiðjabergi í Grímsnesi, og konu hans, Jórunn- ar Halldórsdóttur. Börn Gríms og Guðrúnar Sigríðar eru Soffía, f. 13. febrúar 1940, Hjörtur, f. 11. mars 1943, og Jón, f. 22. ágúst 1950. Barnabörn Gríms eru tólf. Grímur lauk stúdentsprófi frá MR 1933, stundaði verslunarnám við Niels Brocks Handelsskole í Kaupmannahöfn 1934–35 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands 1954. Hann var ritari og síðar fulltrúi við tollstjóraemb- ættið í Reykjavík 1937–54. Hann var sóknarprestur í Sauðlauksdal í Barðastrandarpró- fastsdæmi 1954–63 og gegndi jafnframt aukaþjónustu um árabil í Brjánslækj- arprestakalli, sókn- arprestur í Áspresta- kalli í Reykjavík 1. janúar 1964 til 1. nóvember 1980 og settur sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði 1. nóv- ember 1980. Hann var fyrsti fram- kvæmdastjóri Ræktunarsam- bands Vestur-Barðastrandarsýslu og stundaði hefðbundinn búskap meðfram prestsskap meðan hann sat í Sauðlauksdal. Grímur sat í stjórn Ræktunarsambands Rauða- sandshrepps árið 1967–68 og var í stjórn mjólkurfélags sama hrepps í nokkur ár, í stjórn Prestafélags Íslands 1966–78 og var formaður þess 1968–77. Útför Gríms fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar að minnast afa míns, Gríms Grímssonar, í fáeinum orðum. Alla tíð hef ég verið stolt af afa mín- um, þótt hann bæði fallegur og góð- ur maður, afa sem skírði mig, fermdi og gifti, afa sem síðar skírði börnin mín bæði. Það er mikið ríkidæmi að hafa átt góðan afa sem alltaf gaf sér tíma til að hlusta og spjalla. Hann bar mikla umhyggju fyrir velferð af- komenda sinna og hafði ósvikinn áhuga á því sem þeir höfðu fyrir stafni. Afi Grímur var bæði fróður og vel lesinn. Hann hafði frá mörgu skemmtilegu að segja, bernsku sinni og æsku á Ísafirði og í Reykjavík, menntaskólaárunum, námsárunum í Danmörku og síðar í Háskólanum. Frásagnir hans skilja eftir sig sjóð minninga um lítinn dreng sem alinn var upp við lítil efni en komst, með góðu upplagi, viljastyrk og hjálp góðra manna, til manns og fór í lang- skólanám. Þessar minningar munum við barnabörnin geyma með okkur og ávallt hugsa með stolti og hlýju til afa okkar. Það besta sem afi Grímur skildi þó eftir sig eru minningar um þær fjölmörgu góðu samverustundir sem við áttum á undanförnum árum og áratugum. Þessar samverustund- ir þar sem afi og amma á Hjalló hittu okkur barnabörnin og aðra afkom- endur á góðum stundum og amma spilaði á píanóið, allir sungu saman, hlógu og ræddu málin, veittu okkur þau forréttindi að eignast í þeim báðum góða vini sem alltaf hefur verið hægt að leita til. Það er með söknuði og trega sem ég kveð elsku afa minn. Hann skilur eftir sig stórt skarð. Guð blessi minningu hans og veiti ömmu styrk. Guðrún Hjartardóttir. Afi minn er dáinn. Stóllinn hans er tómur. Okkar samverustundir eru liðnar. Ég kveð nú afa minn, sem hefur lifað löngu lífi. Árið 1998 flutti ég til Íslands ásamt fjölskyldu minni eftir 29 ára dvöl erlendis. Við áttum margar góðar stundir saman sem eru mér mjög dýrmætar. Börnunum mínum þótti innilega vænt um langafa sinn. Kristian son- ur minn, 9 ára gamall, ræddi oft við afa um áhugamál sín, rannsóknir og tilraunir. Ítrekað minnti afi mig á að hvetja hann í áhugamálum sínum, það væri svo lærdómsríkt og þroskandi, því andleg menntun og sjálfsvirðing var eitt af mörgu sem elsku afa mínum fannst mikilvægt. Afi kallaði mig ljósakrónuna sína. Við ömmu sagði hann einn daginn þegar ég var búin að heimsækja hann á Hjúkrunarheimilið Eir: „Það er svo gaman þegar Kristín kemur í heimsókn því þá lýsist allt herbergið upp.“ Þessa setningu á ég eftir að muna alla tíð. Þegar ég var lítil hélt ég að afi mundi aldrei deyja. Ég held það enn. Kristín Eiríksdóttir. Það er ótrúlegt að rúmur aldar- fjórðungur sé liðinn frá því ég hitti Grím fyrst að Hjallavegi 35 á þáver- andi heimili þeirra hjóna. Ég kunni strax mjög vel við hann enda hafði hann hlýtt viðmót og þægilega nær- veru. Um árabil var ég í sambúð með Jóni syni hans. Við Jón eigum saman yndislega dóttur Sóley og þó við Jón slitum samvistum þá kom það ekki í veg fyrir að samband okk- ar Sóleyjar við Guðrúnu og Grím hefur ávallt verið með eindæmum gott. Þegar við hittumst í gegnum tíð- ina var oftast fyrst spurt frétta af fjölskyldum beggja og síðan rætt um menn og málefni. Oftar en ekki minntist Grímur barnæskunnar á Ísafirði og námsáranna í Kaup- mannahöfn. Grímur var myndar- maður, mikið snyrtimenni, ávallt uppáklæddur og afar unglegur. Hann bjó yfir ákveðinni formfestu og háttvísi af gamla skólanum en var mjög hreinn og beinn og trúr upp- runa sínum. Grímur var hafsjór af fróðleik, hafði næmt skopskyn og einstaka frásagnargáfu og unun var að hlýða á hann. Ég minnist með ánægju ógleym- anlegrar kvöldstundar í nóvember síðastliðnum sem við Sóley áttum á notalegu heimili Guðrúnar og Gríms á Dalbrautinni. Guðrún var búin að baka jólasmákökurnar og tók vel á móti okkur eins og alltaf. Grímur sat inni í stofu og andinn var alveg ótrú- lega hress þó veikindin væru farin að hrjá hann. Grímur sló á létta strengi eins og honum einum var lagið og var virkilega í essinu sínu. Við Sóley skellihlógum að afa henn- ar og þegar fjörið var mest man ég að Guðrún sussaði aðeins á Grím eins og oft áður fyrr þegar henni fannst hann fara á of mikið flug í frá- sögnum sínum. Það var miklu líkara því að við værum að spjalla við mann á miðjum aldri en tæplega níræðan öldung. Við Sóley minnumst Gríms sem mannvinar, góðs afa og mikils gleði- gjafa og þökkum um leið fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við átt- um með honum og Guðrúnu í gegn- um tíðina. Guðrúnu og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Þórdís Leifsdóttir. Ég sit inni í stofu, horfi á fjöl- skyldumynd og hugsa um liðinn tíma. Á myndinni, sem er tekin á af- mæli móður minnar Láru, situr hún í miðjunni og við hin í kringum hana. Nokkrir eru farnir og núna séra Grímur. Ég kallaði hann alltaf séra Grím þó svo hann væri mér mjög ná- inn og kær. Sr. Grímur var afabróðir minn, en einnig föðurbróðir og að ég kynnti hann sem föðurbróður minn vildi hann helst, því ég var alin upp hjá bróður hans Sigurði Grímssyni og voru þeir miklir vinir. Sr. Grímur er sá sem sagði mér svo oft frá því hvað lífið hjá fóstur- foreldrum mínum breyttist þegar ég kom þriggja ára inn í líf þeirra og talaði bara færeysku. Dillý og Grím- ur voru tíðir gestir á heimili okkar á Snorrabrautinni og þegar hann varð sóknarprestur í Sauðlauksdal kom ekki annað til greina en ég kæmi þangað í sveit og var ég þar í þrjú sumur eins og eitt af þeirra börnum. Í Sauðlauksdal sá ég um að gefa hænsnunum, reka beljurnar, Dillý kenndi mér að mjólka og ýmis önnur sveitastörf. Ég elskaði þennan fal- lega dal, en leiddist að reyta arfann í flotta garðinum þeirra við húsið, sem nú er horfinn. Ég lærði mikið þessi sumur og fór í mína fyrstu jarðarför í Sauðlauksdal þar sem sr. Grímur jarðsöng sveitunga sinn. Sr. Grímur var bæði prestur og bóndi, bar ég mikla virðingu fyrir honum og gerði mér grein fyrir vinnunni sem fylgdi þessu öllu bæði hjá hon- um og prestsfrúnni Guðrúnu (Dillý), sem einnig var organistinn í kirkj- unni. Grímur gifti mig, skírði börnin mín og fyrstu barnabörn, gerði hann það fallega og skapaði einstaka stemningu. Mér eru miðnæturmess- urnar á aðfangadagskvöld í Laug- arneskirkju ógleymanlegar. Guðrún – eða Dillý, eins og ég og aðrir í fjölskyldunni hafa alltaf kall- að hana – studdi manninn sinn í öllu hans starfi og er óhætt að segja að hún hafi verið aflgjafi eiginmanns síns. Hún sá til þess, að við Jóhannes keyptum land undir Hestfjalli í Grímsnesi, þar sem hún og Grímur áttu sitt Ömmuhús. Það varð til þess að sambandið milli okkar varð enn nánara og hefur svo verið sl. fjórtán ár. Í sumar komu þau yfir til okkar á Æsu og þá sagði Grímur við mig: „Þetta er í síðasta skiptið sem ég kem hingað Ása mín.“ Hann fékk viskí í sérríglasi og blikkaði Jóhann- es. Ég horfði á eftir þeim þegar þau keyrðu frá bústaðnum og hugsaði með mér: „Þau koma aftur næsta sumar.“ Síðan hrakaði Grími og þeg- ar ég heimsótti þau á Eir fyrir rúmri viku kvaddi ég föðurbróður minn, þar sem hann lá í rúminu sínu fal- legur eins og alltaf og virðulegur. Við Jóhannes vottum Dillý okkar, Soffíu, Hjössa og Nonna alla okkar samúð, svo og Kristínu systur Gríms. Nú held ég gamall heim til þín og heilsa þér. Í lotnum herðum liggur það, sem liðið er. (Sigurður Grímsson.) Blessuð sé minning séra Gríms. Ása Finnsdóttir. Afabróðir minn, séra Grímur Grímsson, hefur nú kvatt okkur og vil ég minnast þessa merka manns í fáeinum orðum. Þótt Grímur hafi átt fáa mánuði í nírætt þegar hann lést finnst mér eins og hann hafi dáið fyrir aldur fram. Í huga mínum hef- ur Grímur nefnilega aldrei verið gamall. Hann var hárprúður, grann- ur og spengilegur, heimsmannsleg- ur í fasi og ungur í anda. Það var ekki fyrr en síðustu mánuðina að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Þó var létt yfir honum þegar ég hitti hann hinsta sinn milli jóla og nýárs. Hann fór með gamanmál og spurði margs frá Kaupmannahöfn, en sú borg var honum alltaf mjög hjartfólgin. Fyrir tveimur árum varð ég þeirr- ar ánægju aðnjótandi að hitta Grím hér úti og áttum við þá saman góðar stundir. Fórum við á öldurhús nokk- urt sem hann hafði heimsótt oftar en einu sinni á 4. áratugnum þegar hann var við nám hér í borginni. Þar fengum við okkur ölkollu og rifjaði Grímur upp margt það sem gerðist hjá íslenskum námsmönnum á ár- unum milli stríða. Um hálfu ári síðar gladdi Grímur mig með því að skíra dóttur mína og tel ég að það hafi verið hans síðasta prestsverk. Athöfnin fór fram á heimili þeirra hjóna við Hjallaveginn og að henni lokinni bauð frú Guðrún til veislu. Verður þeim hjónum seint fullþakkað fyrir móttökurnar. En nú verða fundirnir ekki fleiri. Það er kominn tími til að kveðja. Ég sendi innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni til Guð- rúnar og annarra aðstandenda. Grímur kvaddi mig oft með ein- hverju spakmæli, helst á latínu eða dönsku. Ég held ég kveðji hann eins og tíðkaðist í Róm til forna: Vale! Páll S. Leifsson, Kaupmannahöfn. Grímur Grímsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1912. Hann flutt- ist ársgamall vestur á Ísafjörð en kom suður aftur með móður sinni 11 ára gamall. Um það leyti var heldur erfitt árferði í landinu og varð Grím- ur að létta undir með móður sinni og taka þá vinnu sem bauðst en hann lauk þó skólagöngu með stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1933. Samstúdentar hans voru m.a. Baldur Möller og Klemens Tryggvason og fleiri sem síðar létu til sín taka í þjóðfélaginu. Á þessum árum tók Grímur þátt í íþróttum eins og þá var algengt meðal ungra manna og þótti hann liðtækur íþróttamaður að því að mér er sagt. Eftir stúdentspróf fór hann í góð- an verslunarskóla í Danmörku og tók verslunarpróf en hann þurfti að sjá fyrir sér sjálfur svo honum hefur væntanlega ekki litist á að fara í mjög langt nám að sinni enda var þá kreppa hér og lítil eða engin lán að fá til náms. Hann fór að vinna hjá Tollstjóranum í Reykjavík 1937 og stóð til að hann yrði þar í einn mán- uð en það teygðist úr því svo að hann starfaði þar í 17 ár. Sjálfur sagði hann svo frá að honum hefðu þótt þessi skrifstofustörf einhæf þegar til lengdar lét og fór hann því að læra grísku í guðfræðideildinni sér til skemmtunar. En þegar hann kynnt- ist námsefninu í guðfræðideildinni hjá félögum sínum varð það úr að hann settist í deildina og lauk guð- fræðiprófi 1954. Þótt þetta guð- fræðinám byrjaði af hálfgerðri til- viljun var mikið prestablóð í ættinni og Grímur var fjórði ættliðurinn sem tók guðfræðipróf og var hann því kunnugur trúarlegum viðhorfum og trúmaður sjálfur. Þegar Grímur var nýorðinn cand. theol. hitti hann Ásmund Guð- mundsson biskup í Austurstræti og gengu þeir saman til skrifstofu bisk- ups uppi í Arnarhvoli. Þar tóku þeir tal saman og hvatti biskup hann til að sækja um Sauðlauksdal sem þá væri laus. Eftir að hafa farið vestur og skoðað sig um varð það úr að hann tók þar við prestþjónustu vorið 1954. Í Sauðlauksdal var hann til 1963 og þjónaði auk þess nágranna- prestaköllum af og til. Í viðtali við sr. Grím, sem birtist á sínum tíma í Morgunblaðinu, segir hann m.a.: Mér fannst ánægjulegt að vera sveitaprestur. Hafði verið í sveit í 5 sumur hjá séra Þorvarði á Stað í Súgandafirði. Mest hafði ég þetta 140 ær og 6–8 kýr og mér bún- aðist ágætlega en það var vegleysa að Sauðlauksdal þegar ég kom, mik- ill sandur en silungsveiði góð í vatn- inu. Ég þurfti alltaf yfir fjöll að fara til messugerða og prestþjónustu en ég fann ekki til erfiðleika en sjálf- sagt hefur þetta verið erfitt fyrr á tímum. Ég var 25. prestur í Sauð- lauksdal og ennþá sá síðasti því nú er honum þjónað frá Patreksfirði. Því má bæta við að Grímur hafði mjög gaman af búskapnum og tók þátt í starfsemi búnaðarsamtaka sýslunnar og var hann þó alinn upp í þéttbýli en hann mun líka hafa notið hjálpar konu sinnar og barna. Árið 1963 voru stofnuð nokkur ný prestaköll í Reykjavík enda hafði fólki fjölgað þar mjög. Eitt þessara nýju prestakalla var Ásprestakall, kennt við Laugaráshverfið. Þar hafði Grímur og fjölskylda hans byggt hús og átt heima frá 1946 svo það varð úr að hann sótti um presta- kallið. Þá var líka farið að fækka hjá þeim í Sauðlauksdal því börnin voru farin að heiman. Grímur var kosinn prestur við þessar kosningar og var þó álitlegur maður í framboði á móti honum sem seinna varð vígslubisk- up. Er öruggt að Grímur hefur notið glæsimennsku sinnar og vinsælda við þessar kosningar. Ekki var auðvelt að hefja prest- þjónustu í Ásprestakalli þar sem söfnuðurinn var kirkjulaus og að- stöðulaus að því er ég best veit. Fór því mikið af safnaðarstarfinu fram heima hjá þeim hjónum, meira að segja undirbúningur fermingar- barna og mörg prestverk. Grímur þótti góður prestur í þéttbýli ekki síður en í dreifbýli. Ræðuflutningur hans var smekkvís og tilgerðarlaus og hann var tónvís og tónaði ágæt- lega. Eitt aðaláhugamál prests og safnaðar var að byggja kirkju fyrir söfnuðinn og var það ærið verkefni með öðrum störfum. Kirkjan komst þó upp og var komin undir þak þeg- ar Grímur lét af embætti 1980. En lengst fóru öll skrifstofustörf og prestverk margvísleg fram heima hjá presthjónunum. Eftir að séra Grímur lét af emb- ætti 1980 var hann settur prestur á Súgandafirði og víðar á Vestjörðum um lengri eða skemmri tíma. Þá var hann oft beðinn að framkvæma prestverk eftir að hann var kominn á eftirlaun svo hann hafði sitthvað við að vera. Hann var líka svo gæfusam- ur að halda góðri heilsu og lífsgleði sinni fram undir það síðasta. Á efri árum tóku þau hjónin landspildu til ræktunar undir Hestfjalli í Gríms- nesi og byggðu þar lítið sumarhús. Er kominn þarna nokkur skógur og var gaman að heimsækja Guðrúnu frænku mína og Grím í bústaðinn en þar dvöldu þau oft á sumrin. Grímur giftist árið 1939 Guðrúnu S. Jónsdóttur, ættaðri frá Kiðja- bergi í Grímsnesi, en við erum GRÍMUR GRÍMSSON Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.