Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 14
              ! "                                #$  "% &'   (%  "  "% )*+ "  ,   - . + +  ,         BÆJARYFIRVÖLDUM í Garðabæ hafa borist bréf og undirskriftalistar frá íbúum í bænum sem mótmæla staðsetningu á veitingastofu sem samkvæmt nýrri deiliskipulagstil- lögu mun rísa í landi Sveinatungu við Litlatún og Vífilsstaðaveg. Á lóðinni er gert ráð fyrir 42 bílastæðum og yrði innkeyrslan frá Litlatúni. Veitingastofan of nálægt skólunum Tæplega tvö hundruð íbúar hafa sent bæjaryfirvöldum bréf eða skrif- að nafn sitt á undirskriftalista vegna deiliskipulagstillögunnar. Þar er því mótmælt að veitingastofa verði á lóð- inni sem er gegnt Garðaskóla og Flataskóla. Í mörgum bréfanna segir að íbúar, foreldrar og kennarar barna óttist aukna slysahættu við skólana vegna aukinnar umferðar með tilkomu staðarins, auk þess sem staðsetning hans sendi ekki heilsusamleg skila- boð til barna og ungmenna í skól- anum. Þá segir í athugasemdum að ákjósanlegra væri að svæðið yrði skipulagt sem útivistar- eða íþrótta- svæði. Í mörgum bréfanna segir að mót- mælt sé fyrirhugaðri veitingastofu McDonald’s í skipulagsreitnum, en Laufey Jóhannsdóttir, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir það misskilning að ákveðið sé að veitingastaður McDonald’s muni rísa á lóðinni. Hins vegar hafi eig- andi veitingastaðakeðjunnar óskað eftir því að fá að opna stað á lóðinni. „Aðeins er í deiliskipulagstillögunni talað um að þarna verði lóð fyrir veit- ingastofu, ekki hvaða veitingastaður komi til með að rísa,“ segir Laufey. Nauðsynlegt að horfa á svæðið í heild Á þessu svæði eiga að koma mis- læg gatnamót samkvæmt staðfestu aðalskipulagi Garðabæjar. „Þessi gatnamót munu koma, frá því verður ekki vikið. Þau eru hluti af því að greiða fyrir umferð í gegnum og inn- an Garðabæjar. Í bréfunum er bent á að nota eigi þetta svæði frekar sem t.d. grænt svæði. Auðvitað munum við skoða það í heild sinni, en græna svæðið yrði þá innan í slaufu vegna mislægra gatnamóta. Það þarf að horfa á svæðið í heild, út frá þessum mislægu gatnamótum, til þess að átta sig á deiliskipulagstillögunni.“ Húsið Sveinatunga, þar sem nú er rekin dagvistun fyrir grunnskóla- börn, mun víkja fyrir þeim fram- kvæmdum. Ekki er búið að samþykkja deili- skipulagið endanlega, áður en það verður gert verður farið ítarlega yfir allar athugasemdir, að sögn Lauf- eyjar. „Það verður að vega og meta athugasemdirnar og skoða hvort það er ástæða til að skoða það nánar sem fram kemur í þessum bréfum. Fyrr verður þessu ekki vísað til bæjar- stjórnar.“ Íbúar mótmæla fyrir- hugaðri veitingastofu Skipulagsreiturinn sem um ræðir er bleikur á kortinu og drög að mislægum gatnamótum eru í rauðum lit. Bíla- stæði og staðsetning fyrirhugaðrar veitingastofu eru merkt með bláum lit. Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dúndur- útsala fyrir verðandi mæður Peysur frá 1.900 Kjólar frá 1.900 Buxur frá 1.900 Hverfisgötu 105 sími 551 6688 Njálsgötu 86 - sími 552 0978 20-50% afsláttur af tilboðsvörum 10% afsláttur af allri annarri vöru Tilboðsdagar Mikið úrval af skápa- og skúffuhöldum Laugavegi 29 • Sími 552 4320 Höldur Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Tilboð á sængurverasettum á Löngum laugardegi BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt áskorun til þingmanna Reykjaneskjördæmis um afnám kaupskyldu félagslegra íbúða. Í áskoruninni segir að árið 1999, hafi gamla félagslega eignaríbúðakerfinu verið lokað. „Eigendum félagslegra eignaríbúða hefur samt sem áður verð gert að hlíta innlausn íbúða sinna áfram í 10 til 15 ár frá afhendingu þeirra, en geta ekki lengur keypt ann- að húsnæði á sömu verðlagsforsend- um, heldur verða að sæta verðlagi á almennum fasteignamarkaði. Mark- aðsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur þróast þannig að stórum hluta þessara fjölskyldna er ókleift að skipta um húsnæði í dag.“ Þá kemur fram að Íbúðalánasjóður hafi veru- legan fjárhagslegan ávinning af því að félagslegu lánin sem á íbúðum þess- um hvíla séu greidd upp. Bæjarráðið skorar því á þingmenn að beita sér fyrir breytingum á lögum um hús- næðismál svo að eigendum fé- lagslegra eignaríbúða verði heimiluð sala þeirra á almennum markaði enda greiði þeir þá upp þau félagslegu lán sem á þeim hvíla. Í öðru lagi að hluti hagnaðar Íbúðalánasjóðs af upp- greiðslu lánanna verði færður til Varasjóðs viðbótarlána. Bæjarráð skorar á þingmenn Hafnarfjörður VINNA við uppsetningu inniklif- urveggja í nýju klifurhúsi við Skútuvog 1 stendur nú sem hæst og er stefnt að opnun hússins í febrúar. Húsið nefnist Klifurhúsið og er á vegum Íslenska alpaklúbbsins og Sportklifurfélags Reykjavíkur. Boðið verður upp á fjóra mismun- andi klifurveggi og verður aðstaðan öllum opin. Hægt verður að spreyta sig á lóðréttum klifurvegg, tveimur yfirhangandi veggjum og að síðustu manngerðum helli. Allir veggirnir eru 4,50 m á hæð og verða alsettir þar til gerðum handfestum. Vegg- irnir eru hannaðir með það í huga Klifurhúsið rís Morgunblaðið/Kristinn að líkja eftir aðstæðum sem kletta- klifrarar mæta við raunverulegar aðstæður úti í náttúrunni, nema hvað hæðin er minni en menn eiga að venjast öllu jafna. Húsnæðið sjálft er 300 fermetrar að flatarmáli og er stefnt að því að hafa opið öll virk kvöld og um helgar. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða ald- urstakmark verður sett en hug- myndir eru uppi um 12-14 ára ald- urstakmark og komi yngri í fylgd fullorðinna. Vegna þess hve lítil fallhæðin er úr veggjunum verða dýnur settar undir þá í stað þess að tryggja öryggi klifrara með örygg- islínu eins og tíðkast í hærri veggj- um. Vogar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.