Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 31
HUGRÆN atferlismeðferð(cognitive behavioraltherapy) er árangursrík-asta meðferðin til að
hjálpa fólki til að takast á við þung-
lyndi og kvíða, að sögn breska hjúkr-
unarfræðingsins Simone Wakelins.
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir,
sviðsstjóri hjúkrunar-
geðsviðs Landspítala
– Háskólasjúkrahúss,
segir að Simone
Wakelin hafi verið
fengin til að halda vik-
unámskeið í hugrænni
atferlismeðferð (CBT)
fyrir þá sem vinna í
bráðamóttöku á geð-
deildunum. Hún segir
að mikil áhersla sé
lögð á sérhæfingu í
meðferð á sjúkrahús-
inu. Það vilji byggja
upp göngu- og dag-
deildir og umrætt
meðferðarform sé
mjög vænt í slíkri vinnu. Á nám-
skeiðinu eru hjúkrunarfræðingar,
sálfræðingar, félagsráðgjafar og
iðjuþjálfar og segir Eydís að verið sé
að bæta þjónustuna.
Tekið á hugsunum
Simone Wakelin segir að um
kynningu á hugrænni atferlismeð-
ferð sé að ræða. Þeir, sem séu haldn-
ir til dæmis geðklofa, kvíða eða
þunglyndi, stríði við ákveðna hugs-
anaskekkju eða neikvæðar hugsan-
ir, sem valdi vanlíðan, en á þessum
hugsunum megi taka með því að
beita CBT og tilgangurinn með
námskeiðinu sé að benda á leiðir í því
sambandi. Þegar viðkomandi skoði
hvaða hugsanir valdi vanlíðaninni
geti hann gripið inn í jafnóðum og
þannig breytt líðaninni og þar með
hegðaninni. Meðferðin byggist á því
að vinna með skjólstæðingnum og
aðstoða hann við að taka á málunum.
Hún segir að meðferðin byggist á
viðamiklum rannsóknum frá því um
1964 og sé ein af fáum meðferðum
sem sannað hafi verið að skili ár-
angri. „Þunglynd manneskja er lík-
legri til að ná sér fyrr með því að fara
í hugræna atferlismeðferð frekar en
aðra meðferð,“ segir hún og bætir
við að meðferðin taki skamman en
mismunandi skamman tíma, allt eft-
ir ástandi skjólstæðingsins. Í því
sambandi segir hún að sá sem þjáist
af hræðslutilfinningu þurfi 10 til 12
45 mínútna tíma en gera megi ráð
fyrir 16 til 20 45 mínútna löngum
tímum vegna þunglyndis. Erfitt sé
að eiga við persónuleikatruflanir en
þó meðferðin geti tekið ár sé það
stuttur tími með tilliti til heillar ævi.
Þá segir hún að hugræn atferlismeð-
ferð sé auk þess vel skipulögð og
byggist á samvinnu með það fyrir
augum að vinna á vandamálinu með
skjólstæðingnum. Aðferðin gagnist
vel skjólstæðingnum, fjölskyldu
hans og sé auk þess hagkvæmur
kostur, því gera megi því skóna að
meðferðin taki skemmri tíma en ella.
Hugsun, líðan og hegðun
Hugræn atferlismeðferð byggist
á ákveðnu líkani. Hugsun einstak-
lings hefur áhrif á hvernig honum
líður líkamlega, sem hefur áhrif á
skap, tilfinningar og hegðun viðkom-
andi. Með því að beita hugrænni at-
ferlismeðferð má breyta hugsuninni
og þar með hegðuninni. Í þessu sam-
bandi nefnir Simone Wakelin þekkt
dæmi. „Maður fer að heiman frá sér
að morgni og stígur í hundaskít á
gangstéttinni. Hann hugsar með
sjálfum sér: Ég get ekki gert neitt
rétt. Ég geri allt rangt. Ég get ekki
einu sinni farið úr rúminu án þess að
gera einhverja vitleysu og get ekki
farið að heiman án þess
að lenda í einhverju.“
Hún segir að þessi
hugsun leiði til þess að
viðkomandi líði illa,
hann sé þunglyndur,
og hegði sér í samræmi
við það.
Simone Wakelin
bendir á að viðbrögð
manna við t.d. því að
stíga á hundaskít fyrir
utan heimilið á leið til
vinnu séu mismunandi.
„Annar einstaklingur
hugsar með sjálfum
sér: Hvað á ég að gera?
Ef ég fer inn og þvæ
skóna kem ég of seint í vinnuna og
ég fæ skammir frá yfirmanninum.
Við það verð ég enn æstari. Fari ég
hins vegar í vinnuna í skónum með
hundaskítnum á finna samstarfs-
félagarnir lyktina af mér og tala ekki
við mig. Það verður hræðilegt. Þvoi
ég skóna geri ég það hugsanlega
ekki nógu vel. Ég veit ekki hvað ég á
að gera. Þetta er staðan og ég ræð
ekki við hana.“ Hún segir að einstak-
lingur sem hugsi á þennan hátt, hvað
geti gerst ef ég geri þetta og hvað
geti gerst ef ég geri hitt, sé líklegur
til að verða enn æstari.
„Þriðji einstaklingurinn stígur í
hundaskít fyrir utan heima hjá sér
og hugsar með sjálfum sér: Þessi ná-
granni! Ég hef sagt honum að hafa
gætur á hundinum. Þetta er mitt
hús. Ég hef fengið nóg. Ég læt hann
ekki komast upp með þetta.“ Hún
segir að hegðun þessa einstaklings
sé líkleg til að einkennast af árás-
argirni.
„Fjórði einstaklingurinn fer að
heiman og stígur í hundaskítinn.
Hann segir við sjálfan sig: Guði sé
lof að ég er í skóm.“ Simone Wakelin
brosir þegar hún bætir við: „Þetta er
sérfræðingur í hugrænni atferlis-
meðferð, en þetta dæmi sýnir hvern-
ig mismunandi hugsanir geta leitt til
mismunandi tilfinninga og hvernig
mismunandi tilfinningar geta leitt til
mismunandi hegðunar.“
Bætt líf
Simone Wakelin segir að hugræn
atferlismeðferð geti komið í staðinn
fyrir lyfjameðferð, en henni geti líka
verið beitt samhliða. Aðalatriðið sé
að bæta líf einstaklingsins.
Hún segir að þó oftast sé unnið
með einn skjólstæðing í einu virki
þessi meðferð vel í hóp því þá sjái
einstaklingarnir aðra með sömu
vandamál. Þeir fái því ekki á tilfinn-
inguna að þeir eigi einir við ákveðið
vandamál að glíma. Hins vegar verði
alltaf að hafa í huga að meðferðin sé
einstaklingsbundin, það sem henti
einum þurfi ekki að henta öðrum.
Sem fyrr segir lýkur námskeiðinu
á morgun. Simone Wakelin segir
námskeiðið hafa verið mjög ánægju-
legt og jákvætt skref. „Það er mjög
jákvætt að leita leiða til að bæta
þjónustuna og þetta er skref í þá
átt,“ segir hún og bætir við að valið
hafi verið að kynna aðferð sem sann-
að væri að skilaði mesta árangri
Hugræn atferl-
ismeðferð sú ár-
angursríkasta
Námskeið fyrir starfsfólk á
bráðamóttöku geðdeilda
Erlendur sérfræðingur, Simone Wakelin,
er staddur hér á landi. Hún kynnir
hugræna atferlismeðferð, sem talin er
ein af fáum meðferðum, sem sannað
hafi verið að skili árangri.
Simone Wakelin
ráð fyrir
miðhálend-
keið, eða
i. Þá hefði
klega góð-
anatöku í
efni, betri
art öðrum
Benti hún
þessa að-
asemdir á
hefði ver-
r leitt til
m sem fal-
verfisráð-
umhverf-
ráðherra,
iðnaðar-
g andvíga
Vinstri
al um að
di Íslands
yrði flat-
virkjunar
trar, sem
af þeim 50
m hálend-
ram eiga
Evrópu,“
a sem svo
eða óttist
gan sem
hér er til umræðu ber hins vegar
þess vitni að þeir sem að henni
standa eru ekki reiðubúnir að virða
þær leikreglur sem þeir hafa sjálfir
átt þátt í að setja. Þeir hafa uppi há-
værar kröfur um að framkvæmdir
fari lögformlegar leiðir en eru síðan
ekki reiðubúnir að taka niðurstöð-
unni.“
Iðnaðarráðherra sagði Vinstri
græna aldrei hafa ætlað sér að taka
niðurstöðu í þessu máli, heldur hafi
ætlunin ætíð verið að reyna að
bregða fæti fyrir framgöngu þess
með einhverjum hætti. Þessi tillaga
væri þar aðeins nýjasta útspilið.
„Það vekur hins vegar óneitan-
lega athygli að í tillögunni er ekki
gert ráð fyrir að þjóðinni verði boð-
ið upp á að hafna þessum virkjunar-
kosti alfarið, heldur eingöngu að
fresta framkvæmdinni eða sam-
þykkja hana. Valið verður því ekki
já eða nei, heldur já eða kannski,“
sagði Valgerður Sverrisdóttir.
Vinstri grænir fallið frá and-
stöðu við Kárahnjúkavirkjun?
Arnbjörg Sveinsdóttir (D) þing-
maður Austurlands var ekki í vafa
um hug sinni til tillögunnar sem
hún sagði „satt að segja vera nokk-
urt skemmtiefni“. Ekki síst fyrir
þær sakir, að með henni væri stað-
fest að Vinstri grænir hafi í raun
fallið frá andstöðu sinni við virkjun
við Kárahnjúka.
Sagði Arnbjörg fjölmargt mæla
gegn þeirri aðferð að bera fram-
kvæmd á borð við þessa undir at-
kvæði þjóðarinnar. Þannig væri
ekki nokkur hefð hér fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslum, ekki sé um skýra
valkosti að ræða, kosningin eigi að
fara fram samhliða sveitarstjórnar-
kosningum og trufli þá umræðu og
beri vott um litla virðingu fyrir
þeim sem starfi á þeim vettvangi.
Undir þetta tók flokksbróðir
hennar, Guðjón Guðmundsson,
varaformaður iðnaðarnefndar, sem
hvatti eindregið til þess að áfram
yrði stefnt í átt til virkjunar og upp-
byggingar stóriðju. Fór hann
nokkrum orðum um þau samfélags-
legu áhrif sem talið er að virkjun og
uppbygging stóriðju muni hafa á
Austurlandi, þar sem fólki hefur
fækkað mjög á undanförnum árum
og meðaltekjur eru í lægsta kanti.
Sagði hann atvinnulíf á margan
hátt einhæfara en annars staðar á
Austurlandi en Kárahnjúkavirkjun
og álver í Reyðarfirði muni gjör-
breyta því ástandi. Vitnaði hann
máli sínu til stuðnings til góðrar
reynslu af álverinu á Grundartanga
þar sem störf væru mjög eftirsótt
og laun að meðaltali hærri en í öðr-
um framleiðslugreinum.
Sagði Guðjón virkjun og álver
stærsta tækifærið sem við ættum til
að snúa við óhagstæðri byggðaþró-
un og með ólíkindum væri að
Vinstri grænir berðust svo hat-
rammlega gegn þessum fram-
kvæmdum á sama tíma og þeir
skammi ríkisstjórnina reglulega
fyrir aðgerðaleysi í byggðamálum.
„Ég sé ekki að þurfi frekar þjóð-
aratkvæðagreiðslu um atvinnuupp-
byggingu á Austurlandi en í öðrum
landshlutum,“ sagði Guðjón enn-
fremur.
Skiptar skoðanir um virkj-
unina í Samfylkingunni
Formaður Samfylkingarinnar,
Össur Skarphéðinsson, gerði grein
fyrir afstöðu sinni til Kárahnjúka-
virkjunar og benti á að Kára-
hnjúkavirkjun væri ákaflega um-
deild framkvæmd. Skoðanir um
hana séu skiptar í flestum flokkum.
„Það er alveg ljóst að í mínum flokki
eru margir eindregnir virkjunar-
sinnar en það er líka ljóst að í hon-
um er að finna marga sem eru alfar-
ið á móti virkjunum. Kannski eru
þeir þó flestir í Samfylkingunni sem
telja að virkjun og þjóðgarður geti
farið saman,“ sagði Össur.
Formaður Samfylkingarinnar
taldi að með tillögu VG væri í raun
verið að leggja til að málinu verði
vísað frá Alþingi. Að hinir pólitísku
fulltrúar á löggjafarsamkundunni
verði leystir undan því oki að þurfa
að taka ákvörðun sjálfir og þess í
stað fari fram þjóðaratkvæða-
greiðsla. Lýsti hann sig sammála
því mati umhverfisráðherra að þeir
valkostir, sem boðnir væru í tillög-
unni, væru ákaflega óskýrir.
„Nú er það svo að ég tel að í fram-
tíðinni muni þjóðaratkvæða-
greiðslur og beint milliliðalaust lýð-
ræða verða í snarari mæli þáttur í
lýðræði okkar góða samfélags,“
sagði Össur, en benti á að í þau fjöl-
mörgu skipti sem Samfylkingin hafi
lagt fram frumvörp þar að lútandi
hafi þau fallið í grýttan jarðveg og
t.d. ekki fengið stuðning þingmanna
Vinstri grænna.
Sagði Össur ekki hægt að fara í
slíka atkvæðagreiðslu meðal þjóð-
arinnar án þess að spyrja um alla þá
möguleika sem uppi væru, þ.e.
virkjun, þjóðgarð eða hvort
tveggja. „Ég tel að það sé ekki hægt
og ekki lýðræðislegt að ráðast í
slíka þjóðaratkvæðagreiðslu án
þess að fólk fái að velja á milli allra
þessara möguleika,“ bætti hann við.
Jóhanna Sigurðardóttir (S) lýsti
því hins vegar hvernig þingmenn
flokksins hefðu á hverju ári, eða í
sjö ár, barist fyrir því að sett verði á
lögbókina réttur fólks til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Á Alþingi hefði hins
vegar ríkt „ótrúlegt áhugaleysi“
fyrir þessum möguleika fólks til að
hafa áhrif með beinum hætti á stór
og þýðingarmikil mál sem ráðið geti
útslitum um hag þjóðarinnar og alls
almennings.
Jóhanna sagði tillögu sem þessa
fyllilega eiga rétt á sér, en þó væru
á henni stórir efnis- og formgallar
eins og hún væri sett fram og bæru
með sér, að því er virtist, einhverja
innanbúðarerfiðleika og að formað-
ur flokksins sé í reynd í nokkrum
vandræðagangi og erfiðleikum,
enda sé hann í forsæti fyrir flokkinn
í því kjördæmi sem kalli mjög á
þessar virkjunar- og álversfram-
kvæmdir.
Jóhanna sagði Samfylkinguna
telja að verði virkjað sé farsælast að
tryggja ósnortin víðerni og ómet-
anlegar náttúruperlur með því að
stofna þjóðgarð á svæðinu. Mörg
dæmi séu um slíka þjóðgarða, sem
falli undir sama verndunarstig og
íslensku þjóðgarðarnir, þar sem
virkjunarlón sé í nánd og jafnvel
innan þeirra. Velti hún því upp
hvort hægt væri að ná sátt um slíka
málamiðlun meðal íslensku þjóðar-
innar.
Frjálslyndir telja
tillöguna óeðlilega
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, tók fram að
hann væri virkjunarsinni. En hann
sagðist hafa þann fyrirvara á fylgi
við einstakar virkjanir, t.d. um arð-
semi viðkomandi orkuvers, og að
ekki sé gengið um skör fram á gæði
landsins. Benti hann á að allar trú-
verðugar upplýsingar skorti frá
Landsvirkjun um arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar og fyrirtækið
verði að bæta um miklu betur í þeim
efnum áður en þingheimi verði boð-
ið upp á að samþykkja virkjunina.
„Að svo búnu er lítið sem ekkert
vitað um innihald orkusölusamn-
ings, utan það að Íslendingar hafa
kosið sér sem viðmælendur illvíg-
ustu og ágengustu samningamenn
sem þekkjast,“ sagði hann.
Sverrir sagði tillögu um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um Kárahnjúka-
virkjun óeðlilega að mati Frjáls-
lynda flokksins. Málið væri
gríðarlega flókið og erfitt úrlausnar
og með fullri virðingu fyrir kjósend-
um sé þeim engan veginn ætlandi
að veita leiðsögn í þeim efnum héð-
an af. Alþingismenn muni hafa í
„fullum höndum við ákvörðun“ og
það einnig þótt þeim gefist kostur á
ráðgjöf hinna færustu sérfræðinga.
„Ákvörðun um virkjun við Kára-
hnjúka er óhjákvæmilegt að Alþingi
taki, ef tekin verður, enda er þetta
mál þess eðlis hvernig sem á það er
litið,“ sagði Sverrir Hermannsson.
væðagreiðslu um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls
áta í ljós álit
væðagreiðslu
Morgunblaðið/Golli
óttir, þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir þingsályktunartillögunni í gær.
son, for-
ar snupr-
forseta
m hann
éðinsson,
nar, í um-
ndisins
ingi í
ðu sinni í
s og sjón-
ðu Öss-
l Kára-
ð að
rra for-
ður Sam-
utningi
nd-
llun um
illti hlut-
eð ávítur
útvarpi
etta
hefðu verið óviðurkvæmileg um-
mæli. „Ég sá ekki ástæðu til þess í
útvarpsumræðum að grípa fram í,
eins og kannski hefði verið rétt
samkvæmt 89. grein [þingskapa]
en óhjákvæmilegt er að vekja at-
hygli á því að ætlast er til að hátt-
virtir þingmenn sýni háttvísi í
ræðum sínum,“ sagði Halldór
Blöndal.
Af þessu tilefni kom Stein-
grímur J. Sigfússon í ræðustól og
baðst afsökunar á ummælum sín-
um. Sagði hann sér þykja mjög
miður ef þetta orð, sem sér hefði
verið tamt að nota í uppvexti og
alls ekki talið niðrandi í þeirri
merkingu sem komið hefði við
menn og aðfinnsla forseta lægi að.
„Ég biðst þá velvirðingar á því við
háttvirtan þingmann Össur Skarp-
héðinsson,“ sagði Steingrímur.
„Ég dreg þessi ummæli mín til
baka.“
ur VG áminnt-
ummæli