Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 27 GENGIÐ á reka nefnist sýning Lúk- asar Kárasonar sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Þar sýnir hann trélistaverk úr reka- viði af Ströndum. Þetta er í annað sinn sem Lúkas sýnir myndverk sín opinberlega. Þau eru unnin á síðustu 4–5 árum úr rekavið af æskuslóðum Lúkasar á Ströndum. Lúkas Kárason er fæddur á Neðstalandi í Öxnadal hinn 29. ágúst 1931. Útþráin dró hann til framandi landa og bjó hann erlendis í fjölda- mörg ár. Starfsvettvangurinn var ýmist Afríka, Asía eða jafnvel Suður- Ameríka. Vann hann fyrir þróunar- hjálp Norðmanna og Svía í ýmsum vanþróuðum löndum og kenndi þar sjómennsku. „Rekaviðurinn og Lúkas eiga það sameiginlegt að hafa víða farið um heimsins höf, en að lokum liggja leið- ir þeirra saman í fjörunni heima á Ströndum,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu. Nú fyrir jól kom út bókin Syndir sæfara eftir Lúkas Kárason þar sem hann greinir frá eftirminnilegum at- burðum úr viðburðaríkri ævi. Úr fjörunni á Ströndum til Ráðhússins ♦ ♦ ♦ AÐ skrifa fyrir leikhús nefnist nám- skeið sem hefst hjá Endurmenntun- arstofnun Háskóla Íslands á þriðju- dag. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Þjóðleikhúsið og er ætlað öllum sem hafa áhuga á því að skrifa fyrir leikhús. Aðalkennari er Karl Ágúst Úlfsson leikari og með honum kenna Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur, Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og Hlín Agnarsdóttir leikskáld og leik- stjóri. Þá munu leikarar Þjóðleik- hússins í samvinnu við höfunda og kennara túlka þá leiktexta sem verða til í verklegum æfingum. Einnig fá þátttakendur tækifæri til að vera viðstaddir æfingar í Þjóðleikhúsinu og ræða við ýmsa þá sem koma að uppsetningu leiksýningar. Kennt verður tíu kvöld og lýkur námskeiðinu 9. apríl. Námskeið um leikritun ÞAÐ er ekki á hverjum degi að haldnir eru einleikstónleikar á enskt horn en sl. þriðjudag héldu Peter Tompkins og Guðríður St. Sigurðar- dóttir tónleika í Salnum og fluttu um- ritanir og tónverk sérstaklega rituð fyrir enskt horn. Saga enska hornsins hefst í raun með því að smíðað var eins konar tenor horn, sem rekur sögu sína til hinna ævafornu Shawn (skálmpípu) hljóðfæra og eftir því sem tíminn leið, gengu þessar gerðir hljóðfæri undir ýmsum nöfnum, eins t.d. „vox humana“, „oboe da caccia“ en var fyrst nefnt „Englisches Horn“ í kantötu, eftir Tobias Volckmar, 1723. Hér á landi hefur þetta hljóð- færi verið nefnt „englahorn“ en orðið „anglais“ í nafninu „cor anglais“ gæti upphaflega verið komið af orðinu „angulus“, vegna þess að nokkrar gerðir slíkra hljóðfæra voru bognar (oboe da caccia) og jafnvel með krók- boga (krumhorn) í annan endann. Tónleikarnir hófust á umritun á hinu fræga Pavane, eftir Ravel. Þetta angurværa verk hljómaði fallega á enska hornið og var sérlega vel flutt. Tomkins frumflutti einleiksverk eftir Oliver Kentish, sem hann nefnir „Án titils“ (2000). Verkið er í einum kafla er innbirðis skiptist í þrjá kafla, tregaljóð, glettu og sálm, sem voru skýrlega mótaðir og vel fluttir. Þriðja verkið var sónatína, eftir franska tón- skáldið Pierre-Max Dubois (1930–95), líflegt verk, þar sem rithátturinn og meginefni tónverksins var útfært í enska horninu en hlutverk píanósins var aðallega mótað sem undirleikur, þó skemmtilega hljómandi. Flutning- urinn var í alla staði mjög vel mótaður og sérlega líflegur, bæði hjá Peter og ekki síður hjá Guðríði, í snjöllum og vel útfærðum hljóma og hryns- mynstrum fyrir píanóið. Sónate für Englisch Horn und Klavier, eftir Hindemith, er eins og öll verk meistarans sambland nýrra og gamalla gilda, þar sem saman er blandað tematískum vinnubrögðum og ómstríðri tónskipan. Á tímabili til- raunamennskunnar, eftir seinni heimsstyrjöldina, þótti þessi sátt milli þess hefðbunda og nýja, sem Hind- emith stóð fyrir, ekki áhugaverð og því ríkti um stund nokkur þögn um verk hans. Nú hefur tónlistarfólk sótt meira til þessa ágæta tónskálds og var flutningurinn á sónötunni eftir Hindemith hápunktur tónleikanna, sérstaklega vegna innihalds tón- verksins en þó mest fyrir sérlega góð- an flutning og frábært samspil Peters og Guðríðar. Eftir Charles Koechlin (1867–1950) var flutt smáverkið Au loin (Í fjarlægð), einfalt laglínuverk með undirleik fyrir píanó, að franskri fyrirmynd, er var sérlega vel flutt. Tónleikunum lauk með Concertino, æskuverki eftir Donizetti, tilbrigða- verki, sem ber öll merki „vitúósa-arí- unnar“, sem síðar varð sérgrein Doni- zettis. Peter Tompkins er frábær óbóisti og náði hann oft sérlega skemmtilegu flugi, eins og t.d. í sónatínunni eftir Dubois, sónötunni eftir Hindemith og þá ekki síst í Concertino, eftir Doni- zetti. Syngjandi fallegur tónninn naut sín sérlega vel í hægferðugri tónlín- unum, eins t.d. í sálminun, í verkinu eftir Kentish. Guðríður St. Sigurðar- dóttir lék sérstaklega vel og fékk nokkur mjög skemmtileg tóntilþrif, sérstaklega í sónatínunni eftir Dubois og í margslunginni tónsmíð Hindem- iths, sem var í raun besta verk tón- leikanna, hvað varðar samspil tón- hugmyndanna, sem miðlað var hljóðfærunum að jöfnu og þar fór Guðríður á kostum. Samspil Peters og Guðríðar var mjög gott og í heild voru þetta bæði skemmtilegir og góð- ir tónleikar. Skemmtilegir og góðir tónleikar TÓNLIST Salurinn Peter Tompkins og Guðríður St. Sigurð- ardóttir fluttu verk eftir Ravel, Dubois, Hindemith, Koechlin, Donizetti og frum- fluttu verk eftir Oliver Kentish. Þriðjudag- urinn 29. janúar 2002. SAMLEIKUR Á ENSKT HORN OG PÍANÓ Jón Ásgeirsson „ÞÖGLAR konur“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Safnahúsi Borgarfjarðar á morgun, laugardag, kl. 14. Þar eru sýnd um tuttugu olíu- málverk af konum. „Konurnar eru gripnar á andartaki og frystar í olíulitum og segja því ekki neitt með orðum. Þær verða því að tjá sig með öðrum hætti,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Höfundur er Borgnesingur en vill ekki láta nafns síns getið. Allar myndirnar eru unnar á árunum 2001 og 2002. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13–18 og þriðjudags- og fimmtudagskvöld til kl. 20. Sýn- ingin stendur til 27. febrúar. Verk á sýningunni Þöglar konur. Þöglar kon- ur í Borg- arnesi Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Myndlistarmaðurinn Tolli heldur er- indi í fyrirlestrarröðinni „Sýn mín á Þýskaland“ kl. 20. Tolli er nýlega kominn frá Berlín þar sem hann hélt sýningu en hann sýnir verk sín reglulega í Þýskalandi. Í erindinu sem haldið er á íslensku mun Tolli miðla persónulegri reynslu sinni og hughrifum. Í DAG LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar verður opnað á ný, eftir tveggja mánaða hlé, nk. laugardag kl. 14. Sýning vetrarins ber heitið Kyn- legir kvistir og þar gefur að líta annars vegar nokkur tímamótaverk Sigurjóns með klassísku yfirbragði og hins vegar frjáls verk úr viði, þar sem listamaðurinn gaf ímyndunar- aflinu lausan tauminn og lífsgleði og kímni eru allsráðandi. Mörg þess- ara verka hafa oft verið á sýningum, bæði innanlands og erlendis, og eru dæmi um skemmtilegar hugmyndir og hugdettur, sem listamaðurinn útfærði í efni sem hendi var næst: trjáboli, greinar, rekavið eða harð- við. Hið prímitíviska myndmál er áberandi og má rekja það til fyrstu formtilrauna Sigurjóns á fjórða ára- tugnum, en þær voru liður í leit framúrstefnulistamanna að nýju myndmáli. Opið er bæði í safnið og kaffistof- una laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Vetrarsýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Verk eftir Sigurjón Ólafsson. HÖNNUNARVERÐLAUN Félags íslenskra teiknara voru afhent í Ásmundarsafni við Sigtún á dög- unum. FÍT er tæplega 50 ára gamalt fagfélag grafískra hönn- uða og myndskreyta og þetta var í annað sinn sem verðlaunin eru afhent. Að þessu sinni voru veitt verðlaun og viðurkenningar í átta flokkum. Í flokknum bókakápur/ bókahönnun fékk Halla Helga- dóttir viðurkenningu fyrir bókina Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna. Í flokknun bréfagögn fékk Halla Helgadóttir verðlaun fyrir „bréfagögn Þjóðminjasafns- ins“ og Hilmar Þorsteinn og Jón Ágúst Pálmason fengu við- urkenningu fyrir „bréfagögn Bankastrætis“. Í flokknum prentað kynning- arefni fékk Örn Smári Gíslason verðlaun fyrir „boðskort Sím- ans“. Snæfríð Þorsteins og Hildi- gunnur Gunnarsdóttir fengu við- urkenningu fyrir „Arkir og umslög“ – kynningarefni fyrir Gunnar Eggertsson hf. og Stefán Snær Grétarsson fékk viðurkenn- ingu fyrir kynningarbækling Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Í flokknum plötuumslög fengu Halla Helgadóttir og Jón Ari Helgason verðlaun fyrir „Marg- miðlunardisk Fítons“; Haraldur Agnar Civelek, Trausti Trausta- son og Sveinbjörn Pálsson fengu viðurkenningu fyrir „Stormurinn á eftir logninu – Sesar A“ og Guðmundur Oddur Magnússon fyrir „Minn heimur og þinn – Ás- gerður Júníusdóttir“. Í flokknum myndskreytingar fékk Halldór Baldursson verð- laun fyrir „trú, von og ríkidæmi“ og Sverrir Björnsson fékk við- urkenningu fyrir „Aukablaðið“. Í flokknum umbúðir fékk Jón Örn Þorsteinsson verðlaun fyrir „Minta“; Jón Ari Helgason fékk viðurkenningu fyrir „nýjar Hlun- kaumbúðir fyrir Kjörís“ og Kristín María Ingimarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir „MS- Plús“. Í flokknum veggspjöld fengu Líba Ásgeirsdóttir og Arn- dís L. Guðmundsdóttir við- urkenningu fyrir „Ímynd Borg- arleikhússins“. Í flokknum vöru- og firmamerki fékk Einar Gylfa- son verðlaun fyrir merkið „Opinn skógur“. Örn Smári Gíslason fékk viðurkenningu fyrir merki Lindaskóla og Halla Guðrún Mixa fékk viðurkenningu fyrir merki Seven Seas. Markmiðið með verðlaununum er, auk þess að heiðra þá hönnuði sem þykja hafa skarað fram úr á síðasta ári, að vekja athygli á gildi og mikilvægi grafískrar hönnunar í umhverfinu. Hönnunarverðlaun FÍT Halldór Baldursson, Einar Gylfason, Jón Ari Helgason, Örn Smári Gísla- son, Halla Helgadóttir og Jón Örn Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.