Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 9 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. 20% viðbótarafsláttur af öllu Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Allt á útsölu Frábært úrval Stærðir 36-52 ÚTSALA Síðustu dagar Opið laugardag kl. 10-16 LAURA ASHLEY Útsölunni fer að ljúka 15% aukaafsláttur af útsölufatnaði Ýmiss önnur tilboð í gangi Bæjarlind 14-16, sími 551 6646, Kópavogi á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n Útsala•Útsala Nú fer hver að verða síðastur Verð áður 12.990 kr. 5.900 Verð áður 2.900 kr. 990 ÚTSALA Verð áður 14.900 kr. 9.900 GLERÁRGATA 34, AKUREYRI, SÍMI 462 7788 LJÓSGAFINN Buxur - Pils -- 50% Hverfisgötu 6 101 Reykjavík HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu lögmanns um að dómkvaddur yrði hæfur og óvilhall- ur matsmaður til að svara því hverj- ar líkurnar væru á dauðsföllum í hlutfalli við fjölda neytenda á e-töfl- um, amfetamíns og heróíns. Þess var óskað að gerð yrði grein fyrir líkunum á dauðsfalli með hlið- sjón af niðurstöðum íslenskra rann- sókna og erlendra rannsókna sem fram hafi farið. Lögmaðurinn, Björn L. Bergsson hrl., er verjandi manns sem ásamt öðrum er ákærður fyrir að flytja inn tæplega 2.800 e-töflur til landins síðastliðið vor. Áður hafði verið lögð fram í mál- inu matsgerð prófessoranna dr. Magnúsar Jóhannssonar læknis og dr. Sveinbjarnar Gissurarsonar lyfjafræðings. Þar svöruðu þeir ýmsum spurningum um eiginleika ofangreindra fíkniefna og komust m.a. að þeirri niðurstöðu að neysla á e-töflum væri hættulegri fyrir venjulega neytendur eiturlyfja en neysla heróíns og amfetamíns. Matsmennirnir voru m.a. beðnir um að gera grein fyrir því hversu tíð dauðsföll væru í hlutfalli við fjölda neytenda fíkniefnanna. Í matsgerð- inni segir um þetta: „Hér eru mats- menn beðnir að upplýsa fjölda neyt- enda efnanna. Enginn veit fjölda neytenda, hvorki hér á landi né ann- ars staðar, nema þá söluaðilarnir, ef þeir hafa hugmynd um það sjálfir. Matsmenn hafa því engin tök á að fá þessar upplýsingar og geta því ekki svarað þessari beiðni matsbeið- enda.“ Ekki forsendur til að svara spurningum Ragnheiður Harðardóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara, mót- mælti matsbeiðninni enda væri hún óþörf. Þá hefði hvorugur þeirra matsmanna sem lögmaðurinn nefndi forsendur til að svara þeim spurn- ingum sem settar voru fram. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn sem er ákærður fyrir inn- flutninginn er ekki sáttur við þessa niðurstöðu og telur hana ekki eiga við rök að styðjast. Er það rökstutt nánar og m.a. vísað í erlendar vef- slóðir. Í úrskurði sínum segir Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari að ekki sé um beiðni um eiginlegt mat að ræða heldur lúti beiðnin að því gera grein fyrir rannsóknum sem þegar hafa verið unnar. Sé verjandanum í lófa lagið að afla þessara gagna á venjulegan hátt. Matsmaður leggur ekki mat á tíðni dauðsfalla RÉTTINDASKRIFSTOFA stúd- enta hefur sent Háskólaráði erindi þar sem óskað er eftir því að ráðið endurskoði ákvörðun sína um inn- tökupróf við læknadeild sem fara eiga fram í vor. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs, segir ástæð- una þá að ein meginforsenda þess að þetta hafi verið samþykkt á sín- um tíma sé nú brostin. „Það var bú- ið að margítreka það af hálfu lækna- deildar að gott samstarf hefði verið við framhaldsskólana um inntöku- prófin og gerð þeirra. En síðan lýsir skólameistarafélag framhaldsskól- anna því yfir nú í janúar að nem- endur muni ekki geta uppfyllt þær kröfur sem læknadeild hafi sett fram. Það kom sem sagt á daginn að ekki hafði verið nægjanlegt sam- starf á milli þessara aðila. Þá var farið í það að gera breytingar á kröfunum og starfshópur hefur skil- að drögum að niðurstöðum um hvaða námskeið í framhaldsskólun- um eigi að leggja til grundvallar í inntökuprófunum. Við teljum hins vegar að þetta sé allt of seint á ferð- inni.“ Þorvarður Tjörvi segir að Stúd- entaráð leggist ekki gegn inntöku- prófum við læknadeild. Sátt sé um að inntökupróf séu mun hentugri en numerus clausus. „Við viljum ein- faldlega að það sé vandað til verks og förum því fram á að prófunum verði frestað um eitt ár. Það var fjallað stuttlega um erindið í Há- skólaráði í vikunni og rektor falið að kanna málið. Það er síðan fundur á fimmtudag í næstu viku þar sem tekin verður afstaða til óska um frestun á inntökuprófunum.“ Vilja fresta inntöku- prófum við læknadeild STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir það hafa verið til skoðunar í samgönguráðuneytinu að gæta þess að halda niðri gjöldum flugfélaga. Hjálmar Árnason alþing- ismaður hefur sett fram þá hugmynd að gjöld ríkisins á flugfélög sem fljúga vilja næturflug til og frá land- inu verði felld niður. Samgönguráðherra segir erfitt í gjaldtöku að gera upp á milli flug- félaga sem vilja stunda næturflug og annarra. Þá segir hann líka dýrara að sinna afgreiðslu véla að nætur- lagi. Honum finnist hins vegar koma til greina að skoða sérstaklega af- slátt ef flugfélög vildu t.d. nýta Eg- ilsstaðaflugvöll meira utan háanna- tíma og draga þar með úr álagi annars staðar. Ráðherra benti einnig á að gjaldtaka stórra flugvalla hlyti alltaf að vera hagstæðari en á fáförn- um völlum eins og Keflavík. Samgönguráðherra um afslátt gjalda í næturflugi Erfitt að gera upp á milli flugfélaga ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.