Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is STJÓRNENDUR Ako-Plastos hafa ákveðið að flytja þá starfsemi fyrir- tækisins sem verið hefur við Þórs- stíg á Akureyri suður til Reykjavík- ur. Öllu starfsfólki félagsins á Akureyri, 27 manns, var sagt upp störfum í gær. Vélum og tækjum verður komið fyrir í húsnæði Plast- prents við Fossháls í Reykjavík og stefnt er að því að það verði sem fyrst. Þó svo að þessi árstími þyki óhentugur til flutnings á framleiðslu félagsins sjá stjórnendur sér ekki annað fært en flytja starfsemina og má gera ráð fyrir að hún verði komin suður á næstu mánuðum. Plastprent keypti meirihluta í Ako-Plastos fyrir rúmu ári, í desem- ber árið 2000, en þá hafði rekstur fé- lagsins Ako-Plastos gengið heldur illa árin á undan. Árið 2000 tapaði fé- lagið 250 milljónum króna, eða um 50% af veltu, og voru skuldir umfram eignir um 250 milljónir króna. Þó svo að félagið hafi í raun verið gjaldþrota þótti stjórnendum Plastprents ýmis verðmæti vera í fyrirtækinu, einkum gott starfsfólk og viðskiptasambönd. Strax var hafist handa við að end- urskipuleggja reksturinn og félaginu var forðað frá gjaldþroti þegar nauðasamningar fengust samþykkt- ir. Verulega hefur dregið úr tap- rekstrinum á síðustu misserum og stefnir í að skuldir umfram eiginir verði innan við 100 milljónir króna á miðju þessu ári. Byggðastofnun og Akureyrarbær eignuðust húsnæðið við Þórsstíg á uppboði í byrjun október á síðasta ári og hefur félagið ekki greitt leigu fyrir húsið frá þeim tíma, að sögn Hákons Stefánssonar, bæjarlög- manns Akureyrar. Húsnæðið sem um ræðir er um 3.800 fermetrar að stærð og sagði Hákon að eðlileg leiga fyrir húsnæði af þeirri stærð væri 1,5 til 2 milljónir króna, en verið er að skoða ýmsar forsendur málsins á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar. Krafðir um leigu Félagið var krafið um greiðslu leigunnar með bréfi sem sent var í byrjun janúar og þá farið fram á 2 milljónir króna í leigu fyrir hvern mánuð. Forsvarsmenn félagsins fóru fram á að greiða lægri leigu, að sögn Hákons, til að tryggja rekstur fyr- irtækisins á Akureyri. Sagði Hákon að ef á þá beiðni yrði fallist myndi verða farið fram á heimild til að rýma húsið með skömmum fyrirvara, því eigendur þess hefðu þá hug á að reyna að leigja það öðrum fyrir hærra verð. „Þetta er ein sorgarsagan enn í at- vinnumálum á Akureyri,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, en hann sagði at- vinnuástand um þessar mundir vera með því versta í langan tíma. „Þarna missa 27 manns vinnuna, það er stór biti,“ sagði hann. Hann sagðist veru- lega svekktur og sár yfir ástandinu. Greinilegt væri að fólk vildi koma til bæjarins, en því miður væri atvinnu- ástandið ekki nægilega gott. „Það eru dæmi þess að fyrirtæki komi að sunnan og sveitarfélög greiða fyrir þeim á ýmsan hátt en svo er blekið varla þornað á pappírunum þegar allt er á bak og brott. Það virðist allt sogast suður, það er bara bein leið inn á suðvesturhornið og allt tal um byggðastefnu er innihaldslaust. Maður sér ekkert af þessu í fram- kvæmd, þetta eru bara orð en ekkert er gert,“ sagði Björn. Ako-Plastos hefur sagt upp 27 starfsmönnum Boðuð hækk- un gjalda kemur ekki til framkvæmda BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að tillögur um hækkuð gjöld í leikskólum, fyrir skólaþjón- ustu og heimaþjónustu komi ekki til framkvæmda. Í tengslum við umræðu um fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar kom fram að til að mæta áhrifum verð- lagshækkana í rekstri bæjarins hefðu þjónustugjaldskrár bæjar- stofnana þurft að hækka um 30 milljónir króna á þessu ári „Það eru hækkanir sem þurft hefðu að koma til eingöngu út af verðlagsbreyting- um, en ef kjarasamningar hefðu verið teknir með í reikninginn hefði hækkunin þurft að vera enn meiri,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri. Um áramót var gjaldskrá Norð- urorku vegna heits vatns lækkuð en það hefur í för með sér að tekjur veitunnar lækka um 50 milljónir króna í ár. Þá voru einnig gerðar breytingar til lækkunar á álagning- arhlutfalli í fasteignagjöldum. Til að leggja sitt af mörkum til að halda aftur af verðlagshækkun leggur bæjarráð nú til að fallið verði frá áður framkomnum tillög- um um hækkun á leikskólagjöldum, skóla- og heimaþjónustu. Bæjarráð Akureyrar VÍFILFELL hóf í gær áfyllingu Coca-Cola á einnota flöskur í verk- smiðju fyrirtækisins á Akureyri. „Þetta er stór dagur, enda í fyrsta skipti í 60 ára sögu Vífilfells sem Coke er framleitt utan Reykjavíkur. Hér eftir fer öll glerframleiðsla fyr- irtækisins fram á Akureyri,“ sagði Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Víf- ilfells, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagði að með því að flytja framleiðsluna norður væri verið að skjóta enn styrkari stoðum undir verksmiðjuna á Akureyri. Hann sagði að það fengi ekki hver sem er að framleiða Coca-Cola en að verk- smiðjan á Akureyri hefði staðist ýtr- ustu kröfur og skoðun Coca-Cola Company í Bandaríkjunum. „Á síðustu árum hefur verið tölu- vert lagt í endurnýjun tækja og hús- næðis og við erum komnir hingað til að vera,“ sagði Þorsteinn. Vífilfell hefur fyllt á og selt Coke í margnota flöskum allt frá upphafi en einnota glerið leysir nú marg- nota flöskur af hólmi. Það var Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, sem ræsti áfyllivélina með formlegum hætti í gær. Sala á Coke í flöskum hefur farið minnkandi hérlendis á meðan sala á öðrum umbúðum hefur aukist. Þor- steinn sagði að stefnt væri að því að auka hlutdeild glerflöskunnar á nýj- an leik. Liður í því væri að framleiða 250 ml einnota glerflösku í stað margnota 190 ml og 300 ml. Þá er nýja flaskan næstum helmingi létt- ari en sú gamla, glerið er þynnra og því umhverfisvænna. „Við stefnum að því að ná fram betri nýtingu í verksmiðjunni en þurfum þó að fjölga um eitt til eitt og hálft stöðu- gildi. Og ef Akureyringar verða duglegir að drekka Coke í flösku fjölgar störfunum enn frekar.“ Rúmlega 30 starfsmenn eru á Akureyri Þorsteinn sagði að skil á einnota glerflöskum til Endurvinnslunnar væru yfir 90% af seldum umbúðum á meðan skil á margnota flöskum til Vífilfells hefðu farið minnkandi og væru nú aðeins um 20%. Við þessi tímamót leggst flutningur á tómum glerflöskum af, sem og áfylling á þær, flokkun og þvottur. Í verksmiðju Vífilfells á Akureyri eru í dag framleiddar 10 tegundir öls og léttöls og frá árinu 1993 hefur framleiðslan verið í örum vexti. Þorsteinn sagði að árið 1997 hefði framleiðslan verið tæpar 3 milljónir lítra og á liðnu ári var framleiðslan um 5,2 milljónir lítra, sem var stærsta ár í sögu verksmiðjunnar. Á þessu ári er stefnt að framleiðslu 6 milljón lítra, að sögn Þorsteins, og þar af er Coca-Cola um 10% fram- leiðslunnar. Húsnæði Vífilfells á Ak- ureyri er 2.500 fermetrar og þar starfa 32 starfsmenn, þar af 17 við framleiðslu. Til ársins 1990 var gosdrykkja- framleiðsla í sömu verksmiðju. Upp- haf framleiðslu Coca-Cola á Ak- ureyri er þó nýr kafli í sögu drykkjaframleiðslu bæjarins, eins og segir í fréttatilkynningu Víf- ilfells. Drykkurinn fyrst á markað 1886 Frá því að Coca-Cola var fyrst blandað árið 1886 hefur drykkurinn farið sigurför um heiminn og er þekktasta vörumerki heims, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Björn Ólafsson stórkaupmaður gerði samning við Coca-Cola Comp- any árið 1941 og öðlaðist leyfi til að framleiða drykkinn á Íslandi. Í hús- inu Haga við Hofsvallagötu í Reykjavík tók verksmiðjan Vífilfell til starfa 1. júní 1942. Fyrirtækið varð þar með einkaframleiðandi Coca-Cola á Íslandi og hefur verið það allar götur síðan. Á síðari árum hefur Vífilfell í auknum mæli fært sig inn á önnur svið. Í fyrra samein- uðust Vífilfell og Sól-Viking og þar með bættust við nýir vöruflokkar. Coca-Cola í nýjar einnota glerflöskur Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, stendur við stæðu af nýju ein- nota coke-flöskunum í verksmiðju fyrirtækisins á Akureyri. Framleiðsla á glerflöskum flutt til Akureyrar Hádegistón- leikar BJÖRN Steinar Sólbergsson organ- isti leikur á hádegistónleikum í Ak- ureyrarkirkju á laugardag, 2. febr- úar og hefjast þeir kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk Johann Sebastian Bach, Mau- rice Duruflé og Felix Mendelssohn- Bartholdy. Lesari á tónleikunum er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Akureyrarkirkja STELPUR úr listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar gerðu góða ferð á Íslandsmeistaramót í list- hlaupi sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. Þær tóku með sér norður fimm af þeim sjö verðlaunum sem í boði voru á mótinu. Í flokki yngstu keppendanna varð Kristín Helga Hafþórsdóttir í öðru sæti og Jónína Björk Ingadóttir í því þriðja. Í flokki iðkenda á aldrinum 14–18 ára, sem þó er háður getu, varð Audrey Freyja Clarke Íslands- meistari. Í öðru sæti varð Vanessa Jóhannesdóttir og í því þriðja varð Helga Margrét Clarke, allar úr SA. Í flokki elstu iðkendanna var aðeins einn keppandi frá Reykjavík. Alls sendi SA átta keppendur til mótsins og er þetta mjög góður ár- angur hjá hópnum, eins og segir í fréttatilkynningu listhlaupadeildar en alls voru keppendur nítján á mótinu. Keppendur þurfa að stand- ast nokkuð strangar kröfur til að komast á mótið, og sýnir það best þá ástundun sem stelpurnar hafa sýnt í vetur að þær voru nærri helmingur keppenda. Mikil fjölgun hefur orðið í hópi iðkenda listhlaups hér á Akureyri undanfarið eða frá því að Skautahöll- in var opnuð og eru þeir nú á milli áttatíu og níutíu á öllum aldri. Næst á dagskrá hjá listhlaupa- deild er að halda svokallað Vinamót á Akureyri hinn 9. febrúar og munu verða um hundrað keppendur á því móti frá öllum skautafélögunum þremur. Þetta mót er ætlað yngri iðkend- um sem ekki eiga þess kost að kom- ast á mót eins og Íslandsmeistara- mótið, en vilja gjarnan fá að spreyta sig og sýna hvað í þeim býr. Íslandsmeistaramótið í listhlaupi á skautum Góður árangur akureyrskra stúlkna AKUREYRARBÆR býður upp á troðnar skíðagöngubrautir fyrir almenning á Akureyrarvelli. Hér er um tilraun að ræða til að koma til móts við þá sem styttra eru komnir í gönguskíðaíþróttinni. Reynir Friðfinnsson var á göngu- skíðum á Akureyrarvellinum í gær, þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð og lét hann vel af aðstöðunni. „Þetta er alveg frábært, ég bý í Fjólugöt- unni og get því tekið skíðin undir hendina og gengið yfir á Akureyr- arvöll. Það er mjög þægilegt að hafa þessa aðstöðu við hendina og hér er gott að ganga til að halda sér í formi. Aðastaðan hér virðist þó ekki mikið hafa verið notuð ennþá,“ sagði Reynir. Morgunblaðið/Kristján Á göngu- skíðum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.