Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 1
42. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 20. FEBRÚAR 2002
HÆSTIRÉTTUR Ísraels gaf í gær
her landsins skipun um að hætta að
brjóta niður hús Palestínumanna á
Gaza-ströndinni. Að sögn arabísku-
mælandi fulltrúa á þingi Ísraels, sem
kært hefur aðgerðir hersins, vill
rétturinn heyra málflutning fulltrúa
íbúanna og hersins og á meðan sé
óleyfilegt að halda áfram húsbrotinu.
Sex Ísraelar féllu í fyrirsát við her-
stöð á Vesturbakkanum seint í gær-
kvöldi og lýstu samtök sem tengjast
Fatah-samtökunum vígunum á
hendur sér. Átta Palestínumenn
féllu í gær, þar af nokkrir í loftárás-
um sem gerðar voru á Jebalya-
flóttamannabúðirnar en þar er skrif-
stofa Hamas, samtaka íslamskra
bókstafstrúarmanna.
Setið var fyrir Ísraelunum sex í
gærkvöldi við þorpið Ein Arik,
skammt frá borginni Ramallah, þar
sem Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna, er haldið í herkví af Ísr-
aelsher. Munu hinir föllnu allir hafa
verið hermenn úr bækistöð við þorp-
ið. Tilræðismennirnir höfðu tekið sér
stöðu í húsi með útsýni yfir herstöð-
ina og flýðu þeir inn á palestínskt
svæði eftir árásina.
Herinn ætlaði að ryðja brott 11
húsum á Gaza-ströndinni og að sögn
sjónarvotta voru tvö þeirra þegar
fallin er úrskurður hæstaréttur var
birtur. Herinn ákvað að refsa Palest-
ínumönnum með þessum hætti eftir
að maður, vopnaður sprengju,
sprengdi sjálfan sig og tók tvo Ísr-
aela með sér í dauðann á mánudag
skammt frá umræddum húsum. Ísr-
aelarnir tveir voru frá landnema-
byggðum gyðinga á Gaza. Annar
sjálfsmorðingi féll í árás á strætis-
vagn í gær en engan annan sakaði.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, sætir vaxandi gagnrýni jafnt
frá hægri sem vinstri vegna aukins
mannfalls í átökunum við Palestínu-
menn. „Hann á engan rétt á því að
sitja áfram sem forsætisráðherra
meðan gyðingur er felldur á hverjum
degi,“ sagði harðlínuþingmaðurinn
Zvi Hendel í viðtali við dagblaðið
Yediot Ahronot. Fréttaskýrendur
sögðu að Sharon yrði að gera upp
hug sinn. „Annaðhvort á að láta her-
inn leggja undir sig svæði Palestínu-
manna, láta hann hverfa skilyrðis-
laust á brott eða semja um frið,“
sagði einn þeirra, Yoav Limor, í
Maariv.
Hæstiréttur Ísraels stöðv-
ar húsbrot hersins á Gaza
Vaxandi mannfall
í átökum Ísraela
og Palestínu-
manna
Nikosiu, Jerúsalem, Gaza-borg. AP, AFP.
Reuters
Palestínumaður við rústirnar af húsi sínu í úthverfi Jerúsalem. Jarðýtur voru látnar brjóta það niður í gær en
ekki var til byggingarleyfi fyrir húsinu. Í baksýn eru ný hverfi sem reist eru fyrir landnema úr röðum gyðinga.
BORGARSTJÓRINN í Farum við
Kaupmannahöfn, Venstre-maður-
inn Peter Brixtofte, sætir nú þung-
um ásökunum
um brot í starfi
og er jafnvel rætt
um að lögreglan
muni sækja hann
til saka, að sögn
Berlingske Tid-
ende. Komið hef-
ur í ljós að hann
hefur á síðustu
árum tekið heim-
ildarlaus lán upp
á 250 milljónir danskra króna (nær
3.000 milljónir íslenskra króna) fyr-
ir borgarsjóð og farið langt fram úr
risnuheimildum.
Brixtofte virðist hafa haft unun af
hinu ljúfa lífi á veitingastöðum. Að
sögn BT hefur hann stundum borð-
að og drukkið fyrir 150.000 krónur,
um 1,8 milljónir ísl. króna, á einum
sólarhring; Farum-búar borguðu.
Eitt sinn keypti hann rauðvíns-
flösku á 8.750 danskar krónur, um
103 þúsund krónur íslenskar.
Borgarstjórinn bar umræddar,
óheimilar lántökur ekki undir borg-
arráðið en í janúar á þessu ári var
haldinn fundur til að upplýsa alla
nefndarformenn og segja þeim frá
stöðu fjármála. Síðar fengu þeir
viðamikla, skriflega skýrslu. „Þetta
gekk mjög hratt fyrir sig og ég tók
mest eftir spánni um greiðsluaf-
ganginn árið 2006,“ segir Erik
Fuchs, einn af nefndarformönnun-
um 13 sem sat áðurnefndan fund.
Farum hefur oft verið hampað
sem fyrirmyndarsveitarfélagi. Brix-
tofte, sem er liðlega fimmtugur, er
fyrrverandi þingmaður og var um
hríð skattamálaráðherra.
Fleira hefur komið í ljós, meðal
annars er sagt að knattspyrnufélag-
ið Farum Boldklub, þar sem Brix-
tofte var eitt sinn formaður, hafi
fengið fjárstuðning frá borginni en
stuðningurinn fóðraður með því að
leggja aukagjöld á vinsælar sólar-
landaferðir sem efnt var til fyrir eft-
irlaunaþega. Ferðaskrifstofan, Alle-
tiders Rejser, hafi síðan látið féð
renna í sjóði félagsins. Lögreglan
gerði fyrir viku skyndirannsókn hjá
ferðaskrifstofunni, á heimili Brix-
tofte og fleiri stöðum.
Alls er talið að tekin hafi verið
heimildarlaus lán er nema um 450
milljónum danskra króna. Skuldir
Farum er komnar yfir takmörk sem
sett eru í sveitarstjórnalögum og
hefur borgin nú verið sett undir
beina stjórn innanríkisráðuneytis-
ins. Þar er við völd flokksbróðir
Brixtofte, Lars Løkke Rasmussen.
Aðstoðarborgarstjórinn í Farum,
lögfræðingurinn Per Edrén, var á
fundinum með nefndarformönnun-
um 13 en segir engan hafa séð neitt
tortryggilegt. Hann hafi sjálfur
ekki náð að melta allar tölurnar.
„En ég gat ekki í mínum villtustu
draumum látið mér til hugar koma
að í einni línu í reikningunum væri
sagt frá 250 milljóna króna láni,“
segir hann. „Ég ætlaði að fara heim
og líta seinna á tölurnar en svo
hrundi allt á fundi efnahagsnefnd-
arinnar á fimmtudaginn.“
Danskur borgarstjóri
grunaður um misferli
Tók ólögleg
milljónalán fyrir
borgarsjóð og
lifði hátt
Peter
Brixtofte
RÚSSNESKIR sérfræðingar í
Zvezda-verksmiðjunni, skammt frá
Moskvu, aðstoða belgíska geimfar-
ann Frank de Winne sem mun fara
á næstunni með Sojus-geimfari til
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Hellt
var steinsteypu í karið sem de
Winne situr í en ætlunin er að búa
til nákvæmt mót af líkama hans og
hanna síðan sætið í geimfarinu með
tilliti til sköpulags hans.
Reuters
Sérhannað
sæti í Sojus
JACQUES Chirac Frakklandsforseti
lýsti yfir því í gær að glæpamenn og
illvirkjar verðskulduðu „ekkert um-
burðarlyndi“ af hálfu samfélagsins.
Chirac lét þessi orð falla í ræðu er
hann flutti á kosningafundi en hann
vinnur nú skipulega að því að koma
fram sem málsvari laga og réttar í
þeirri von að það megi verða til þess
að styrkja stöðu hans í komandi for-
setakosningum.
Ræðuna flutti Chirac í einu af út-
hverfum Parísar hvar glæpir eru tíðir
og íbúarnir lifa í stöðugum ótta við að
verða næstu fórnarlömb ofbeldis-
manna. Chirac kvað núverandi ástand
mála í Frakklandi með öllu óþolandi:
„Í Frakklandi er enginn öruggur. All-
ir óttast um öryggi sitt. Við verðum
að bregðast við með hraði. Ofbeldið er
að breyta samfélaginu.“
Nánast fullvíst er talið að helsti
keppinautur Chiracs í forsetakosn-
ingunum 21. apríl verði Lionel Jospin,
frambjóðandi sósíalista og forsætis-
ráðherra. Stjórn Jospins hefur sætt
vaxandi gagnrýni vegna mikillar
fjölgunar glæpa í Frakklandi en sam-
kvæmt nýjum tölum hefur tíðni
þeirra aukist um 7,69% á milli ára.
Ekki fór á milli mála að Chirac
hugðist gera þetta að kosningamáli:
„Ekkert afbrot, sama hversu smátt
það er, á að láta átölulaust. Viðbrögð
þurfa að vera í réttu hlutfalli við glæp-
inn. Sanngirni þarf að ríkja en refs-
ingin á að vera skilgreind, tafarlaus
og fæla menn frá afbrotum,“ sagði
forsetinn. Kom fram í máli hans að
hann hyggst koma á fót öryggismála-
ráðuneyti nái hann endurkjöri. Það
ráðuneyti á að heyra beint undir for-
setann. Kenningin um að ekki beri að
sýna afbrota- og glæpamönnum
nokkurt umburðarlyndi er komin frá
New York og nefnist á ensku „zero
tolerance“. Lögreglan í New York
taldi sig ná miklum árangri með því
að fylgja þessari forskrift.
Chirac
gegn
„umburð-
arlyndi“
Garges-Les-Gonesse. AFP.