Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 7 HARALDUR Örn Ólafsson sjö- tindafari stendur nú frammi fyrir erfiðustu fjallgöngunni í leiðangri sínum eftir að hafa komist á hæsta tind sex heimsálfa. Hæsti tindur heims, Everest 8.848 m, hefur fall- ið að fótum þriggja Íslendinga til þessa, árið 1997, en takist Haraldi að komast á tindinn kemst hann í hóp örfárra manna í heiminum sem gengið hafa á suður- og norð- urpólinn og hátindana sjö. Með uppgöngunni á Aconcagua, hæsta fjall S-Ameríku, fyrir skemmstu, sló hann hæðarmet sitt en fjallið er 6.960 metra hátt, næsthæsta fjallið af tindunum sjö. Ljóst er að fjallgangan reyndi töluvert á Harald, bæði var þung- fært á fjallinu auk þess sem hann veiktist og varð að láta í minni pokann í fyrstu atrennu. Hann lagði síðan til atlögu á nýjan leik eftir nokkurra daga hvíld og náði tindinum 2. febrúar. Var orðinn óþreyjufullur „Það hvarflaði aldrei að mér að fara heim án þess að ná tindinum, en ég viðurkenni að undir lokin var ég orðinn óþreyjufullur að komast á tindinn, eftir að hafa þurft að snúa við í fyrri tilraun- inni,“ segir Haraldur. Hann segir leiðangurinn í heild- ina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir tafirnir á Aconcagua og sömuleiðis á Vinson Massif, hæsta fjalli Suðurskautslandsins, en þar var hann veðurtepptur í um hálf- an mánuð um áramótin eftir vel heppnaða uppgöngu á fjallið. Þessar tafir munu þó ekki hafa teljandi áhrif á undirbúninginn fyrir Everstleiðangurinn, sem hefst í lok mars. Slæst í hóp vestrænna klifrara „Ég slæst í hóp vestrænna klifr- ara en veit ekki enn nákvæmlega hvernig hópurinn verður sam- settur. Þó veit ég að þetta verða sterkir klifrarar.“ Hann segir að klifurtímabilið standi yfir í um hálfan mánuð að vorlagi og reynslan sýni að menn geri sjaldnast fleiri en eina tilraun til að komast á tindinn enda leyfi kraftarnir ekki meira. „Það eru reyndar til dæmi um að menn reyni aftur eftir mis- heppnaða tilraun en yfirleitt gefst mönnum bara eitt tækifæri á tíma- bilinu 10.– 25. maí. Við undirbún- inginn mun ég einkum horfa til fjallgöngunnar á efsta hluta fjalls- ins, enda er mjög mikilvægt að vera tilbúinn í slaginn á tindadegi, þegar gengið er upp úr rúmlega 8 þúsund metra hæð á sjálfan tind- inn.“ Berskjaldaður ef stormur brestur á Flestir klifrarar á Everest nota viðbótarsúrefni á tindadegi, enda eru ekki nema 30% af súrefni í loftinu og þ.a.l. mikil hætta á dauðsföllum af völdum fjallaveiki. Fjallgöngumenn þurfa einnig að vara sig á stormum, sem geta auð- veldlega gert út af við heimsins vönustu fjallgöngumenn eins og dæmin sanna. Bresti á stormur á tindadegi eru menn mjög ber- skjaldaðir og dauðaslys hafa orðið í efstu hlíðum fjallsins sem og neð- ar á því. „Því fylgir vissulega hætta að stunda fjallgöngur á hæstu fjöllum heims. Hins vegar tel ég hættuna vera innan þeirra marka sem ég get sætt mig við og byggi vita- skuld á langri reynslu minni í fjallamennsku og hef öryggið ávallt í fyrrirúmi,“ segir Haraldur. Á tindi Vinson Massif hinn 19. desember 2001. Haraldur er fyrsti Íslend- ingurinn á hæsta tindi Suðurskautslandsins, 4.897 m. Haraldur Örn Ólafsson er hér staddur á tindi Aconcagua, 6.960 m, hæsta tindi Suður-Ameríku sem hann náði 2. febrúar 2002. „Mikilvægt að vera tilbúinn í slaginn á tindadegi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.