Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Snjóskófla/ál 108 cm 1.995 kr. Snjóskófla f/bílinn 78 cm 999 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is Tilboð snjóskóflur Athuganir og matsaðferðir í leikskólum Mikill metnað- ur og framsýni RÁÐSTEFNA undiryfirskriftinni„Gildi athugana og matsaðferða í leikskóla- starfi“ verður haldin á Grand Hótel Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 21. febrúar, milli klukkan 9 og 16. Flutt verða allnokkur erindi sem fjalla um sviðið á víðum grundvelli og eru kallaðir til helstu innlendu sérfræðingarnir. Meðal fyrirlesara er Fjóla Þor- valdsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri og leikskóla- sérkennari og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Hverjir standa að ráð- stefnunni og hvert er efni hennar? „Félag leikskólakenn- ara í samstarfi við faghóp leik- skólasérkennara standa að ráð- stefnunni. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og uppeldisstarf í leik- skóla án aðgreiningar, hugmynd- ir að útfærslu, sérstaklega með tilliti til barna með sérþarfir. Fjallað verður um próftæki, at- huganir og matsaðferðir og nota- gildi þeirra í leikskólastarfi. Kynnt verður nýtt greiningar- tæki fyrir leikskólakennara og fagfólk sem vinnur með elstu börnin í leikskólanum. Greining- artækið greinir börn sem eiga á hættu að þurfa að glíma við lestr- arörðugleika síðar á ævinni. Að lokum munu tveir leikskólastjór- ar kynna markmið og leiðir í upp- eldisstarfi sinna leikskóla.“ Hafa þessir málaflokkar, gildi athuganna og matsaðferðir, mikið verið í deiglunni á Íslandi? „Já, ég myndi segja að svo hafi verið frá því aðalnámskrár leik- skóla kom út 1999. Í aðalnámskrá leikskóla, sem er hugmynda- fræðilegur grundvöllur og stefnu- mótandi leiðarvísir að uppeldis- og kennslustarfi í leikskólum, er m.a. lögð áhersla á gerð skóla- námskrár þar sem sett er fram uppeldis- og námsáætlun til lengri eða skemmri tíma. Innan skólanámskrár rúmast gerð einstaklingsnámskráa en þær gefa upplýsingar um mark- mið sem hafa verið sett fyrir hvert barn og leiðir til að ná þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að skoða mismunandi próftæki og athugunar- og matsaðferðir, til- gang þeirra og markmið og nota- gildi í leikskólastarfi.“ Hvernig má helst bæta leik- skólastarfið hér á landi? „Langflestir leikskólar í dag eru reknir af miklum metnaði og framsýni. Ef fjölga á leikskóla- rýmum í þeim mæli sem stjórn- málamenn boða þessa dagana þarf að gera átak í því að laða fleira fólk í leikskólakennaranám, sérstaklega karlmenn. Ef leik- skólakennurum ber gæfa til að standa vörð um kennslufræði leikskólans er engu að kvíða í framtíðinni.“ Verður reynt á ein- hvern hátt að vinna úr því sem fram kemur á ráðstefnunni? „Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á mismun- andi athugunar- og matsaðferðir og mikilvægi þeirra í leikskóla- starfi þar sem leikurinn er grund- völlur að markvissu uppeldis- og kennslustarfi. Ráðstefna sem þessi gefur alltaf þeim sem hana sækja hugmyndir og veitir upp- lýsingar um það nýjasta sem ver- ið er að gera á þessu sviði. Hug- myndir um leikskólauppeldi og um uppeldi fatlaðra og ófatlaðra er stöðugt að breytast. Það bæt- ist jafnt og þétt við þekkingu og þroska ungra barna og almenna viðurkenningu á gildi þess að mennta börn frá frumbernsku.“ Faghóparnir eru greinilega að leggja sitt af mörkum, en hvernig starfsumhverfi býður hið opin- bera upp á? „Það þarf að stórauka það fjár- magn sem lagt er til sérkennsl- unnar í leikskólum. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á sér- kennsluþörf barna í leikskólum sýna að allt að 15% barna í leik- skólum þurfa á einhvers konar aðstoð að halda, mismikilli, tíma- bundinni og svo framvegis. Nú- verandi kerfi gerir einungis ráð fyrir fé vegna um 7% barna með sérþarfir. Ráðgjafar- og sérfræði- þjónustu við leikskólana þarf í flestum sveitarfélögum að auka verulega. Langir biðlistar hafa myndast á flestum sviðum stoð- þjónustunnar. Við verðum að fá ráðamenn til þess að skilja það hversu vel þeim peningum er var- ið sem lagðir eru í sérkennslu í leikskólum.“ Þú ert sjálf með fyrirlestur sem heitir Leikskóli án aðgrein- ingar, hvað er það eiginlega? „Í leikskóla án aðgreiningar er lögð áhersla á að sinna öllum börnum án sérstakrar aðgrein- ingar, hvað sem líður mismun þeirra eða þeim örðugleikum sem þau eiga við að glíma. Kennsluað- ferðirnar sem notaðar eru taka mið af því að það sé eðlilegt að fólk sé ólíkt og því verði að sníða nám að þörfum nem- andans fremur en að nemandinn verði að laga sig að skólanum. Litið er á barnið sem heildstæðan einstak- ling og athyglinni beint að styrk- leikum þess en ekki veikleikum. Barnið er metið að eigin verðleik- um og fær tækifæri til að nýta hæfileika sína. Einnig er lögð áhersla á að menntun barnanna verði að hvíla á samstarfshópi fagfólks en ekki einstökum kenn- urum.“ Fjóla Þorvaldsdóttir  Fjóla Þorvaldsdóttir er fædd á Akranesi 16. nóvember 1961. Út- skrifaðist sem leikskólasérkenn- ari 1995. Starfaði í leikskólum Kópavogs 1983–97 sem deild- arstjóri, leikskólastjóri og leik- skólasérkennari. 1997–2001 starfaði hún sem sérkennari hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra og frá ágúst 2001 aðstoðarskólastjóri og sérkennari í leikskólanum Fífusölum í Kópavogi. Er gift Svavari Jónssyni bifreiðastjóra og eiga þau þrjú börn, Hrafn, Sunnevu og Inga. Athyglinni beint að styrkleika Tekst Davíð og co. að endurheimta „góðærisgleraugun“? UTANRÍKISRÁÐHERRA Finn- lands hefur tilnefnt Einar Jón- atansson, framkvæmdastjóra Gnár hf. í Bolungarvík sem kjörræðis- mann Finnlands í Bolungarvík frá og með 1. janúar 2002. Einar tekur við af Jóni Friðgeiri Einarssyni sem verið hefur ræðismaður Finnlands í Bolungarvík síðan 1987 en hann lét af störfum í lok desember 2001. Sendiherra Finnlands á Íslandi, Timo Koponen, afhenti Einari Jón- atanssyni skipunarbréf hinn 8. febrúar 2002 í móttöku sem haldin var honum til heiðurs. Jafnframt hefur Einari Jónatanssyni verið afhent viðurkenningarbréf frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Kona Einars er Guðrún Bjarn- veig Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Sendiherrann afhendir Einari Jónatanssyni skipunarbréfið. Nýr kjör- ræðismaður Finna FRUMVARP til laga um líftækniiðn- að var afgreitt úr ríkisstjórn á mánu- dag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir að nokkrar breyting- ar hafi verið gerðar á frumvarpinu, sem hafi verið flutt í fyrravor, og snúi það nú að hreinum iðnaðarhagsmun- um. Ekki sé um heildstæða löggjöf fyrir greinina að ræða heldur rammalöggjöf. Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur er um að ræða endurskoðun sem sé í samræmi við fyrirmæli í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Í 34. grein þeirra laga, sem hafi verið samþykkt 1998, hafi verið ákvæði þess efnis að sett skyldu lög um líftækniiðnaðinn og hafi reyndar staðið til að gera það á árinu 2001. Því sé þessi löggjöf, sem varði stjórn- sýsluna á sviði líftækniiðnaðar, sett fram. Frumvarpið er unnið í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið og um- hverfisráðuneytið en Valgerður segir að umhverfisráðherra hafi með aðra löggjöf að gera sem varði verndar- hagsmuni og sé frumvarp í smíðum hvað það varði. Hún segist vona að frumvarpið verði samþykkt fyrir vor- ið. Það hafi komið fram seint í fyrra og því ekki náð fram að ganga þá. Frumvarp til laga um líf- tækniiðnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.