Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 10

Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýndi harkalega við upphaf þing- fundar í gær svör samgöngu- ráðherra við skriflegri fyrirspurn hennar um starfslokasamninga hjá Landssímanum. Sagði hún „gjör- samlega óþolandi“ hvernig ráð- herrar fótumtroði stjórnarskrár- varinn rétt þingmanna og misbjóði þingi og lítilsvirði það. Svari Sturlu Böðvarssonar (D) samgönguráðherra við fyrirspurn Jóhönnu var dreift á Alþingi í gær, en þar er komist að þeirri niður- stöðu að umbeðnar upplýsingar í fyrirspurninni teljist ekki vera upplýsingar sem eigi að vera op- inberar lögum samkvæmt, sé sam- gönguráðherra hvorki skylt né heimilt gagnvart Landssímanum að svara henni. Jóhanna sagði niðurstöðu ráð- herrans vera þá að þinginu komi þetta ekki við og leiddi líkum að því hvort eitthvað í starfslokasamning- um fyrirtækisins sé þess eðlis að það þoli ekki dagsins ljós. „Alla- vega virðist samviska ráðherra ekki vera hrein í þessu máli,“ sagði Jóhanna. Gagnrýndi hún harðlega, og undir það tóku Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinn- ar, og Lúðvík Bergvinsson (S) og sögðu ótækt að flúið væri í skjól hlutafélagalaga í því skyni að sleppa við það að svara fyrirspurn- inni, en á sama tíma væri upplýst að ekki væri farið að sömu hluta- félagalögum þegar gerðir væru leynilegir starfssamningar við stjórnarformann Símans bak við tjöldin. Hafnað að ráðherra megi ekki veita umbeðnar upplýsingar Össur hafnaði því alfarið að ráð- herra mætti ekki veita umbeðnar upplýsingar. Slíkt ætti aðeins við þegar viðkomandi upplýsingar væru þess eðlis að gæti skaðað hagsmuni fyrirtækisins eða félags- ins. „Ef samgönguráðherra hefur rétt fyrir sér í þessum efnum, er það eingöngu vegna þess að hann er að leyna hér einhverjum upplýs- ingum úr starfslokasamningi við fyrrverandi forstjóra sem bersýni- lega getur skaðað hagsmuni félags- ins ef þær eru gerðar uppvísar. Hvað er það sem gæti skaðað hags- muni félagsins,“ spurði Össur Skarphéðinsson. Flokksbróðir hans, Guðmundur Árni Stefánsson, sagði ríkisstjórn- ina með „allt niðrum sig“ í þessu máli og Sjálfstæðisflokkurinn, eftir ellefu ára samfellda setu við lands- stjórnina, hefði sýnt það af sér að hann sé hættur að gera greinar- mun á hagsmunum flokksins og þjóðarhagsmunum. „Hann virðist ganga um þessi fyrirtæki þjóðar- innar, eins og Símann, eins og eigin fyrirtæki og það er mál að linni,“ sagði Guðmundur Árni. Hann benti einnig á að embætti Ríkisendur- skoðunar væri, vegna afskipta sinna af málinu á fyrri stigum, svo veikt að forseti Alþingis efni til sér- stakrar rannsóknarnefndar með vísan til stjórnarskrárinnar og heimildar þar að lútandi. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður vinstrigrænna, tók undir gagnrýnina og sagði sjálfsagt að upplýsingar yrðu veittar. „Í skjóli leyndarinnar þróast spillingin, eins og dæmin sanna,“ sagði Ögmundur. Átti að vera ljóst að svarið yrði með þessum hætti Sturla Böðvarsson sagði að Jó- hönnu Sigurðardóttur hefði átt að vera ljóst að svar hans við fyrir- spurninni yrði með þessum hætti. „Það liggur alveg ljóst fyrir hvern- ig löggjöfin er um upplýsingar hvað varðar hlutafélög,“ sagði hann og benti á að með svari sínu fylgdi ít- arlegt og greinargott álit sem styddi þessa afstöðu sína. Þar er m.a. bent á að með stofn- un Pósts og síma hf. hafi rofnað öll stjórnsýsluleg tengsl milli ráðu- neytis og félagsins sem áður voru milli ráðuneytisins og Póst- og símamálastofnunar. Hafi sam- gönguráðuneytið því ekki nú skip- unarvald í málefnum Landssíma Ís- lands hf. Engu breyti þótt meiri- hluti hlutafjár sé í eigu íslenska ríkisins og samgönguráðherra fari með eignaraðild ríkissjóðs í fyrir- tækinu. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, gagnrýndi hins vegar þingmenn stjórnarandstöðunnar fyrir að koma sífellt upp í ræðustól Alþingis og ráðast á samgönguráð- herra. Sagði hún að sér ofbyði þau þungu orð sem látin væru falla og velti fyrir sér hvort þjónaði hags- munum Landssímans að ræða mál- in með þessum hætti. „Eru það hagsmunir Landssím- ans að draga umræðuna niður á það plan sem menn hafa verið að gera á undanförnum dögum? Ég segi nei,“ sagði Sigríður Anna og sagði fyrirtækið fyrst og fremst skaðast. „Ég vara við þessari um- ræðu. Hún hefur gengið allt of langt. Ég tel að það sé ekki ásetn- ingur neins ráðherra að troða á rétti þingmanna til þess að fá upp- lýsingar. Ég veit að ráðherrar reyna eftir bestu getu að veita þingmönnum upplýsingar, en það verður auðvitað að segjast, að það getur auðvitað gerst að mönnum verði eitthvað á í þeim efnum,“ sagði þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins ennfremur. Samgönguráðherra vill ekki svara spurningum um starfslokasamninga Landssímans Hvorki skylt né heimilt að svara FUNDUR verður næst á Al- þingi eftir helgi, mánudaginn 25. febrúar nk. Næstu þrír dag- ar á þingi verða einvörðungu helgaðir nefndastörfum og ber þar væntanlega hæst umfjöllun um frumvarp til laga um Kára- hnjúkavirkjun. Nefndadag- ar á Alþingi RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki óskað formlega eftir viðræðum við Evrópu- sambandið um efnislegar breytingar á samningnum um evrópska efna- hagssvæðið, að því er fram kom í máli Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra í umræðum utan dag- skrár um þróun tengsla Íslands og Evrópu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstrigrænna, var málshefjandi og vísaði til viðamikillar tveggja ára skýrslu utanríkisráðherra um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi þar sem kostir EES-samningsins hefðu verið tíundaðir og lýsti yfir undrun á því að sama utanríkisráðherra hefði að undanförnu í ræðum og viðtölum við fjölmiðla orðið ærið tíðrætt um það hversu samningurinn reyni nú á þan- þol stjórnarskrárinnar, að því megi halda fram með góðum rökum að að- ild að ESB tryggði fullveldi Íslands með betri hætti en EES gerir og að sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins sé mögulega ekki lengur sama hindrun í vegi aðildar og ráð- herra hafi áður talið. Loks hafi ráð- herrann látið að því liggja, fyrir rúmri viku, að á allra næstu vikum verði farið fram á formlegar viðræð- ur við Evrópusambandið um hvorki meira né minna en framtíð evrópska efnahagssvæðisins. „Á sama tíma og utanríkisráð- herra ræðir linnulaust um erfiðleika, vandamál, versnandi stöðu, möguleg stjórnarskrárbrot og fullveldisfórn- ir, þá kannast forsætisráðherra ekki við að neitt sé að EES-samningnum og segir okkur að aðspurður hafi ut- anríkisráðherra ekki getað nefnt nein dæmi þar um. Lengst hefur for- sætisráðherra gengið með því að tala um að þörf geti verið á smávægileg- um prófarkalestri,“ sagði Steingrím- ur ennfremur og bætti við: „Það er algerlega óumflýjanlegt að hin form- lega staða og allar pólitískar ákvarð- anir um málsmeðferð liggi ljóst fyrir. Þótt leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins hafi unnið það rökfræðilega og stílfræðilega afrek að telja að ekki sé nú víst, þrátt fyrir allt, að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og eindregnir andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu séu svo mjög ósammála, þá verð ég að viðurkenna að ég á erfitt með að lesa það út úr yfirlýsingum þeirra í austur og vest- ur undanfarna daga.“ Fjórir möguleikar varðandi endurskoðun samningsins Halldór Ásgrímsson (B) sagði að ríkisstjórnin hafi ekki óskað form- lega eftir viðræðum við Evrópusam- bandið um efnislegar breytingar á samningnum um evrópska efnahags- svæðið. Málið hafi verið rætt innan EFTA og umræðan farið vaxandi á síðasta ári í tengslum við stækkunar- ferli ESB. Sagði hann EFTA-ríkin hafa skoð- að þessi mál ítarlega, enda þótt eng- ar tillögur hafi verið afhentar þar sem þær liggi ekki fyrir. Til stæði að hann ræddi þessi mál á fundi með ut- anríkisnefnd nk. fimmtudag. „Engar breytingar verða gerðar á EES-samningnum nema Noregur, Liechtenstein og Ísland verði um það sammála,“ sagði Halldór og sagði að endurskoðun á samningnum hefði eðlilega verið rædd talsvert meðal þessara ríkja. Skv. yfirliti EFTA-skrifstofunnar sé gert ráð fyrir fjórum möguleikum varðandi endurskoðun samningsins. Í fyrsta lagi að ákvæði EES-samningsins verði færð í samræmi við það sem þau voru gagnvart ákvæðum Róm- arsáttmálans, þegar EES-samning- urinn var gerður, þátttaka í nefndum framkvæmdastjórnarinnar verði áréttuð og hún gerð víðtækari, veitt verði lágmarksaðkoma að nefndum ráðsins og Evrópuþingsins í ljósi breytts stofnanafyrirkomulags ESB og endurskoðun á bókun 9 varðandi sölu sjávarafurða og hins vegar inn- heimtu á skólagjöldum á Írlandi og Bretlandi. Utanríkisráðherra upplýsti að framkvæmdastjórn ESB hafi aðeins sagt tæknilega endurskoðun koma til álita, en það nái til fyrsta flokks- ins, því Evrópusamstarf að eigin vali komi ekki til greina. Norðmenn hafi talið ráðlegt að ganga ekki lengra en framkvæmdastjórnin leggur til. „Það er mögulegt að Noregur og Ísland geti orðið sammála um inntak viðræðna við ESB, enda verða þau að vera það. Ríkin tvö virðast sam- stiga um álit á þeirri þróun sem átt hefur sér stað innan ESB og áhrif hennar á EES-samninginn. Hins vegar kunna Norðmenn að meta tímasetningar og taktíska nálgun með öðrum áherslum,“ sagði ráð- herrann aukinheldur. Hann undirstrikaði að afrakstur EES-samningsins væri góður, þegar á heildina væri litið, en hann hafi þó verið byggður á ákveðnum forsend- um um aðgang að ákvarðanamótun og virðingu fyrir stjórnskipulegu forræði EFTA-hliðarinnar. „Póli- tískan vilja hefur skort innan ESB til að nýta til fulls það svigrúm og þær heimildir sem samningurinn gefur til þátttöku EFTA-ríkja í innra mark- aðsstarfi,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að þessir hnökrar á sam- starfi ríkjanna væru ekki þess eðlis að staða samningsins væri í yfirvof- andi hættu. Hins vegar væri þróunin að undanförnu áhyggjuefni, sérstak- lega tækist ekki að sporna við henni. „Málið snýst um það að tryggja að EES-samningurinn verði áfram öfl- ugt tæki til þess að tryggja hags- muni okkar til frambúðar,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Forsætisráðherra segist styðja utanríkisráðherra Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, benti á að EES-samningurinn hafi verið gerður milli tveggja rétthárra ríkja- blokka og byggst á gagnkvæmum viðskiptahagsmunum beggja aðila. Nú væru aðstæður allt aðrar, gagn- kvæmni samningsins fallin niður og athygli ESB snerist nú að stækkun sambandsins. „Ekki þarf að spyrja að örlögum samningsins ef Noregur, langstærsta stoð hans, tekur ákvörð- un um að sækja um aðild, eins og vaxandi áhugi er fyrir þar í landi,“ sagði hún og bætti við: „Eigum við Íslendingar að fljóta sofandi að feigðarósi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir?,“ spurði hún. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði reginmisskilning felast í orðum Bryndísar, því að þegar hafi legið ljóst fyrir, við gerð EES-samn- ingsins, hvaða EFTA-ríki hygðust ganga inn í Evrópusambandið. Þá sagði hann áhuga Norðmanna á inn- göngu ekki meiri en svo að forsætis- ráðherrann þar í landi hefði nýlega lýst því yfir að innganga eða um- ræður um aðild séu ekki á dagskrá í Noregi fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. „Það er ekkert vandamál út af fyr- ir sig þótt fullgildur samningur, sem virkar vel, sé ekki daglega á vörum skrifræðisfólksins í Brussel,“ sagði Davíð og vísaði þar til ummæla um að EES-samningurinn væri að veikj- ast og embættismenn Evrópusam- bandsins kynnu ekki lengur skil á honum. „Ég get nefnt sem dæmi mjög góðan samning annan, varnar- samninginn við Bandaríkin. Við verðum vör við það aftur og aftur, að afar fáir menn í bandaríska stjórn- kerfinu vita um þann samning eða velta honum fyrir sér. En um leið og til þess samnings þarf að grípa, virk- ar hann. Það er nákvæmlega eins og með EES-samninginn.“ Forsætisráðherra sagðist hafa átt viðræður við menn á allra hæstu stigum Evrópusambandsins og alltaf kæmi fram að EES-samningurinn virkaði vel og að á honum væru ekki verulegir gallar. Hins vegar sagði hann að hárrétt væri hjá utanríkis- ráðherra að breyta þessum samningi lítillega í takt við breyttar aðstæður og að því væri unnið. „Og ég styð hann í því,“ sagði forsætisráðherra. Nokkurt mark setti á Evrópuum- ræðuna hið knappa form sem henni var skapað, eða aðeins hálftími. Af þeim sökum höfðu ræðumenn mjög stuttan tíma fyrir sitt mál og lentu þess vegna flestir ef ekki allir í tíma- hraki. Sérstök ósk hafði komið fram frá formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um lengdan ræðu- tíma, en ekki var orðið við þeirri beiðni. Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, gerði þetta að umtalsefni er hann kom upp í ræðustól. „Enn á ný tökum við til við að ræða stórmál þar sem flestum ræðumönnum gefst rúmur tími til þess að standa upp og setjast,“ sagði hann. Vék hann því að forseta hvort ekki mætti fara bil beggja við um- ræður utan dagskrár þannig að mik- ilsmetin mál fengju meiri tíma og gæfist þá þingmönnum tækifæri til þess að „segja eitthvað af viti“ eins og hann orðaði það. Staða EES-samningsins og þróun tengsla Íslands og Evrópu rædd utan dagskrár á Alþingi í gær Ekki verið óskað form- lega eftir viðræðum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráð- herra ræddu EES-samninginn á Alþingi í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.