Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 14
SUÐURNES 14 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEX nemendur í tíunda bekk Heið- arskóla í Keflavík hafa í vetur stundað færni- og áhugamiðað nám, en það er þróunarverkefni sem unnið er í sam- vinnu við Vinnuskóla Reykjanesbæj- ar. Meðal þess sem felst í náminu er að nemendurnir eru í vinnu hjá fyr- irtækjum nokkra tíma í viku í stað þess að sækja hefðbundna tíma í skól- anum. Samkvæmt upplýsingum Björns Víkings Skúlasonar, aðstoðarskóla- stjóra Heiðarskóla, er fjölgreindar- kenning Howards Gardners höfð að leiðarljósi við skipulagningu færni- og áhugamiðaða námsins. Áhersla er lögð á að vinna með sterkar og veikar hliðar nemendanna, færnisvið þeirra og áhugamál. Námið er mótað af starfsfólki skólans í samráði við nem- endurna sjálfa, foreldra þeirra og fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Verklegi þátturinn aukinn Unglingum sem af ýmsum ástæð- um hafa átt erfitt með bóklegt nám er gefinn kostur á þessu námi. Stunda- skrá nemendanna er öðruvísi en ann- arra nemenda tíunda bekkjar. Verk- legi þátturinn er aukinn, meðal annars með fleiri verklegum kennslu- stundum í skólanum og vinnu utan hans. Verklegar greinar eru meðal annars upplýsinga- og tæknimennt, smíði, leiklist og heimilisfræði. Jafn- framt er kennslustundum í sundi fjölgað. Samkvæmt upplýsingum Björn Víkings er megináherslan í bóklegu námi þeirra á stærðfræði, ensku, íslensku og stefna nemendurn- ir að samræmdum prófum í þeim greinum. Nemendurnir sex eru allt að 8 tíma á viku í vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum og er það hluti af þeim 37 kennslustundum sem nemendur tí- unda bekkjar þurfa að skila á viku. Reynt er að taka tillit til áhuga nem- endanna og færni við val á vinnustöð- um, eftir því sem hægt er. Vinnuskóli Reykjanesbæjar aðstoðar við að finna hentuga vinnustaði og greiðir nem- endum laun samkvæmt taxta Vinnu- skólans þann tíma sem þau eru við vinnuna. Vinnustaðirnir eru fjöl- breyttir, nefna má Bílasprautun Suð- urnesja, Hæfingarstöðina, leikskól- ann Garðasel, Plastgerð Suðurnesja, Bílasölu Keflavíkur og félagsmiðstöð- ina Fjörheima. Ragnar Örn Péturs- son, forvarnar- og æskulýðsfulltrúi, sem stjórnar vinnuskólanum segir að áhersla sé lögð á það við stjórnendur vinnustaðanna að unglingarnir séu ekki þangað komnir til að hangsa heldur til að hjálpa til og vinna. Hann segir að þeim sé öllum borin vel sag- an. Björn Víkingur telur að vel hafi tekist til með þetta verkefni. Nem- endurnir standi sig vel í vinnunni og þeir og vinnuveitendur þeirra séu ánægðir. Telur hann rétt að færa út kvíarnar og gefa fleiri nemendum kost á sambærilegu námi og ein- skorða það ekki við tíunda bekk. Áhugasamir starfsmenn Tveir nemendanna og vinnuveit- endur þeirra lýstu sömu skoðunum og forráðamaður tilraunarinnar. Segjast ánægðir með hvernig til hafi tekist. Aron Kristinsson segist hafa haft áhuga á að kynnast bílasprautun og segist líka vel hjá Bílasprautun Suð- urnesja. Hann segist fá að ganga í ýmis verk, meðal annars að slípa bíla og búa undir sprautun og einnig að rífa í sundur. Hann segist lítið vera farinn að sprauta sjálfur enda sé það líklega vandasamara starf. Hann seg- ist nokkuð ákveðinn í að læra bíla- sprautun. Radek Ziegert segir fínt að fá að kynnast störfunum í Plastgerð Suð- urnesja. Hann er pólskur að uppruna og hefur fengið að læra pólsku í skól- anum. Hann var að vinna við vélar sem móta fiskikassa úr frauðplasti í gærmorgun þegar blaðamaður var þar á ferðinni. Segist Radek vel geta hugsað sér að vinna við þetta áfram en stefnir að því að komast í skóla á Ítalíu næsta vetur, skóla sem svipar til fjölbrautaskólans. Segist hafa áhuga á að kynnast öðrum þjóðum og hvernig er að búa í öðrum löndum. Vinnuveitendurnir í starfsnámi Radeks og Arons eru sammála um að strákarnir séu mjög áhugasamir og duglegir til vinnu. Jón Brynjólfsson hjá Bílasprautun Suðurnesja er hrif- inn af þessu framtaki og segist raunar hafa góða reynslu af hliðstæðu starfs- námi. Þangað hafi komið piltur úr grunnskólanum í Sandgerði og hann sé nú að læra fagið. Segja Jón og Ólafur Bjarnason fé- lagi hans að þessi störf liggi vel fyrir Aroni, ekki þurfi að segja honum nema einu sinni hvernig eigi að gera hlutina og raunar sé hann farinn að finna að við eldri og reyndari starfs- menn ef eitthvað fari úrskeiðis hjá þeim. „Við tökum honum eins og full- orðnum manni og það ræða allir við hann þannig,“ segir Jón. Radek er nýbyrjaður í starfsnám- inu hjá Plastgerð Suðurnesja en Björn Herbert Guðbjörnsson fram- kvæmdastjóri segir að strax sé komið í ljós að drengurinn sé áhugasamur og samviskusamur og kvíðir ekki samstarfinu við hann. Sex nemendur úr 10. bekk Heiðarskóla stunda færni- og áhugamiðað nám Hluti af náminu fer fram á vinnustöðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Radek Ziegert við vinnu sína hjá Plastgerð Suðurnesja. Keflavík VEITINGAHÚSIÐ Vitinn í Sandgerði á tuttugu ára af- mæli í þessum mánuði og minnist þess með margvís- legum hætti. Um helgina buðu eigendur Vitans eldri borgurum í afmæliskaffi. Hjónin Stefán Sigurðsson og Brynhildur Kristjáns- dóttir stofnuðu veitingastaðinn fyrir tuttugu árum og byggðu yfir hann húsið sem hann hefur hýst alla tíð. Þau hafa safnað að sér ýmsum gömlum munum og myndum sem tengjast lífi fólksins í Sandgerði á fyrri tíð, jafnt úr landbúnaði og sjávarútvegi, og setur það sérstakan svip á staðinn. Stefán segir að þetta hafi byrjað með því að maður færði honum gamla olíulukt sem hann fékk ekki að hafa heima hjá sér og síðan hafi ýmsir munir bæst við. Segist hann hafa gaman af þess- um gömlu munum. Stefán segir að þau hafi lengi haft mikil og föst viðskipti við fiskvinnslufyrirtækin á staðn- um. Úr því hafi hins vegar dregið seinni árin og þjón- usta við gesti og gangandi aukist, jafnt heimamenn sem ferðafólk, hópa og einstaklinga. Vitinn er með heim- ilismat í hádeginu en er jafnframt með sérréttarmat- seðil í hádeginu og á kvöldin. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Þær nutu kaffiveitinganna í Vitanum í tilefni tvítugsafmælis veitingastaðarins, frá vinstri: Jóhanna Konráðs- dóttir, Jóna Guðríður Arnbjörnsdóttir, Helga Ingibjartsdóttir og Elín Benjamínsdóttir. Buðu eldri borgurum í afmæliskaffi Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson bera fram kaffibrauðið. NAFNI Áhaldahúss Reykjanesbæjar hefur verið breytt í Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar. Tók breytingin gildi um síðustu áramót. Að sögn Viðars Más Aðalsteinsson- ar, forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs, hefur hlutverk áhalda- hússins breyst. Áður átti það mikið af tækjum og annaðist flestar nýfram- kvæmdir fyrir bæjarfélagið. Viðar segir að færst hafi í vöxt að fram- kvæmdir séu boðnar út og séu slík verk nú lítill hluti af starfsemi áhalda- hússins. Stofnunin annist hins vegar margháttaða þjónustu við bæjarbúa og stofnanir bæjarins auk eftirlits. Hjá Þjónustumiðstöðinni eru 24 starfsmenn. Hún sér um viðhald á götum, gangstéttum, göngustígum, holræsum, umferðarmerkjum og um- ferðarljósum. Einnig hefur hún um- sjón með snjómokstri og hálkueyð- ingu. Á hennar sviði eru almennings- garðar, opin svæði, jólaskreytingar og aðrar framkvæmdir við opinber hátíðarhöld. Áhaldahús- ið heitir nú Þjónustu- miðstöð Reykjanesbær KAMMERKÓR Nýja tónlistarskól- ans heldur tónleika í Ytri-Njarðvík- urkirkju á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Stjórnandi er Sigurður Bragason og undirleikari á píanó Richard Simm. Flutt verða verk eftir nokkur af virtustu tónskáldum Íslendinga. Einsöngvarar eru Laufey Geirs- dóttir, Anna Jónsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Anna Margrét Ósk- arsdóttir, Ragnheiður Sara Gríms- dóttir, Davíð Viðarsson, Gyða Björgvinsdóttir, Ásdís Arnalds, Sig- urlaug Arnardóttir og Lindita Ótt- arsson. Tónleikar Kammerkórs Njarðvík HJÁLMAR Jónsson knatt- spyrnumaður var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur 2001. Kjöri hans var lýst á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ung- mennafélags, í fyrrakvöld. Hjálmar var einn af burðarásum Keflavíkurliðs- ins í sumar sem leið þrátt fyrir ung- an aldur og var valinn í U-21 lands- lið Íslands. Hann var í lok leiktíðar kosinn bæði efnilegasti og besti leikmaður meistaraflokks Keflavík- ur. Er það í fyrsta skipti sem það gerist. Hjálmar er nú á leið í at- vinnumennsku til Gautaborgar í Svíþjóð. Hjálmar var jafnframt valinn knattspyrnumaður Keflavíkur 2001. Íþróttamenn annarra deilda félags- ins voru: Guðjón Skúlason var val- inn körfuknattleiksmaður Keflavík- ur, Heiðrún Rós Þórðardóttir fimleikamaður ársins, Íris Edda Heimisdóttir sundmaður Keflavík- ur, Ólafur Jón Jónsson badminton- maður ársins, Eiríkur A. Björgvins- son keilumaður Keflavíkur, Guð- mundur Óskarsson skotmaður árs- ins og Nökkvi Þór Matthíasson taekwondo-maður ársins. Stjórn Keflavíkur var endur- kjörin á aðalfundinum. Þorgrímur Árnason bauð sig fram gegn sitj- andi formanni en Einar Haraldsson fékk mun fleiri atkvæði og er áfram formaður félagsins. Fjórir félagar voru heiðraðir með bronsmerki Keflavíkur fyrir fimm ára stjórnarsetu. Það eru: Birgir Þór Runólfsson og Jón B. Ólsen í knattspyrnudeild, Sigurbjörg Guð- mundsdóttir í fimleikadeild og Sess- elja Birgisdóttir í badmintondeild félagsins. Hjálmar Jónsson íþróttamað- ur ársins Keflavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.