Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 21
Sími 55 12345
OFVEIÐIN í Norður-Atlantshafi
er svo gegndarlaus, að verði ekkert
að gert kann svo að fara, að í fram-
tíðinni verði farið að eltast við þör-
unga, marglyttur og annað slíkt
sem hráefni í „fisklíki“. Kemur
þetta fram í nýrri skýrslu, sem
lögð var fram á ráðstefnu í Boston
um síðustu helgi og dagblaðið
Boston Globe greinir frá ásamt
breska útvarpinu BBC. Þar segir
ennfremur, að fiskstofnarnir séu
nú ekki nema einn sjötti af því,
sem þeir voru fyrir 100 árum.
„Við höfum skoðað ástandið við
allt Norður-Atlantshaf, við Kan-
ada, Bandaríkin og við Evrópu, og
komist að því, að það er miklu al-
varlegra en talið var,“ sagði dr.
Daniel Pauly en hann starfar við
Háskólann í Bresku Kólumbíu í
Vancouver í Kanada. Reg Watson,
sem er við sama skóla, segir, að
ástandið birtist meðal annars í
hraðminnkandi fiskneyslu. Vestan-
hafs sé hún nú ekki nema þriðj-
ungur af því, sem hún var á sjö-
unda áratugnum.
„Ef við gerum ráð fyrir, að sama
þróun haldi áfram næstu 10 árin,
þá verður fiskurinn bara orðinn að
skemmtilegri minningu í hugum
margra,“ sagði Watson.
Í besta falli við hættumörk
Því var haldið fram á ráðstefn-
unni, að þorskur og ýsa og fleiri
tegundir yrðu að mestu horfin á
miðunum við Nýja England eftir
áratug og rannsóknir sýna, að jafn-
vel þar sem ástandið er skást við
norðanvert Atlantshafið, eru fisk-
stofnarnir í raun í lágmarki og við
hættumörk.
Í rannsókninni, sem stóð í hálft
þriðja ár, tóku þátt 10 vísindamenn
og um 50 ráðgjafar en tilefnið var
óánægja með ófullkomið heildar-
yfirlit yfir ástandið á þessu stóra
hafsvæði. Í hópnum voru meðal
annars fiskifræðingar, líffræðingar
og hagfræðingar frá rannsókna-
stofnunum austanhafs og vestan.
Þótt hópurinn hafi ekkert póli-
tískt vald á bak við sig, er samt bú-
ist við, að skýrslan verði höfð til
hliðsjónar við frekari fiskverndar-
aðgerðir í Nýja Englandi. Tillögur
vísindamannanna eru mjög róttæk-
ar, að minnsta kosti í augum sjó-
manna. Þeir leggja til, að þúsundir
fermílna verði friðaðar; að skip-
unum verði fækkað mjög mikið og
hvers konar niðurgreiðslur eða rík-
isaðstoð við sjávarútveginn bönn-
uð.
Stóraukin sókn
Vísindamennirnir segja, að til-
raunir stjórnvalda til að koma í veg
fyrir ofveiði hafi mistekist „að
miklu leyti“ vegna þess, að einblínt
hafi verið á vanda eins eða tiltek-
inna fiskstofna í stað þess að skoða
það í samhengi við ástandið al-
mennt.
Á síðustu 30 árum hefur veiði á
þorski, túnfiski og ýsu í Norður-
Atlantshafi minnkað um meira en
helming þrátt fyrir, að sóknin hafi
þrefaldast á sama tíma. Það er ekki
aðeins, að skipunum hafi fjölgað,
heldur hefur allur tækjabúnaður
stórbatnað á þessum tíma. Áætlað
er, að ríkisstjórnir við þetta haf-
svæði styrki sjávarútveginn með
um 250 milljörðum ísl. kr. árlega.
Þótt kreppuástandið í fiskveið-
unum hafi verið „falið“ fyrir neyt-
endum með auknum fiskinnflutn-
ingi, ekki síst frá ýmsum
þriðja-heimsríkjum, þá hefur verð-
ið hækkað ár frá ári. Sem dæmi er
nefnt, að í Bandaríkjunum hefur
verð á humri og rækju tvítugfald-
ast frá 1950.
Morgunblaðið/RAX
Þorskstofnarnir við norðanvert Atlantshaf mega muna sinn fífil fegurri.
Þar sem best lætur eru þeir rétt ofan við hættumörk en annars staðar
hrundir eða að hruni komnir.
Vaxandi ofveiði
í N-Atlantshafi
Sókn í þorsk og ýsu hefur þrefaldast
á 30 árum en veiðin minnkað um
meira en helming
KÍNVERSK stjórnvöld sögðu í
gær að það væri „aðeins orðróm-
ur“ að Li Peng, forsætisráðherra
landsins, væri grunaður um að
hafa látið koma fyrir hlerunar-
tækjum í væntanlegri einkaþotu
Jiang Zemins forseta landsins.
Bandaríska blaðið Washington
Times greindi frá því sl. föstudag
að bandarískir leyniþjónustu-
fulltrúar teldu að Jiang væri orð-
inn sannfærður um að Li hefði
gefið skipanir um að hlerunarbún-
aðinum yrði komið fyrir. Hefði for-
sætisráðherrann látið gera þetta
til að geta fylgst með samræðum
forsetans um spillingarmál er
tengdust fjölskyldu forsætisráð-
herrans, sagði blaðið.
Greint var frá því í síðasta mán-
uði að fjöldi hlerunartækja hefði
fundist í þotunni, eftir að hún var
afhent í ágúst sl. Þotan er af gerð-
inni Boeing 767, og var keypt not-
uð í Bandaríkjunum.
Hvorki kínversk né bandarísk
stjórnvöld vildu segja nokkuð að
ráði um málið, að því er virtist til
að valda ekki óróleika vegna vænt-
anlegrar heimsóknar Georges W.
Bush Bandaríkjaforseta til Kína,
en hann kemur þangað á morgun.
Lét Li Peng hlera þotu Jiang Zemin?
„Aðeins orðrómur“
Peking. AFP.