Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MICHELLE Hartman, lektor við Hofstra-háskóla í New York í Bandaríkjunum, er hingað komin á vegum Hugvísindastofnunar HÍ til að flytja fyrirlestur er nefnist „Raddir kvenna í arabískum bók- menntum“. Í fyrirlestrinum, sem hefst kl. 17.15 í dag, mun Hartman gefa yf- irlit yfir þróun arabískrar bók- menningar fram á nútíma og beina sjónum að úrvinnslu kvenrithöf- unda á tengslum tungumáls og bókmennta. Michelle Hartman er bókmenntafræðingur og sérfræð- ingur um stöðu kvenna í Miðaust- urlöndum, en hún lauk m.a. hluta doktorsnáms síns við Damaskus- háskóla. Á næstu dögum mun Hartman jafnframt kenna nám- skeið um íslam og nútímann við Endurmenntunardeild Háskólans ásamt Magnúsi Bernharðssyni sagnfræðingi. Blaðamaður náði tali af Michelle og spurði hana í fyrstu hvort margir kvenhöfundar hafi látið í sér heyra í Miðausturlöndum und- anfarin ár. „Þetta er mjög algeng spurning þegar að þessu viðfangs- efni kemur. Vesturlandabúar draga e.t.v. ósjálfrátt þá ályktun að arabískar konur njóti ekki mennta og fái ekki tækifæri til að skrifa bækur. En tilfellið er að konur taka virkan þátt í bók- menntalífi og eru virkar á öðrum sviðum í fjölmörgum arabalöndum. Þetta stangast þó vissulega á við hlutskipti mikils hluta kvenna í Mið-austurlöndum sem búa við fá- tækt, skort á menntun og sums staðar lögbundin höft. Michelle segir þær raddir sem greina megi í arabískum bókmenntum eftir konur vera margvíslegar, og megi finna hin ólíkustu efni í bókum þeirra. „Skrif margra höfundanna endurspegla pólitískt ástand hvers lands fyrir sig, og áhrif þess á líf íbúanna. Lesendum birtast þar ólík sjónarhorn, allt frá höfundi frá Líbanon, landi sem er að sigla út úr fimmtán ára borgarastyrjöld, og palestínskri konu frá hernumdu svæðunum til sádi-arabísks höf- undar sem býr við áþreifanlega kvenkúgun. Þó gera kvenhöfundar þætti er varða kynferði og heim- ilislíf frekar að viðfangsefni er karlhöfundar og er glíma kvenna við að samræma heimilislíf og starfsferil jafn áberandi umfjöll- unarefni og á Vesturlöndum. Þau átök fá þó annan vinkil í ljósi mis- munandi pólitísks ástands í Mið- austurlöndunum.“ Hversu aðgengilegar eru bók- menntir arabískra kvenna Vestur- landabúum? „Það hefur átt sér stað nokkur aukning á þýðingum á arabískum bókmenntum sem hófst eftir að ar- abíski rithöfundurinn Naguib Nahfouz hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1988. Það sem kemur ef til vill á óvart er að áhuginn er talsvert meira á skáldverkum kvenhöfunda en karlhöfunda, ef til vill vegna þess að þar er veitt innsýn í veru- leika sem er mörgum sem lokuð bók. Það kemur því á óvart hversu mikið hefur verið þýtt af bókum arabískra kvenna í Bandaríkjun- um, Bretlandi og Frakklandi svo dæmi séu nefnd.“ Hvernig muntu taka á þessu víð- feðma efni í fyrirlestrinum? „Ég mun byrja á því að reifa þróun arabískrar bók- og sagna- menningar, enda er hún órjúfan- legur hluti af þróun arabískrar tungu. Það er því löng hefð að baki nánum tengslum arabískra bók- mennta og tungumáls, og benti Magnús Bernharðsson mér t.d. á að þar megi finna samvörun við ís- lenska tungu sem á sér sterkar rætur í norræna sagnaarfinum. Með því að skoða nokkra texta, einkum úr skáldverkum tveggja arabískra kvenhöfunda, þ.e. Hoda Barkat og Salwa Bakr, leitast ég við að bregða ljósi á hvernig kven- rithöfundar hafa tekist á við hefðin m.a. með því að líta til tungutaks hversdagsins og arfleifðar munn- legrar sagnahefðar. Ég mun jafnframt dreifa ítarefni um áhugaverða höfunda ef gestir hafa áhuga á að kynna sér við- fangsefnið nánar,“ segir Michelle Hartman. Fyrirlesturinn hefst sem fyrr segir kl. 17.15 í stofu 101 í Lög- bergi og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um bókmenntir arabískra kvenna í Háskóla Íslands Eru virkir þátttakendur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Það kemur því á óvart hversu mikið hefur verið þýtt af bókum arab- ískra kvenna víða á Vesturlöndum,“ segir Michelle Hartman sem heldur fyrirlestur um arabískar bókmenntir í Lögbergi í dag. RANNSÓKNIR sem fram fara innan vébanda svokallaðs Reyk- holtsverkefnis verða kynntar í Snorrastofu annað kvöld kl. 20.30. Fræðimenn frá Sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands, Þjóðminjasafni, Örnefnastofnun Íslands, Raunvísindastofnun Há- skóla Íslands og Snorrastofu munu ræða stöðu rannsókn- arverkefnisins og framtíð þess. Nú þegar hefur margt litið dags- ins ljós sem afrakstur af verkefn- inu og munu skýrslur með rann- sóknarniðurstöðum liggja frammi. Að Reykholtsverkefninu koma fjölmargir aðilar, bæði inn- lendir og erlendir. Því var hleypt af stokkum 1999 og er með því stefnt að þverfaglegri niðurstöðu. Því er skipt í þrjá verkþætti: a) Fornleifarannsóknir; b) Mannvist- arlandslag; c) Miðstöðin Reyk- holt. Verkefnið hefur forn- leifauppgröft í Reykholti sem upphaf og tengist ekki síst Snorra Sturlusyni (1179-1241) og tímabili hans. Aðgangseyrir er 500 kr. og boðið er upp á kaffiveitingar. Morgunblaðið/Sverrir Fræðimenn við störf við hellulagt gólf hússins sem fannst sl. sumar. Reykholtsverkefnið kynnt í Snorrastofu Norræna húsið Á háskóla- tónleikum kl. 12.30 leikur Ármann Helgason klarinettuleikari verk eftir Stravinski, Sutermeister, Penderecki og Rivier. Tónleikarn- ir taka u.þ.b. hálfa klst. Aðgangs- eyrir er 500 kr., en ókeypis er fyr- ir handhafa stúdentaskírteina. Tónskóli Sigursveins Tónlist- arhátíðin Elíasardagar hefjast í Árbæjarkirkju kl. 18. Hátíðin er tileinkuð Elíasi Davíðssyni tón- skáldi og munu nemendur tón- skólans flytja verk eftir hann. Elías er fæddur í Palestínu. Hann hefur síð- an 1986 samið og gefið út á þriðja tug safna með lögum fyrir ýmis hljóðfæri, mest fyrir fyrstu námsstigin. Sum verka sinna hefur hann unnið í ná- inni samvinnu við tónlistarskóla í Sviss, Þýskalandi og á Íslandi og eru kennsluverk hans nú notuð víða um Evrópu. Á efnisskránni eru aðallega einleiks- og kamm- erverk. Sum verkanna hefur Elías unnið í náinni samvinnu við kenn- ara skólans. Elías mun sjálfur skýra einstök verk og flytja for- spjall að hverjum tónleikum. Tónleikar verða einnig í sal Tón- skólans, Hraunbergi 2, kl. 18 á morgun, í sal Tónskólans á Engja- teigi 1 kl. 18 á föstudag og kl. 14 á laugardag. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Elías Davíðsson VERK Ólafs Jóhanns Ólafssonar, „Feast of Snails“ (Sniglaveislan), sem frumsýnt var í West End-leikhúshverfinu í Lundúnum á mánudags- kvöld, fékk umsögn yfir meðallagi hjá breska dag- blaðinu The Times í gær. Gagnrýnandi The Guard- ian gefur leikritinu hins vegar ekki eins góða um- sögn. Benedict Nightingale, leikhúsgagnrýnandi The Times, sem gefur verkinu þrjár stjörnur af fimm, beinir að miklu leyti sjón- um að frammistöðu leik- arans David Warners í hlutverki Karls Johnson, aðalpersónu Sniglaveislunnar. Vakti það mikla athygli í bresk- um fjölmiðlum að Warner hygð- ist taka að sér hlutverkið, en hann hafði fram að frumsýning- unni á mánudag ekki stigið á leiksvið í Lundúnum í þrjátíu ár. Í dómnum segir að frammistaða Warners hafi verið „styrk og vönduð“, þó að ákjósanlegra hefði verið að sjá leikarann tak- ast á við „eitthvað meira ögrandi og dramatískt spennandi“. Gagn- rýnandi lýsir leikritinu svo að þar leitist Ólafur Jóhann við að tvinna saman spennusögu með sálfræðilegu ívafi og vangaveltur um kynþáttamál og erfðir sem talist geti mjög áleitnar fyrir ís- lenskt samfélag. Telur hann verkið þungvægara en almennt gerist í leikuppfærslum West End-leikhúshverfsins, þó svo það „skorti meiri spennu og ef til vill kímnigáfu“. Gagnrýnandinn lofar frammistöðu Warners í hlutverki Karls, og segir hann forðast að afskræma hina neikvæðu per- sónu, jafnframt því sem öll meló- dramatík sé víðsfjarri í leikstjórn og framleiðslu Ron Daniels. Í lok dómsins er vikið að úr- lausn verksins sem gagnrýnand- inn segir fela í sér snjallan við- snúning á viðhorfum aðalper- sónunnar. „Hún er rökrétt. Hún er snjöll. Hún er kaldhæðnisleg. Umfram allt gefur hún Warner tækifæri til að dýpka tjáningu sína og veit það á gott varðandi framtíð hans í bresku leikhúsi,“ segir í dómnum. Gagnrýnandi The Guardian er heldur harð- orðari og gefur verkinu tvær stjörnur. Hann kall- ar Sniglaveisluna „stór- furðulegan íslenskan inn- flutning“ Ólafs Jóhanns Ólafssonar og segir verkið langdregið og grunnhygg- ið. Segir hann höfundinn leggja mikla alúð í að byggja upp flóknar að- stæður en afhjúpunin valdi vonbrigðum. Víkur gagnrýnandinn að frammistöðu David Warn- ers og segir að honum sé mikill vandi á höndum að gæða hinn íslenska auð- jöfur dramatískri dýpt, en per- sónan minni sig helst á „staðlað illmenni í anda Bond-kvik- mynda“. „Ég vildi aðeins óska þess að Warner hefði, eftir allan þennan tíma, fundið sér hlutverk sem hæfði betur hans tilkomu- miklu sviðsframkomu,“ segir ennfremur í dómnum. Gagnrýn- andi telur frammistöðu leikar- anna Philip Glenisters og Siwan Morris góða, og telur Ron Daniel gera sitt besta við leikstjórnina. Að lokum segir gagnrýnandi helsta galla verksins felast í til- raun höfundar til þess að „af- hjúpa siðleysi hinna vellauðugu á sama tíma og áhorfandanum er gefið færi á að velta sér upp úr lífsstíl þeirra“. Viðbrögð breskra gagnrýnenda við Sniglaveislunni David Warner Ólafur Jóhann Ólafsson The Times gefur verkinu 3 stjörnur GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.