Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 30

Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ G efa færri kost á sér til sveitarstjórna en áður? Þessari spurningu var velt upp í ítarlegri og fróðlegri fréttaskýringu Örnu Schram blaðamanns í Morg- unblaðinu í gær. Spurningin er réttmæt, því að undanförnu hafa margir lýst áhyggjum sínum af minnkandi áhuga fólks til þátt- töku í félagsmálum og eru störf í stjórnmálum þar ekki undan- skilin. Margar ástæður hafa verið nefndar til sögunnar, t.d. að prófkjör fæli ungt og efnilegt fólk frá og launakjör kjörinna fulltrúa standist ekki samanburð við almennan vinnumarkað. Sveitar- stjórnakosn- ingar fara fram 25. maí nk. og eftir tæplega hálft annað ár verður kosið til Alþingis sam- kvæmt gjörbreyttri kjör- dæmaskipan. Það er pólitík í loftinu; ekki aðeins í skugga frétta af stjórnun Landssímans undanfarna daga, heldur í víðara samhengi. Prófkjör eru haldin í nokkrum sveitarfélögum, annars staðar er stillt upp, enn aðrir efna til skoðanakannana í full- trúaráðum. Það er eins og geng- ur, engin aðferð er betri en önn- ur og eftir á þykir sumum sem berin séu verulega súr. Þau sjónarmið hafa verið áberandi að prófkjörsaðferðin sem slík heyri jafnvel sögunni til og víst er að í færri tilfellum en oft áður hefur verið gripið til prófkjörsleiðarinnar. Margeir Pétursson, formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, vék nýlega að þessu í Morgunblaðinu, eftir að ákveðið hafði verið að efna ekki til opins prófkjörs um val á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar. „Auðvitað eiga hefðbundin prófkjör mikinn stuðning innan flokksins en þau skila ekki mikilli endurnýjun. Sá mikli kostnaður sem verið hefur samfara þátttöku í prófkjöri hef- ur verið mikið áhyggjuefni og er vitað að mikið af mjög hæfu fólki leggur ekki út í prófkjörsbaráttu af þeim sökum,“ sagði Margeir. Fram kom í grein Örnu Schram, að margir telji nú al- mennt erfiðara en áður að fá fólk til starfa í sveitarstjórn- armálum en áður. Ýmsar ástæð- ur séu nefndar til sögunnar, lé- leg laun og mikið vinnuálag sé oftast nefnt. Þessi vandræði séu ekki bundin við einn stjórn- málaflokk umfram aðra, vandinn sé þverpólitískur. Sífellt fleiri keppist um frítíma fólks; áherslur og gildismat hafi breyst. Í áðurnefndri grein voru ýms- ir þeirrar skoðunar að próf- kjörsbarátta geti fælt marga frá því að gefa kost á sér til þátt- töku á vettvangi sveitarstjórna, hættan væri sú að þá þyrftu frambjóðendur kannski að eyða milljónum króna í auglýsingar og verða auk þess fyrir „miklu áreiti frá fjölmiðlum“ eins og það var orðað. Birna Lárusdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðar, sagði hugsanlega erf- iðara nú en áður að fá dugandi fólk til þess að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa: „Það er hugs- anlega erfiðara nú en áður að fá dugandi fólk sem á fullt erindi í sveitarstjórnir sennilega vegna þess að það hefur svo mörgum öðrum hnöppum að hneppa,“ sagði hún. Segja má að umfjöllun Morg- unblaðsins varpi ljósi á athygl- isverða þróun sem átt hefur sér stað um allan heim á und- anförnum árum. Með aukinni fjölmiðlavæðingu er sífellt sterk- ara kastljósi beint að þátttak- endum í opinberri umræðu og ekki eru allir þess fýsandi að stíga slíkan dans. Það er þannig af sem áður var, þegar sagt var að þessi eða hinn gæti ekki kvartað yfir gagnrýni og um- ræðu um sín störf; það hefði enginn beðið hann um að „trana sér áfram“ og nógir aðrir væru til þess að taka við og láta gott af sér leiða. Vitaskuld er mikil einföldun að alhæfa sem svo að erfitt sé að fá fólk til þess að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Það virðist hins vegar staðreynd að slíkt sé erfiðara en áður, þegar karlar og konur kepptust um að komast til valda og áhrifa. Augljóst er að slík þróun er óhagstæð, því um leið verður minna úrval af fram- bjóðendum og þannig minnka líkur á því að einstaklingar sem skara fram úr gefi kost á sér. En um leið má velta því fyrir sér hvort „pólitískur darwinismi“ af þessu tagi geti ekki líka verið af hinu góða; að frambjóðendur gangi ekki að því gruflandi að hlutskipti stjórnmálamannsins sé oft á tíðum vanþakklátt og séu því harðari af sér – betur undir það búnir að taka slaginn. Ekki hefur sýnst að und- anförnu í aðdraganda borg- arstjórnarkosninga að hörgull sé á frambjóðendum sem vilji kom- ast til metorða hjá þeim fylk- ingum sem bjóða fram í kosning- unum. Úrslit úr prófkjöri Samfylkingarinnar í gær þýða að reyndir og þekktir borg- arfulltrúar eiga alvarlega á hættu að detta út úr borg- arstjórn og aðrir koma sterkir inn. Svipaða sögu má segja af framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins sem enn er þó í mótun; gefa má sér að ýmsir verði þar frá að hverfa sem hafa reynslu og þekkingu til að bera. Framboðið beggja megin er þannig að því er virðist meira en eftirspurnin. Kannski er skynsamlegast að taka þá afstöðu til málsins að hætta að sýta þá sem ekki gefa kost á sér til trúnaðarstarfa, en flykkjast þess heldur um þá sem þó eru tilbúnir að fórna frítíma sínum og orku í þágu samfélags- ins. Þetta er nefnilega spurning um framboð og eftirspurn í fleiri en einum skilningi. Pólitískt framboð og eftirspurn „En um leið má velta því fyrir sér hvort „pólitískur darwinismi“ af þessu tagi geti ekki líka verið af hinu góða?“ VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is SKÝRSLA Hag- fræðistofnunar um samhengi auðlinda- gjalds og skatttekna ríkisins hefur eðlilega vakið mikla athygli. Meginniðurstöðurnar, að hreinar skatttekjur ríkisins ykjust að öllum líkindum miklu minna en næmi auðlindagjald- inu sjálfu og það væri jafnvel hugsanlegt að skatttekjur beinlínis minnkuðu, ættu þó síð- ur en svo að koma á óvart. Í desember sl. sam- þykkti alþingi lög um lækkun tekjuskatts á fyrirtæki á þessum forsendum. Röksemdirnar voru að lækkun skatta á fyrirtæki yrði til þess að auka hagnað þeirra og fjárfestingar og þar með hagvöxt. Því myndi tekjuminnkun ríkisins af slíkri skattalækkun vera óveruleg. Til lengri tíma litið gæti ríkið jafnvel hagnast á svona skattalækkun. Um þetta varð nokkuð almennt sam- komulag stjórnmálaflokka á alþingi og, eftir því sem best verður séð, hag- fræðinga í landinu. Skýrsla Hag- fræðistofnunar segir nákvæmlega það sama. Hún fjallar hins vegar um skattahækkun á fyrirtæki, það er auðlindagjald. Því eru áhrifin í hina áttina. Tveir hagfræðingar Hinn 7. febrúar fær Morgunblaðið tvo hagfræðinga til að tjá sig um mál- ið. Fyrri hagfræðingurinn sem rætt er við, Gylfi Magnússon dósent, virð- ist fallast á meginatriðin í niðurstöð- um skýrslunnar. Hann samþykkir, að því er virðist afdráttarlaust, að skatttekjur ríkisins af auðlindagjaldi yrðu minni en nemur gjaldinu sjálfu. Því staðfestir hann þennan megin- þátt í niðurstöðu skýrslunnar. Jafn- framt útilokar hann ekki að skatt- tekjurnar gætu beinlínis minnkað en er þó ekki trúaður á það. Hann telur með öðrum orðum niðurstöðu Hag- fræðistofnunar hugsan- lega í beinni andstöðu við það sem fyrirsagnir Morgunblaðsins gefa til kynna. Af orðum Gylfa er því ekki hægt að skilja að hann hafni nið- urstöðum Hagfræði- stofnunar. Við þetta er að bæta, að það kann að hafa áhrif á niðurstöðu Gylfa, að hann virðist ímynda sér að sam- dráttur í fjárfestingum verði í sjávarútvegi og þá fyrst og fremst í af- kastagetu í veiðum. Þetta er augljós mis- skilningur. Ráðstöfunarfé, sem sprettur upp í sjávarútvegi, er auð- vitað nýtt til fjárfestinga um allt hag- kerfið. Þá virðist Gylfi ekki átta sig á að í sjávarútvegi eru vænleg fjárfest- ingatækifæri í úrvinnslu afurða, geymslu- og flutningstækni af ýmsu tagi og markaðssetningu. Og ekki má gleyma fiskeldi. Þórólfur Matthíasson Viðtalið við hinn hagfræðinginn, Þórólf Matthíasson, er uppfullt af missögnum og upphrópunum án rök- semdafærslu. Hann kemur til dæmis með þá furðulegu yfirlýsingu að eitt- hvert líkan í skýrslunni sé gamal- dags. Hvað er gamaldags? Kannski telur Þórólfur kenningar Adams Smiths um starfsemi markaðarins, sem öll nútímahagfræði byggist á, gamaldags. Svona yfirlýsingar eru dæmigerðar um rökþrot. Þórólfur fullyrðir að í skýrslunni sé ekki gert ráð fyrir að auðlinda- gjaldið komi í stað annarra skatta, þ.e. renni til heimilanna. Þetta er rangt. Í skýrslunni (bls. 7) er rætt um þann möguleika að tekjum af auð- lindagjaldi sé jafnharðan skilað út í hagkerfið með skattalækkunum. Í kaflanum, sem fjallar um fjárfesting- ar og hagvöxt, og mestu máli skiptir um þá niðurstöðu að álagning auð- lindagjalds gæti leitt til minnkunar skatttekna, er gert ráð fyrir því að heimilin eða ríkið noti skatttekjur af auðlindagjaldi að einhverju marki til fjárfestinga. Þórólfur fullyrðir að það sé for- senda í skýrslunni að útgerðarmenn séu öðrum skynsamari í fjárfesting- um. Eftir lestur skýrslunnar fæ ég hvergi séð fót fyrir þessari fullyrð- ingu. Þvert á móti gerir skýrslan ráð fyrir að allar fjárfestingar séu jafn- arðsamar. Þetta er því rangt hjá Þór- ólfi. Ljóst er að Þórólfur er ósammála niðurstöðum skýrslunnar. Það kem- ur ekki á óvart. Hann hefur lengi ver- ið ákafur talsmaður auðlindaskatta og raunar hárra skatta og opinberrar forsjárhyggju yfirleitt. Hann hefur líka gengið fram fyrir skjöldu þeirra sem vilja hrifsa aflakvóta til ríkisins og bjóða þá upp árlega. Hann hefur hins vegar ekki fært nein skynsam- leg rök fyrir þessari skoðun sinni og grípur til upphrópana og moldviðris þegar sterk rök benda til annarra niðurstaðna. Þáttur Morgunblaðsins Morgunblaðið studdi rökin fyrir skattalækkun á fyrirtæki á síðasta ári. Það væri í rökréttu samhengi við ritstjórnarstefnu blaðsins að snúast gegn hugmyndum um skattahækkun á fyrirtæki í mynd auðlindagjalds. Auðlindagjald og skatttekjur Björgvin Guðmundsson Auðlindin Hreinar skatttekjur rík- isins af álagningu auð- lindagjalds, segir Björg- vin Guðmundsson, ykjust miklu minna en sem næmi auðlinda- gjaldinu sjálfu. Höfundur er formaður Heimdallar, f.u.s. í Reykjavík. 14. FEBRÚAR sl. birtist í Mbl. grein eftir Helga Geirsson sem ber heitið Minnumst Dresden! Höfundur telur loftárásir Eng- lendinga og Banda- ríkjamanna á þessa þýsku borg við lok síð- ari heimsstyrjaldar „líklega hið löðurmann- legasta í sögu Evrópu og vestrænnar menn- ingar“ og telur við hæfi að kirkjuklukkum Ís- lands sé hringt 13. og 14. febrúar ár hvert til að minnast árásanna á Dresden. Víst var þetta illur verknaður, en því miður langt frá því að vera eins- dæmi. Ástæða væri einnig til að minnast bæja og borga í Austur-Evr- ópu sem þriðjaríkismenn jöfnuðu við jörðu. Og ekki skorti Adolf viljann til að eyða París og Lundúnaborg þótt honum tækist ekki það ætlunarverk (reyndar taldi hann Frakka og Eng- lendinga mun flottari „rasa“ en Rússa, en var orðinn eitthvað pirr- aður út í þá). Mig uggir raunar að fólk yrði fljótt þreytt á að minnast ár hvert með klukknahringingum allra þeirra bæja og borga sem jafnaðar hafa verið við jörðu í styrjöldum Evr- ópumanna fyrr og síðar. Eftir því sem á lestur greinarinnar leið fóru að verða á vegi mínum sérkennilegar yfirlýs- ingar, svo sem: Banda- menn þvertóku fyrir að semja við Þjóðverja um frið og grið allt stríðið; Þjóðverjar eru í dag hersetnir, heilaþvegnir og kúgaðir á ýmsan hátt; Churchill lofaði Stalín ódæðinu í Dresden í ölæði; Churchill var drykkju- sjúklingur, Roosevelt bæklaður og helsjúkur, og báðir undir áhrifum hatrammra svartnæt- urafla sem eru enn mögnuð við iðju sína, leynt og ljóst, og má sjá greinileg verksummerki þeirra í al- þjóðamálum og sagnfræði vorra daga. Þegar nafnið David Irving birtist í textanum kom skýringin á þessum undarlegu athugasemdum. Helgi hefur verið svo óheppinn að velja fremur vafasaman sagnfræðing til að fræða sig um árásina á Dresden (The Destruction of Dresden) og önnur mál sem tengjast heimsstyrj- öld nr. 2. Irving, sem er breskur sagnfræð- ingur, er þekktur fyrir sérkennilegar skoðanir á þriðja ríkinu, sem fáir að- hyllast aðrir en vissir hópar öfga- manna. Irving varð fyrst verulega þekktur fyrir bók sína Hitler’s War, þar sem hann dró upp þá mynd af leiðtoganum að hann hafi bara verið ágætis náungi, og að ekki hafi vakað annað fyrir honum en að rétta hlut Þýskalands. Irving þvertekur fyrir að Adolf hafi vitað nokkurn skapaðan hlut um helförina gegn Gyðingum. Það hafi verið illa innrættir menn í þýska hernum sem tóku upp á því upp á eigin spýtur að útrýma Gyð- ingunum. Smám saman fór Irving að skerpa línurnar, og þar kom að hann hélt því fram að helförin gegn Gyðingum (þ.e. útrýming milljóna manna í gas- klefum Auschwitz og fleiri slíkra staða) væri uppspuni. Í þessu sam- hengi er Dresden-málið sérlega mik- ilvægt, því hann notaði það sem eins konar mótvægi í áróðri sínum: Her- förin í Dresden hafi verið raunveru- leg, en helförin gegn Gyðingum til- búningur. Ergo: Bandamenn voru vondu kallarnir í síðari heimsstyrj- öldinni. Irving hefur jafnvel haldið því fram að Bretar, með hinn drykkjusjúka Churchill í farar- broddi, hafi átt upptökin að síðari heimsstyrjöldinni. Ég bendi Helga á að lesa einnig bækur eftir aðra sagnfræðinga, t.d. Ian Kershaw og Alan Bullock. Auk þess er að finna óhemju magn upp- lýsinga um öll þessi mál á netinu. Um borgabrjóta Evrópu Ólafur Halldórsson Dresden Ekki skorti Adolf viljann, segir Ólafur Halldórsson, til að eyða París og Lundúnaborg. Höfundur er kennari við Verzlunarskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.