Morgunblaðið - 20.02.2002, Síða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 31
Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Benidorm í sumar á frábærum
kjörum og þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 40.000
afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða 10.000 kr. á manninn.
Heimsferðir fagna nú 10 ára afmæli sínu á Benidorm og aldrei fyrr höf-
um við boðið jafn glæsilegt úrval gististaða á þessum vinsæla áfanga-
stað. Og að sjálfsögðu bjóðast þér spennandi kynnisferðir í fríinu og
þjónusta reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega
dvöl í fríinu.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 38.265
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára,
22. maí í viku, El Faro, með 40 þúsund
kr. afslætti. Alm. verð kr. 40.179.
Verð kr. 49.965
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 19. júní
í 2 vikur, El Faro, með 40 þúsund kr.
afslætti. Alm. verð kr. 52.464.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð í viku, El Faro, 22. maí,
með 10.000 kr. afslætti. Alm. verð kr.
52.448.
Bókaðu til
Benidorm
og tryggðu þér
40.000 kr.
afslátt af ferðinni
Beint flug alla miðvikudaga í sumar
10 ár á Benidorm
Glæsilegustu gististaðirnir
Ótrúlegt verð í sólina í sumar
Lægsta verðið
í sólina
HVER er reynslan af umhverfis-
mati og áhrifum þess á virkjanagerð?
Við stöndum uppi með þá reynslu að
umhverfismálin eru að verða einn
dýrasti þáttur virkjunarundirbún-
ings, en hefur þessi mikli kostnaður
skilið eftir sig einhvern sjáanlegan
árangur, eitthvað sem kalla má betra
ástand í umhverfismálum?
Í grein minni í Morgunblaðinu 9.1.
sl. var reynt að svara þessari spurn-
ingu, sem á fyllilega rétt á sér. Við-
brögðin hafa verið jákvæð með örfá-
um undantekningum þó. T.d. er ekki
hægt að sjá annað á grein Ingva Þor-
steinssonar í Morgunblaðinu 31.1. en
að honum finnist að grasafræðingum
vegið sem er auðvitað oftúlkun. Ís-
lenskir grasafræðingar eru mjög
færir og ná yfirleitt góðum árangri í
sínum störfum.
Svona oftúlkanir, ýkjur og jafnvel
hreinn þvættingur eru stundum
helsta baráttuaðferð virkjunarand-
stæðinga, því miður. Sem dæmi má
taka það mál sem Ingvi fer fram með,
aukið sandfok vegna Hálslóns og
Kárahnjúkavirkjunar.
Þetta mál er búið að blása upp úr
öllu samhengi og því haldið fram að
þarna séu gríðarleg náttúruspjöll í
uppsiglingu. Er ekki annað að sjá en
til standi að kenna Kárahnjúkavirkj-
un um sandfok og uppblástur norðan
jökla eftir að virkjunin er byggð.
Ekkert er fjarri sanni, á þessu svæði
er í dag gífurlegur upp-
blástur og mikið sand-
fok þegar veður er
óhagstætt. Kveður svo
rammt að þessu að
gróðurlendi víða á
Norðausturlandi er í
stórri hættu af sandfok-
inu. Hálslón kemur
ekki til með að breyta
neinu um þetta, jafnvel
ekki á þeim fáu dögum
þegar allt fer saman,
hvöss sunnanátt, lónið
er tómt, veður frost-
laust og lónbotninn
þurr, sem væntanlega
verður ekki oft.
Vindurinn nær í sand og leir hvar
sem er á þessu svæði í nægu magni
fyrir sína sandburðargetu. Þegar
Hálslón er komið fer stórt svæði af
gróðursnauðu landi undir vatn svo
sandfok ætti heldur að lagast ef ein-
hver breyting verður. Þá er einhver
hætta á að áfoksgeirar myndist frá
vatnsborðssárinu eins og gerst hefur
við Blöndulón. Slíkt er auðvelt að
stöðva og hafa verið skrifaðar um það
bækur í kílóavís af jarðvegssérfræð-
ingum í Bandaríkjunum og víðar.
Breyta þarf lögum um umhverfis-
mat. Skilningur á þessari staðreynd
fer vaxandi og vonandi líður ekki á
löngu uns tillögur að breytingum
koma fram.
Það sem fyrst og fremst gerir
breytingarnar nauð-
synlegar er hvernig
umhverfismálin eru sí-
fellt að blandast inn í
hina pólitísku baráttu,
einkum virkjunarmálin.
Það þýðir ekki að horfa
framhjá þeirri stað-
reynd að nýr stjórn-
málaflokkur er kominn
fram á sjónarsviðið og
fer mikinn. Þessi flokk-
ur virðist byggja sínar
vonir um fylgi að miklu
leyti á baráttunni gegn
virkjunum og stóriðju,
rétt eins og pólitískir
forverar hans gerðu.
Það er að sjálfsögðu hagur slíks
flokks að viðhalda umræðunni um
náttúruspjöll af virkjunum. Til þess
eru næg tækifæri í lögunum um um-
hverfismat, þar er ekki bara hægt að
kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til
ráðherra, heldur líka hægt að kæra
úrskurð ráðherra til dómstóla og
reka þau kærumál á báðum dóms-
stigum. Það er ekki hægt að horfa
framhjá þeirri staðreynd að meðan
umhverfislöggjöfin er svona úr garði
gerð er hún eins og sérhannaður far-
vegur fyrir pólitískan áróður eins
ákveðins stjórnmálaflokks. Þetta er
óviðunandi, einkum og sér í lagi fyrir
þá embættismenn og sérfræðinga
sem eru að vinna að umhverfismálum
og fá á sig skammardembu fyrir allt
þeir senda frá sér og ekki passar inn í
pólitíska rétthugsun einhvers þing-
flokks. Lögunum þarf að breyta. Það
er auðvelt því þessi togstreita á borð-
um framkvæmdavalds og dómsvalds
er þýðingarlaus hvort eð er. Alþingi
hefur síðasta orðið um virkjunarleyfi,
þannig hefur það alltaf verið og verð-
ur áfram.
Að lokum má geta þess að þeir sem
vilja gera eitthvað annað en festast í
þessum leðjuslag um ýkt og upplogin
náttúruspjöll, yrðu margs fróðari um
raunveruleg umhverfismál af því að
kynna sér Alqueva og þann mála-
rekstur sem þar fór fram þegar verið
var að meta gagnstæða hagsmuni í
lóns og umhverfis. Þetta er stór stífla
í Portúgal, lónið 250 ferkílómetrar
(þrjú Hálslón) og veruleg náttúru-
spjöll í lónstæðinu. Búseta raskast í
ýmsum vistkerfum og tugir mjög
fornra klettamynda frá steinöld fara í
kaf. Lónið er áveitulón fremur en
virkjunarlón og flóðvarnir af lóninu
auk bættrar vatnsnýtingar og rækt-
unarskilyrða, urðu til þess að EB
samþykkti áætlunina og í síðustu
viku var stíflan vígð. Þegar virkjun-
arandstæðingar hér eru að halda því
fram að „hvergi nema í þriðja heims
ríkjum yrðu önnur eins náttúruspjöll
og verða af Kárahnjúkavirkjun
leyfð,“ þá lítur sannleikurinn svona
út.
Breytingar á
lögum um um-
hverfismat
Jónas Elíasson
Virkjanir
Umhverfislöggjöfin,
segir Jónas Elíasson, er
eins og sérhannaður far-
vegur fyrir pólitískan
áróður.
Höfundur er prófessor.
GAMLA og góða
SÍS á 100 ára afmæli í
dag, 20. febrúar. Af því
ég var liðsmaður þess í
hálfa öld, 50 ár upp á
dag, frá afmælisdegi
mínum 7. okt. 1935 til
sama dags 1985, héldu
frammámenn Sam-
bandsins og samstarfs-
fyrirtækja þess, okkur
Ingu, eiginkonu minni
(d. 19.9. ’93), veglegt
kveðjuhóf í samkomu-
salnum á 3. hæðinni í
Samvinnubankahúsinu
þáverandi við Banka-
stræti.
Þetta voru góð 50 ár
með mönnum, sem unnu saman og
leituðust við að láta engan falla
vegna áfalla eða skorts á fátæktar-
og þrengingartímum. Ég finn hjá
mér löngun og hvöt til að minnast
þessa afmælisdags hér, nú í blaði
allra okkar landsmanna, til að senda
kveðjur og þakkir til góðra vina og
fjölmargra, já, samvinnu-manna um
landið okkar allt, sem eflaust minn-
ast eins og ég langra og farsælla
tímabila við margvíslega uppbygg-
ingu og minntust orða garpsins
Kára: „Ber er hver að baki, nema
sér bróður eigi“.
Stofnfundur Sambandsins var
haldinn að Ystafelli 20. febrúar
1902. Fundinn sátu fulltrúar þriggja
kaupfélaga: Frá Kaupfélagi Norð-
ur-Þingeyinga, Árni Kristjánsson í
Lóni. Frá kaupfélagi Þingeyinga,
Pétur Jónsson á Gautlöndum, Stein-
grímur Jónsson (sýslum.) í Húsavík
og Sigurður Jónsson í Ystafelli. Frá
Kaupfélagi Svalbarðseyrar: Frið-
björn Bjarnason á Grýtubakka og
Helgi Laxdal í Tungu. Auk fulltrú-
anna voru nokkrir mættir á fund-
inum, og er þar sérstaklega getið
Benedikts Jónssonar á Auðnum,
sem var ritari fundarins og tók þátt
í nefndarstöðu. Fundarstjóri var
kjörinn Steingrímur Jónsson. Þetta
má m.a. lesa í 40 ára afmælisriti
Sambandsins sem Gísli Guðmunds-
son setti saman, eins og segir á titil-
síðu bókarinnar. Þar má einnig lesa:
„Þótt breytt hafi verið um nafn og
starfssvið samtakanna sé nú víðara
en áður, sanna gerðabækur það, svo
ekki verður um það deilt, að Sam-
bandskaupfélag Þingeyinga sem var
stofnað fyrir 40 árum og Samband
ísl. samvinnufélaga, sem nú er
starfandi fyrir landið
allt, er einn og sami fé-
lagsskapur. Með
breytingu á lögum
Sambandskaupfélags
Þingeyinga varð það
að „Sambandskaup-
félagi Íslands“ árið
1907 og „Samband ísl.
samvinnufélaga 1910…
ný félög hafa verið
tekin inn í samtökin án
þess að nokkurt nýtt
samband hafi verið
stofnað,“ segir í af-
mælisriti Gísla frá
1942. Það er vel rituð
bók með traustum
upplýsingum. Nú
kunna einhverjir að spyrja: Hvað er
maðurinn að tala um 100 ára afmæli
SÍS, er það ekki löngu dautt og
tröllum gefið? Von er að margir
telji svo vera, því að hér í sjálfu
Mbl. birtist greinaflokkur fyrir all-
mörgum árum undir samheitinu
„Endalok Sambandsins“. Dugmikil
blaðakona hjá Mbl. var höfundur
þessarar „endaloka-sögu“. Ég man
að hún var iðin við að fylgjast með á
aðalfundum Sambandsins, þar til
hún hóf sögu-ritun sína. Einnig var
þessi dugnaðar kona iðin við að
bjóða fundarmönnum bílfar heim
eftir fundina í Sambandshúsinu
nýja á Kirkjusandi, ekki síst topp-
manni eða mönnum. Ég varð meira
að segja þessarar velvildar aðnjót-
andi í eitt skipti. Hvað sem nú líður
áreiðanleika þessara blaðaskrifa, þá
hafa áfram verið haldnir árlegir að-
alfundir Sambandsins, síðast árið
2001.
Sem sagt, Sambandið er á lífi,
þótt hljótt sé nú um það. Þó birtust
í tvígang smá fréttir af því hér í
blaðinu fyrir skömmu og 12. þ.m.
nefndi Davíð okkar forsætis í Sjón-
varpsviðtali Sambandið á nafn, sem
dæmi um fyrrum stórveldi, er hann
var spurður um Baug í Kastljóss-
þætti. Rétt er það, að lítið fer fyrir
sjálfu Sambandinu um þessar
mundir, og nær ekkert láta frétta-
menn fjölmiðla nú um sinn í sér
heyra eftir hina árlegu aðalfundi
þess.
En rétt finnst mér að vekja hér
athygli á nokkrum blómlegum
greinum í þjóðfélagi okkar, sem
sprottnar eru af hinum mikla meiði
Sambandsins fyrir tilverknað fram-
sækinna og hagsýnna manna, sem
þar hafa verið að verki sl. 100 ár.
Nokkur dæmi skulu nefnd:
1) Skólinn í Bifröst (Samvinnu-
skólinn)
2) Vátryggingafélagið VÍS ( Sam-
vinnutryggingar)
3) Samvinnulífeyrissjóðurinn
(Lífeyrissjóður SÍS)
4) Samskip (Skipadeild SÍS)
5) Olíufélagið hf./Essó
6) Osta- og smjörsalan
7) Samvinnubankinn (áður Sam-
vinnusparisjóðurinn) sem með
mörgum útibúum sínum sameinað-
ist fyrir allmörgum árum banka
allra landsmanna, sjálfum Lands-
banka Íslands og hefur án efa aukið
þrótt hans og framsækni með marg-
víslegum hætti, m.a. með hinu góða
og vel þjálfaða starfsliði. Við þá
sameiningu heyrði ég orðið „brúð-
kaup“ nefnt.
(Með depurð hugsa ég til hinnar
fyrrum blómlegu búvörudeildar
SÍS, sem á sínum tíma flutti
geymslu- og vinnslustöð sína hér í
Rvík úr Herðubreiðar-byggingunni
fögru við hlið Fríkirkjunnar við
Tjörnina, í nýreista, veglega stein-
byggingu á Kirkjusandi, sem nú
hefur verið brotin niður og látin
víkja fyrir mikilli nýbyggingu Að-
alverktaka, er mér sagt. Sjávaraf-
urðadeild SÍS með m.a. hinni veg-
legu vinnslu- og sölumiðstöð í
Harrisburg, P.A. í Bandaríkjunum
er heldur ekki sjáanleg lengur. En
það er önnur saga.)
Þarna (1–7) eru þróttmiklir og
hæfir stjórnendur á góðum aldri að
verki sem flestir þjálfuðust og
áunnu sér fyrrum verðmæta
reynslu við störf í deildum Sam-
bandsins.
Þessi þungavigtarstarfsemi í
þjóðfélagi okkar nú við upphaf
nýrrar aldar, sem menn kenna við
þekkinguna, er ávöxtur af samvinnu
manna, á nýliðinni öld, sem gáfu sér
tíma til að ræða málin, bera saman
bækur sínar, vitandi að kapp er
best með forsjá. Þeir voru meðvit-
aðir um að „hagsýni er fólgin í því
að lifa sig inn í og láta sér skiljast,
hvað það er, sem ástand hvers tíma
krefst að gert sé“. Þessa skilgrein-
ingu lærði ég og tileinkaði mér á
námskeiði sem hinn fríski fræðari,
dr. Gylfi Þ. Gíslason, efndi til í HÍ
endur fyrir löngu.
100 ár frá
stofnun SÍS
Hermann
Þorsteinsson
Samvinnuhreyfing
Sambandið er á lífi,
segir Hermann
Þorsteinsson, þótt
hljótt sé nú um það.
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.