Morgunblaðið - 20.02.2002, Síða 37
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl.
13:00. Handavinna, spil, föndur og
gamanmál.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12:10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520-9700.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12. Þorrahátíð eldri borgara kl. 12:10.
Helgistund, þorramatur o.fl.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10
ára börn kl. 16:00. Starf fyrir 11–12 ára
börn kl. 17:30.
Föstustund kl. 20:00. Íhuganir um ferð
Jesú til Jerúsalem. Sr. Jón Bjarman.
Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11:00.
Súpa og brauð kl. 12:00 í Setrinu á
neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl.
13:00 fyrir eldri borgara. Yngri deild
barnakórsins æfir kl. 16:30 undir stjórn
Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður
börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barna-
kórsins æfir kl. 17:30 undir stjórn Birnu
Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum
úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18:00.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45-
7:05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14:10
fyrir 1.-4. bekk. Fermingartími kl. 19:15.
Hann fer að þessu sinni fram í sund-
lauginni í Laugardal. Sundlaugarpartý
Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20:00
haldið í grunnu lauginni í Laugardalnum.
Neskirkja. 7 ára starf kl. 14:00. Öll
börn í 2. bekk velkomin. Föstumessa kl.
20:00. Ragnheiður Pála Ófeigsdóttir,
skáld, les frumsamin ljóð. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson. Kór Neskirkju syng-
ur. Organisti Elías Davíðsson. Veitingar
eftir messu.
Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl.
20:30. 8. Passíusálmur. Sylvia
Magnúsdóttir guðfræðinemi. Biblíulestur
og krampaldinskaffi eftir messu.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12:00. Léttur málsverður í safnaðar-
heimili eftir stundina.
Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elspil, söngur, fyrirbænir og heilög
kvöldmáltíð. Súpa og brauð í safnaðar-
heimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið
hús fyrir aldraða frá kl. 13–16. Kirkju-
prakkarar kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir
7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á
vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10. Unglingastarf KFUM&K Digranes-
kirkju kl. 20.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum.
Boðið er upp á léttan hádegisverð á
vægu verði að lokinni stundinni. Allir vel-
komnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl.
16.30–17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla
fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30.
KFUK Unglingadeild kl. 19.30–21.
Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn
8.–9. bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla
kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára
börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–
12 ára börnum (TTT) á sama stað kl.
17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni og í síma 567-0110.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra
ungra barna, kl. 10–12. Heitt á könn-
unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag
eldri borgara á Álftanesi. Notalegar
samverustundir með fræðslu, leik, söng
og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akst-
ur á undan og eftir.
Safnaðarstarf Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir
eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgi-
stund, spil og kaffiveitingar
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl.
13.15–14.30. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimili frá kl. 10–12.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu
verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta
Sigurðardóttir, cand. theol. Æfing kórs
Keflavíkurkirkju frá kl. 19.30–22.30.
Stjórnandi Hákon Leifsson. Alfanám-
skeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkj-
unni um kl. 22.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Kl. 20 opið
hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga.
Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík) For-
eldramorgunn í Safnaðarheimilinu í dag
kl. 10.30. Sóknarprestur.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10–12.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð.
Allt ungt fólk velkomið.
Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl.
18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt nið-
ur í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir
krakka 3–12 ára, unglingafræðsla fyrir
13–15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldr-
inum 16–20 ára. Síðan er kennsla á
ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar,
bænastundir og vitnisburðarstundir. Það
eru allir hjartanlega velkomnir.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl.
10. Opið hús, kaffi og spjall. TTT-starf
kl. 17. Biblíulestur kl. 20.30. Krossins
helga mál – Jesús hæddur og afneitun
Péturs. Mark. 14: 65–15:1.
Í KVÖLD kl. 20.00 mun séra Jón
Bjarman leiða það sem hann nefnir
Íhugun á föstu. Þetta er fyrsta
íhugun af fjórum um síðustu för
Jesú til Jerúsalem. Íhuguninni lýk-
ur með helgistund í kirkjunni. Þess-
ar íhugunarstundir verða næstu
fjögur miðvikudagskvöld og koma í
stað hefðbundinna föstuguðsþjón-
usta sem eiga sér langa hefð í kirkj-
unni.
Ljóðskáld í
Neskirkju
Í KVÖLD kl. 20 verður helgistund í
Neskirkju þar sem samtíð og saga
kallast á um málefni himins og jarð-
ar. Ljóðskáldið Ragnhildur Pála
Ófeigsdóttir les úr ljóðum sínum.
Ennfremur verður lesið úr písl-
arsögu Krists og Passíusálmunum.
Kór Neskirkju leiðir söng. Elías
Davíðsson leikur á orgel og blokk-
flautu. Molasopi í safnaðarheim-
ilinu á eftir. Helgistund er heilsu-
bót!
Neskirkja.
Íhugun á föstu í
Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Ómar
Hallgrímskirkja
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 37
SVEIT Strengs stóð uppi sem
sigurvegari í Flugleiðamóti
Bridshátíðar sem lauk á mánu-
dagskvöld. Sveitin var vel að sigr-
inum komin. Hún tók forustuna
eftir fimmtu umferð af 10 en í
þeirri umferð lagði hún erlendu
gestina í sveit Geirs Helgemos
25–5; niðurstaðan varð 40–0 í
IMP-stigum.
Strengur tapaði eina leik sínum
í mótinu í 9. og næstsíðustu um-
ferð, 14:16, fyrir sveit Ferðaskrif-
stofu Vesturlands. Fyrir síðustu
umferðina var Strengur með 182
stig, Ferðaskrifstofa Vesturlands
með 171 stig, sveit SPRON með
170 stig og sveit Skeljungs í því
4. með 167 stig.
Strengur og SPRON spiluðu
saman í síðustu umferðinni og
einnig sveitir Skeljungs og
Ferðaskrifstofu Vesturlands, en
þessar sveitir áttu allar mögu-
leika á að vinna mótið. Skeljung-
ur vann sinn leik 25:5 og hafði þá
192 stig. Það þýddi að SPRON
varð að vinna Streng 22:8 til að
vinna mótið, Streng nægðu 10
stig en báðar þessar sveitir höfðu
unnið innbyrðisleikina við Skelj-
ung. Leikurinn var hins vegar í
járnum þar til kom að þremur
síðustu spilunum en þá gerðu
Strengsmenn út um leikinn, unnu
hann 19:11 og mótið um leið.
Lokastaðan varð þessi en sex
efstu sveitirnar fengu verðlaun:
Strengur 201
(Hrannar Erlingsson, Júlíus
Sigurjónsson, Hjördís Eyþórs-
dóttir, Barry Goren, Valur Sig-
urðsson, Ragnar Magnússon)
Skeljungur 192
(Örn Arnþórsson, Guðlaugur R.
Jóhannsson, Anton Haraldsson,
Sigurbjörn Haraldsson)
Þrír Frakkar 182
(Hrólfur Hjaltason, Oddur
Hjaltason, Jónas P. Erlingsson,
Kristján Blöndal, Steinar Jóns-
son, Stefán Jóhannsson)
SPRON 181
(Björn Eysteinsson, Guðmund-
ur Sv. Hermannsson, Helgi Jó-
hannsson, Ásmundur Pálsson,
Guðmundur Páll Arnarson)
Orkuveita Reykjavíkur 180
(Páll Valdimarsson, Eríkur
Jónsson, Erlendur Jónsson, Her-
mann Lárusson, Ólafur Lárusson)
Ferðaskrifstofa Vesturlands
176
(Karl Sigurhjartarson, Snorri
Karlsson, Aron Þorfinnsson, Sæv-
ar Þorbjörnsson)
Subaru-sveitin 175
Málning 175
Geir Helgemo 174
Gull og silfur 169
Sveinn Rúnar Eiríksson var yf-
irkeppnisstjóri en Stefanía
Skarphéðinsdóttir var mótsstjóri.
Addý Ólafsdóttir veitti verðlaun í
mótslok fyrir hönd Flugleiða.
Nokkru minni þátttaka var í
mótinu en oftast áður eða 68
sveitir.
Margslungið spil
Það spil sem mesta athygli
vakti í Flugleiðamótinu kom fyrir
í sjöttu umferð. Líklega hefur
lokasamningurinn verið sá sami
við flest borðin í spilasölunum,
þrjú grönd. Spilið vannst víðast
hvar en það var hins vegar mjög
margslungið og í því leyndust
ýmsir möguleikar, bæði í sókn og
vörn. Í mörgum hornum mátti
heyra spilara ræða um hinar
ýmsu stöður sem upp komu eða
gátu komið:
Austur gefur, NS á hættu
Norður
♠ G64
♥ 1063
♦ 75
♣KG764
Vestur Austur
♠ D754 ♠ 102
♥ G74 ♥ Á982
♦ 1082 ♦ Á962
♣Á82 ♣1093
Suður
♠ ÁK98
♥ KD5
♦ KDG4
♣D5
Spilið var ekki flókið í sögnum.
Suður vakti á 2 gröndum eða
sterku laufi og sýndi síðan 19–21
punkt eftir sagnkerfum; og norð-
ur sagði þrjú grönd. Vestur spil-
aði víðast hvar út spaða og sagn-
hafi drap tíu austurs með ás.
Hann fór svo í laufið, spilaði
drottningunni sem vestur gaf, og
síðan meira laufi.
Víða gat austur sýnt 3-lit í laufi
með afköstunum og þar drap
vestur oft annað laufið með ásn-
um og skipti í hjarta eða tígul. En
þá var eftirleikurinn nokkuð auð-
veldur. Ef vestur spilaði t.d.
hjarta gat sagnhafi stungið upp
tíunni í blindum. Gæfi austur gat
suður tekið laufslagina og hent
heima eins og austur og fengið 9
slagi með ýmsum hætti. Dræpi
austur hins vegar hjartatíuna og
spilaði meira hjarta varð suður
fyrst að spila tígulkóngi, sem
austur mátti ekki drepa, og síðan
spila spaða á gosann í borði.
Þannig fengust tveir spaðaslagir,
tveir hjartaslagir, einn á tígul og
fjórir á lauf.
Við nokkur borð gaf vestur
laufið tvisvar og því varð sagnhafi
að spila þriðja laufinu inni í blind-
um og fleygja heima. Það virðist
liggja beint við að henda tígli en
nú gat vestur drepið með ás og
skipt í tígul. Austur sparaði ásinn
og þegar sagnhafi spilaði nú
spaða á gosann í borði fór vestur
upp með drottningu og spilaði
enn tígli. Þar með var vörnin búin
að búa til slag á tígul meðan aust-
ur átti enn hjartaásinn og fékk
því tvo slagi á tígul og einn á
hvern hinna litanna. Svona gekk
vörnin t.d. hjá Ragnari Magnús-
syni og Val Sigurðssyni í sig-
ursveitinni.
Suður getur hins vegar unnið
spilið með því að henda spaðaás í
þriðja laufið í blindum. Spili vest-
ur nú hjarta er tíunni stungið upp
og gefi austur spilar sagnhafi tígli
á kóng og síðan spaða á gosann.
Vestur fer upp með drottningu og
spilar spaða en þá tekur suður
laufaslagina í blindum og fylgir
afköstum austurs. Að lokum spil-
ar hann rauðum lit úr borði og
býr til 9. slaginn.
Drepi austur hins vegar hjarta-
tíuna og spili meira hjarta verður
sagnhafi að spila tígulkóng. Drepi
austur er hann orðinn innkomu-
laus og hættulaus svo hann verð-
ur að gefa slaginn en þá spilar
sagnhafi spaða og tryggir sér 9.
slaginn.
Það kunna að leynast fleiri
möguleikar í spilinu og lesendur
geta þá skemmt sér við að leita
þeirra. Í fljóti bragði virðist sagn-
hafi t.d. ekki eiga svar við því að
vestur spili út hjarta í upphafi.
BRIDS
Hótel Loftleiðir
Sveit Strengs sigraði
á Flugleiðamótinu
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Sigurvegararnir á Flugleiðamótinu á Bridshátíð ásamt Guðmundi Ágústssyni, forseta Bridssambandsins, og
Addýju Ólafsdóttur, deildarstjóra söluþjónustu Flugleiða, en þau afhentu verðlaunin í mótslok. Talið frá
vinstri: Guðmundur Ágústsson, Valur Sigurðsson, Barry Goren, Hjördís Eyþórsdóttir, Ragnar Magnússon,
Hrannar Erlingsson, Júlíus Sigurjónsson og Addý Ólafsdóttir.
Guðmundur Sv. Hermannsson
Bridshátíð var haldin dagana 15.–18.
febrúar á Hótel Loftleiðum. Keppt var í
tvímenningi og sveitakeppni.
KIRKJUSTARF