Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 39
Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hólmfríður Björnsdóttir og Jónatan Örlygsson. OPNA Kaupmannahafnarkeppn- in í samkvæmisdönsum fór fram um síðustu helgi. Þessi keppni er talin meðal þeirra sterkustu fyrir börn og unglinga, sem haldnar eru í Evrópu. Íslendingar hafa í gegnum árin fjöl- mennt nokkuð á þessa keppni, þar sem hún þykir ekki síður skemmti- leg en sterk. Að þessu sinni var fjöldi íslenzkra keppenda á fjórða tuginn. Opna Kaupmannahafnar- keppnin stendur í raun í þrjá daga, hún hefst á föstudegi og henni er lokið á sunnudegi. Árangur íslenzkra para hefur ver- ið góður í þessari keppni í gegnum árin og var einnig svo að þessu sinni. Vissulega er það þó svo að ekki komast öll pör áfram í keppni sem er jafn sterk og þessi. Kara Arngrímsdóttir, danskennari, sagði þó að keppnin hafi ekki verið eins sterk og síðustu ár svona heilt yfir, en í úrslitum hafi verið ákaflega sterk pör. Keppnin var mjög skemmtileg að hennar mati í flesta staði, og mikil stemning í höllinni. „Til gamans má geta þess að Íslend- ingar fengu hrós frá kynni keppn- innar fyrir góða framkomu og að halda uppi stemningu á keppnis- stað“ sagði Kara að lokum. Hér er ætlunin að stikla aðeins á stóru um árangur íslenzku paranna um helgina og byrjum við á þeim yngstu, sem er flokkur Börn I. Í undanúrslitum í sígildum sam- kvæmisdönsum í þessum flokki dönsuðu tvö íslenzk pör, þau Sig- urður Már Atlason og Sara Rós Jac- obsdóttir og Alex Freyr Gunnarsson og Vala Björk Birgisdóttir. Alex og Vala dönsuðu sig alla leið inn í úrslit og unnu þar til fimmtu verðlauna. Í fyrstu þremur sætunum voru pör frá Litháen og í því fjórða par frá Danmörku. Það sama var uppá ten- ingnum í suður-amerísku dönsunum þar voru litháísk pör í fyrstu þrem- ur sætunum, danskt í því fjórða, úkraínskt í því fimmta og Alex Freyr og Vala Björk í því sjötta. Í flokki Börn II kepptu sjö íslenzk pör í sígildum samkvæmisdönsum og komust fimm þeirra í aðra um- ferð. Alla leið í úrslit komust svo Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir, þar sem þau unnu til sjöttu verðlauna. Litháar fóru enn og aftur með sigur af hólmi. Í suður-amerísku dönsunum komust tvö íslenzk pör í aðra um- ferð og Haukur Freyr og Hanna Rún komust í úrslit, þar sem þau unnu bronsverðlaun á eftir dönsku pari sem var í öðru sæti. Í flokki Unglingar I kepptu sex íslenzk pör, í sígildu samkvæmis- dönsunum og komust þau öll í aðra umferð beint. Þrjú íslenzk pör döns- uðu svo í undanúrslitum, þau Þor- leifur Einarsson og Ásta Björns- dóttir og Arnar Georgsson og Tinna Rut Pétursdóttir sem urðu í 6.–8.sæti. Sigurvegarar í þessum flokku voru svo Jónatan Arnar Ör- lygsson og Hólmfríður Björnsdóttir og voru þau vel að þeim sigri komin. Það vakti hinsvegar eftirtekt að ein- ungis 5 pör dönsuðu í úrslitum í þessum flokki, en ekki átta, þar sem slíkt hafði verið uppá teningnum í eldir flokki daginn áður. Það hefði auðvitað engu breitt um úrslitin en annað íslenzkt par hefði þá dansað til úrslita. Í suður-amerísku döns- unum var það sama uppi á teningn- um. Þar dönsuðu þrjú íslenzk pör í undanúrslitum. Það voru Stefán Claessen og María Carrasco, Jón- atan Arnar Örlygsson. Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir komust svo alla leið í úrslit og unnu þar til bronsverðlauna. Hér dönsuðu einnig fimm pör í úrslitum en ekki átta eins og vaninn er þegar þrjú pör eru jöfn í 6.-8. sæti og þar voru einmitt Jónatan Arnar og Hólmfríð- ur. Í flokki Unglingar II komst eitt íslenzkt par í úrslit og gerðu þau sér lítið fyrir og unnu til bronsverð- launa. Það voru þau Davíð Gill Jóns- son og Helga Björnsdóttir. Í fyrsta sæti var par frá Póllandi og í öðru sætir par frá Danmörku. Til gamans má geta þess að Helga og Hólm- fríður, í flokki Unglingar I, eru syst- ur. Þær gerðu því góða ferð til Kaupmannahafnar. Í flokki ung- menna komst Ásta Sigvaldadóttir lengst Íslendinga í sígildu sam- kvæmisdönsunum en hún og dans- herrann hennar urðu í 6. sæti. Hún dansar við hinn danska Micki Chow og keppa þau undir fána Danmerk- ur. Engin íslenzk pör komust í und- anúrslit í flokki ungmenna né heldur í flokki áhugamanna. Í sígildu sam- kvæmisdönsunum sigraði danska parið Brian Eriksen og Marianne Eihilt í suður-amerísku dönsunum sigraði einnig danskt par Klaus Kongsdal og Viktoria Franova. Dan- ir áttu einnig par í öðru sæti þau Peter Stokkerbro og Kristina Juel. Í flokki 50 ára og eldri komust hinsvegar tvö pör í undanúrslit þau Jón Eiríksson og Ragnhildur Sand- holt og Björn Sveinsson og Berg- þóra M. Bergþórsdóttir. Þau síðar- nefndu fóru alla leið í úrslit og unnu þar til fjórðu verðlauna. Hægt er að nálgast öll úrslit frá Opnu Kaupmannahafnarkeppninni á vefslóðinni www.copenhagenop- en.dk. Þar er einnig hægt að nálgast úrslit keppninnar 2001 og eins að skrá sig á næstu keppni sem haldin verður að ári. Ég held mér sé óhætt að óska ís- lenzku keppendunum til hamingju með þeirra árangur í keppninni. Vonandi verður hann þeim leiðarljós til frekari afreka á sviði dansíþrótt- arinnar. Jónatan og Hólmfríður unnu gullverðlaun DANS Valbyhallen í Kaupmannahöfn OPNA KAUPMANNAHAFNARKEPPNIN Opna Kaupmannahfnarkeppnin í dansi var haldin 15. til 17. febrúar. Jóhann Gunnar Arnarsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 39 Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 14. febrúar var spilað þriðja kvöldið í aðalsveita- keppni félagsins og er staða efstu sveita þannig. 1. sv. Jón Stefánsson 104 2. sv. Vilhjálms Sigurðss jr. 96 3. sv. Birgir Ö. Steingr 94 4. sv. Hrafnhildur Skúlad. 92 Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 21. febrúar. Spilað er í Þinghól í Hamraborg- inni og hefst spilamennska kl.19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50 tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Mæt- ing kl. 13.30. Spilað var 12. febrúar. Þá urðu úr- slit þessi: Sófús Perthelsen – Hermann Valsteinss. 87 Árni Bjarnas. – Sævar Magnúss. 83 Árni Guðmundss. – Einar Ólafss. 81 Sverrir Gunnarss. – Nanna Eiríksd. 80 15. febrúar: Árni Bjarnas. – Sævar Magnúss. 98 Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 90 Jón Ó. Bjarnas. – Jón R. Guðmundss. 77 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannss. 76 Félag eldri borgara í Kópavogi 21 par mætti í tvímenninginn þriðjudaginn 12. febrúar og voru spiluð 27 spil með Mitchell-fyrir- komulagi. Lokastaðan í N/S: Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 261 Hreinn Hjartarson – Ragnar Björnss. 254 Guðm. Magnússon – Þórður Jörundsson 253 Hæsta skor í A/V: Alfreð Kristjánss. – Jóhannes Guðmss. 262 Garðar Sigurðsson – Sigtryggur Ellertss. 253 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 235 Það mætti einnig 21 par sl. föstu- dag og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 264 Anna Jónsdóttir – Sigurrós Sigurðard. 257 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 240 Hæsta skor í A/V: Stefán Ólafss. – Sigurjón H. Sigurjónss. 248 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánss. 244 Gísli Kristjánss. – Gunnar Benónýss. 236 Meðalskor báða dagana var 216. TILBOÐ / ÚTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í Dúkalagnir fyrir ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar — 2002. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á 3.000 kr. Opnun tilboða 26. febrúar 2002 kl. 11:00 á sama stað. FAS 12/2 TIL SÖLU Antik Ein elsta antikverslunin er til sölu vegna námsdvalar. Góð sambönd og þekking hér- lendis og erlendis. Kennsla fyrir kaupanda. Kaup á húsnæði eða langtímaleiga. Áhugasamir svari á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „Skemmtilegur rekstur — 12014“, fyrir 27. febrúar. Vélar til sölu Til sölu eftirtaldar vélar fyrir pillur/vítamín: Talningavél, lok-ásetningavél, miðaásetninga- vél og móttökuborð. Vélarnar eru í góðu standi. Til sýnis og sölu hjá Sigurjóni í síma 893 1808. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir, Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Erla Alexandersdóttir, Mar- grét Hafsteinsdóttir og Garð- ar Björgvinsson michael-mið- ill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1822208  Bk. I.O.O.F. 7  1822207½  FI. I.O.O.F. 9  1822208½  9.II Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00.  HEKLA 6002022019 Stofnfundur stúkunnar. Fundur á I stigi. Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20.30. Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Gíslason sjá um efni samkomunnar. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is. Etherikos-námskeið Lífsorkuheilun Heilun með erkienglum 2. og 3. mars. Hinar nýju reglur erki- engla og þeirra orka kynnt og hvernig við getum haft aðgang að henni til heilunar. Grunnnámskeið í Lífsorku- heilun — Etherikos 1. og 4. mars. Kynntar verða árangurs- ríkar leiðir til að heila okkur sjálf og aðra. Kennari er geðlæknirinn og heilarinn Nick Demetry M.D., sem komið hefur til Íslands und- anfarin ár og kennt hópi fólks. Að þessu sinni býður Nick upp á einkatíma í heilun 1. og 4. mars. Upplýsingar gefur Kristín í síma 557 7809. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.