Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 41

Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 41 ORRI Vésteinsson fornleifa- fræðingur heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Íslands, Vest- urgötu 8 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Fyrirlesturinn fjallar um hinn forna kaupstað Gásir við Eyjafjörð og er hann í boði Rannsóknarseturs í sjávarút- vegssögu og Sjóminjasafns Ís- lands. Í fyrirlestrinum fjallar dr. Orri um sögu Gása, einkum í ljósi fyrri rannsókna og þeirra álitamála sem fræðimenn hafa glímt við varðandi þennan minjastað. Einnig mun hann gera grein fyrir athugunum sem gerðar voru á Gásum sumarið 2001 og segja frá áætlunum Minjasafnsins á Akureyri um fornleifarannsóknir á Gásum á næstu árum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um Gásir við Eyjafjörð FYRIRLESTUR á vegum Rauða krossins um viðbrögð við áföllum í skóla verður haldinn í dag, miðviku- dag kl. 9 og 12 á Grand hótel í Reykjavík. Hvernig útskýrir kenn- ari andlát nemanda fyrir bekkjar- félögunum? Hvað getur skólafólk gert ef stórslys verður í litlu bæj- arfélagi? Hvernig bregst skóla- stjórnandi við alvarlegu áfalli meðal kennara eða nemenda? Erindi heldur Kendall Johnson, bandarískur sérfræðingur í áfalla- hjálp. Í kjölfar atburðanna 11. sept- ember hefur hann meðal annars þjálfað námsráðgjafa og kennara í skólum New York borgar þannig að þeir geti brugðist við ótta meðal skólabarna. Einkum er gert ráð fyrir að kenn- arar og skólastjórnendur mæti á fyr- irlesturinn, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um viðbrögð við áföllum í skóla MÁLSTOFA uppeldis- og menntun- arfræðiskorar verður haldin fimmtu- daginn 21. febrúar kl. 12 – 13 í stofu 201 í Odda og nefnist Ósýnilegar fjöl- skyldur: Seinfærar/þroskaheftar mæður og börn þeirra. Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Rannveig Traustadóttir kynna rann- sókn sína um seinfærar/þroskaheft- ar mæður og börn þeirra. Allir vel- komnir. Rannsóknin beinist að þremur kynslóðum mæðra og rekur mögu- leika þeirra til barneigna og fjöl- skyldulífs á 50 ára tímabili (1950- 2000). Rannsóknin er sú fyrsta um þetta efni hér á landi. Dregin verður upp mynd af lífi og aðstæðum mæðr- anna sem tóku þátt í rannsókninni, uppeldisaðstæðum, tengslum þeirra við börn sín, stuðningi frá stórfjöl- skyldunni og samskiptum við hið fé- lagslega þjónustukerfi. Þá verður rakin saga þriggja uppkominna barna elstu mæðranna og hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra að eiga seinfæra/þroskahefta móður, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um ósýnilegar fjölskyldur GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi stendur fyrir nám- skeiðinu; „Vatn í görðum“ í húsa- kynnum skólans, föstudaginn 22. febrúar frá klukkan 9–15. Nám- skeiðið er fyrir fagfólk þar sem fjallað verður um viðfangsefnið frá mörgum hliðum. Námskeiðið endar síðan á sérstakri vatnasýningu í verknámshúsi skrúðgarðyrkjunnar í boði Garðheima. Leiðbeinendur verða Halldór Jó- hannsson, landslagsarkitekt hjá Teikn á lofti á Akureyri, Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópa- vogsbæjar, Þorkell Gunnarsson, skrúðgarðyrkjumeistari, ásamt Baldri Gunnlaugssyni og Ólafi Mel- sted frá Garðyrkjuskólanum. Þá mun Svavar Björgvinsson frá Garð- heimum hafa yfirumsjón með vatna- sýningunni. Skráning og allar nánari upplýs- ingar um námskeiðið fást á skrif- stofu Garðyrkjuskólans eða í gegn- um netfangið; mhh@reykir. Námskeið um vatn í görðum JARÐHITAFÉLAG Íslands held- ur málþing í Norræna húsinu fimmtudaginn 21. febrúar með yf- irskriftinni „Hvernig á að standa að rannsókn og virkjun jarðhita- svæðis?“ Skráning og afhending gagna er frá 12.45 og dagskrá mál- þingsins hefst kl. 13.15 með ávarpi Guðmundar Pálmasonar, formanns félagsins. Erindi halda: Valgarður Stefáns- son yfirverkefnisstjóri, Kristján Sæmundsson deildarstjóri, Franz Árnason forstjóri, Albert Alberts- son aðstoðarforstjóri, Einar Gunn- laugsson og Ingólfur Hrólfsson sérfræðingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Pallborðsumræður verða undir stjórn Stefáns Arnórs- sonar prófessors. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir og er þátttökugjald kr. 2.500. Innifalið er kaffi og ráð- stefnugögn. Tilkynna þarf þátttöku í síma eða á netfang, eddab@fjar- hitun.is. Vinnsla raforku úr jarðhita á Ís- landi hefur næstum fjórfaldast á síðastliðnum fjórum árum og hlut- fallslega er þetta mesta aukning í heiminum. Þannig hefur hlutur jarðvarmavirkjana í rafmagns- framleiðslu landsins vaxið ört og er framleiðslugetan nú 90 MW á Nesjavöllum, 45 MW hjá Hitaveitu Suðurnesja og 60 MW í Kröflu, segir í fréttatilkynningu. Málþing Jarðhita- félagsins VEIÐIKONUR í SVFR verða með opið hús í sal félagsins, Háaleitisbraut 68, föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Stelpurn- ar í veiðihópnum Legin/n verða með veiðisögur og myndasýn- ingu. Veiðileiðsögn verður um svæði Alviðru í Soginu. María Ellingsen lýsir viðureign sinni við stórlax síðastliðið sumar. Happdrætti. Allar veiðikonur velkomnar, segir í fréttatil- kynningu. Opið hús hjá veiðikon- um SVFR STEINSTEYPUFÉLAG Íslands stendur nú í sextánda sinn fyrir Steinsteypudegi. Á ráðstefnunni, sem er opin öllu áhugafólki um stein- steypu, eru gjarnan kynntar nýjustu rannsóknir á sviði steinsteypu, sagt frá áhugaverðum nýjungum og fjallað um það sem er efst á baugi hverju sinni. Flutt verða ellefu erindi sem koma víða að, auk annarra uppá- komna. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli Reykjavík, föstudaginn 22. febrúar næstkomandi. Þátttökugjald er 13.000 krónur og er innifalið í því ráðstefnugögn, fjölrituð í möppu, há- degisverður, kaffiveitingar og veit- ingar í lok Steinsteypudags. Hægt er að tilkynna þátttöku með tölvupósti til steypais@mmedia.is. Erindi halda m.a.: Gylfi Sigurðs- son, formaður Steinsteypufélagsins, Hákon Ólafsson, forstjóri RB, Þor- geir S. Helgason, Bergspá ehf., Guð- mundur Gunnarsson yfirverkfræð- ingur, Pétur Ingólfsson verkfræð- ingur, Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræðingur, Ólafur Wallevik verkfræðingur, Björn Täljsten hjá Luleå University of Technology, og Guðni Jónsson verkfræðingur. Steinsteypu- dagur FJALLAÐ verður um málefni út- lendinga og sérstöðu þeirra sem minnihlutahóps á þverfaglegu nám- skeiði hjá Endurmenntun HÍ dagana 25. og 26. febrúar. Gerð verður grein fyrir því hvað felst í fjölmenningarlegri uppeldis- stefnu, áhrifum ólíkra trúarbragða á samskipti, þjóðernishugmyndum og fordómum. Umsjón með námskeiðinu hefur Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi en aðrir fyrirlesarar eru Bjarney Friðriksdóttir, Bára Snæfeld, Guðrún Péturdóttir, Katrín Thuy, Friðbjörg Ingimarsdóttir, Þórhallur Heimisson og Þorgerður Þorvaldsdóttir. Nánari upplýsingar og skráning: www.endurmenntun.is Sérstaða útlendinga Í TILEFNI af fréttaflutningi á undanförnum dögum um meint PAH-eiturefni í ólífuolíum óskar Innnes ehf., umboðsaðili Filippo Berio á Íslandi, eftir að koma eft- irgreindu á framfæri: 1. „Í fréttunum er vitnað til rann- sóknar sem gerð var af Norweg- ian Institute for Water Research fyrir Livsmedelverket í Svíþjóð, sem gegnir svipuðu hlutverki og Hollustuvernd ríkisins hér á landi. Þvert á afdráttarlausar niðurstöður fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið víða um heim af viðurkenndum og sérhæfðum rannsóknarstofum í matvælaiðn- aði kemst norska vatnsrann- sóknafyrirtækið að þeirri niður- stöðu að magn PAH-eiturefnisins fari yfir leyfileg mörk í nokkrum tegundum ólífuolía. Í kjölfar þeirra niðurstaðna kannaði Holl- ustuvernd ríkisins innflutning hingað til lands á Filippo Berio- olíum og gaf út yfirlýsingu hinn 3. október sl. um að ekki væru gerðar athugasemdir við vörurn- ar. 2. PAH-efnið finnst víða í menguðu andrúmslofti og sest að lokum í jarðveginn. Efnið mælist því í fjölmörgum landbúnaðarvörum en í langflestum tilfellum í afar litlu og vart mælanlegu magni. Í kjölfar norsku rannsóknarinnar voru fjórir óháðir aðilar fengnir til þess að rannsaka olíur úr sama lotunúmeri, þ.e. olíu frá sama framleiðanda úr hráefni frá sama héraði og sama tíma. Nið- urstöður þeirra voru allar á þann veg að PAH-magn væri langt undir viðmiðunarmörkum. Írsk heilbrigðisyfirvöld gerðu einnig úttekt á olíum úr sama lotunúm- eri og komust að þeirri niður- stöðu að varan væri óaðfinnanleg. Livsmedelverket í Svíþjóð hefur nú tekið niðurstöður norsku rannsóknarinnar af heimasíðu sinni og framleiðandi Filippo Berio hefur stefnt stofnuninni fyrir sænska dómstóla og sömu- leiðis dómstóla Evrópusambands- ins í Brussel. 3. Innnes fagnar þeirri ákvörðun Hollustuverndar ríkisins að taka innfluttar matarolíur til sérstakr- ar athugunar. Ítalska fram- leiðslufyrirtækið Salov grundvall- ar framleiðslu sína á Filippo Berio-ólífuolíum og sterka mark- aðshlutdeild hennar víða um heim á afdráttarlausum gæðum og hreinleika. Er vonandi að nið- urstöður Hollustuverndar ríkisins komi sem allra fyrst svo tekin verði af öll tvímæli um hollustu vörunnar. 4. Bréfi með tilvitnun í norsku rannsóknina og fréttaflutning af henni, ásamt ýmsum órökstudd- um dylgjum og rógburði um Fil- ippo Berio hefur að undanförnu bæði verið dreift í nafnlausum pósti og rafpósti, m.a. til við- skiptavina Innness og fjölmiðla. Bréfinu er dreift af samkeppn- isaðila Innness og mun fyrirtæk- ið að sjálfsögðu leita réttar síns gagnvart þeim útsendingum og vinnubrögðum með viðeigandi hætti.“ Yfirlýsing vegna frétta af ólífuolíum BOB Nicholson, forseti Íshokkí- sambands Kanada, afhjúpar mál- verk af Fálkunum, vestur-íslenska íshokkíliðinu frá Winnipeg, við sér- staka athöfn á Vetrarólympíuleik- unum í Salt Lake City á morgun. Við þetta tækifæri heldur Bob Nicholson ávarp þar sem hann und- irstrikar að Fálkarnir voru fyrstu ólympíumeistarar Kanada í íshokk- íi, en þeir urðu meistarar þegar ís- hokkí varð fyrst ólympíugrein á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi og síðast í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins 3. febr- úar sl. tilkynnti Íshokkísamband Kanada síðsumars að merki Tor- onto Granites, ólympíumeistaranna 1924, yrði á keppnistreyjum kan- adíska landsliðsins á leikunum í Salt Lake City. Þetta féll víða í grýttan jarðveg og í kjölfarið fór fjáröflunarnefndin The United Ice- landic Appeal, Sameinað íslenskt átak, af stað með söfnun til að halda merki Fálkanna á loft, en allir leik- menn liðsins nema einn voru af annarri kynslóð Íslendinga í Winni- peg. Sýning á munum og hlutum, sem tengjast Fálkunum, verður í „Íslandshúsinu“ í Tomax-bygging- unni í Salt Lake City meðan á leik- unum stendur og að sögn Daniels Johnsons, forseta fjáröflunarnefnd- arinnar, hefur Íshokkísamband Kanada nú ákveðið að leggja áherslu á stöðu Fálkanna, sem beri að þakka. Í stað þess að vera með merki Granites á keppnistreyj- unum er merki til minningar um alla ólympíumeistara Kanada í ís- hokkíi og myndir af öllum ólympíu- meisturum karla og kvenna frá Kanada eru í búningsherbergjum karla- og kvennaliða Kanada á leik- unum. Eric Olafson, eigandi Tomax, bað Íþrótta- og ólympíusambandið um að útvega sér stóran fána og er Ís- landshúsið nú rækilega merkt en Silkiprent útbjó 7 x 10 m fána fyrir Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands og hangir hann á framhlið hússins ásamt merki sambandsins. Marno Olafson, stjórnarmaður í nefndinni, sem verður fulltrúi ís- lenska samfélagsins í Manitoba við afhjúpun málverksins, segir að réttlætið hafi sigrað og nú gangi allir sameinaðir til verks með Ís- hokkísamband Kanada í broddi fylkingar og það sé sérstakt ánægjuefni. Íshokkísamband Kanada á sveif með Fálkunum Forsetinn afhjúpar málverk af Fálkunum Ekki fer á milli mála hvar höfuðstöðvar Íslands eru í Salt Lake City vegna Vetrarólympíuleikanna, en Tomax-byggingin er rækilega merkt meðan á ólympíuleikunum stendur.     AÐALFUNDUR Félags kennara í málmiðngreinum harmar þá óvissu sem uppi er í menntunarmálum greinarinnar. Í ályktun segir að menntamála- ráðuneytið virðist ekki hafa mótað hugmyndir um með hvaða hætti menntunarmálum málmiðngreina verði skipað. „Fundurinn átelur það afskiptaleysi sem æðsta yfirstjórn skólamála landsins sýnir fagfólki í kennslu málmiðngreina, með því að leita í engu til þess um álit og tillögur varðandi málefni sem skólarnir eiga að vinna að og framfylgja,“ segir í ályktuninni. Harma óvissu í menntamál- um málmiðn- aðarmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.