Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 42

Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TILGANGUR þessara skrifa okkar er að lýsa yfir ánægju með þau áform borgaryfirvalda að láta gamlan draum (og eina af meginforsendum árangurs) frjálsíþróttamanna á Ís- landi rætast. Hér er átt við væntan- lega byggingu frjálsíþróttahallar í Laugardal. Málið er tiltölulega ná- komið okkur þar sem þessar línur eru ritaðar í 35.000 feta hæð á leið til Sví- þjóðar til keppni á sænska innanhúss- meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Með tilkomu hallarinnar sjáum við nefnilega fram á stórlega minnkandi útgjöld vegna æfinga- og keppnis- ferða. Ein af meginbyltingum sam- fara væntanlegri frjálsíþróttahöll á Íslandi verður í formi keppnisaðstöðu í millivega- og langhlaupum, sem er engin á Íslandi eins og staðan er í dag. Mjög dræma þátttöku í þessum greinum á Meistaramóti Íslands sem haldið var 9.-10. feb. síðastliðin má að langmestu leyti rekja til aðstöðumála. Eins og síðastliðna áratugi var hlaup- ið innanhúss á hring sem var rúmlega 100 m að lengd. Ekki nóg með að ómögulegt er að ná ásættanlegum ár- angri við þannig aðstæður heldur er hættan á meiðslum einnig mjög mikil. Á frjálsíþróttavefnum www.frjalsar- .com undir krækjunni „doctorinn“ er að finna lýsingu eins keppanda á 800 m hlaupi Meistaramótsins þar sem hann líkir keppninni við amerískan klessubílakappakstur. En eins og áður sagði sjáum við fram á bjartari tíma með byggingar- framkvæmdum í Laugardal þar sem frjálsíþróttahöll á að rísa og verða tekin í notkun eigi síðar en 2004. BJÖRN MARGEIRSSON STEFÁN MÁR ÁGÚSTSSON ÓLAFUR MARGEIRSSON frjálsíþróttamenn. Frjálsíþróttamenn á faraldsfæti Frá Birni Margeirssyni, Stefáni Má Ágústssyni og Ólafi Margeirssyni: NOKKRIR valinkunnir ræktunar- menn hafa hvatt mig til að segja lít- illega frá prýðisgóðum árangri mín- um af því að nota slíkan úrgang til að græða upp mela og moldarflög. Fjöl- margir bændur og aðrir, sem við gripahirðingu fást, munu að sönnu græða upp stór svæði landsins á þennan hátt. Aðrir vita auðvitað af þessum möguleika, en nýta ei, og allt- of margir fleygja slíkum úrgangi í næsta skurð eða grafning ellegar láta heilu heyrúllurnar grotna niður í tún- jaðrinum. Þessu fylgir að vísu dálítil aukavinna en það erfiði er margborg- að með gleðinni yfir því að geta grætt nokkur sár á landinu. Um nokkurra ára skeið hef ég fengið, hjá indælum nágrönnum í Birkihlíð hér í Skriðdal, moð frá naut- gripum og uppsóp úr básum, sem er best. Auk þess hefur verið notaður úr- gangur, sem fellur til við fóðrun hrossa hér á Víðilæk. Þessu hefur verið dreift á mela og moldarflög, einkum snemma á vorin og árangurinn er sannarlega ánægju- legur. Eftir tvö til þrjú ár eru gróð- urvana flög víðast fullgróin, og jafnvel sést talsvert af blómgróðri, svo sem túnfífill, túnsúra o.fl., því vitaskuld eru fræ slíkra jurta einnig í heyúr- ganginum. Vandalaust og tiltölulega auðvelt er að nýta heilu heyrúllurnar sem skemmst hafa, ef þær eru fluttar með dráttarvél á þann stað sem landi hallar lítið eitt. Ef þeim er snúið á réttan veg vinda þær ofan af sér sjálf- krafa og eftir liggur röst, sem auðvelt er að dreifa úr til beggja hliða. Þar eð svo fjölmargir aka út á vit náttúrunnar um helgar, er alveg til- valið að grípa með sér ruslapoka, koma við hjá hestamönnum eða kunn- ingjum í sveit, fá lúku af moði og leyfa börnunum að sáldra því á mel eða mold skammt frá vegi. Þetta þarf ekki að valda óhreinindum ef vel er frá pokunum gengið. Síðan mætti sýna börnunum árangurinn eftir tvö til þrjú ár. Það er trú mín að allir yrðu undrandi og glaðir. Þótt einungis eitt barn græddi þannig eitt sár Fjallkon- unnar, væri vel af stað farið. Fleiri kynnu að fylgja í kjölfarið. BRAGI BJÖRGVINSSON, Víðilæk í Skriðdal. Moð og heyúrgangur til uppgræðslu Frá Braga Björgvinssyni: VEGNA bréfs míns, „Smalamennsk- an á Keflavíkurveginum“, 13. febr- úar sl. og viðbragða við því finnst mér ástæða til að vekja athygli á að myndtexti sem fylgdi var ekki frá mér kominn heldur starfsmönnum Morgunblaðsins. Myndtextinn var ekki í samhengi við það sem stóð í bréfinu og gat gef- ið tilefni til misskilnings. Sá sem hefði lesið fleira en fyrirsögnina og myndtextann hefði þó áttað sig á að því sem um var rætt. Bréf Bjarna Antonssonar af þessu tilefni „Gervi- löggur á Keflavíkurveginum“ er byggt á misskilningi. Þar hengir Bjarni bakara fyrir smið: Þá sem aka undir löglegum hraða á Keflavíkur- veginum, jafnvel á 70 km/klst eins og Bjarni nefnir sem dæmi, og víkja ekki út á axlirnar, tel ég ekkert minna vandamál en „smalana“. Ég (ekki frekar en Bjarni) vil tilheyra þeim hættulegu vandræðagemsum. Ég tók sérstaklega fram að ég viki skilyrðislaust út á öxlina gæti ég ekki haldið eðlilegum hraða af ein- hverjum ástæðum. Til að girða fyrir frekari misskilning er greinin „Smalamennskan á Keflavíkurveg- inum“ vistuð á http:www.leoemm- .com (Umræðuhornið). LEÓ M. JÓNSSON vélatæknifræðingur Reykjanesbæ Athugasemd frá Leó M. Jónssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.