Morgunblaðið - 20.02.2002, Síða 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Lud-
vig Andersen, Nordic
Ice, Venus, Haukur og
Hermann Sibum koma í
dag. Selfoss og Detti-
foss koma og fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss fer frá Straums-
vík í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551-4349, flóamark-
aður, fataúthlutun og
fatamóttaka sími 552-
5277 eru opin miðvikud.
kl. 14–17.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað í síma Krabba-
meinsráðgjafarinnar,
800-4040 kl. 15–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og
postulínsmálning.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar uppl.
í síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 banki,
kl. 13 spiladagur, kl. 13–
16 vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga föstudaga
kl. 11. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi s.
586-8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8–16.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslu- og handa-
vinnustofur opnar, kl.
10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, byrj-
endur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Fimmtudag-
inn 21. feb. verður farið
í Þjóðleikhúsið að sjá
Önnu Karenínu kl. 20.
skráning í s. 565-6622
eftir hádegi.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun pútt í Bæj-
arútgerð kl. 10–11:30.
Félagsmiðstöðin
Hraunsel verður lokuð
vegna flutnings í Flata-
hraun 3 í næstu viku 18.
til 22. feb. Vígsla nýrrar
félagsmiðstövar verður
laugard. 23. feb. kl. 14.
Leikhúsferð verður á
morgun fimmtud. í
Borgarleikhúsið að sjá
Boðorðin níu. Upplýs-
ingar í Hraunseli s. 555-
0142. Rúta frá Hraun-
seli kl. 19:15.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádeginu.
Göngu-Hrólfar fara í
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Söngfélag FEB
söngæfing kl. 17. Línu-
danskennsla kl. 19.15.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði í
Glæsibæ, Söng og gam-
anleikinn Í lífsins ólgu-
sjó og Fugl í búri,
dramatískan gamanleik.
Sýningar: Miðviku- og
föstudaga kl. 14 og sun-
nud. kl. 16. Miðapant-
anir í s: 588-2111, 568-
8092 og 551-2203. Ferð
á vegum Fræðslu-
nefndar FEB á Lista-
safn Íslands í dag kl. 14.
Mæting við Listasafnið.
Aðalfundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni verður haldinn
í Ásgarði, Glæsibæ
sunnudaginn 24. feb. kl.
13.30. Árshátíð FEB
verður haldin 1. mars í
Versölum, Hallveig-
arstíg 1. Húsið opnað kl.
19, borðhald hefst kl.
19.30. Námskeið í fram-
sögn og upplestri er fyr-
irhugað í byrjun mars ef
næg þátttaka fæst, leið-
beinandi Bjarni Ingv-
arsson.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, postulín, mósaík
og gifsafsteypur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun. Opið alla sunnu-
daga frá kl. 14–16, blöð-
in og kaffi. Þorrablótið
verður 22. febrúar, til-
kynna þarf þátttöku í
síma 568-3132.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16. 30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá há-
degi spilasalur opinn,
veitingar í veitingabúð.
Fimmtudaginn 28. feb.
Leikhúsferð í Borg-
arleikhúsið, Boðorðin
níu, skráning hafin. Fé-
lagsvist verður 28. feb.
kl. 13.15 í samstarfi við
Seljaskóla, allir vel-
komnir, verðlaun. Upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10 handavinna, kl.
10.30 boccia, kl. 11 hæg
leikfimi, kl. 13 félagsvist
FEBK og glerlist, kl.
15.15 söngur, Guðrún
Lilja mætir með gít-
arinn, kl. 15–16 viðtals-
tími FEBK, kl. 16
hringdansar, kl. 17
bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró-
leg stólaleikfimi, kl. 13
keramikmálun.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl.
13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur – klippi-
myndir, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 13:30 göngu-
ferð, kl. 14 dans, kl. 15
frjáls dans, kl. 15 teikn-
un og málun. Fótaað-
gerð, hársnyrting.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtudag 21. febrúar,
kl. 10 í keilu í Mjódd.
Spiluð keila, spjallað og
heitt er á könnunni. All-
ir velkomnir. Upplýs-
ingar veitir Þráinn Haf-
steinsson í s. 5454-500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl.
9–12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun. Félagsstarfið
er opið öllum aldurs-
hópum, allir velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 postulínsmálun
og myndmennt, kl. 13–
14 spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaum-
ur, kl. 12.30 versl-
unarferð, kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband, kl. 15.30
kóræfing. Kirkjuferð í
Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði. Uppl. í síma 561-
0300.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. kl. 19.30
félagsvist.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Opið hús í dag
kl. 14. Dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson og Daníel
Jón Jónasson leika á
saxófón og orgel. Sr.
Lárus Halldórsson flyt-
ur hugvekju. Bílferð
fyrir þá sem þess óska.
Upplýsingar veitir Dag-
björt í síma 510-1034.
Nafnlausi leikhópurinn
í Kópavogi Samlestur í
dag kl. 17.05 í Gjábakka.
Þeir sem vilja taka þátt
í að skapa sýningu í til-
efni af tíu ára afmæli
leikhópsins velkomnir.
Samvinna við Hana-nú.
Leikstjóri: Ásdís Skúla-
dóttir. Upplýsingar gef-
ur Sigríður Sörens-
dóttir: s.554-5966
824-5966.
Kvenfélagið Aldan,
fundur í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 20.
febrúar, kl. 20.30 í
Borgartúni 18, 3. hæð.
Góðir gestir koma í
heimsókn. Látið sjá
ykkur.
Í dag er miðvikudagur 20. febrúar,
51. dagur ársins 2002. Imbrudagar.
Orð dagsins: Þá sagði Jesús við þá:
„Skamma stund er ljósið enn á með-
al yðar. Gangið, meðan þér hafið
ljósið, svo að myrkrið hremmi yður
ekki. Sá, sem gengur í myrkri, veit
ekki, hvert hann fer.“
(Jóh. 12, 35.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 andvíg, 8 guðhrætt, 9
stúlkan, 10 frístund, 11
rétta við, 13 ákvarða, 15
mús, 18 mikið, 21 nár, 22
tjón, 23 vesæll, 24 pretta.
LÓÐRÉTT:
2 vanvirða, 3 drembna, 4
kaffibrauðstegund, 5 sér
eftir, 6 mjög, 7 flanið, 12
læt af hendi, 14 útlim, 15
meltingarfæri, 16 brot-
sjór, 17 ávöxtur, 18 þrjót,
19 trylltur, 20 hreina.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hlífa, 4 eggja, 7 geymt, 8 ramba, 9 trú, 11 alda,
13 unna, 14 kætir, 15 sæma, 17 tarf, 20 ara, 22 látún, 23
unnið, 24 afana, 25 terta.
Lóðrétt: 1 hagga, 2 ímynd, 3 autt, 4 edrú, 5 gaman, 6 ap-
ana, 10 Rútur, 12 aka, 13 urt, 15 súlda, 16 motta, 18 asn-
ar, 19 fiðla, 20 anga, 21 aumt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
HELDUR finnst Víkverja hvim-leitt í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar að búið er að byrgja gluggann
milli komusalar stöðvarinnar og sal-
arins þar sem menn bíða eftir þeim
sem verið er að sækja úr flugi.
Þannig geta menn nú ekki lengur
fylgst með farþegum ganga ofan
stigann af efri hæðinni til að skella
sér í verslun eða bíða eftir töskum
sínum.
Ekki er Víkverja með öllu ljóst
hverju þetta sætir. Öryggisástæður
hafa þó verið nefndar. Er það lík-
lega til þess að farþegar og þeir sem
bíða frammi geti ekki skipst á leyni-
legum orðsendingum. Víkverja
skortir ímyndunarafl til að finna út í
hverju slík samskipti gætu verið
fólgin en þau gætu kannski snúist
um að ekki skuli koma með „farm-
inn“ í gegn eða eitthvað slíkt; að sá
sem bíður frammi vari farþegann
við ef eitthvað hindrar til dæmis
smygl. Eða vari hann við ef einhver
óæskilegur er á ferli. Er þetta raun-
veruleikinn eða eru þetta áhrif
glæpa- og njósnamynda? Ekki trúir
Víkverji því að þeir sem á annað
borð þurfa að ná einhverju sam-
bandi eða koma upplýsingum sín á
milli við þessar aðstæður láti byrgð-
an glugga hindra sig í þeim efnum.
Fram að þessu hefur Víkverji
verið svo grænn að líta á þennan
glugga sem saklausa og skemmti-
lega leið til að fylgjast með sínum
nánustu þegar þeir eru að myndast
við að koma sér í gegnum tollhliðin
með farangur sinn. Farþegar sjá
líka hvort einhver þeim nákominn
er að sækja þá og geta kannski and-
að léttar. En hver sem ástæðan er
og hvort sem menn þurfa að búa við
þessa byrgðu glugga til frambúðar
eða ekki er þetta hvimleitt. Er ekki
hugsanlegt að endurskoða þetta?
x x x
FYRIR nokkru var rútubílstjóridæmdur af Hæstarétti til refs-
ingar þar sem hann var talinn hafa
valdið manndrápi af gáleysi. Bíl-
stjórinn hefur haldið uppi vörnum
eftir að þessi dómur féll og haldið
fram ábyrgð annarra sem hann seg-
ir að sé ekki síðri en eigin ábyrgð án
þess að hann vilji skorast undan
henni.
Í umræðunni hefur hann bent á
eitt atriði sem Víkverja fannst allrar
athygli vert. Það er spurningin um
reynsluna og hvar eigi að fá hana.
Venjulega er það svo að ungum eða
nýjum bílstjórum er í fyrstunni falið
að aka litlum rútum. Með því fái
þeir ákveðna reynslu sem geri þá
smám saman hæfa til aksturs stórra
bíla. En bílstjórinn áðurnefndi
spurði líka hvernig bílstjórar ættu
að öðlast reynslu, hvort rútufyrir-
tækin ættu að senda bílstjóra á tóm-
um rútum um landið til að æfa sig.
Er það nokkuð út í hött? Varla get-
ur það kostað nein ósköp að láta bíl-
stjóra fara hringinn á rútu til að fá
almennilega tilfinningu fyrir bíl og
vegum. Best væri að tveir færu
saman og kannski einn reynslubolti
með þeim til að fullt gagn yrði að
slíkum túr. Þá væri hægt að skoða
hætturnar og ræða málin.
Kannski er þetta gert þegar í dag
hjá einhverjum rútufyrirtækjum.
Ef ekki, hver vill ríða á vaðið? Í það
minnsta er Víkverji á því að nem-
endur séu settir í of fáa verklega
tíma fyrir rútupróf. Víkverji fór í
fimm tíma ef hann man rétt. Og má
þá keyra stærstu rútur. Þyrfti ekki
að bæta við tímum og gefa mönnum
færi á að fá meiri reynslu áður en
þeir halda út í alvöruna?
Þakkir til
Stöðvar 2
KÆRAR þakkir til Stöðvar
2 fyrir þáttinn um hol-
lenska fiðluleikarann Andr-
eo Rio, sem var á dag-
skránni hinn 11. febrúar sl.
Hann er sá alskemmtileg-
asti sem sést hefur í sjón-
varpinu. Tónlistin er ynd-
isleg og stemmingin svo
mikil, að allir heima í stofu
voru á iði með sælubros á
vör. Vonandi verður hann
endursýndur.
Kærar þakkir,
áhorfendur.
Ólympíu-
leikarnir
SIGRÍÐUR hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma á framfæri óánægju
sinni með að ekki væri sýnt
frá Ólympíuleikunum í Rík-
issjónvarpinu nema smá-
skot í kvöldfréttatímunum.
Það hefur verið sýnt frá Ól-
ympíuleikunum síðastliðin
30 ár. Það er fullt af fólki út
um allt land sem hefur
áhuga á að fylgjast með
leikunum. Það er til
skammar að Ríkissjón-
varpið skuli vera svona
fjársvelt í góðæri ríkis-
stjórnarinnar.
Bónus og
heiðarlegt fólk
KÆRAR þakkir til starfs-
fólks Bónuss í Skeifunni og
ekki síður til þeirra heiðar-
legu viðskiptavina sem
tóku til handargagns og
skiluðu veski gamallar
konu föstudaginn 15. febr-
úar sl. Ennþá kemur í ljós
að meirihluti fólks er góður
og heiðarlegur.
Hjartans þakkir,
Valgerður Jónsdóttir.
Tapað/fundið
Prjónavettlingar
töpuðust
ÍSLENSKIR prjónavett-
lingar, svartir og hvítir með
íslensku munstri, töpuðust
á stoppistöðinni fyrir fram-
an M.H. fyrir stuttu. Upp-
lýsingar í síma 568-7939.
Bíllykill tapaðist
BÍLLYKILL að Hondu
tapaðist í Kringlunni
fimmtud. 4. janúar sl.
Lykillinn er með merk-
inu H (fyrir Hondu) og er
einn á hring, ásamt fjarlæs-
ingu. Hafi einhver fundið
lykilinn vinsaml. hringið í s.
690-2313.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÚTVARPSSTÖÐIN FM
967 auglýsir að í febr-
úarmánuði muni sömu
lögin ekki verða end-
urtekin á þeirra útvarps-
rás á milli kl. 9 og 17 alla
virka daga. Þó er tekið
fram, að auðvitað geti
mönnum orðið á, og fari
svo, að sömu lögin séu
spiluð á þessum tíma, fái
sá sem geti bent á end-
urtekninguna 96.700 kr. í
sinn hlut. En ekki er allt
sem sýnist.
Í ljós kemur nefnilega,
að starfsmenn útvarps-
stöðvarinnar hafa sett sér
eigin reglur án þess að
kynna þær fyrir hlust-
endum. Endurtekningin
snýst ekki um hvort sama
lagið heyrist milli kl. 9 og
17 heldur snúast regl-
urnar um, hvort allt lagið
er endurtekið, þ.e. hvort
lagið e sett á eftir klukk-
an níu og hvort því sé lok-
hringdi aftur sagði hann
að lagið hefði verið sett á
þegar klukkuna vantaði
þrjár mínútur í níu (!) en í
ljós kom að klukkunni hjá
honum bar saman við
mína. Þarna stóðu hans
orð gegn mínum. Annar
starfsmaður sagði, eftir
að hafa kannað málið, að
um endurtekningar giltu
fyrrgreindar reglur, þó
svo að hann viðurkenndi,
að þær hefðu hvergi verið
auglýstar eða kynntar.
Hann sagðist hins vegar
hafa bent dagskrárgerð-
armanninum á, að auðvit-
að væri snjallræði að
kynna hlustendum regl-
urnar. Við ræddum aftur
á móti ekki um hvenær
lagið hefði verið spilað.
Dæmi hver fyrir sig, en
í mínum huga eru þetta
ekki heiðarlegir við-
skiptahættir.
Hildur Friðriksdóttir.
ið fyrir kl. 17. Annars
telst ekki um endurtekn-
ingu að ræða. Í mínum
augum er hér ekkert um
smámál að ræða, heldur
tæpan 100 þúsund kall!
Föstudaginn 15. febr-
úar sl. brá svo við, að
ákveðið lag var „í loftinu“
rétt upp úr kl. 9 og síðan
aftur um kl. 11.15. Hringt
var í útvarpsstöðina til að
benda á þessa endurtekn-
ingu. Dagskrárgerð-
armaðurinn sagðist ekki
vera með þetta á hreinu
en sagðist mundu kanna
það og hringja til baka.
Ég sagði honum að hugs-
anlegt væri, að byrjað
hefði veri að spila lagið
þegar klukkuna vantaði
eina mínútu í níu vegna
þess að ég mundi ekki
hvort þetta var fyrsta eða
annað lagið sem ég
heyrði eftir kl. 9. Þegar
dagskrárgerðarmaðurinn
Er FM 967 trúverðug stöð?