Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 45 DAGBÓK Síðustu tilboðsdagarnir í Remediu Sjúkravörur ehf. - Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511 Nú er 20% afsláttur af öllum skóm út þessu viku Sendum í póstkröfu Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins og Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, ræða um árangur og horfur í einkavæðingu ríkisfyrirtækja á opnum hádegisverðarfundi á Hótel Borg á morgun, fimmtudag, kl. 12-13.30. Allir velkomnir Hádegisverður kr. 1.450 Fundarstjóri: Þorlákur Björnsson, form. kjördæmisstjórnar Reykjavík norður. Fundarboðandi: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður. EINKAVÆÐING Betri framtíð eða brostnar vonir? Guðni Ágústsson, varafomaður Framsóknarflokksins Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 20. febrúar, er áttræð Bára Sig- urjónsdóttir, kaupkona, Hafnarfirði. Hún dvelst um þessar mundir á Carlton Hotel, CH-7500 St. Moritz, Sviss. Herbergi 120. Sími: 00 41 81 836 70 00 Fax: 00 41 81 836 7001 e-mail: info@carlton-stmoritz.ch LJÓÐABROT Lausavísa Enn man ek böl þat, er brunnu bauga-Hlín ok mínir (skaði kennir mér minni minn) þrír synir inni; glaðr munat Göndlar röðla gnýskerðandi verða (brjótr lifir sjá við sútir sverðs) nema hefndir verði. Gizur Þorvaldsson jarl 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0–0 8. Dd2 Rc6 9. Bc4 Bd7 10. 0–0–0 Hc8 11. Bb3 Re5 12. h4 Rc4 13. Bxc4 Hxc4 14. h5 Rxh5 15. g4 Rf6 16. Rde2 Da5 17. Bh6 Hfc8 18. Bxg7 Kxg7 19. Dh6+ Kg8 20. Hd5 H8c5 21. Kb1 Be6 Staðan kom upp í Norður- landamóti ein- staklinga í skóla- skák sem lauk fyrir skömmu. Dagur Arn- grímsson (2.094) sigraði í C-flokki eftir harða bar- áttu við Guð- mund Kjartans- son (2.060). Félagarnir áttust hér við og hafði Dagur hvítt. 22. g5! Rh5 23. Rf4! Hxd5 24. Rxh5 gxh5 25. Hxh5 Bf5 26. exf5 Hd1+ 27. Rxd1 Dxf5 28. Re3 Hd4 29. g6! og svartur gafst upp. Staða efstu manna í C-flokki varð þessi: 1. Dagur Arn- grímsson (2.094) 5 vinn- inga af 6 mögulegum. 2.–3. Guðmundur Kjartansson (2.060) og Jakob Vang Glud (2.147) 4½ v. 4.–5. Marta Nestorov (1.908) og Bjarke Andreasen (1.641). SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞAÐ er sjaldgæft að eitt einstakt spil veki jafn mikla athygli og eftirfar- andi þrjú grönd úr sjöttu umferð Flugleiðamótsins: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ G64 ♥ 1063 ♦ 75 ♣KG764 Vestur Austur ♠ D753 ♠ 102 ♥ G74 ♥ Á982 ♦ 1082 ♦ Á963 ♣Á82 ♣1093 Suður ♠ ÁK98 ♥ KD5 ♦ KDG4 ♣D5 Eftir samanburð á sunnudagskvöldið mátti heyra menn ræða þetta spil í öllum hornum og virtust allir hafa merki- lega sögu að segja. Hvert sem kerfið er endar suður sem sagnhafi í þremur gröndum og fær út smáan spaða. Við skulum setja okkur í spor suðurs: Það er fljótséð að spilið vinnst aldrei nema hægt sé að nýta lauflitinn. Og þar eð spaðagosinn er eina innkomuvonin til hliðar ber að spara hann og taka fyrsta slaginn með kóngi heima, hvort sem austur lætur tíuna eða ekki. Síðan er laufdrottningu spilað og vestur dúkkar. Aftur kem- ur lauf og nú veltur fram- haldið á vörn vesturs. Margir vesturspilarar tóku á ásinn og skiptu yfir í smátt hjarta. Sú vörn reynir ekki mjög á sagn- hafa. Hann stingur upp tí- unni og neyðir austur til að drepa. Austur gerir best í því að spila hjarta áfram og nú er nauðsynlegt að sækja slag á tígul áður en smáum spaða er spilað að blindum. Suður spilar því út hátígli. Er austur drep- ur er innkoma hans á hugsanlegt fríhjarta farin, en ef hann dúkkar getur sagnhafi spilað smáum spaða að gosa blinds. Það breytir engu þótt vestur stingi upp drottningu og stífli þannig spaðalitinn, því sagnhafi þarf ekki á þriðja spaðaslagnum að halda. Þetta var fyrsta afbrigð- ið. En á sumum borðum dúkkaði vestur lauf tvisv- ar. Það reyndist góð vörn, því þegar sagnhafi spilaði þriðja laufinu átti hann erfitt með að henda heima. Það virðist sjálfgefið að henda tígli (og það gerðu allir), en vörnin gefur þá suðri slag á tígul og bíður síðan átekta í rauðu litun- um – sækir fimmta slaginn í hjarta eða tígli eftir því hvað sagnhafi gerir. Þessi vörn var því banvæn í reynd, en á opnu borði á sagnhafi hins vegar ótrú- legan mótleik – hann getur hent spaðaásnum í þriðja laufið! Þetta dugir til vinn- ings, jafnvel þótt vestur finni þá snjöllu vörn að skipta yfir í hjartagosa. Suður fær þann slag og spilar tígli. Ef austur dúkkar má spila smáum spaða að blindum, en drepi austur getur hann ekki spilað undan hjartaás, því tía blinds er innkoma. (Hjalti Elíasson var einn um það að skipta yfir í hjartagosa og það dugði til að fella spilið gegn Hack- ett-bræðrunum, þar eða sagnhafi sótti sér ekki slag á tígul áður en hann spilaði spaða að blindum.) Umsjónarmanni segir svo hugur að fleiri fletir eigi eftir að koma í ljós á spilinu, en þetta verður að duga í bili. Sveit Strengs vann Flugleiðabikarinn á sannfærandi hátt með rúm 20 stig að meðaltali úr leik. Í sveitinni spiluðu Valur Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Júlíus Sigur- jónsson, Hrannar Erlings- son, Hjördís Eyþórsdóttir og Barry Goren. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert í stöðugri þekking- arleit og lifir ævintýraríku lífi sem margir öfunda þig af. Árið er eitt það mest spennandi sem þú átt eftir að upplifa. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag líta sumir hlutir út fyrir að vera verri en þeir í raun eru. Þetta er ekki eins svart og það lítur út fyrir að vera þegar á botninn er hvolft. Horfðu á björtu hliðarnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur miklar áhyggjur af fjármálum þessa dagana. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á veginum rætist úr fyrr en þig grunar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinn- ar athygli og atorku. Láttu ekki aðra hluti glepja þér sýn á meðan. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert að hugsa um of mörg mál í einu og missir við það alla starfsorku. Einbeittu þér að einu verkefni í einu og þá mun allt ganga upp hjá þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinur þinn mun ekki bregð- ast eins við og þú býst við af honum. Reyndu að sjá hans sjónarmið og rifjaðu upp hve oft þú hefur valdið honum vonbrigðum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur áhyggjur af gagn- rýni yfirmanns þíns. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér gengur illa að skipu- leggja ferðalag. Allt virðist kosta of mikið, vera of mikil fyrirhöfn eða tilgangslaust. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhverjum gæti sárnað um- mæli þín svo þú skalt gæta þess að segja ekkert að óat- huguðu máli. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Deilur við félaga valda þér óþægindum. Á morgun verða þær úr sögunni. Vertu já- kvæður og forðastu að særa þá sem þér þykir vænst um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur áhyggjur af þeim verkefnum sem bíða þín í vinnunni, hvort þú getir klár- að þau. Hafðu ekki samvisku- bit vegna þess að þú skilar þínu og meira en það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að standa fyrir máli þínu og þá er bráðnauðsyn- legt að vera vel undirbúinn og hafa skipulega framsögn svo enginn misskilningur komi upp. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur lengi lagt hart að þér í starfi og nú er komið að því að þú sjáir laun erfiðis þíns. Njóttu þeirra því verður er verkamaður launa sinna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Smælki Erum við þá hætt saman?          MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR BJÖRNINN varð um mánaðamótin Íslandsmeistari í þriðja flokki pilta, en það eru 14–15 ára gamlir drengir. Piltarnir unnu alla leiki sína í mótinu nema einn þar sem þeir urðu að sætta sig við jafntefli. Síðasti leikur mótsins var um liðna helgi og þar lagði Skautafélag Akureyrar lið Skauta- félag Reykjavíkur í spennandi leik og var þetta eini sigur liðsins í mótinu. Á myndinni eru nýkrýndir meist- arar Bjarnarins í 3. flokki: Aftari röð frá vinstri: Haukur Arngrímsson, Reynir Viðar Salómonsson, Fannar Eyjólfssson, Sturla Snær Magnús- son, Ívar Andri Ívarsson, Viktor Höskuldsson, Atli Freyr Bjarnason, Vilhelm Már Bjarnason og Sergei Zak þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Björnsson, Karl Andr- eas, Arnar Sigurðsson, Trausti Ber- mann Skúlason, Birgir J. Hansen, Guðjón I. Guðlaugsson og Viktor Eyj- ólfsson. Björninn meistari í 3. flokki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.