Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 12
Hvað felst í þinghelgi? „ÞINGHELGI felur í sér að ekki er hægt að sækja þingmenn til saka fyrir ummæli sem þeir við- hafa á Alþingi,“ segir Helgi Bern- ódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. „Þetta er ævagamalt ákvæði sem á sér hliðstæðu í öðr- um þingum, langt aftur í aldir til verndar þingum.“ Helgi segir að nokkrum sinnum hafi reynt á þinghelgina og þarf saksóknari þá t.d. að fara fram á að veitt sé málshöfðunarleyfi ef staðið hefur til að ákæra þingmann í opinberu máli eða ef menn utan þings hafa viljað fara í meiðyrðamál við þingmann út af ummælum hans í þingsal. „Síðasta dæmið er þegar efri deild veitti leyfi til að sér- stakur saksóknari í Hafskipsmál- inu gæti höfðað opinbert mál á hendur þingmanni.“ Helgi segir að þessa leið verði að fara, „ef mál lýtur að opinberri saksókn gegn þingmanni. Eins verða þing- menn ekki sóttir til saka fyrir ummæli sín í þingsalnum nema með leyfi Alþingis. Það er þess vegna ekki hægt að höfða meið- yrðamál gegn þingmanni nema hann endurtaki ummæli sín utan þings eða fyrir því sé veitt leyfi.“ Þannig er hægt að fara í mál við þingmenn, endurtaki þeir um- mæli sín utan þings, t.d. í við- tölum við fjölmiðla. FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Landssímans, lét þau ummæli falla á aðalfundi Sím- ans á mánudag að gagnrýni á stjórnendur félagsins hafi verið óvægin og flutt í skjóli þinghelgi. Hann sagði að það væri „afar óeðli- legt í fjölmiðlaþjóðfélagi nútímans, að þingmenn geti í skjóli þinghelgi ráðist að fyrirtækjum og saklausum borgurum úti í bæ án þess að menn geti borið hönd fyrir höfuð sér“. Morgunblaðið leitaði viðbragða þingflokksformanna við þessum um- mælum Friðriks og spurði hvort að til greina kæmi að afnema þinghelg- ina að einhverju leyti. Fráleitt að tala um þinghelgi í þessu sambandi „Ég tel að ekki hafi mikið reynt á þetta ákvæði [þinghelgina] og hvað varðar þetta tiltekna mál þá finnst mér fráleitt að Friðrik [Pálsson] tali um þinghelgi og beri því við að hann hafi ekki getað svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar í skjóli þinghelgi,“ segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar, „vegna þess að með því er hann að segja að hann hafi hugsanlega getað sótt þingmenn til saka fyrir eitthvað sem þeir hafa haldið fram í Landssímamálinu sem mér þykir algjörlega út í hött.“ Bryndís segir að vel megi vera að þinghelgin sé orðið úrelt fyrirbæri, „en mér finnst með ólíkindum að hlusta á mann, sem ætti að líta í eig- in barm og skoða sína eigin ábyrgð, varpa á þennan hátt ábyrgðinni yfir á stjórnarandstöðu, fjölmiðla og aðra sem að málinu hafa komið og hafa gagnrýnt það réttilega að mínu mati.“ Bryndís telur þingmenn ekki þurfa sérstaklega á þinghelginni að halda. „Ég tel að þeir eigi að geta tjáð sig opið um alla hluti og ef þeir gangi of langt í þeim efnum er ekk- ert óeðlilegt að þeir þurfi að svara fyrir það. En í þessu máli finnst mér það algjörlega fráleitt.“ Bryndís segir þá umræðu sem Friðrik vitn- aði til í ræðu sinni á aðalfundi Sím- ans að mestu hafa farið fram í fjöl- miðlum, „svo ég þekki ekki dæmi þess að þingmenn hafi verið að skýla sig á bak við þinghelgina og sagt eitthvað í ræðustóli sem þeir treysti sér ekki til að ræða utan þings. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir og um þetta eru engin dæmi. Þingmenn sem hafa tjáð sig í þessu máli hafa verið tilbúnir að gera það innan sem utan þings.“ Friðrik fellur sjálfur í þá gryfju sem hann ætlar öðrum Guðjón A. Kristjánsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, segist ekki getað svarað fyrir um- mæli annarra á þingi eða hvort aðrir þingmenn hafi skýlt sér að baki þinghelginni í umræðum. „Ég sagði af þessu tilefni að mér fyndist að bæði Friðrik og Þórarinn [V. Þór- arinsson] hefðu gengisfellt sjálfa sig svolítið með því að taka til sín veru- lega rífleg laun.“ Guðjón sagðist ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort að afnema bæri þinghelgina. „Það er útaf fyrir sig sjálfsagt að ræða þau sjónarmið og heyra rökin fyrir því að afnema þinghelgi að ein- hverju leyti og ég skal ekki fyrir- fram neita þeim, en sjálfur sé ég ekki rök í málinu til að gera breyt- ingar á,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Kristinn telur þinghelgina nauðsynlega nú sem fyrr til þess að þingmenn geti óheft sagt skoðun sína á mönnum og mál- efnum. Um það hvort þingmenn hafi í skjóli þinghelgi ráðist að fyrirtækj- um og borgurum án þess að þeir geti varið sig líkt og Friðrik hélt fram á aðalfundi Símans á mánudag sagði Kristinn: „Hann verður að færa rök fyrir sínu máli og það gerði hann ekki. Mér sýnist að hann hafi sjálfur gert sig sekan um það sem hann sakar þingmenn um, hann er að ráðast á þá á vettvangi þar sem þeir eru ekki til andsvara og er með fullyrðingar um óheiðarlegan mál- flutning. Mér finnst hann sjálfur falla í þá gryfju sem hann ætlar öðr- um að liggja í.“ Hver og einn ber ábyrgð á sínum orðum Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, telur þessa umræðu ekki gefa tilefni til að afnema þinghelgi að ein- hverju eða öllu leyti. „Við þingmenn hljótum hins vegar að gera þá kröfu til okkar sjálfra að við gætum okkar í umræðum um menn og málefni.“ Sigríður hefur lýst því yfir að henni hafi ekki fundist þingmenn stjórn- arandstöðu gæta sín sem skyldi í umræðum um Landssímann og hef- ur gagnrýnt stjórnarandstöðuna í þá veru. „Almennt talað þurfa þing- menn alltaf að vanda sig og hafa í huga að það er mikið útvarpað og sjónvarpað frá umræðum á þingi. Grundvallarreglur um málefnalega umræðu og virðingu fyrir fólki og Alþingi sjálfu verður að hafa í heiðri. Hver og einn hlýtur að bera ábyrgð á sínum orðum hvort sem hann er þingmaður eða einhver ann- ar.“ Þingmenn verða að hafa ákveðinn skjöld Þuríður Backman, varaformaður þingflokks Vinstri-grænna, segir ekki koma til greina að sinni hálfu að afnema þinghelgi að nokkru leyti. „Það hefur ekkert komið fram sem gefur tilefni til að brjóta þetta upp,“ sagði Þuríður. „Okkur þingmönnum ber að fara með rétt mál og aðrir sem vilja verja sinn málstað verða að gera það á öðrum vettvangi. Það gengi upp ekki að gera þingið að einni allsherjar útisamkomu. Þing- menn verða að hafa ákveðinn skjöld til að geta talað frjálst og eiga ekki á hættu málshöfðun eða saksóknir. Við þingmenn verðum að hafa möguleika á að tjá okkur en það verður að vera á okkar ábyrgð.“ Þuríður telur ekkert hafa komið fram í þingsal um Landssímamálið sem ekki kom fram í fjölmiðlum eða ekki var hægt að lesa úr lögum og starfsemi fyrirtækisins. „Ég var aldrei vör við að í þingsal væri verið að draga fram eitthvað nýtt.“ Viðbrögð formanna þingflokkanna við ummælum stjórnarformanns Símans um þinghelgi Bryndís Hlöðversdóttir Guðjón A. Kristjánsson Kristinn H. Gunnarsson Sigríður Anna Þórðardóttir Þuríður Backman Þinghelgin nauðsyn- leg en þingmenn tjái sig á eigin ábyrgð SAM-FRÍMÚRARAREGLAN Le Droit Humain og reglurnar Grand Orient de France og Grand Loge de France hafa lagt drög að formlegu samstarfi sín á milli. Í Sam-Frímúr- arareglunni starfa konur og karlar á jafnréttisgrundvelli en hinar regl- urnar tvær eru karlareglur. Með- limir Grand Orient de France eru um 45 þúsund en hjá Grand Loge de France um 26 þúsund en allar regl- urnar starfa í mörgum löndum. Sam-Frímúrarareglan barst til Íslands árið 1921 og var hún lengst af hluti af Skandinavíska sambands- ins en árið 1985 var stofnað Íslands- samband með fullkomna sjálfsstjórn í eigin málum. Njörður P. Njarðvík segir að þessar reglur hafi mannúðarstefnu og hugsunarfrelsi að leiðarljósi og leggi áherslu á mannrækt sem leiði til samkenndar, gagnkvæmrar virð- ingar, umburðarlyndis og betra mannlífs. Þær hafni aftur á móti hvers konar kreddum, ofbeldi og of- stæki. Menn stefni að því að bæta sjálfa sig til þess að geta tekið þátt í að bæta heiminn. „Ég get því ekki annað en fagnað sérstaklega þeirri samvinnu sem tekist hefur á milli okkar.“ Michel Singer og Alain Bauer segja reglur sínar alþjóðlegar og þær byggi á einu og sama siðakerf- inu. „Grunnatriðin eru málfrelsi, trúfrelsi og þar með rétturinn til þess að trúa ekki og virðing fyrir báðum þessum hópum. Markmiðið er að bæta okkur sjálfa og heiminn sem við búum í.“ Njörður segir þessar þrjár reglur vera um margt ólíkar en mestu máli skipti að þeir vilja vinna saman í gagnkvæmri virðingu. Við segjum að eina leiðin til þess að sameina mannkynið sé með því að virða mis- munandi skoðanir og trú.“ Singer og Bauer taka fram að þeir byggi á hugmyndinni um höf- und heimsins án þess þó að tiltaka hver hann er eða hvernig hann birt- ist, þetta túlki hver með sínum hætti. „Engilsaxnesku reglurnar hafa á hinn bóginn lagt meira upp úr þeirri birtingarmynd og tengsl þeirra við kristnina og þar skilji með meginlandsreglunum og þeim engilsaxnesku sem séu nátengdari trúnni. Umburðarlyndi og frelsi í trúmálum, ásamt með málfrelsi eru grundvallarreglur hjá okkur. Og hjá okkur starfar fólk af mismunandi kynþáttum og sem hefur mismun- andi trú. Við stefnum að siðferðileg- um og andlegum þroska allra manna. “ Morgunblaðið/Ásdís Michel Singer, stórkanslari Grande Loge de France, Njörður P. Njarð- vík, stórmeistari Sam-Frímúrarareglunnar og Alain Bauer, stórmeist- ari Grand Orient de France, gengu frá drögum að samstarfi reglnanna. Þrjár frímúrarareglur leggja drög að samstarfi Á AÐALFUNDI Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps, sem haldinn var 6. mars sl., var framboðslisti til sveitarstjórnarkosninga sam- þykktur, listinn er í samræmi við prófkjör sem sjálfstæðismenn héldu 23. febrúar sl. Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti hreppsnefndar, leiðir listann en sjálfstæðismenn hafa nú meirihluta í hreppsnefnd þ.e. fjóra af sjö hreppsnefndarfulltrúum. Í 2. sæti er Snorri Finnlaugsson fram- kvæmdastjóri, 3. Erla Guðjóns- dóttir skólafulltrúi,4. Sigríður Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri, 5. Bragi Vignir Jónsson verkstjóri, 6. Halla Jónsdóttir líffræðingur, 7. Doron Eliasen deildarstjóri, 8. Hildur Ragnars lyfjafræðingur, 9. Hervör Poulsen skrifstofumaður, 10. Þórólfur Árnason verslunar- maður, 11. Gissur Pálsson verk- fræðingur, 12. Sigurdís Ólafsdóttir háskólanemi, 13. Níelsa Magnús- dóttir húsmóðir, 14. Jón G. Gunn- laugsson viðskiptafræðingur. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn Sjálfstæðisfélags Bessa- staðahrepps. Ársæll Hauksson var kosin formaður en aðrir í stjórn eru Bragi V. Jónsson, Gissur Páls- son Hervör Poulsen, Hildur Ragn- ars. Bessastaðahreppur Listi Sjálfstæðis- félagsins ákveðinn Doktorsvörn fer fram við guð- fræðideild Há- skóla Íslands, laugardaginn 16. mars kl. 13.30 í Odda í stofu 101. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur ver rit sitt; Guðfræði Marteins Lúth- ers í ljósi túlkunar hans á Jóhannes- arguðspjalli 1535–1540, sem guð- fræðideild hefur metið hæft til doktorsprófs. Andmælendur af hálfu guð- fræðideildar verða dr. Hjalti Huga- son prófessor og dr. Sigurður Árni Þórðarson verkefnisstjóri. Forseti guðfræðideildar, dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, stýrir athöfninni. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur (f. 1957) lauk embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1991. Hann er héraðsprestur í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra og hefur ver- ið stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands undanfarin ár. Sig- urjón er kvæntur Martinu Brogmus og eiga þau tvær dætur. Öllum er heimill aðgangur. Doktorsvörn við guðfræðideild HÍ Sigurjón Árni Eyjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.