Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 14

Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAFJÖLDI Garðabæjar mun nær því tvöfaldast með nýju hverfi sem fyrirhugað er á Garðaholti í Garðabæ en rammaskipulag þess var kynnt almenningi í gær. Er gert ráð fyrir að á svæðinu, sem rúma á tæplega 8.000 íbúa, verði þrír grunnskólar, fjórir leikskólar, framhalds- skóli, smábátahöfn og hjúkr- unarheimili svo eitthvað sé nefnt. Rammaskipulag svæðisins var kynnt á fundi í sam- komuhúsinu Garðaholti í gær en það mun marka kjarna miðbæjar hverfisins ásamt Garðakirkju. Í greinargerð skipulagshöfunda, sem eru teiknistofan Úti og inni sf. og Landslag ehf., kemur fram að rammaskipulag er milli- stig milli aðalskipulags og deiliskipulags, gert til þess að fá fram yfirlit yfir stærri deilskipulagsáfanga eða bæj- arhluta. „Með rammaskipu- laginu eru mótuð helstu áhersluatriði bæjaryfirvalda varðandi þéttleika, íbúða- samsetingu og yfirbragð, lýst helstu markmiðum við mótun bæjarhlutans.“ Skipulagssvæðið er á þeim hluta Álftaness sem hefur verið nefnt Garðahverfi, og Garðabær dregur nafn sitt af. „Rammaskipulagssvæðið er vestari hluti Garðahverfis og byggilegasti hluti þess eða það svæði sem að jafnaði kallist Garðaholt nú á tímum. Hinn hluti þess er að mestu hraun, Garðahraun og Gálga- hraun,“ segir í greinargerð- inni. Hæstu húsin efst Gert er ráð fyrir að byggð- in myndi sjálfstæðan afmark- aðan bæjarhluta og leggja höfundar áherslu á að hverfið hafi sterkt yfirbragð undir- strikað af landslagi holtsins og legu gatna. Kjarni hverf- isins verði svæðið umhverfis annars vegar Garðakirkju og hins vegar gamla samkomu- húsið á Garðaholti. Svæðið milli þessara bygginga verði þungamiðja hverfisins þar sem gert er ráð fyrir bland- aðri starfsemi og hafi meira vægi umfram aðra hverf- ishluta. Þá er áformað að við ströndina verði reist smá- bátahöfn. Höfundar leggja til að byggðamynstrið taki mið af hæðarlegu holtsins. Hæstu byggingarnar verði efst á holtinu, en neðar og utar verði lágreistari íbúð- arbyggð. Sömuleiðis verður byggðin þéttust á háholtinu en gisnari yst. „Þannig verði undirstrikuð hæðarlega holtsins og tryggt að hærri byggingarnar skyggi ekki á útsýni frá lægri byggðinni.“ Er gert ráð fyrir að efst verði 3–5 hæða byggð, þar fyrir neðan komi 2–4 hæða fjölbýli, blandað léttri at- vinnustarfsemi, þá 1–3 hæða sérbýli og loks áðurnefndur miðkjarni sem yrði blanda núverandi byggðar og nýrra bygginga fyrir verslun og þjónustu. Segir í greinargerðinni að höfundar leggi áherslu á að hver hverfishluti sam- anstandi af blandaðri byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlis- húsa. „Við það næst fram æskileg fjölbreytni í byggð- armynstri og aldurssamsetn- ingu íbúa. Breytilegum kröf- um markaðarins á hverjum tíma verður þá jafnframt mætt varðandi stærð og gerð íbúða. Þannig verði einnig tryggt að hver áfangi sem skipulagður verði, gefi kost á samsettri byggð fjölbýlis og sérbýlis.“ 1.120–1.280 grunnskólanemar Fram kemur að heild- arstærð byggðra svæða verði um 130 hektarar en samtals eru undir um 170 hektarar lands séu götur og almenn opin svæði reiknuð með. Því til viðbótar eru strand- og jaðarsvæði við hraunbrún u.þ.b. 25 hektarar. Alls má gera ráð fyrir um 2.400–2.440 íbúðum á svæðinu og er í út- reikningum höfunda stuðst við að 3,2 íbúar verði í hverri íbúð. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að í búar á Garða- holti fullbyggðu verði um 7.800. Er þetta þéttari byggð en aðalskipulag Garðarbæjar gerir ráð fyrir en þar er ætl- að að á svæðinu búi 4.500 til 5.000 íbúar. Til marks um stærð hverfisins má nefna að í Garðabæ öllum eru í dag um 8.500 manns. Skipulagshöfundar gera ráð fyrir að fjöldi barna á grunnskólaaldri í hinu nýja hverfi á Garðaholti verði um 1.120–1.280 talsins og er gert ráð fyrir þremur grunn- skólum í nágrenni við meg- inumferðaræðar og við útjað- ar byggðarinnar þar sem þeir yrðu í góðum tengslum við græn svæði og göngu- stíga. Þá er gert ráð fyrir 420 til 480 börnum á aldr- inum 2–5 ára og er áformað að byggja fjóra leikskóla, einn við hvern grunnskóla auk eins leikskóla efst á holt- inu. Íþróttasvæði verður á flat- lendinu sunnan Garðaholts, eða svokallaðri Dysjamýri, í tengslum við miðsvæði byggðarinnar. Þar verður jafnframt komið fyrir fram- haldsskóla. Ætla höfundar að auk þess verði þar rými fyrir fullkomna íþróttamiðstöð með stóru íþróttahúsi, keppnisleikvangi og æf- ingavöllum. Þá hafa höfundar gert ráð fyrir hjúkr- unarheimili og aðliggjandi íbúðum fyrir aldraða á há- holtinu. Gott að búa án einkabíls Í kaflanum um göngustíga, umhverfi og útivist segir að hverfið sé í öllum meg- indráttum hannað út frá þeirri grundvallarhugsun að þar verði auðvelt og hvetj- andi að búa án einkabílsins. Almenningsvagnaleiðir verði greinilegar, auðeknar og í nálægð við íbúa hverfisins og er tenging hinnar nýju byggðar við grænu svæðin, hraunið og ströndina snar þáttur í lausn skipulagsins. „Í samræmi við þessa hug- mynd er rík áhersla lögð á göngu- og hjólreiðastíga sem innra æðakerfi með almenn- ingsvagna sem tengilið,“ seg- ir í greinargerðinni. Eiga göngu- og hjólreiðastígar að vera auðveldir yfirferðar fyr- ir börn jafnt sem aldraða og fatlaða. Þá er lögð áhersla á græna strengi með göngustígum, grenndarvöllum og leik- svæðum milli hverfiseininga. „Þar tengjast göngustígar húsagatnanna og aðliggjandi göngustígar grænu svæð- anna. Stígakerfið innan hverfisins verði góður val- kostur fyrir íbúana til göngu og hjólreiða milli hverf- ishluta, í skóla og þjón- ustukjarna, til íþróttasvæðis og jafnvel sundlaugar sem og að aðliggjandi bæjarhlutum í Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Meginstígar og áningarstaðir verði vel lýstir og útbúnir upplýs- ingum um jarðfræði, náttúru og dýralíf og nýtist jafnframt sem trimmbrautir fyrir bæj- arbúa.“ Þegar litið er á um- ferðar- og gatnakerfi kemur í ljós að gert er ráð fyrir að Vífilsstaðavegur liggi sem tengibraut inn að byggðinni og verður hann aðaltenging við aðra hluta Garðabæjar. Endar hann við spor- öskjulaga hringveg í miðju hverfisins, sem tengir saman allar aðalgötur hverfisins og myndar því eins konar að- algötu þessa nýja bæj- arhluta. Frá hringveginum liggja þrjár aðaltengingar í gegnum bæjarhlutann. Ein þeirra liggur til norðurs að Álfta- nesvegi sem tenging við Bessastaðahrepp en önnur liggur að hraunjaðrinum til suðurs sem möguleg tenging við miðbæ Hafnarfjarðar. Þriðji leggurinn liggur í gegnum hverfið til norðaust- urs sem tenging út á Hliðs- nes. Auk þess liggja tveir leggir til suðurs um mið- kjarna byggðarinnar. Safngöturnar tengjast sjálfstæðum húsagötum og segir í greinargerðinni að öll útfærsla gatna, sem kvíslast inn í hverfið, sé hugsuð þann- ig, að ljóst sé að komið er inn í íbúðahverfi þar sem bílnum er ekki ætlaður forgangur. „Því er hver hverfiseining sjálfstæð grein umlukin grænu svæði án gegnumakst- urs (30 km svæði) vegna um- ferðaröryggis.“ Fornminjar hafa áhrif Fram kemur í grein- argerðinni að samhliða skipu- lagsvinnunni hafi farið fram ítarleg fornleifaskráning á svæðinu á vegum Þjóðminja- safns Íslands en vitað var að á suðurhluta holtsins, þar sem nú er byggð, væru merki um minjar frá fyrri öldum byggðar í Garðahverfi. „Upphafleg skráning hljóðaði upp á um 50 skráning- arnúmer en eru nú á loka- stigum úrvinnslunnar nær 500,“ segir í greinargerðinni. „Það er því ljóst að fornleifar á þessu svæði sem nær ein- göngu eru vestan megin á holtinu, umhverfis og innan um núverandi byggð, eiga eftir að hafa einhver áhrif á útfærslu skipulags og byggð- ar á svæðinu.“ Segir að við nánari skipulagningu verði síðan lögð áhersla á varð- veislu þeirra minja, sem merkilegastar teljast. Að sögn Bergljótar S. Ein- arsdóttur, skipulagsfulltrúa Garðabæjar, er áætlað að uppbygging svæðisins hefjist á árunum 2005–2006. Um 8.000 manna hverfi á suðurhluta Álftaness Ljósmynd/Emil Þór Horft til suðurs yfir skipulagssvæðið en gert er ráð fyrir að Vífilsstaðavegur liggi nær ströndinni austan megin á nesinu. Tölvumynd/Hallgrímur Sigurðsson Horft til norðurs yfir skipulagssvæðið eins og höfundar sjá það fyrir sér. Ráðgert er að hæsta og þéttasta byggðin verði efst en að hún lækki og gisni eftir því sem neðar dregur. Morgunblaðið/Sverrir Rammaskipulag nýja borgarhlutans var kynnt í samkomuhúsinu Garðaholti í gær en það mun marka miðbæ hverfisins ásamt Garðakirkju. Sýndi fólk skipulaginu mikinn áhuga enda óhætt að segja að það muni breyta bæjarmynd Garðabæjar verulega. Garðabær Rammaskipulag Garðaholts kynnt almenningi í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.