Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 15

Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 15 Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 15:00 Gestir samverunnar eru séra Hulda Hrönn Helgadóttir og Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona sem syngur nokkur lög. Samveran hefst með helgistund í kirkjunni og boðið verður upp á veitingar á vægu verði. Allir velkomnir. Vinafundur eldri borgara einn lítri Málið er Pepsi í nýjum umbúðum 1L skiptir máli Rétta stærðin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O LG 1 70 81 03 /2 00 2 Norðlæg lönd Þverfagleg samstarfsráðstefna með Manitobaháskóla Skúli Skúlason og Þorsteinn Gunnarsson: Ávörp. David Arnason: Birtingarmyndir Winnipeg-borgar í menningu, bókmenntum, arkitektúr og listum. Timothy Schroeder: Evrópskir og norður-amerískir straumar sem mætast í heimspeki. Haraldur Bessason: Hollusta við menningararfleifð og fræðimennsku. Kristín M. Jóhannsdóttir: Búferlaflutningar og afdrif íslenskra drauga og forynja í Vesturheimi. Christopher G. Trott: Nýjar hliðar á starfi Vilhjálms Stefánssonar. Harold Bjarnason: Möguleikar á samstarfi milli Íslands og Kanada í bú- og matvælafræðum. Guðrún Helgadóttir: Ferðaþjónusta í dreifbýli í ljósi byggðaþróunar. Gunnar Valdimarsson: Nýjungar í rannsóknum á erfðafræði zebrafiska. Helgi Thorarensen: Þróun fiskeldis á Íslandi. Joan Larsen: Grænland sem dæmi um viðkvæmt hagkerfi vegna smæðar og fábreytni. Ingi Rúnar Eðvarðsson: Mannauðgun dreifbýlis með háskóla- og fjarmenntun. Nánari upplýsingar má finna á: www.unak.is og www.holar.is Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum á Akureyri, Sólborg 15. mars, kl. 9 - 16. Hún er ókeypis og öllum opin. LEÓ Sigurðsson fyrr- verandi útgerðarmað- ur á Akureyri lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 9. mars sl. Leó fæddist 7. júlí 1911 á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hann var næstyngstur fjög- urra systkina. Foreldr- ar hans voru Sigurður Bjarnason og Anna Jósepsdóttir. Leó var þekktur út- gerðarmaður á Akur- eyri en hann hóf feril sinn hjá föður sínum eftir gagnfræðapróf, sem gerði út fjögur skip á þeim tíma, Súluna EA, Kolbrúnu EA, Val EA og Kolbein unga EA. Leó tók við útgerð föður síns eftir andlát hans 1939. Leó gerði út tvö skip, Súluna og Kol- brúnu, þar til Kolbrún fórst á Húnaflóa 1944. Eftir það gerði hann út Súluna en hún fórst út af Reykjanesi í apríl 1963. Árið eftir keypti Leó nýtt skip frá Noregi, sem fékk nafnið Súlan og 1958 keypti hann lítinn tog- ara frá Austur-Þýska- landi, sem bar nafnið Sigurður Bjarnason EA og gerði hann út til ársins 1975. Skipa- stóllinn var endurnýj- aður árið 1964 þegar Leó keypti nýja Súlu og svo aftur árið 1967, þegar núverandi Súla var keypt. Það er sama skip og sonur hans Sverrir og Bjarni Bjarnason skipstjóri keyptu af Leó 1988 og gera út í dag. Leó starfaði jafnframt að hags- munamálum útvegsmanna og átti m.a. sæti í stjórn Útvegsmanna- félags Norðurlands um tíma. Eig- inkona Leós var Lára Pálsdóttir og eignuðust þau sex börn. Lára lést árið 1986. Útför Leós Sigurðssonar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 15. mars kl. 13.30. Andlát LEÓ SIGURÐSSON GUÐMUNDUR Jóhannsson, for- maður umhverfisráðs Akureyrar, mótmælir því að tillaga að deili- skipulagi við Lindasíðu hafi verið algerlega unnin út frá forsendum verktaka, sem þar hefur fengið út- hlutað byggingareit fyrir íbúðar- húsnæði. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í síðustu viku mótmælir sóknarnefnd Lögmannshlíðarsókn- ar harðlega hinni auglýstu deili- skipulagstillögu og telur jafnframt að hún sé gerð eftir pöntun tiltek- ins verktaka. Sóknarnefndin telur eðlilegra að hafa einnar hæðar hús á báðum byggingareitunum og mörk íbúð- arsvæðisins fjær Glerárkirkju. Sóknarnefndin vill að hús næst kirkjunni verði einnar hæðar og þess gætt að hús fari ekki eins nærri miðási kirkjunnar og í skipu- lagstillögunni. SS Byggir hefur fengið úthlutað umræddu byggingarsvæði og ætlar að byggja þar 37 raðhúsaíbúðir á einni og tveimur hæðum. Siguður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, sagði að sér fyndist illa að fyrirtæki sínu vegið. „Ég hefði kos- ið að sóknarnefndin hefði kynnt sér þau gögn sem verktakar fengu þeg- ar svæðið var auglýst til umsóknar og því úthlutað. Ég sótti um svæðið eins og fleiri og hef alls ekki verið með neinn þrýsting vegna deili- skipulagsins. Það komu hönnuðir að sunnan til að skoða og mynda um- rætt svæði og ég óskaði eftir því að þeir kæmu með skemmtilega tillögu að nýtingu þess, sem uppfyllti óskir umhverfisnefndar. Þannig að ég tel að við höfum unnið eftir þeirri for- skrift sem bærinn lagði til vegna nýtingar svæðisins,“ sagði Sigurð- ur. Í bókun frá síðasta fundi um- hverfisráð vegna athugasemda sóknarnefndar kemur m.a. fram að svæði það sem tillagan fjallar um var skilgreint sem miðsvæði allt frá staðfestingu aðalskipulags 1990– 2010 og þar til landnotkun var breytt í íbúðarhúsnæði á sl. ári. Sú breyting að gera reitinn að íbúð- arsvæði með einnar og tveggja hæða húsum, þýði að byggðin verði öll lægri en gera hefði mátt ráð fyr- ir samkvæmt aðalskipulagi sem gilt hafði frá árinu 1990. Því hljóti þessi breyting ein og sér að teljast stórt skref til móts við það sjónarmið sem fram kemur í bréfi sóknar- nefndar frá sl. sumri, að Glerár- kirkja fái notið sín sem best. Hins vegar harmar umhverfisráð að bréfi sóknarnefndar hafi ekki verið svar- að formlega. Glerárkirkja njóti sín í bæjarmyndinni Umhverfisráð bendir jafnframt á að suðurmörkk svæðisins séu enn þau sömu og meðan það var skil- greint sem miðsvæði. Einnig að eldri deiliskipulagstillögur sem sóknarnefnd vísi til og fólu í sér hugmyndir um að ekki yrði byggt á tilteknum geira við miðás kirkjunn- ar, þ.e. í SA-horni reitsins, hafi ekki náð fram að ganga og séu því ekki skuldbindandi á neinn hátt. Umhverfisráð telur að með því að byggðin verði ekki hærri en tvær hæðir, hvergi nema ein hæð næst Hlíðarbraut, sé tryggt að Glerár- kirkju njóti sín í bæjarmyndinni eins og verðugt er. Tveir byggingareitir eru á svæð- inu milli Hlíðarbrautar og Lindas- íðu, sem SS Byggir og Hyrna fengu úthlutað. Sem fyrr segir ætlar SS Byggir að byggja þar 37 íbúðir í raðhúsum á einni og tveimur hæð- um og Hyrna 22 raðhúsaíbúðir á einni hæð. SS Byggir vill koma að uppbygg- ingu útivistarsvæðisins Innan marka skipulagsins er einnig opið svæði meðfram Hlíð- arbraut með hljóðmön næst lóð- unum. Sigurður Sigurðsson sagði að hjá SS Byggi væri mikill áhugi fyrir uppbyggingu opna svæðisins. „Við höfum látið teikna þar frum- tillögu að útivistarsvæði, með gönguleiðum, sparkvelli og sleða- brekkum. Fyrirtækið hefur leitað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld og lýst yfir áhuga á að koma að upp- byggingu útivistarsvæðis og er tilbúið að leggja fjármagn í það verkefni,“ sagði Sigurður. Deiliskipulag við Lindasíðu ekki eftir pöntun verktakans Sóknarnefndin hefði betur kynnt sér gögnin sem verktakar fengu     NORRÆNA félagið á Akureyri stendur fyrir fræðslukvöldum um Færeyjar og verður hið fyrsta í kvöld, miðvikudags- kvöldið 13. mars, og einnig ann- að kvöld, fimmtudagskvöldið 14. mars. Þá verða fræðslukvöldin einnig í næstu viku, 20. og 21. mars og standa þau frá kl. 19.30 til 21. Fræðslukvöldin verða haldin í H1 í Hólum, Mennta- skólanum á Akureyri. Á dag- skrá verður almenn landafræði Færeyja, myndir og kort, saga Færeyja og Færeyingasaga, tunga, bókmenntir, fornkvæði, dansar, lífríki Færeyja, fiskveið- ar og grindhvaladráp. Leiðbein- andi á námskeiðinu er Jónas Helgason, menntaskólakennari. Þátttökugjald er 2.000 krón- ur. Skráning á staðnum eða hjá Norrænu upplýsingaskrifstof- unni. Fræðslu- kvöld um Færeyjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.