Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 19

Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 19 HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf. á árinu 2001 nam 186,4 milljónum króna, en hann nam 317,9 milljónum króna árið áður. Gengistap vegna skuldbindinga félagsins í erlendum myntum nam 414,6 milljónum króna á árinu 2001. Laun og launatengd gjöld námu 1597,1 milljón króna, eða 17,7% af sölutekjum samanborið við 18,2% á árinu 2000. Annar rekstrarkostnað- ur nam 1.072 milljónum króna, eða 11,9% af sölutekjum samanborið við 9,8% árið 2000. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsgjöld var 863 milljónir króna, eða 9,6% af sölu- tekjum. Í uppgjörinu er varúðarniður- færsla viðskiptakrafna aukin um 63 milljónir króna frá 31.12. 2000 og nam upphæð hennar í lok tímabilsins 130 milljónir króna. Á árinu voru af- skrifaðar viðskiptakröfur að upphæð 30,3 milljónir króna. Fjármuna- tekjur námu 512,9 milljónum króna og fjármagnsgjöld 581,2 milljónum. Heildarupphæð gengistaps og verð- bóta á árinu var um 570 milljónir króna. Hrein fjármagnsgjöld á árinu námu um 457,5 milljónum króna en þau námu 158,7 milljónum króna á árinu 2000. Í uppgjörinu er tekju- færð um 152,1 milljón króna vegna lækkunar tekjuskattsskuldbinding- ar samfara lækkun tekjuskatts úr 30% í 18% um síðastliðin áramót. Húsasmiðjan hf. keypti allt hlutafé Áltaks ehf. undir lok ársins 2001. Af þeim sökum er ekki tekið tillit til rekstrar Áltaks ehf. í rekstr- arreikningi Húsasmiðjunnar hf. fyr- ir árið 2001. Efnahagsreikningur Ál- taks ehf. kemur hins vegar fram að fullu. Í rekstraráætlun Húsasmiðjunnar hf. fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir að velta núverandi sölueininga verði því sem næst óbreytt milli ára. Þetta er í samræmi við hugmyndir forsvars- manna fyrirtækja í byggingariðnaði varðandi umsvif þessa árs og m.a. hafa komið fram í nýlegri könnun Vinnumálastofnunar. Rekstrartekj- ur ársins 2002 eru áætlaðar um 9.700 milljónir króna og skýrist aukin velta nær eingöngu með nýjum sölu- einingum. Hagnaður fyrir afskriftir er áætlaður um 950 milljónir króna og hagnaður eftir skatta um 450 milljónir króna. Aðalfundur félags- ins verður haldinn hinn 20. mars 2002. Stjórn félagsins mun leggja til á fundinum að arðgreiðsla nemi 20% af nafnvirði hlutafjár. Húsasmiðjan hf. með 186,4 milljóna hagnað        3    3                    4             !      $ !       %& !5      $                       /((, )..) "" --.  +*,. ! +*(1   -.,( ,0.(  )./ -*' 1)6/2 -6* ! "  "  ""  "    "   "    #  $ % $ % $ %     #          #  HAGNAÐUR VÍS nam 684 milljón- um króna á árinu 2001. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstur þess hafi gengið vel á árinu og að tölu- verður bati hafi orðið í trygginga- rekstrinum frá fyrra ári. Einnig gæti í niðurstöðunni áhrifa góðrar afkomu hlutdeildarfélaga. Heildareignir VÍS í lok ársins 2001 námu 22.514 milljónum króna og bókfært eigið fé var 4.090 millj- ónir. Hafði það hækkað um 845 millj- ónir frá fyrra ári eða um 26%. Í tilkynningunni kemur fram að stefnt sé að skráningu VÍS á Verð- bréfaþingi Íslands á þessu ári. Bókfærð iðgjöld VÍS hækkuðu um 20% frá fyrra ári og námu 7.033 milljónum króna, en eigin iðgjöld hækkuðu um 26% og námu samtals 5.730 milljónum króna. Iðgjaldahækkanir félagsins í öku- tækjatryggingum, sem kynntar voru á árinu 2000, komu fyrst að fullu fram í tekjum þess frá og með sept- ember 2001. Í tilkynningunni segir að iðgjaldabreytingar á árinu 2001 hafi aðallega verið hækkanir á eigna- tryggingum vegna slæmrar tjóna- reynslu og hækkunar kostnaðar við erlendar endurtryggingar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. Eigin tjón VÍS hækkuðu um 17% frá fyrra ári og námu 5.944 milljón- um króna. Segir í tilkynningunni að tjónaþróun í ökutækjatryggingum, sem sé stærsti flokkur trygginga fé- lagsins, hafi verið hagstæð á fyrri hluta ársins en ekki haldist og að af- koman hafi versnað aftur á síðari árshelmingi. Tjónahlutfall félagsins fyrir árið í heild hafi orðið þónokkuð hagstæðara en árið á undan þrátt fyrir þessa þróun og óvenju mikinn tjónaþunga bæði í frjálsum ábyrgð- artryggingum og slysatryggingum. Samtals nam hagnaður af vá- tryggingarekstri 229 milljónum króna en 163 milljóna tap varð af vá- tryggingarekstrinum árið 2000. Fjárfestingartekjur félagsins námu 2.204 milljónum. Hagnaður af fjármálarekstri nam 365 milljónum eftir að 1.611 milljónir hafi verið færðar til tekna á vátryggingarekst- urinn en þessi tekjufærsla nam 1.367 milljónum króna árið 2000. Skráning á VÞÍ VÍS jók eignarhluta sinn í Líf- tryggingafélagi Íslands hf. á árinu í 25%, en félögin hafa haft náið sam- starf um rekstur og þjónustu frá stofnun Líftryggingafélagsins. Í samræmi við yfirlýsta stefnu fé- lagsins um opnun og skráningu hlutabréfa þess á markaði, fór fram útboð og sala hlutabréfa þess til starfsmanna undir lok síðasta árs. Þá seldi Landsbanki Íslands af sín- um hlut í félaginu til starfsmanna bankans. Nýir hluthafar voru 569 talsins og keyptu þeir um 2,2% eign- arhlut í félaginu í þessum útboðum. Þá hafa verið gerðir kaupréttar- samningar við meginþorra starfs- manna félagsins, sem kveða á um rétt þeirra til kaupa á hlutabréfum í félaginu árin 2002–2004. Með fyrr- greindum kaupum og kaupréttar- samningum er gert ráð fyrir að starfsmenn geti eignast samtals um 5% hlut í VÍS fyrir lok árs 2004. Stefnt er að því að fyrir mitt ár 2002 selji stærstu hluthafar félags- ins af hlut sínum til fagfjárfesta til að tryggja meiri dreifingu hlutafjár og að sótt verði um skráningu hluta- bréfa félagsins á Verðbréfaþingi Ís- lands. Hagnaður VÍS 684 milljónir kr. RANNSÓKNAR- og ráðgjafafyr- irtækið IMG hefur ákveðið að kaupa rekstur Telmar á Íslandi, sem áður var í höndum auglýs- ingastofunnar Yddu. Telmar er sérhæfður hugbúnaður sem not- aður er við gerð birtinga- og aug- lýsingaáætlana og greiningar á ýmsum könnunum. Telmar verður notaður í tengslum við kannanir og gagnagrunna Gallups sem er hluti af IMG. Þjónusta IMG felst meðal annars í að veita auglýsingastofum, fjöl- miðlum og fyrirtækjum á almenn- um markaði ráðgjöf og lausnir sem byggjast á ýmiskonar greiningum. Að sögn Skúla Gunnsteinssonar, framkvæmdastjóra IMG, eru kaup- in á Telmar liður í þeirri viðleitni að styrkja þessa þjónustu enn frek- ar, enda hafi þessi hugbúnaður og sú þjónusta sem Ydda hefur veitt undanfarin ár sannað gildi sitt hér á landi. Ydda, sem nýverið sameinaðist Nonna & Manna, varð fyrsta ís- lenska markaðsfyrirtækið til að bjóða greiningarþjónustu á borð við þá sem unnin er með Telmar, og í gegnum tíðina hafa allar stærstu auglýsingastofur og fjölmiðlar landsins nýtt sér þá þjónustu. „Markaðurinn hefur þróast þannig að nú er tímabært fyrir okkur að láta þessa þjónustu frá okkur í hendur sérhæfðs aðila á borð við IMG, sem þjónað getur bæði auglýsingastofum og öðrum sem vilja nýta sér kosti Telmar- kerfisins,“ segir Hallur Baldursson, annar af framkvæmdastjórum Nonna & Manna/Yddu. Hallur Baldursson hjá Nonna & Manna/Yddu og Skúli Gunnsteins- son, framkvæmdastjóri IMG. IMG kaupir Telmar á Íslandi Skráning þingvíxla á Verðbréfaþing Íslands Gefnir verða út allt að 12 flokkar, þar sem hver flokkur er til 6 mánaða í senn, í fyrsta sinn 10. janúar 2002. Heildarnafnverð útgefinna flokka ræðst af markaðsaðstæðum. Stærð flokkanna verður á bilinu 0-1.000.000.000. Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH), kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að taka útgefna víxla á skrá þingsins þann 18. mars 2002, enda uppfylli þeir öll skilyrði skráningar. Útgáfa hvers flokks verður tilkynnt á VÞÍ hverju sinni. Ávöxtunarkrafa ákvarðast af markaðsaðstæðum á fyrsta söludegi. Víxlarnir eru seldir gegn staðgreiðslu í 5.000.000 og 10.000.000 kr. einingum. Sparisjóður Hafnarfjarðar, kt. 610269-5599, Kringlunni 6, 103 Reykjavík. Nafnverð útgáfu og lánstími: Útgefandi: Skráningardagur á VÞÍ: Ávoxtunarkrafa á söludegi: Skilmálar: Umsjón með skráningu:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.