Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 21

Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 21
GARRÍ Kasparov sigraði á Lin- ares-skákmótinu á Spáni í sjötta sinn. Vann hann skák sína við Alex- ei Shirov í síðustu umferðinni á sunnudag en þurfti þó ekki sigur til því að FIDE-heimsmeistarinn Rúslan Ponomaríov og Viswansat- han Anand gerðu jafntefli fyrr um daginn. Í skákinni við Shirov bar það til tíðinda, að Kasparov, sem hafði svart, beitti ekki Najdorf-afbrigðinu af Sikileyjarvörn eins og hann er annars kunnur fyrir, heldur Sveshnikov-afbrigðinu. Hefur hann ekki áður beitt því á sterku móti. Shirov svaraði með peðsfórn í 15. leik og upp kom mjög flókin staða. Skákskýrendur voru þó sammála um, að Shirov hefði ekki fengið nægar bætur fyrir peðið. Í fram- haldinu urðu mikil uppskipti og Shirov gafst síðan upp í 29. leik. Þetta var fyrsta skákin í mótinu, sem unnist hefur á svart. Lokastaðan í mótinu var sú, að Kasparov fékk átta vinninga, Pon- omaríov 6,5, Adams, Anand og Ív- antsjúk sex, Vallejo fimm og Shirov 4,5. Linares-mótið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur skákmót sl. 15 ár og er oft kallað „Wimbledon skákarinnar“. Linares-skákmótið Kasparov sigraði í sjötta sinn Linares. AP. ♦ ♦ ♦ ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 21 FYRRVERANDI embættismaður í japanska utanríkisráðuneytinu, Katsutoshi Matsuo, var í gær dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér alls 506 millj- ónir jena af opinberu fé (um 400 milljónir króna). Matsuo er 56 ára og var fundinn sekur í undirrétti í Tókýó um að hafa stungið fénu undan úr leynilegum, opinberum sjóði með því að ýkja hótelreikn- inga vegna 14 utanlandsferða jap- anskra forsætisráðherra á árunum 1997 til 1999. Matsuo hafði heimild til að taka sjálfur ákvarðanir um útgjöld, þar sem hann stjórnaði skipulagningu aðfangaöflunar vegna ferðanna. Sjóðnum er ætlað að tryggja að heimsóknir japanskra forsætisráð- herra og annarra fyrirmenna gangi snurðulaust. Einnig er sjóð- urinn ætlaður til útgjalda vegna leyniþjónustu. Matsuo hefur þegar viðurkennt sekt sína og beðist opinberlega af- sökunar á glæpnum. Hann notaði peningana til að lifa hátt, hélt 14 kappreiðahesta, átti fimm segl- skútur, glæsiíbúð í Tókýó, jós gjöf- um yfir hjákonur og var félagi í nokkrum golfklúbbum, sem er mikils metið í Japan. Fjárdráttur Matsuos er aðeins eitt af mörgum hneykslismálum er komið hafa upp í utanríkisráðu- neytinu og hrint af stað átaki til að breyta skipulaginu er ríkti í ráðu- neytinu, sem sagt er að hafi ein- kennst af hroka og misnotkun á opinberu fé í ráðherratíð fyrrver- andi utanríkisráðherra, Makiko Tanaka, en hún lét af embætti í janúarlok. Þegar dómurinn yfir Matsuo hafði verið kveðinn upp í gær hneigði hann sig djúpt fyrir dóm- aranum og þakkaði dómstólnum. Síðan sneri hann sér að áheyr- endum og baðst afsökunar. Sjö ára fangelsi fyrir fjár- drátt Tókýó. AFP. UM 815 milljónir manna þjást af hungri og vannæringu í heiminum, aðallega í vanþróuð- um löndum. Kom það fram hjá Jacques Diouf, yfirmanni Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, á svæðisráð- stefnu í Teheran í Íran. Sagði hann, að ástandið hefði skánað sums staðar, til dæmis í Austur- Asíu, en versnað annars staðar eins og í Afríku sunnan Sahara, í Mið-Ameríku og á Karíbahafs- eyjum. Diouf sagði, að á svæðinu frá Marokkó til Pakistans, í 29 löndum, hefði landbúnaðar- framleiðsla minnkað um 0,8%, meðal annars vegna þurrka en einnig vegna ókyrrðar og átaka og vegna mistaka stjórnvalda. Af þessum sökum neyddust rík- in til að flytja inn mikið af mat- vælum en heildarinnflutningur þeirra er um 3.000 milljarðar ísl. kr. árlega eða sem svarar til þrefalds útflutnings frá svæð- inu. Diouf sagði, að það, sem al- varlegast væri í Miðausturlönd- um væri mikill og vaxandi vatnsskortur. Rolex-ræn- ingjar í ævilangt fangelsi TVEIR menn hafa verið dæmd- ir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða eiginkonu sikil- eysks auðkýfings. Höfðu þeir ágirnd á Rolex-úri hennar og mannsins hennar og eltu þau hjónin frá Harrod’s-versluninni í London til heimilis þeirra. Þar réðust þeir á þau, skutu konuna og særðu börn þeirra tvö, dreng og stúlku, er þau komu út úr húsinu til að sjá hvað um væri að vera. Mennirnir komust yfir bæði Rolex-úrin en hafa nú ver- ið dæmdir í fimmfalt og þrefalt ævilangt fangelsi. Ryanair í vondum málum RYANAIR-flugfélagið, sem þekkt er fyrir lág fargjöld, not- ar flugvelli, sem oft eru langt frá auglýstum áfangastað, og einn þeirra er alls ekki í réttu landi. Kom þetta fram í „Holiday Which?“, ferðamála- tímariti bresku neytendasam- takanna, í gær. Sem dæmi er nefnt, að Forli- flugvöllur í Bologna á Ítalíu er alls ekki í Bologna, heldur í litlum bæ í 60 km fjarlægð. Þeir, sem fara með Ryanair til Kaupmannahafnar, lenda alls ekki þar og ekki einu sinni í Danmörku, heldur í Málm- haugum í Svíþjóð. Þýska flug- félagið Lufthansa á nú í mála- ferlum við Ryanair vegna þess, að það hefur borið saman far- gjöld flugfélaganna milli Lond- on, það er að segja Stansted, og Frankfurt, þótt það fljúgi alls ekki til Frankfurt, heldur til Hahn-flugvallar, sem er í 100 km fjarlægð. Go-flugfélagið hefur nýtt sér þessa uppákomu með Ryanair og auglýsir nú grimmt, að það fljúgi til helstu flughafna í Evrópu en sé ekki með „blekkingar“ eins og Ryanair. STUTT 815 millj. manna svelta ALLT að 11 milljónir barna í heim- inum deyja árlega af völdum sjúk- dóma sem hægt væri að lækna, að því er fram kemur á ráðstefnu sérfræð- inga í heilbrigðismálum er hófst í Stokkhólmi í gær. Leita þurfi leiða til að koma lyfjum og öðrum gögnum til „þeirra yngstu og fátækustu“. Ráð- stefnan er skipulögð af Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samkvæmt upplýsingum þessara stofnana eru lungnabólga, niðurgang- ur, malaría, mislingar, HIV/alnæmi og næringarskortur algengustu dán- arorsakirnar meðal barna í heimin- um, og mætti í langflestum tilfellum rekja til fátæktar. Á ráðstefnunni verður megináherslan lögð á heilsu- gæslu fyrir nýfædd börn sem deyja innan við viku eftir að þau koma í heiminn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Af þeim ellefu milljónum sem deyja eru átta milljónir ungbörn,“ sagði framkvæmdastjóri WHO, Gro Harlem Brundtland. „Þessi dauðsföll hefði mátt koma í veg fyrir … þau voru ekki óhjákvæmileg.“ Í tilkynn- ingu frá WHO og UNICEF segir, að þekking og lyf séu fyrir hendi, en skortur sé á pólitískum vilja og fram- kvæmdum, og einnig vanti aðstoð við samfélög og fjölskyldur til að vinna bug á heilbrigðisvandamálum. Bjarga mætti lífi um ellefu milljóna barna Stokkhólmi. AP. Reuters Læknir bólusetur barn í Afgan- istan við lömunarveiki. Verið viðbúin Kringlukast hefst á morgun, fimmtudaginn 14. mars, og lýkur á sunnudaginn 17. mars. Á Kringlu - kasti veita verslanir og þjónustu - aðilar 20 til 50% afslátt af nýjum vörum. Kringlukast er orðinn rótgróinn þáttur í daglegu lífi neytenda enda margir sem koma í Kringluna þessa daga í þeim tilgangi að gera góð kaup. Á sunnu daginn lýkur Kringlu - kasti með uppboði sem hefst kl. 14.00. Þá gefst fólki tækifæri til að bjóða í ákveðna hluti sem eru á uppboðinu og tilgreindir eru í Kringlu - kasts blaðinu sem dreift er í 82.000 hús í dag. Uppboðið var fyrst haldið í október á síðasta ári og voru undirtektir fólks með því móti að ákveðið var að halda því áfram á þessu Kringlukasti. Á meðal þess sem má bjóða í eru stórglæsileg hjól af ýmsum gerðum, utanlandsferðir til Evrópu, sjónvarp, tölva, DVD- spilari, GSM-símar, leikhúsmiðar, náttföt, klippingar og svo mætti lengi telja. Upp - boðs - hald ari er "sá spar - sami" úr Spaug - stofunni og má því búast við uppboði á léttu nótun um. Afgreiðslutími þessa daga er sem hér segir: fimmtudag frá 10-21, föstudag frá 10-19, laugardag frá 10-18 og sunnudag frá 13-17. Verið viðbúin Kringlu kastinu og takið ykkur strax stöðu við ráslínuna. hefst á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.