Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 22

Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESK fjögurra barna móðir hefur verið handtekin í Dubai eftir að hafa reynt að nema son sinn á brott frá einni af auðugustu ættum Flóa- ríkisins. Hin 34 ára gamla Sarra Fother- ingham var að sögn yfirvalda í Dubai handtekin á sunnudag eftir að hún hafði farið um borð í bát sem var á leið til Írak. Með henni var sonur hennar, hinn tíu ára gamli Tariq, en faðir hans er Rash- id al-Habtoor, þekktur og auðugur kaupsýslumaður í Dubai. Talsmaður breska sendiráðsins sagði að menn þess hefðu rætt við Fotheringham. „Hún hefur verið flutt til höfuðborgarinnar og er á lögreglustöð þar. Ákæra hefur ekki verið gefin út og hún hefur óskað eftir aðstoð sendiráðsins.“ Fotheringham kynntist Rashid al-Habtoor árið 1991 þegar hún vann sem flugfreyja. Saman eign- uðust þau soninn Tariq sem fæddist í Bretlandi en Fotheringham giftist síðar öðrum manni og eignaðist með honum þrjú börn. Faðir Tariqs er hins vegar sonur milljarðamær- ings sem stofnaði al-Habtoor- fyrirtækjasamsteypuna, sem m.a. lætur til sín taka á sviði verktaka- starfsemi og hótelrekstrar. Fjöl- skyldan er í vinfengi við Karl Bretaprins og stendur einnig nærri ráðamönnum í Dubai. Sarra og núverandi eiginmaður hennar, Neil Fotheringham, kynnt- ust þegar Tariq var átta mánaða gamall. Þau reyndu að tryggja sér forræðisrétt yfir drengnum í Bret- landi en töpuðu málinu. Dagblaðið Gulf News sem gefið er út í Dubai sagði að komið hefði verið í veg fyrir tilraun móðurinnar til að smygla drengnum úr landi. Hún hefði verið klædd að hætti ar- abískra kvenna og með henni í för hefði verið arabískumælandi vinur hennar. Þrátt fyrir að lífverðir fylgdu Tariq hefði þeim tekist að taka drenginn með sér þegar hann mætti til skóla. Full örvæntingar Fréttinni fylgdi að faðirinn hefði unnið mál vegna forræðis yfir drengnum bæði í Bretlandi og í Dubai. Neil, eiginmaður Sarra Fother- ingham, sagði í viðtölum í gær að hún hefði áformað að fara með drenginn um Írak og Sýrland og komast þaðan til Bretlands. „Al- Habtoor-fjölskyldan hefur meinað henni að hafa nokkur samskipti við son sinn. Hún hafði ekki séð hann frá því í september. Hún var orðin full örvæntingar og varð að gera eitthvað,“ sagði Neil Fotheringham sem starfar sem lögreglumaður. „Dómskerfið hér brást okkur og Sarra taldi sig ekki eiga annarra kosta völ,“ bætti hann við. Í máli hans kom einnig fram að móður drengsins hefði borist orðsending frá syni sínum skömmu fyrir árslok í fyrra. „Elsku mamma mín, komdu til mín, ég er að fara burtu um jól- in,“ hefði staðið þar. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um hvað þeir kunna að gera henni,“ sagði Neil Fotheringham. „Ég tek á því þegar þar að kemur. Sarra á þrjú önnur börn sem þrá að hitta móður sína á ný. Hún er ekki glæpamaður, aðeins móðir sem þrá- ir að hitta son sinn og þau [al- Habtoor-fjölskyldan] komu í veg fyrir það.“ Neydd til að undirrita skjöl Eiginmaðurinn sagði í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær að kona hans hefði verið yfirheyrð og hún neydd til að undirrita skjöl á arabísku en það mál kynni hún ekki. Henni væri gert að hírast á strámottu úti á gangi á lög- reglustöðinni ásamt öðrum konum sem ættu það sameiginlegt að hafa eignast börn utan hjónabands. Neil Fotheringham sagði einnig að ónefndir arabar hefðu hringt í hann og tjáð honum að þeim hjón- um hefðu orðið á alvarleg mistök. Sarra ætti eftir að eyða ævinni í fangelsi í Dubai. „Þótt ég hefði svo sannarlega þráð að fá Tariq hingað heim þá er það ekki ánægjulegur endir að kona mín sé nú í fangelsi. Ég hef alls enga trú á dómskerfi þeirra og hef ekki heldur neina ástæðu til að ætla að þeir sýni minnstu sanngirni. Það hafa þeir ekki gert til þessa,“ sagði Neil Fot- heringham. Hann kvaðst ekki hafa verið hrif- inn af þessu tiltæki konu sinnar en hún hefði haft mótmæli hans að engu. „Hún er ákveðin kona og elskar Tariq og önnur börn sín svo heitt að hún ákvað að taka áhætt- una í þeirri trú að réttlætið sigraði að lokum.“ Reyndi að ræna syni sínum AP Sarra Fotheringham ásamt syni sínum Tariq.Bresk fjögurra barna móðir er nú í haldi í Dubai eftir að hafa reynt að hafa son sinn með sér úr landi Lundúnum. AFP. ’ Hún er ekkiglæpamaður, aðeins móðir sem þráir að hitta son sinn ‘ BANDARÍKJASTJÓRN íhugar nú hvort rétt sé að taka Moammar Gaddafi, forseta Líbýu, í sátt og afnema viðskiptabann á Líbýu sem komið hefur í veg fyrir starfsemi bandarískra olíufyrirtækja í land- inu. Er fylgst grannt með fram- ferði Gaddafis í Washington en hann hefur undanfarin misseri lagt mikla áherslu á að bæta ímynd sína í augum stjórnvalda í Banda- ríkjunum. Fulltrúar Gaddafis hafa m.a. veitt Bandaríkjamönnum upplýs- ingar á undanförnum mánuðum um starfsemi alþjóðlegra hryðju- verkamanna í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september sl. Þá er því einnig haldið fram að verulega hafi mjakast í viðræðum Líbýustjórnar og lögmanna ætt- ingja fórnarlamba Lockerbie- sprengjutilræðisins í Skotlandi ár- ið 1988, en þar létust 270 manns, um bætur til handa þeirra, sem og um yfirlýsingu þess efnis að stjórnin í Trípóli gengist við ábyrgð á ódæðinu að hluta. Hafa Líbýumenn þó fram að þessu verið tregir til að viðurkenna að ódæðismennirnir hefðu verið undir verndarvæng stjórnvalda í Líbýu. Sú ákvörðun Gaddafis á sínum tíma, að framselja tvo menn, sem grunaðir voru um að hafa borið ábyrgð á Lockerbie-tilræðinu, til Hollands þar sem þeir undirgeng- ust réttarhöld markaði hins vegar þáttaskil og var til marks um að Gaddafi vildi snúa við blaðinu. Hann rauf einnig öll tengsl við rót- tækar hreyfingar Palestínumanna á svipuðum tíma og rak Abu Nidal- hryðjuverkasamtökin frá Líbýu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar leggja áherslu á að engra breyt- inga sé að vænta á stefnu stjórn- valda gagnvart Líbýu. Sú skoðun nýtur þó talsverðs fylgis í Wash- ington að með því að snúa við blaðinu í samskiptunum við Líbýu væru gefin skýr skilaboð um það til ríkja eins og Sýrlands og Írans, sem Bandaríkjamenn gruna um að hafa veitt alþjóðlegum hryðju- verkamönnum liðsinni, að þau geti vænst umbunar fyrir góða hegðun. Jafnframt yrði arabaríkjum þannig gert ljóst að þau þurfi ekki að örvænta þó að þau hafi tíma- bundið komið sér í ónáð hjá Bandaríkjamönnum – hugsanlegt sé við réttar aðstæður að slík af- staða verði endurskoðuð. Kæmi sér vel fyrir olíufélögin Þá myndi endurskoðun á stefn- unni gagnvart Líbýu þjóna hags- munum bandarískra olíufyrirtækja sem Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, skipaði að hafa sig á brott frá Líbýu árið 1986 á sama tíma og hann fyrirskipaði loftárásir á Trípólí. Fyrirtækin – Marathon, Conoco, Amerada Hess og Occidental – segjast hafa glatað milljörðum króna á skyndilegu brotthvarfi sínu frá Líbýu. Ákvörðun um að snúa við blaðinu mun hins vegar án efa tengjast endanlegri niðurstöðu sakamáls sem snýr að Lockerbie- tilræðinu en á morgun er að vænta úrskurðar vegna áfrýjunar fyrr- verandi starfsmanns lýbísku leyni- þjónustunnar sem í fyrra var fund- inn sekur um að hafa staðið fyrir ódæðinu. Verði sá úrskurður staðfestur er vonast til að ráða megi til lykta samningaviðræðum Bandaríkja- manna, Líbýustjórnar og Breta um afnám viðskiptaþvingana Samein- uðu þjóðanna, en afnám þess er forsenda þess að Bandaríkjamenn aflétti því viðskiptabanni sem þeir settu einhliða á Líbýu árið 1986, tveimur árum fyrir Lockerbie-til- ræðið. Grannt fylgst með Gaddafi í Washington Hugsanlegt að viðskiptabann á Líbýu verði senn afnumið Reuters Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu. The Washington Post. Gagnrýnir fjölmiðla- tök Berl- usconis Vín. AFP. ÖSE, Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu, hefur gagnrýnt mjög harðleg víðtæk tök Silvios Berlus- conis, forsætisráðherra Ítalíu, á fjölmiðlum í landinu. Skorar hún jafnframt á Evrópusambandið, ESB, að tryggja, að lög þess séu ekki brotin. Freimut Duve, sem fer málefni er varða frelsi fjölmiðla innan ÖSE, gerir þessi mál að umtals- efni í bréfi, sem hann sendi Va- lery Giscard d’Estaing en hann stýrir ráðstefnu framtíðarskipa ESB og hugsanlega stjórnarskrá fyrir það. „Frelsi fjölmiðla á Ítalíu hefur verið stefnt í mikla tvísýnu vegna þess, að yfirráð yfir fjölmiðlunum, jafnt einkarekinna sem opinberra, hafa safnast á eina hendi,“ segir Duve. Hvatti hann Giscaed d’Esta- ing til að tryggja, að farið yrði eftir Mannréttindaskrá Evrópu en í henni er kveðið á um frjálsa fjöl- miðlun. Hafa allir leiðtogar ESB- ríkjanna undirritað hana en hún hefur þó ekki verið lögleidd innan sambandsins. Berlusconi, ríkasti maður á Ítal- íu, á þrjár sjónvarpsstöðvar og ný- lega skipaði hann nýja stjórn í rík- isútvarpinu, RAI, og er hún nú aðallega skipuð kunnum hægri- mönnum. Segja má að nú ráði hann að mestu yfir sjónvarpi og útvarpi í landinu og mörgum öðrum fjöl- miðlum. Ávallt hefur verið um að ræða pólitíska skipan í útvarpsráðið en vegna mikilla hagsmuna og ítaka Berlusconis á fjölmiðlamarkaði þykja yfirráð hans yfir ríkisútvarp- inu að auki gera ástandið á Ítalíu líkt því sem tíðkast í alræðisríkj- um. Berlusconi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.