Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 23 • Hæstu vextir á innlánsreikningi • Hámarksöryggi • Ver›trygging • Sveigjanleiki • Laus til útborgunar vi› 18 ára aldur • Engin lágmarksinnborgun • fiú getur lagt inn reglulega e›a  flegar flér hentar • Fallegar gjafaumbú›ir Fermingargjöf  er framtí›arsjó›ur Framtí›arreikningur er frábær fermingargjöf og ólík ö›rum gjöfum a› flví leyti a› hún vex me› fermingarbarninu og tryggir flví öruggan sjó› vi› 18 ára aldur. Íslandsbanki -flar sem gjafirnar vaxa! Gjafabréf Stofnun e›a  innlegg á Framtí›ar- reikning er tilvalin fermingargjöf Framtí›arreikningur Íslandsbanka Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og opna þér dyrnar að þessu stórkostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla fimmtudaga til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu, eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð Beint flug til Verona alla fimmtudaga frá kr. 24.800 Verð 24.800 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A 23. maí, alm. verð kr. 26.040, A fargjald í júlí kr. 27.000. Skattar kr. 3.350 ekki innifaldir. Beint flug. Úrval hótela í Verona, Garda, Feneyjum og Róm. ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hug- leikur í Reykjavík hefur frá stofnun árið 1984 markað sér nokkra sér- stöðu með því að setja upp eingöngu frumsamin leikverk og hafa mörg þeirra lifað góðu lífi til þessa dags í sýningum annarra áhugaleikfélaga síðan. Mér er þó til efs að nýjasta af- urð Hugleiks, söngleikurinn – eða óperettan – Kolrassa, muni fara eins og eldur í sinu um áhugaleiksvið landsins; til þess er verkið of erfitt í flutningi og útheimtir söngkrafta sem ekki eru á hverju strái. Fyr- irfram hefði einhver líklega sagt að þetta væri auðvitað ekki hægt, áhugaleikfélag gæti ekki sett upp svo óperukenndan söngleik með annað markmið í huga en að gera út af við sjálft sig og áhorfendur á einu bretti. Svo er þó aldeilis ekki í frum- uppfærslu Hugleiks á þessu hug- verki Þórunnar Guðmundsdóttur sem á allan heiður af samningu þess, því hún er allt í senn, höfundur texta og tónlistar auk þess að hafa æft og stjórnað bæði söng og hljóðfæraleik ásamt því að leika eitt hlutverkanna í sýningunni. Þórunn er gagnmennt- uð í tónlist, með blásarakennara- próf, einleikarapróf á þverflautu og burtfararpróf í söng frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík og síðan með masterspróf og doktorspróf í söng og söngfræðum frá Indiana háskóla í Bandaríkjunum. Hvort hún getur kallast áhugamanneskja um fag- grein sína er álitamál og líklega er það á endanum spurning um merk- ingarfræði tungumálsins. Það má líka einu gilda og ef áhugamennska takmarkast við það eitt að þiggja ekki laun fyrir liststköpun sína þá er hér um hreinræktaða áhuga- mennsku að ræða. Aðrir þátttakend- ur sýningarinnar eru einnig meira og minna menntaðir söngvarar og þessi mikla kunnátta sem safnast hefur að Hugleik er vafalaust eitt af því sem mótar yfirbragð sýninga fé- lagsins. Ævintýrið um Kolrössu krókríð- andi segir frá systrunum Ásu, Sig- nýju og Helgu sem búa í koti ásamt foreldrum sínum og þær Ása og Signý eru latar og dekraðar á meðan Helga má strita myrkranna á milli og liggja í öskustónni um nætur. Hún tekur mótlætinu með „ösku- stóískri ró“ og bíður síns tíma. Þar kemur að þurs nokkur í dularklæð- um kemur og biður sér Ásu fyrir konu og hefur með sér heim í hellinn en óðar og honum er ljóst að hún kann ekkert til húsverka varpar hann henni í myrkvaðan afhelli. Á sömu leið fer fyrir Signýju en þegar Helga er komin í hellinn léttist brún- in á þursa og hann ákveður að gera hana að heiðvirðri konu og kvænast henni. Boðar hann til brúðkaups og Helga fær hann til að skjótast með matarböggul til foreldra sinna í leið- inni. Hún treður systrum sínum í böggulinn en útbýr eftirlíkingu af sjálfri sér og klæðir í brúðarskart og setur á brúðarbekkinn. Sjálf atar hún sig sóti og hleypur af stað með skörung á milli fóta. Þegar hún mæt- ir tröllunum á leið til veislunnar kynnir hún sig sem Kolrössu krók- ríðandi. Tröllin halda til veislunnar og þar situr brúðurin á bekknum en þegar veislan er í hámarki veltur brúðurin um koll og brúðguminn kennir gestunum um að hafa drepið fyrir sér konuna og allt fer í bál og brand. Endir sögunnar er sá að tröllin drepa öll hvert annað en Helga og fjölskylda hennar hirða allt góssið úr hellinum og lifa í vellyst- ingum uppfrá því. Þórunn fer frjálslega með þennan efnivið og hikar ekki við að flétta við hann þráðum úr öðrum álfa- og tröllasögum, t.a.m. er þursinn orð- inn þríhöfða og getur skipt sér í þrennt eftir hentugleikum. Úr hon- um verður því kostulegt þríeyki sem Jóhann Hauksson, Einar Þór Ein- arsson og Björn Thorarensen gerðu sér svikalaust mat úr. Hundurinn Spakur gegnir einnig mikilvægu hlutverki og veit ekki hvert hans raunverulega eðli er fyrr en langt er liðið á leikinn og skilur því ekki hvers vegna hann elskar Helgu meira en öndina í brjóstinu á sjálfum sér. Eyjólfur Eyjólfsson fór vel með þetta vandasama hlutverk og sýndi okkur óvenju tilfinninganæman og vel gefinn hund með dularfulla fortíð og spennandi framtíð. Spangól hins „lýríska tenórs“ var óvenju fagurt. Þær Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ylfa Mist Helgadóttir voru frábærar í hlutverkum hinna fordekruðu systra Ásu og Signýjar og þá var hlutverki hinnar algóðu Helgu ekki síður vel borgið í höndum Árnýjar Ingvarsdóttur. Tröllakórinn var frá- bærlega vel samsettur og lagðist þar allt á eitt, ekki síst búningar og gervi og stompatriðið var hápunktur ann- ars vel heppnaðrar sýningar. Jón Stefán Kristjánsson má vera ánægð- ur með sinn hlut, sviðsetningin er vel heppnuð og persónur skýrar. Tónlistin er áheyrileg og sver sig nokkuð í ætt við hermitónlist, þar sem leitað er fanga víða og hending- arnar minna ýmist á þjóðlega tónlist íslenska eða óperustandarða. Söng- urinn leikflokksins var hinn áheyri- legasti og mörg söngatriðin ágæt- lega flutt. Texti Þórunnar er smellinn og sveiflast kostulega á milli hátíðleika alvörukenndrar óp- eru og þess paródíustíls sem ein- kennt hefur svo margar sýningar Hugleiks. Leikmyndin er líklega hugsuð sem eins konar paródía af gamaldags sveitarómantískum sýn- ingum en það breytir þó ekki því að hún er fremur kauðsk og lítið fyrir augað. Fjöllin tvö líkjast helst af- káralegum samkomutjöldum og for- leikurinn gaf til kynna að framundan væri leikrit um kammersveit í tjaldútilegu. Svo reyndist þó ekki vera og að því slepptu er hér frábær sýning á ferðinni sem Hugleikur má vera full- sæmdur af. Þetta á ekki að vera hægt. Þetta er auðvitað ekki hægt Morgunblaðið/Árni Sæberg Þursinn Melur og systirin Ása. LEIKLIST Hugleikur Söngleikur eftir Þórunni Guðmunds- dóttur. Leikstjóri: Jón Stefán Krist- jánsson. Tjarnarbíó föstudaginn 8. mars. KOLRASSA Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.