Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 26

Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna bárust 620 umsóknir að þessu sinni og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári, en þá bárust nefndinni 557 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða að þessu sinni var eftirfarandi: Launasjóður rithöfunda 154 um- sóknir, launasjóður myndlistar- manna 230 umsóknir, tónskáldasjóð- ur 31 umsókn og listasjóður 205 umsóknir, þar af 39 umsóknir frá leikhópum. Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun: Launasjóður rithöfunda Í þrjú ár: Bragi Ólafsson og Stein- unn Sigurðardóttir . Í tvö ár: Guðrún Eva Mínervudótt- ir og Jón Viðar Jónsson. Í eitt ár: Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Friðriks- son, Guðrún Helgadóttir, Hallgrímur Helgason, Kristín Ómarsdóttir, Ólaf- ur Gunnarsson, Ólafur Haukur Sím- onarson og Þórarinn Eldjárn. Í sex mánuði: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Andri Snær Magnason, Arnaldur Indriðason, Atli Magnús- son, Auður Jónsdóttir, Áslaug Jóns- dóttir, Árni Ibsen, Birgir Sigurðs- son, Bjarni Bjarnason, Böðvar Guðmundsson, Elísabet K. Jökuls- dóttir, Erlingur E. Halldórsson, Ey- vindur P. Eiríksson, Geirlaugur Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson, Hrafn- hildur H. Guðmundsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Ísak Harðarson, Jón Atli Jónasson, Jón Kalmann Stefáns- son, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Mikael Torfason, Óskar Árni Ósk- arsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Sigfús Bjartmars- son, Sigrún Eldjárn, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður A. Magnús- son, Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón), Sindri Freysson, Steinunn Jóhann- esdóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Launasjóður myndlistarmanna Í tvö ár: Gabríela Friðriksdóttir, Hannes Lárusson; Katrín Sigurðar- dóttir og Ragnhildur Stefánsdóttir. Í eitt ár: Anna Eyjólfsdóttir, Eygló Harðardóttir, Harpa Björnsdóttir, Helgi Gíslason, Inga Jónsdóttir, Magnús Ó. Kjartansson, Margrét Jónsdóttir og Ólafur Sveinn Gísla- son. Í sex mánuði: Elsa Dóróthea Gísla- dóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hlynur Helgason, Ilmur María Stefánsdótt- ir, Íris Elfa Friðriksdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Magnús Sigurðsson, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Míreya Samper, Ólöf Einarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Erla Guð- mundsdóttir, Sigrún Guðmundsdótt- ir, Stefán Jónsson, Vignir Jóhanns- son og Þóroddur Bjarnason. Í þrjá mánuði: Erla S. Haralds- dóttir og Inga Svala Þórsdóttir. Ferðastyrki hlutu: Anna G. Torfa- dóttir, Anna Jóa, Birgir Snæbjörn Birgisson, Finna B. Steinsson, Hlyn- ur Hallsson, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir og Kjartan Ólason. Listasjóður: Í tvö ár: Camilla Söderberg og Lára Stefánsdóttir. Í eitt ár: Guðrún Sigríður Birgis- dóttir, Hilmar Jensson, Kristín Jó- hannesdóttir, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir og Miklós Dalmay. Í sex mánuði: Finnur Bjarnason, Hávarður Tryggvason, Laufey Sig- urðardóttir, Margrét Bóasdóttir, María Kristjánsdóttir, Ólöf Ingólfs- dóttir, Pétur Tryggvi Hjálmarsson, Sif Margét Tulinius, Skúli Sverris- son, Sunna Gunnlaugsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Valgerður Tinna Gunnarsdóttir, Valgerður Þórsdótt- ir. Í þrjá mánuði: Ásgerður Júníus- dóttir og Charlotte Böving. Ferðastyrk hlutu: Felix Bergsson, Filippía I. Elísdóttir, Gísli Örn Garð- arsson, Helga Rakel Rafnsdóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Valgerður Rúnars- dóttir og Þórarinn Eyfjörð. Úthlutað var starfslaunum til leik- hópa sem einvörðungu er ætlað til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Í 14 mánuði: Leynileikhúsið og S.Þ. Dansverkstæði. Í 12 mánuði: Hermóður og Háð- vör, Möguleikhúsið, Lab Loki og Leikhúskór LA, Akureyri. Í átta mánuði: Dansleikhús með Ekka og Leikhópurinn „Á senunni“. Í sex mánuði: Skjallbandalagið og í tvo mánuði: Kómedíuleikhúsið. Tónskáldasjóður: Í tvö ár: Karólína Eiríksdóttir og Snorri Sigfús Birgisson. Í eitt ár: Áskell Másson og Bára Grímsdóttir. Í sex mánuði: Erik Júlíus Mogen- sen, Finnur Torfi Stefánsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Óliver Kentish. Í fjóra mánuði: Hildigunnur Rún- arsdóttir. 60 ára og eldri Listasjóður veitti einnig sérstök framlög til eftirtalinna listamanna sem fengu listamannalaun áður fyrr og voru 60 ára og jafngildir starfs- launum í einn mánuð: Agnar Þórð- arson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Einar Bragi, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Gísli J. Ástþórsson, Gísli Sigurðsson, Guðmunda Andrés- dóttir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Gunnar Dal, Helgi Sæmundsson, Hjörleifur Sigurðsson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ágústs- son, Jóhannes Geir Jónsson, Jón Ás- geirsson, Jón Þórarinsson, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Magn- ús Jónsson, Ólöf Pálsdóttir, Pjetur Friðrik Sigurðsson, Rögnvaldur Sig- urjónsson, Sigurður Hallmarsson, Skúli Halldórsson, Svava Jakobs- dóttir, Veturliði Gunnarsson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Örlygur Sigurðs- son. Úthlutunarnefndina skipa: Guð- rún Nordal, formaður, samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, Hjálmar H. Ragnarsson, tilnefndur af Listaháskóla Íslands og Baldur Símonarson, skipaður án til- nefningar. Úthlutunarnefnd listamannalauna búin að úthluta starfslaunum fyrir árið 2002 Umsóknum fjölg- ar um 63 milli ára SÍMON H. Ívarsson heldur gít- artónleika í félagsheimilinu Heimalandi í Rangárvallasýslu í kvöld kl. 20.30. Jafnframt munu gítarnemendur Tónlist- arskóla Rangárvallasýlu undir handleiðslu kennara sinna, Helga E. Kristjánssonar og Jens Sigurðssonar, koma fram með Símoni. Símon leikur suður-amerísk gítarverk eftir H. V. Lobos, L. Brouwer, A. Lauro, R, Dayens, J. Morel og R. Borges og ís- lensk þjóðlög í útsetningu Gunnars R. Sveinssonar og Jóns Ásgeirssonar. Símon mun einnig leika tvö verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, hon- um til heiðurs, en hann verður sjötugur á næsta ári. Áheyrendur geta búist við að fá að taka virkan þátt í tónleik- unum. Félag íslenskra tónlistar- manna styrkir tónleikana. Gítartón- leikar í Heimalandi Símon H. Ívarsson ÁRATUGUR er að verða liðinn frá borgarastyrjöldinni í Sómalíu þar sem hundruð þúsunda voru drepin í baráttu sómalísku stríðs- herranna, kynþáttaátökum sem flokkast undir þjóðarmorð. Samein- uðu þjóðirnar mættu með friðar- sveitir sínar til landsins og Banda- ríkin sendu hundruð úrvalssveitarmanna til hjálpar við að koma matvælasendingum á rétta áfangastaði og hlutuðust einnig til um innanríkismálin. Black Hawk Down (nafnið höfðar til þyrlutegundarinnar sem kemur mikið við sögu), segir af sólar- hringslangri hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í hinni stríðs- hrjáðu borg, Mogadishu. Lyf og matvæli lentu ósjaldan í höndum erkóvinarins, stríðsherrans Aidids og manna hans. Er bandaríska setu- liðið fær upplýsingar um hvar hann heldur sig er blásið til sóknar, úr- valslið leggur í leifturárás inn í borgina til að handsama Aidid. Þeg- ar til kemur reynast upplýsingarnar rangar og mótstaðan mikil. Banda- rískir hermenn eru drepnir unn- vörpum, tvær svarthaukaþyrlur skotnar niður af inn- fæddum sem Penta- gon-haukum á óvart, reynast sterkari aðil- inn. Aðeins hluti her- mannanna nær við ill- an leik aftur til baka. Aðgerð sem átti að taka nokkra stundar- fjórðunga verður að óendanlegri sólar- hringsmartröð. Fljót- lega eftir þetta af- hroð kallaði Clinton menn sína heim. Hávaðasöm mynd í meira lagi. Ofan á linnulausa skothríð og þrumugný spreng- inga, glymur tónlist í anda Bruckheimer og myndin öll ber því miður fullmikinn keim af markmiðum þessa farsæla hasarmyndaframleiðanda. Hann fær til liðs við sig Ridley Scott, sem er manna færastur í að hanna átakaatriði, skipuleggja og sviðsetja margflókna kóreógrafíu miskunnar- lauss djöfladans hinna stríðandi að- ila. Meinið er að myndin kafnar í ósköpunum. Persónurnar eru leikn- ar af lítt kunnum leikurum sem aukinheldur verða fljótlega eins litir af skít, svita og blóði. Darraðar- dansinn er í fyrirrúmi, herflokkur- inn, þær hetjur allar, ná ekki vel til manns. Hálfheyrnarlaus af djöfla- ganginum, lamaður af tilgangsleys- inu, fær maður ákaflega takmark- aða samúð með aðgerðinni sem smám saman endar í andlegri þreytu, sem sjálfsagt á skylt við stríðsþreytu. Það fer þó ekki á milli mála að endurgerð atburðanna er trúverðug og sjálfsagt raunsæ. Kvikmynda- takan skiptir sköpum, að mestu í guggnum og sannfærandi grátón- um. Klippingar eru hraðar og mark- vissar þannig að auðvelt er að fylgj- ast með gangi máli hjá hinum mörgu söguhetjum myndarinnar – eftir að maður fer að þekkja þær. Þar standa upp úr Jason Isaacs og William Fichtner, jafnvel Tom Size- more. Allir með rétta útlitið og framkomuna til að gera persónur sínar trúverðugar. Shepard er óvart atkvæðalítill sem hershöfðinginn, heilinn á bak við aðgerðirnar. Josh Hartnett (Pearl Harbor), getur gert betur en hann fær tækifæri til að sýna. Mikilúðleg, yfirþyrmandi upp- lifun fyrir stríðsmyndafíkla. Martröð í stríðshrjáðri Mogadishu KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó á Akureyri Leikstjóri Ridley Scott. Handritshöf- undur: Ken Nolan. Kvikmyndatökustjóri: Slavomir Idziak. Tónlist: Hans Zimmer. Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Aðal- leikendur: Josh Hartnett, Eric Bana, Tom Sizemore, Ewan McGregor, William Fichtner, Jason Isaacs, Sam Shepard. Sýningartími 145 mín. Bandaríkin. Col- umbia. 2001. BLACK HAWK DOWN  Sæbjörn Valdimarsson „Það fer þó ekki á milli mála að endurgerð at- burðanna er trúverðug og sjálfsagt raunsæ. Kvikmyndatakan skiptir sköpum, að mestu í guggnum og sannfærandi grátónum.“ ÞAÐ er ekki laust við að efasemd- ir láti á sér kræla í huga manns þeg- ar sest er niður í salnum á Melum. Er virkilega svigrúm til að sviðsetja nostalgíumósaík Ólafs Hauks þarna? En það hefur tekist merki- lega vel í snyrtilegri sviðsetningu Sögu Jónsdóttur. Þrek og tár segir frá tónelskri kaupmannsfjölskyldu á sjöunda ára- tugnum í Reykjavík og fólkinu í kringum hana, vel blandaður kokkt- eill af tónlist og tali, gríni og gráti. Mörgum sögum vindur fram, ótal örlög ráðast. Þungamiðjan eru þó ólík örlög þeirra systrasona Davíðs og Gunna Gæ og glíma föður Davíðs við sjálfan sig og framtíðardrauma sína. Yfir öllu vakir síðan Jóhann kaupmaður, sem situr á völtum frið- arstóli í ellinni eftir umbrotasamt líf. Fortíðardraugar hans eru ekki eins vel niðurkveðnir og hann vildi vera láta og gera jafnan vart við sig þeg- ar tilfinningahitinn hækkar. Verk af þessu tagi reynir á fjöl- marga þætti í hæfileikasafni eins leikfélags. Það þarf sterka leikara sem einnig geta sungið og dansað, tónlistarmenn til að annast undir- leikinn, útsjónarsamt búninga- og leikmunafólk til að endurskapa for- tíðina og svo náttúrulega leikstjóra sem megnar að halda í alla þræði í senn og vefa litríkt tjald úr öllu sam- an. Saga Jónsdóttir hefur valið þá leið að undirstrika húmorinn sem nóg er af í verkinu og nýta þannig hæfileika leikaranna á því sviði. Enda er sýningin hin mesta skemmtun þegar léttast er yfir henni. Á hinn bóginn verður óneit- anlega dálítil slagsíða á henni fyrir vikið, fortíðarskuggarnir og hörm- ungar sem yfir dynja ná ekki áhrifa- mætti sínum þegar illa gengur að hemja galgopaskapinn. Það er við- kvæmur línudans að skila báðum hliðum verksins, og hér hverfa tárin nokkuð í skugga þreklegra skop- takta. Undantekning þessa vanda eru tveir aðalleikendanna, þau Ívar Örn Björnsson sem leikur Davíð og Fanney Valsdóttir sem Helga móðir hans. Þau ná að hvíla fallega í sínum hlutverkum og gera með því örlög sín aðgengileg áhorfendum. Auðvit- að nýtast síðan skoptaktar og -hæfi- leikar margra dáindisvel. Nefna mætti Þórð Steindórsson sem var kostulegur sem fálkaorðuriddarinn Hallur Fengel og Sigurð B. Sverr- isson í hlutverki Gunna Gæ, tugt- hússlims, kanakróga og ógæfu- manns. Sigurður fór síðan, ásamt Ingu Berglindi Birgisdóttur, fremstur í flokki lipurra dansara, en dansatriði voru ágætlega heppnuð. Reyndar kemur fram í leikskrá að félagið hefur staðið fyrir dansnám- skeiðum undanfarið, sem ég veit ekki til að leikfélög geri mikið af en er til fyrirmyndar og skilar auðsjá- anlega árangri. Þrek og tár hjá Leikfélagi Hörg- dæla er prýðisskemmtun, kraftmikil uppfærsla á skemmtilegu verki. Það næst oft að kitla hláturtaugarnar á Melum, þó vasaklúturinn hefði að ósekju mátt vökna oftar og meira. Meira þrek en tár LEIKLIST Leikfélag Hörgdæla Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Saga Jónsdóttir. Félagsheim- ilið Melar, Hörgárdal. Laugardagurinn 9. mars, 2002. ÞREK OG TÁR Þorgeir Tryggvason TÓNLEIKUM Contrasti-hópsins, sem vera áttu í Salnum í kvöld, er frestað til miðvikudags 10. apríl. Tónleikum frestað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.