Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 27
Mörkinni 3, 108 Reykjavík.
Opið mán.-föstud. frá kl. 11-18,
laugard. kl. 11-15
Púðar, verð 3.700
Klukkur, verð 6.200,
tilboð 3.000
Mjólkurglös, verð 1.150
Kertastjakar, verð 2.300
Glæsilegar
fermingargjafir
4. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
11.543.140 kr.
2.308.628 kr.
230.863 kr.
23.086 kr.
4. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
9.157.872 kr.
1.831.574 kr.
183.157 kr.
18.316 kr.
2. flokkur 1995: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
8.778.586 kr.
1.755.717 kr.
175.572 kr.
17.557 kr.
1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
1.480.797 kr.
148.080 kr.
14.808 kr.
Innlausnardagur 15. mars 2002.
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
98/1 1 1,48079665
98/2 1 1,48079665
01/1 1 1,14098989
01/2 1 1,14098989
Rafrænt
ENN á ný liggur nú
fyrir Alþingi frumvarp
þar sem lagt er til að
leyft skuli að selja
áfengi í matvöruversl-
unum. Það er ekki í
fyrsta sinn sem frum-
varp af þessu tagi er
flutt á Alþingi því, eins
og kunnugt er, er all-
nokkur hópur fólks hér
á landi sem finnst að
það sé með öllu óþol-
andi að eiga þess ekki
kost að greiða fyrir
rauðvín sitt við sama
kassa og greitt er fyrir
kjötið sem snæða á með
víninu.
Af sjálfu leiðir að þeirri kröfu er nú
snúið að fisksölum vítt og breitt um
landið að hjá þeim geti fólk ekki að-
eins keypt tros heldur einnig ár-
gangshvítvín.
Ég verð að viðurkenna að kröfur af
þessum toga finnast mér fram úr hófi
ósanngjarnar. Ég vil að fisksalinn
minn kunni öll skil á sjávarfangi; að
við kjötborðið í stórmarkaði sé ég
einnig stödd hjá sérfræðingi og í vín-
búð ÁTVR geti ég leitað til kunnáttu-
manna um vín.
Mér finnst því að með þessum hug-
myndum sé litið með söknuði til
þeirra fornu tíma þegar tunnur stóðu
á stokkum í hverri búð og þar mátti á
sama stað kaupa allar þær vöruteg-
undir sem fólk þarfnaðist, jafnt
skæðaskinn sem steinolíu og að sjálf-
sögðu brennivín, jafnvel í staupatali.
Ég held þó að fyrir flutningsmönn-
um áðurnefnds frumvarps vaki ekki
afturhvarf til þessara fornu tíma; ég
held raunar ekki heldur að þeir séu
neinir sérstakir boðberar viðskipta-
frelsis.
Ég fæ ekki betur séð en að með
þessu frumvarpi gangi flutnings-
menn erinda þeirra sem lengi hafa
séð ofsjónum yfir því að ríkið hagnist
á sölu áfengis. Þeim sem finnst það
nánast jaðra við guðlast að ríkið
hagnist með öðru móti
en með skattheimtu.
Oftar en ekki eru þó
einmitt sömu aðilar út-
smognir í þeirri kúnst
að komast undan því að
greiða skatt til ríkisins.
En nú er það svo að
sala áfengis er tæplega
sambærileg við sölu á
annarri vöru. Áfengi er
nefnilega ekki matvara
og sala þess lýtur öðr-
um lögmálum en venju-
leg matvöruverslun.
Ef við eftirlátum
kaupmönnum að selja
áfengi þá munu þeir að
sjálfsögðu leita til þess
allra leiða að selja sem mest af sinni
vöru. Er það slíkt sem við viljum? Að
koma til neytenda sem allra mestu af
áfengi?
En er sú þróun ekki nokkuð aug-
ljós að þegar áfengi verður selt í
hverri matvöruverslun munu boðber-
ar frelsisins aftur fara á kreik og þá
með þeirri röksemd að ekki sé nokk-
urt vit í því að halda uppi ríkisfyr-
irtæki til að annast sölu áfengis þegar
kaupmaðurinn á horninu sjái um vín-
söluna hvort eð er.
Þar með myndum við líka glutra
niður einu af fáum byggðastefnufyr-
irheitum sem hefur verið staðið við
þ.e. að áfengi er selt á sama verði
hvar sem er á landinu.
Það er þekkt staðreynd að aukið
aðgengi að áfengi þýðir aukna neyslu.
Slík þróun er ekki eftirsóknarverð.
Það fyrirkomulag sem við Íslend-
ingar höfum búið við í þessum efnum
hefur fært okkur fjölbreytt vöruúrval
og góða þjónustu sem farið hefur
batnandi, jafnframt því sem reynt
hefur verið að stemma stigu við auk-
inni neyslu.
Að stefna að aukinni neyslu áfeng-
is, jafnvel þótt á henni kunni ein-
hverjir að græða, er stefna sem óhjá-
kvæmilega verður þjóðinni til tjóns.
Sigríður
Jóhannesdóttir
Áfengismál
Ég fæ ekki betur séð en
að með þessu frum-
varpi, segir Sigríður
Jóhannesdóttir, gangi
flutningsmenn erinda
þeirra sem lengi hafa
séð ofsjónum yfir
því að ríkið hagnist
á sölu áfengis.
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar í Reykjaneskjördæmi.
Kaupverð frelsisins
OFT nær maður
seint að sperra eyrun,
þegar eitthvað er eft-
irtektarvert í imba-
kassanum. En ekki
heyrði ég betur en að
í fréttatíma í sjón-
varpi nýlega hafi Dav-
íð enn og aftur sagt,
að með „auðlinda-
gjaldi á sjávarútveg“
hafi verið komið til
móts við allar gagn-
rýnisraddir. Þeir sem
ekki tækju þeirri ráð-
stöfun fagnandi vildu
einfaldlega enga sátt
um fiskveiðistjórn-
kerfið. Mátti skilja að
þeir kysu fremur úlfúð og illindi.
En gallinn er sá, að vandi fisk-
veiðistjórnkerfisins er samgróinn
grundvelli þess. Hann hefur aldrei
legið í skorti á auðlindagjaldi.
Undirstaða kerfisins er afsal þjóð-
arinnar á auðlind sinni til hags-
munaklíku, sem fékk
sínu framgengt, ef
ekki beinlínis í krafti
pólitískrar spillingar,
þá með því að hag-
nýta sér einfeldni, fá-
kunnáttu eða léttúð
stjórnmálamanna, eða
það að stjórnmála-
menn voru henni háð-
ir, til að áskilja sjálfri
sér þjóðarhagsmuni
án endurgjalds. Á
þeirri undirstöðu hef-
ur verið byggt síðan,
oft með meðulum sem
ekki hefðu verið notuð
við heilbrigðar kring-
umstæður. Hagsmun-
irnir, sem með þessu hefur verið
att saman, eru miklir. Annars veg-
ar standa þeir almannahagsmunir
að formleg lög og stjórnskipun
gildi í raun, að stjórnmálamenn
hafi eitthvað vit á því sem þeir eru
að gera, og að íslenzkt lýðræði sé
þess megnugt að vinda ofan af ráð-
stöfunum sem efnt er til í þágu
klíkubundinna sérhagsmuna. Hin-
um megin eru svo hagsmunir
þeirra sem fengu ráðstafanir þess-
ar gerðar, og þeirra sem orðið hafa
að bera á þá fé til að mega stunda
fiskveiðar. Í mörg ár hefur verið
unnið markvisst að því að þvinga
íslenzkan almenning til að játa
þeim fullan eignarrétt að þýfinu,
sem þjófnaðinn frömdu. Á það eiga
landsmenn að sættast, vegna þess
að til stendur að leggja „hóflegt
auðlindagjald“ á sjávarútveginn.
En auðlindagjald er ekkert ann-
að en marklaus friðþægingarskatt-
ur á eina tiltekna atvinnugrein, í
jafnmiklu ósamræmi við frjálsa at-
vinnustarfsemi og frjálst hagkerfi
eins og fiskveiðistjórnkerfið er
sjálft. Frá sjónarmiði kommúnista
kynni auðlindagjald á sjávarútveg
að eiga rétt á sér. Frá sjónarmiði
borgara í vestrænu lýðræðisríki er
það hins vegar óbermi, jafn fárán-
legt og kerfið sem það á að rétt-
læta. Það á ekki einu sinni skilið
að kallast blekking, svo auðsær
sem tilgangur þess er. Davíð og
herrar hans láta sem sættir séu
sjálfsagðar með tilkomu gjaldsins,
því að viðurkenning á gjaldinu er
allt að því viðurkenning á kerfinu.
Hið íslenzka ríkisvald og þau öfl
sem því stjórna hafa haft fjölmörg
tækifæri til sátta um fiskveiði-
stjórnkerfið. Og allir hlekkjaþræl-
ar hins nýja íslenzka þjóðskipulags
hafa hamrað á sáttum um árabil –
en aðeins á þeirri forsendu, að við
grundvallarmeininu sé ekki hagg-
að. Þannig sættir eru engar sættir,
og verða það aldrei. Að halda því
fram sem Davíð gerði í fréttatím-
anum er öfugmæli. Það eru aðeins
fáeinir mánuðir síðan hann sjálfur
lét „sjálfstæðis“flokk sinn hafna
fyrningarleið, sem hefði í raun
ekki verið annað en hófleg við-
urkenning á hinum upphaflegu
mistökum, framtíðinni til viðvör-
unar, en kynni samt að hafa opnað
möguleika til sátta. Í staðinn valdi
hann það „geysistóra skref til
sátta um fiskveiðistjórnkerfið“ sem
hann fullyrti að auðlindagjalds-
skrípið væri.
Ég get ekki talað fyrir aðra en
sjálfan mig, þegar ég hafna því að
kenna ráðstöfun af þessu tagi við
sættir. Réttur til fiskveiða við Ís-
land á áfram að byggjast á gefnum
forréttindum. En ég fyrir mitt
leyti bið engan, ekki einu sinni
Davíð Oddsson, um að almenn
mannréttindi og grundvallarreglur
heilbrigðra samfélaga séu virtar á
mínu landi. Ég heimta það.
Nú eiga allir að vera sáttir
Lúðvík
Emil Kaaber
Höfundur er lögfræðingur.
Kvótinn
Réttur til fiskveiða við
Ísland, segir Lúðvík
Emil Kaaber, á áfram
að byggjast á gefnum
forréttindum.
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema
Forðafjör Líf og fjör
Nýtt fjölvítamín sem gefur þér
góðan forða af öllum vítamínum
og steinefnum í 12 klst.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum