Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 31 HUBERT Vedrine, utan-ríkisráðherra Frakk-lands, sagði fyrr á árinuað stefna Bandaríkja- stjórnar í utanríkismálum væri „ein- feldningsleg“. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, svaraði að Vedrine hlyti að vera að „leggjast í hugarvíl“. Báðir sögðu þeir síðar að þetta hefðu aðeins verið karlmann- leg orðaskipti tveggja vina. Þessi ummæli eru þó augljóslega til marks um vaxandi spennu milli Bandaríkjastjórnar og nokkurra NATO-ríkja í Evrópu, hálfu ári eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum sem urðu til þess að Evrópuríkin lýstu yf- ir eindreginni samstöðu með Banda- ríkjamönnum í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. Leiðtogar Evrópuríkjanna lofa enn fullum stuðningi við þessa baráttu og marg- ir þeirra hafa veitt eða boðið aðstoð við hernaðaraðgerðirnar í Afganist- an. Nokkrir þeirra hafa hins vegar varað bandarísku stjórnina við því að líta á Evrópuríkin sem „fylgiríki“ Bandaríkjanna og látið í ljósi áhyggj- ur af vísbendingum um að Banda- ríkjamenn hyggist næst ráðast á Írak eftir herförina í Afganistan. „Vilja fara sínu fram án samráðs við aðra“ Yfirlýsing George Bush Banda- ríkjaforseta um að Íran, Írak og Norður-Kórea myndi „öxul hins illa“ er meginástæðan fyrir titringnum í Evrópu. „Við Evrópubúar dáumst að Bandaríkjamönnum, en þeir eru mjög öfgafullir og hugmyndir þeirra eru ruddalegar,“ sagði Philippe Mor- eau Defarges, við Alþjóðatengsla- stofnun Frakklands. „Evrópubúar eru dálítið hneykslaðir á afstöðu Bandaríkjamanna sem vilja fara sínu fram án samráðs við aðra. Ég tel að verði ekki breyting á yfirlýsingum þeirra komi upp kreppa í samskipt- um Bandaríkjanna og Evrópu.“ Harðasta gagnrýnin í Evrópu hef- ur einkum komið frá fjölmiðlum, stjórnarandstöðuflokkum og litlum flokkum í samsteypustjórnum sem eru yfirleitt vinveittar Bandaríkjun- um. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði að Banda- ríkjamenn ættu ekki að líta á NATO- ríkin í Evrópu sem „fylgiríki“ Bandaríkjanna. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ráðlagði Bandaríkjastjórn að „hugsa sig þrisvar um“ áður en hún hæfi árásir á Írak því þær gætu orðið til þess að bandalagið gegn hryðjuverkastarf- semi í heiminum riðlaðist. „Hvorki ESB né NATO virðast skipta máli“ Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur stutt stríðið gegn hryðjuverkastarfsemi frá byrjun. Ágreiningur hefur hins vegar komið upp í stjórn hans vegna yfirlýsingar Bush um „öxul hins illa“, einkum vegna viðskiptahagsmuna Ítala í Ír- an. Stjórnvöld á Ítalíu og í nokkrum öðrum Evrópuríkjum telja að við- ræður við ríki á borð við Íran séu lík- legri til árangurs en ráðstafanir til að einangra þau. Stjórn Jose Maria Aznars, for- sætisráðherra Spánar, styður Bush eindregið í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi og henni er umhugað um að tryggja stuðning Bandaríkja- stjórnar við baráttu Spánverja við baskneska aðskilnaðarsinna. Sósíal- istaflokkurinn á Spáni hefur hins vegar gagnrýnt utanríkisstefnu Bush. „Bush minntist ekki einu sinni á Evrópusambandið í stefnuræðu sinni,“ sagði Felipe Gonzalez, fyrr- verandi forsætisráðherra Spánar, í grein í dagblaðinu El País á dögun- um. „Hvorki Evrópusambandið né NATO virðast skipta máli.“ Klofningur í bresku stjórninni? Bretar hafa verið traustustu stuðningsmenn Bandaríkjamanna í herförinni gegn hryðjuverkastarf- semi en fjölmiðlar í Bretlandi segja að harðlínustefna Bush hafi valdið klofningi í stjórn Tonys Blairs for- sætisráðherra. Meira en 70 þing- menn, þeirra á meðal margir flokks- bræður Blairs, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þeir láta í ljósi miklar áhyggjur af því að Bretar taki þátt í árásum á Írak. Bresk blöð sögðu að nokkrir þungavigtarmenn í stjórninni hefðu hótað að segja af sér ef Blair lýsti yf- ir stuðningi við árásir á Írak. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, sagði að ekkert væri hæft í þessum fréttum og lýsti þeim sem „algjöru bulli“. Clare Short, ráð- herra þróunaraðstoðar, sagði hins vegar að Bretar ættu að knýja stjórn Íraks til að hleypa vopnaeftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna inn í landið fremur en að grípa til hern- aðaraðgerða. „Við þurfum að takast á við Saddam Hussein, við þurfum ekki að valda írösku þjóðinni enn meiri þjáningum,“ sagði hún. Donald Anderson, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði í viðtali við Sky News að umræðan í Banda- ríkjunum um hernaðaraðgerðir í Írak væri runnin undan rifjum „ófyr- irleitinna manna í bandaríska varn- armálaráðuneytinu sem eru óstöðv- andi núna vegna Afganistans“. Evrópuríkin gagnrýnd Richard Perle, formaður ráðgjaf- arnefndar Donalds Rumsfelds, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi afstöðu Evrópuríkjanna harðlega í viðtali við breska útvarpið BBC á mánudag. „Ég hef vissulega orðið fyrir von- brigðum með nokkra af vinum okkar í Evrópu sem gefa mikinn gaum að ógnum við eigið öryggi en þegar ógn- in beinist að Bandaríkjunum er þá hvergi að finna,“ sagði Perle. „Atl- antshafsbandalagið tryggði frið þeg- ar hætta stafaði af Sovétríkjunum og Bandaríkin gerðu þá allt sem þau gátu til að styðja önnur ríki banda- lagsins. Nú er okkur ógnað og ef ég má segja það hreinskilnislega þá finnst okkur að Evrópubúar ættu að launa okkur stuðninginn.“ Hefur einsett sér að koma Saddam frá völdum Ljóst er að Bandaríkjastjórn er staðráðin í því að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak áður en kjörtímabili Bush lýkur. Spurningin er ekki lengur hvort látið verður til skarar skríða gegn Saddam heldur hvernig það verður gert og hvenær. Stjórn Bush veltir því einnig fyrir sér hvort hún þurfi á stuðningi Evr- ópuríkjanna að halda fallist þau að lokum á hernaðaraðgerðir í Írak. Bandaríski dálkahöfundurinn Charles Krauthammer telur að Bandaríkin þurfi ekki að reiða sig á stuðning Evrópuríkjanna. „Við heyj- um þetta stríð til að verja okkur,“ skrifaði hann í The Washington Post. „Þetta er líka stríð til varnar vest- rænni menningu. Ef Evrópuríkin neita að líta á sig sem þátttakanda í þessu stríði þá þau um það. Vilji þau segja skilið við okkur þá tökum við því. Við leyfum þeim að halda á frökkunum okkar.“ Þetta viðhorf virðist endurspegla sjónarmið margra bandarískra emb- ættismanna sem telja að Bandaríkja- menn þurfi ekki á stuðningi NATO- ríkjanna í Evrópu að halda. Þeir eru þeirrar skoðunar að grípi Banda- ríkjamenn til hernaðaraðgerða eigi þeir að skipuleggja þær sjálfir, eins og þeir gerðu í stríðinu í Afganistan, og velja bandamenn sína. Telja að NATO yrði til trafala Að sögn vikuritsins The Econom- ist skiptast embættismenn Bush- stjórnarinnar í þrjá hópa í afstöðunni til þess hvort óska eigi eftir stuðningi NATO-ríkjanna í Evrópu. Fyrsti hópurinn er andvígur því að árásirnar verði gerðar með fulltingi NATO. Hann segir að Bandaríkja- stjórn þurfi að bregðast skjótt við til að koma í veg fyrir að Írakar komi sér upp gereyðingarvopnum og sam- starf við NATO myndi aðeins tefja aðgerðirnar og verða til þess að tækifærið til að koma Saddam Huss- ein frá völdum gengi stjórn Bush úr greipum. Þessir embættismenn ljá máls á því að leitað verði eftir stuðn- ingi einstakra NATO-ríkja, ekki bandalagsins í heild, en vilja að að- stoð þeirra verði litin sömu augum og stuðningur annarra ríkja, svo sem Ástralíu eða Kúveits. Að sögn The Economist hefur þessi hópur miklar efasemdir um þau áform að fjölga aðildarríkjum NATO og tillögurnar um að auka samstarf bandalagsins við Rússland. Annar hópurinn er einnig tregur til að leita eftir aðstoð Evrópuríkjanna en af annarri ástæðu. Hann telur að NATO hafi staðið sig vel en eigi að einbeita sér að því að tryggja frið í Evrópu, einkum á Balkanskaga. Þessir embættismenn eru hlynntir því að öll ríki Mið- og Austur-Evrópu fái inngöngu í NATO og að samstarf- ið við Rússland verði aukið. Þeir telja að þátttaka bandalagsins í herför í Írak myndi raska meginhlutverki þess, þ.e. að tryggja frið í Evrópu, og það eigi að láta Bandaríkin um hern- aðaraðgerðir í öðrum heimsálfum. Þriðji hópurinn er hlynntur því að Evrópuríkin taki þátt í aðgerðunum í Írak og gegni mikilvægu hlutverki í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Hann er þeirrar skoðun- ar að NATO eigi ekki aðeins að láta til sín taka í Evrópu, heldur einnig í öðrum heimshlutum þar sem hags- munum Vesturlanda er ógnað. Getur skipt sköpum fyrir framtíð NATO Að sögn The Economist getur nið- urstaða þessarar umræðu haft mikla þýðingu fyrir þróunina í tengslum Bandaríkjanna og Evrópu á næstu áratugum. Verði niðurstaðan sú að Bandaríkjastjórn láti til skarar skríða gegn stjórn Saddams Huss- eins án fulltingis NATO sé viðbúið að áhrif bandalagsins verði lítil í örygg- ismálum heimsins þegar fram líða stundir. „Bandaríkjamenn eru að átta sig á gífurlegum yfirburðum sín- um á hernaðarsviðinu. Evrópuríkin gera sér grein fyrir þessu og hafa áhyggjur af því að þessu valdi sé ekki beitt viturlega og einnig af eigin veikleika í samanburði við Bandarík- in.“ The Economist segir að Bush þurfi nú að svara því hvort óheft frelsi Bandaríkjanna til aðgerða sé mikilvægara en framtíð NATO. „Annaðhvort gefur forsetinn Atl- antshafsbandalaginu nýjan tilveru- grundvöll á 21. öldinni; eða að einn eitt fórnarlambið bætist við eftir hryðjuverkin 11. september, framtíð bandalagsins sjálfs.“ Þurfa Bandaríkin á Evrópu að halda? Áform Bandaríkjastjórnar um að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak með öllum ráðum hafa sætt gagnrýni í Evrópu. Ekki er þó víst að Bandaríkjamenn telji sig þurfa á stuðningi Evrópuríkjanna að halda til að hefja árásir á Írak. AP Leiðtogi Kúrdíska byltingarflokksins, sem styður stjórn Íraks, afhendir Saddam Hussein heiðursborða við athöfn í Bagdad á mánudag. Banda- ríkjastjórn hefur einsett sér að koma Saddam frá völdum heimili hann ekki Sameinuðu þjóðunum að hefja aftur vopnaeftirlit í Írak. ’ Bush þarf aðsvara því hvort sé mikilvægara: óheft frelsi Bandaríkjanna til aðgerða eða fram- tíð NATO. ‘ okkur hærra ð verð að get- a þess rið að a haft lands- ns eru þegar nings- tur þá kkun á kkur á nokkur em var ninni í mur. ötum ð n ASÍ nir séu stjórn- tandi í rðlags- mið um raplöt- ði. Þótt á vísi- ga kol- ,“ seg- uðvitað Sam- um að ið að menn segir þegar i aðila valda í ð fyrir, þessu ginleg ,,Það stnað- tti og nunum g mikl- li hafa segir í gær ðusam- bandið hvað þetta varðar og segir að Seðlabankinn eigi að horfa á vaxtalækkanir svona fimm til tíu mánuði fram í tímann. ,,[Alan] Greenspan, sá frægi seðlabanka- stjóri, telur að vaxtalækkunaráhrif fari ekki að skila sér fyrr en eftir 12 til 14 mánuði en Seðlabankinn virðist bara horfa á næstu viku. Það virðist nú ekki vera sú aðferð sem seðlabankar almennt nota í heiminum,“ segir Davíð. Spurður hvort hann telji að nú sé rétt að bregaðst við og lækka vexti segist Davíð hafa reynt að gæta sín á að segja ekki Seðlabankanum fyrir verkum vegna nýfengis sjálfstæðis bankans. ,,En þeir hljóta að lúta sömu lögmálum og aðrir seðla- bankar eins og til dæmis sá banda- ríski, sem segir að menn eigi að horfa á efnahagsástandið eins og þeir telja að það verði eftir ár þeg- ar vextir eru ákveðnir en ekki eins og það er í augnablikinu,“ segir Davíð. Vísitöluhækkunin veldur Ara Edwald, framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins, vonbrigðum. Hann vill þó alls ekki útiloka að verðbólgumarkmið samningsaðila í maí muni nást, ,,Þessi mæling veldur okkur vissulega vonbrigð- um,“ segir Ari. ,,Þetta er meiri hækkun en við vonuðumst eftir en ég held samt sem áður að það sé of snemmt að útiloka að markmiðið geti náðst. Það er þó augljóslega þörf á því að allir aðilar sem hafa áhrif á verðlag, stórir sem smáir, stuðli að þessu markmiði,“ segir hann. ,,Við sjáum þarna ánægjuleg tíð- indi eins og þau, að gengisstyrk- ingin skilar sér nú í lækkun á mat- vöruverðinu upp á 0,2 stig, en við sjáum líka að föt og skór, sem er innflutt vara, fara upp um 0,3 pró- sentustig eftir að vetrarútsölum lauk. Þetta finnst mér vera frekar bratt. Í heild hækka aðrar innflutt- ar vörur, sem vega tæplega 15% í hlutfallslegri skiptingu vísitölu- grunnsins, um 2½% á milli mánaða og framlag þeirra til hækkunarinn- ar er 0,37%. Ég tel að þarna skili sér ekki sú styrking sem hefur orð- ið á gengi krónunnar. Maður verð- ur að leyfa sér að höfða til þeirra aðila sem þarna koma að málum að fylgja þessu betur eftir. Það eru sömuleiðis mjög nei- kvæð tíðindi úr heilbrigðisgeiran- um. Það er alveg óviðunandi að horfa upp á svona miklar og snögg- ar verðbreytingar yfirhöfuð á nokkrum lið, hver svo sem hann er. Það er framganga sem menn geta ekki leyft sér,“ segir Ari. Líklegt að verðbólgan á fyrri hluta ársins verði 4% Hann segir einnig að þrátt fyrir þetta standi upp úr að verðbólgan fari ört minnkandi. ,,Þótt við verð- um auðvitað að horfa til þeirra skýru tölulegu markmiða sem við höfum sett okkur og þau verði að nást sjáum við engu að síður að verðbólgan, sem var 9,4% á síðasta ári, samsvarar núna á fyrsta árs- fjórðungi ársins 2002 4,3%, árs- verðbólgu, þrátt fyrir þessa mæl- ingu núna. Miðað við spá Seðlabankans um framhaldið má gera ráð fyrir því að verðbólgan á fyrri helmingi þessa árs sé 4%, og ég tel mjög líklegt, ef horft er á árið í heild, að spár um nálægt 3% verðbólgu gætu staðist ef ekki koma til einhver óskynsam- leg viðbrögð við þróuninni þessar vikur og mánuði. Það er því raun- verulega eftir mjög miklu að slægj- ast að þetta gangi eftir,“ segir Ari. Í og SA í opna skjöldu ka 0,3% striki rúar tu an gir í stafi ð- art- taka      omfr@mbl.is Stöðugleikinn ominn á aftur kyrrð að skapast á markaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.