Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 35
SJÁLFVIRK verð-
trygging á íbúðarlán-
um er að mínu mati
óeðlileg hvernig sem á
hana er litið enda ber
hún það með sér að
fyrst og fremst sé
verið að tryggja hags-
muni lánardrottna, en
hagsmunir almenn-
ings fyrir borð bornir.
Þessi sjálfvirka
verðtrygging íbúðar-
lána gerir þau að
slæmum kosti og ill
aðgöngu öllu venju-
legu launafólki og
miður góð reynsla al-
mennings af henni í
áratugi ætti að vera nægjanleg rök
fyrir afnámi hennar. Vegna við-
miðunar í verðbólgu eykst
greiðslubyrði lána án tillits til þess
hvort samsvarandi tekjuhækkun
verði hjá lántakanda. Þetta skrum-
skælir allar viðmiðanir og það
greiðslumat sem miðað var við
þegar lánið var tekið. Því fyrr sem
verðtryggingin er afnumin því
betra.
Dauðadómur
Mér virðist nokkurn veginn ljóst
að forusta þeirra pólitísku flokka
sem nú fara með völd í landinu
vilji ekkert sporna gegn þessu lög-
verndaða vaxtaokri og leggi bless-
un sína yfir verðtryggingar á íbúð-
arlán almennings og telji það
eðlilegast af öllu að fólk sé féflett
á kvikindislegasta hátt. Sömu
flokkar virðast lítið hafa út á það
að setja að íbúðir og heimili manna
séu notuð til þess að skapa vaxta-
gróða langt umfram það sem
þekkist annars staðar í nálægum
þjóðfélögum. Þessi okurstarfsemi
er þungbær öllum almenningi en
alls óbær og jafnvel fjárhagslegur
dauðadómur yfir fjölskyldumanni,
sem er með 100.000 krónur í dag-
vinnulaun á mánuði.
Langur vinnutími
Þúsundir fjölskyldna eru í vand-
ræðum með að greiða afborganir
af þessum okurlánum og þarf fólk
að vinna myrkrana á milli til þess
eins að geta staðið í skilum með
þau. Því miður eru margir sem
ekki ná því markmiði og þurfa
þess vegna að taka skyndilán til að
borga íbúðarlánin. Þegar þannig
er komið fyrir fjölskyldum fara
skuldir að safnast fyrir og að lok-
um dugar ekki vökutíminn til að
afla tekna til að greiða þær og
fólkið missir það litla sem það var
búið að ná sér í og þræla sér út til
að borga. Mikill er hroki og sam-
viskuleysi þeirra manna sem vilja
viðhalda þessu okur-
vaxtakerfi og ætla ís-
lenskum almenningi
að greiða helmingi
hærri vexti en tíðkast
í flestum þeirra landa
sem við miðum okkur
við.
15% vextir
Ráðherrar og þing-
menn núverandi
stjórnarflokkanna
hæla sér mikið af því
að hafa komið hér á
frjálsum og opnum
fjármála- og gengis-
markaði og segja að
nú tilheyri gamlar
kreddur og kvaðir í viðskiptum
fortíðinni til og langþráð frelsi
manna í verslun og viðskiptum sé
loksins orðin staðreynd. En ef svo
er, hvernig stendur þá á því að
sömu ráðherrar og þingmenn við-
halda sjálfvirkri opinberri verð-
bólgustýringu á íbúðarlán, sem
undanfarið hefur leitt til 15%
vaxta, þótt viðurkennt sé að hóf-
legir vextir fyrir slík lán séu 5 til
6% eins og flestar V-Evrópuþjóðir
hafa á húsnæðislánum sínum.
Út úr skápnum
Ég skora á þingmenn stjórn-
arflokkanna að tjá sig um vextina
og sjálfvirku verðtrygginguna og
réttlæta fyrir almenningi þann
mikla mun sem er á greiðslubyrði
íbúðarlána hérlendis og í ná-
grannalöndum okkar. Þið, þessir
talsmenn „frjálsra viðskipta“ getið
ekki lengur verið í felum, þið verð-
ið að koma út úr skápnum og segja
fólki af hverju þetta er nauðsyn-
legt. Það eru þúsundir fjölskyldna
sem bíða eftir svari ykkar og því
miður eru sumar þeirra að komast
í greiðsluþrot, einmitt vegna verð-
tryggingarákvæða.
Verðtrygging
Sigurður T.
Sigurðsson
Hagsmunir
Verðtrygging ber það
með sér, segir Sigurður
T. Sigurðsson, að fyrst
og fremst sé verið að
tryggja hagsmuni lán-
ardrottna, en hags-
munir almennings fyrir
borð bornir.
Höfundur er formaður Verkalýðs-
félagsins Hlífar.
ÁRIÐ 2002 verður
viðburðaríkt fyrir
Evrópu. Ekki einasta
taka 12 ríki ESB upp
sameiginlega mynt,
evruna, heldur er gert
ráð fyrir að á árinu
muni aðildarsamning-
um ljúka við 10 ný
ríki. Ennfremur
stendur Evrópusam-
bandið nú fyrir um-
fangsmikilli ráðstefnu
um framtíð evrópskr-
ar samvinnu sem mun
áfram byggja á hug-
sjónum um frið, vel-
ferð og lýðræði. Að
auki verður mikið um að vera á
vettvangi stjórnmálanna innan
ríkjanna sjálfra en á árinu fara
fram kosningar í 5 aðildarríkjum
ESB og í 3 umsóknarríkjanna.
10 ný ríki frá ársbyrjun 2004
Stefnt er að því að ríkin 10 verði
fullgildir aðilar að ESB frá árs-
byrjun 2004 og geti því tekið þátt í
kosningum til Evrópuþingsins í
júní sama ár. Til að svo geti orðið
þurfa þjóðþingin og Evrópuþingið
að hafa tíma til að staðfesta
stækkunina og því þarf aðildarvið-
ræðum að vera lokið á öllum
kjarnasviðum, svo sem um land-
búnaðarmál, byggðaþróunarmál og
fjárframlög, fyrir leiðtogafund
ESB í Kaupmannahöfn um mitt
þetta ár.
Aðildarviðræðurnar hafa að und-
anförnu gengið mjög vel og jafnvel
má segja að ESB hafi orðið fórn-
arlamb eigin árangurs. Í fjárhags-
rammanum sem samþykktur var
fyrir stækkunarferlið á leiðtoga-
fundi ESB í Berlín 1999 var aðeins
gert ráð fyrir 6 nýjum aðildarríkj-
um. Á leiðtogafundi ESB í Leken í
desember sl. var hins vegar gert
ráð fyrir 10 nýjum aðildaríkjum.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
því þurft að aðlaga fjárhagsáætl-
anir sínar og hefur nýlega lagt
fram sanngjarna fjárhagstillögu
fyrir stækkunarferlið fyrir árin
2004–6. Þar er þrætt heldur
þröngt einstigi milli skuldbindinga
ESB frá því í Berlín og væntinga
nýju ríkjanna við fulla aðild.
Sanngjarnar fjárhagstillögur
Í Berlínartillögunum er á tíma-
bilinu ekki ekki gert ráð fyrir
beingreiðslum til bænda í nýju
ríkjunum. Í nýju tillögunum er
hinsvegar gert ráð fyrir að bænd-
ur í umsóknarríkjunum fái í nokkr-
um skrefum 35% af
beingreiðlsum fram til
ársins 2006.
Ég geri ráð fyrir að
regluleg styrkjaaukn-
ing í smáum skrefum
verði til að flýta fyrir
nauðsynlegri endur-
skipulagningu í land-
búnaði umsóknarríkj-
anna, en það er jafn-
framt forsenda að-
ildar. Ef umsóknar-
löndin fá fulla styrki
til landbúnaðar frá
fyrsta degi gæti það
hægt á umbótum og
þar með stuðlað að
lágri framleiðni, minnkandi sam-
keppni og földu atvinnuleysi. Vert
er að hafa í huga að stór hluti
landbúnaðarframleiðslu í umsókn-
arríkjunum er til einkaneyslu og
fer ekki á markað. Beingreiðslur í
slíka framleiðslu leiða ekki til ný-
sköpunar og nýrra tækifæra til
tekjuöflunar. Þvert á móti á miklu
fremur að styrkja þá sem hafa tök
á að koma vöru sinni á erlenda
markaði.
Í Berlín var gert ráð fyrir
byggðastyrkjum til 6 nýrra aðild-
arríkja fram til 2006. Í tillögum
framkvæmdastjórnarinnar er gert
ráð fyrir að sama upphæð deilist
nú á ríkin 10 á tímabilinu. Að auki
er lagt til að nýju löndin fái sér-
stakar aukagreiðslur til verkefna á
sviði umhverfisverndar og upp-
byggingar innviða.
Við fyrri stækkanir hafa nýju
löndin jafnan fengið aðlögunartíma
að ýmsum samstarfsþáttum og öll
hafa þau fengið nettó fjárframlög
frá ESB meðan á aðlögunartím-
anum stóð. Reiknað er með að um-
sóknarríkin nú greiði fullt gjald til
sjóða ESB strax við aðild, en þau
munu þrátt fyrir það fá um 200
milljarða evra í nettógreiðslur á
fyrstu þremur árum aðildar.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
orðið fyrir nokkurri gagnrýni,
bæði frá núverandi aðildarríkjum
og umsóknarríkjunum vegna fjár-
hagstillagnanna. Líklega merkir
það að tillögurnar eru sanngjarnar
og að tekist hefur að þræða hið
þrönga einstigi milli ólíkra hags-
muna.
Áhrif á EES
Eftir stækkun verður ekki leng-
ur hægt að kalla ESB ríkra manna
klúbb. Með nýju aðildarríkjunum
mun meðal efnahagsstig sam-
bandsins lækka til muna, en
stækkun mun samt sem áður verða
öllum ríkjunum til góðs. Aðlögun
að ESB-aðild felur í sér umtals-
verðar pólitískar, efnahagslegar og
stofnanalegar umbætur í umsókn-
arríkjunum og hefur þróunin þeg-
ar leitt af sér 5% meðaltalshagvöxt
á ári í umsóknarríkjum. Viðskipti
milli ESB og umsóknarríkjanna
hafa einnig snaraukist, og mikil-
vægir markaðir hafa um leið opn-
ast fyrir ESB – og raunar öll
EES-ríkin.
Stækkun ESB þýðir einnig
stækkun EES og mikilvægt er að
það gerist samhliða. Núverandi
stækkunarferli er stærsta verkefni
sem ESB hefur nokkru sinni stað-
ið frammi fyrir og um þessar
mundir er einmitt verið að takast á
við erfiðustu áskoranirnar í við-
ræðunum. Á þessum tímapunkti er
efnisleg uppfærsla EES-samnings-
ins því ekki á dagskrá ESB.
Stækkunin mun ennfremur búa til
glænýtt Evrópusamband með 25
eða 27 meðlimi og því munu líka
fylgja nýjar áskoranir fyrir
EFTA-/EES-ríkin.
2002 – tímamótaár
í sögu ESB
Gerhard Sabathil
Höfundur er sendiherra fasta-
nefndar framkvæmdastjórnar ESB
fyrir Ísland og Noreg.
ESB
Stækkun ESB þýðir
einnig stækkun
EES , segir Gerhard
Sabathil, og mikilvægt
að það gerist samhliða.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu
borg og bjóða einstakt tilboð á síðustu sætunum þann 21. mars. Í boði
eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og
gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary,
með íslenskum fararstjórum Heimsferða.
Það er engin tilviljun að þeir sem einu sinni fara til Prag, kjósa að fara
þangað aftur og aftur, enda er borgin ógleymanleg þeim sem henni
kynnast og engin borg Evrópu kemur ferðamanninum eins á óvart með
fegurð sinni og einstöku andrúmlofti.
Helgarferð til
Prag
21. mars
kr. 39.950
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 3 nætur
m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 21.
mars, 4 nætur, flug, gisting og skattar.
Flug fimmtudaga og
mánudaga í mars og apríl